Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 36

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 36
Nýlega útgefnar bækur Advokatretten, Höf. Mads Bryde Andersen, 1. útgáfa 2005. Útg. af höfundi í samvinnu við Advokaternes Serviceselskab A/S Kaupmannahöfn. Væntanleg á bókasafn LMFÍ. Limitation of Liability for Maritime Claims Höf. Patrick Griggs CBE, Richard Williams L.L.B., LL.M. og Jeremy Farr, 4. útgáfa, 2005. Útg. af LLP Informa Professional, London. Værdipapirhandelsloven og Værdipapirhandelsloven med kommentarer, Höf. Jesper Lau Hansen, 2004-2005 Útg. Christian Ejlers´ Forlag, Kaup- mannahöfn. European Competition Law; A Practitioner´s Guide, Höf. Lennart Ritter, W. David Braun. 3. útgáfa, 2004 Útg. Kluwer Law International, Hollandi Practical Intellectual Property Precedents, Höf. Trevor Cook, Audrey Horton Útg. 2004, Thomson; Sweet & Maxwell, London. trygginga, sáttameðferða, áhrifa þjón- ustutilskipunarinnar, frelsis í viðskipt- um og mannréttinda. Hvaða erindi á Lögmannafé- lagið inn í CCBE? Lögmannafélag Íslands er ekki virkur þátttakandi í nefndum og ráðum CCBE en fulltrúar félagsins sækja hins vegar svokallaðar Plenary Sess- ions, sem fram fara tvisvar á ári, þar sem ákvarðanataka fer að jafnaði fram varðandi öll megin stefnumál. At- kvæðavægi einstakra aðildarfélaga ræðst af stærð þeirra. Lögmannafélag- ið sem er fjórða fámennasta félagið innan CCBE með tæpa 700 félags- menn, fer með 3 atkvæði. Það verður að teljast hátt hlutfall í samanburði við stærstu aðildarfélögin sem hafa á bilinu 123.000 til 148.000 félags- menn innan sinna vébanda og fara að- eins með 18 atkvæði hvert. Þá tryggir samstarf lögmannafélaganna á Norð- urlöndunum og á síðustu árum einnig Eystrasaltsríkjanna, aukin áhrif innan CCBE. Þótt Lögmannafélag Íslands hafi ekki bolmagn til að taka virkan þátt í nefndum og stjórnum á vegum CCBE nýtur það í mörgu afraksturs af þeirri vinnu sem fram fer innan sam- takanna. Þátttakan tryggir Lög- mannafélaginu ekki síst auðveldan að- gang að mikilvægum upplýsingum. Gríðarlegt magn upplýsinga berst fé- laginu í viku hverri sem með einum eða öðrum hætti snertir hagsmuni ís- lenskra lögmanna og félagið reynir að vinna úr eftir fremsta megni. Þess má geta að vegna vaxandi áhrifa Evrópu- réttar og upplýsingastreymis frá CCBE hefur komið til tals að setja á laggirnar sérstaka nefnd – alþjóða- nefnd, innan félagsins, sem hefði það hlutverk að fara yfir þær reglur og upplýsingar sem berast erlendis frá og meta þörfina á samsvarandi reglusetn- ingu eða koma að útfærslu á lögum og reglum hér á landi. Ljóst að CCBE gegnir veigamiklu hlutverki í að hafa áhrif á þróun reglna um réttindi og skyldur lög- manna innan Evrópusambandsins og mótun lagaumhverfis á Evrópska efnahagssvæðinu. Einnig er óhætt að fullyrða að þýðing aðildar Lögmanna- félagsins að ráðinu eykst í samræmi við vaxandi áhrif Evrópuréttar á ís- lenskt lagaumhverfi, hvort heldur sem er í formi löggjafar eða beinna starfa íslenskra lögmanna erlendis fyrir inn- lenda og erlenda skjólstæðinga. Aðild Lögmannafélagsins er ekki hugsuð til að hafa bein áhrif, heldur njóta af- raksturs samtakamáttar evrópskra lög- mannafélaga við að ná fram eða tryggja sameiginlega hagsmuni lög- manna og tryggja framgang réttarþró- unar í Evrópu. Í því tilliti skiptir fjöldi 36 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 0 5,000 10,000 15,000 20,000 25,000 30,000 35,000 40,000 45,000 50,000 55,000 60,000 65,000 70,000 75,000 80,000 85,000 90,000 95,000 100,000 105,000 110,000 115,000 120,000 125,000 130,000 135,000 140,000 145,000 150,000 S p á n n s k a la n d Ít a lí a B re tl a n d F ra k k la n d G ri k k la n d P o rt ú g a l P ó ll a n d B e lg ía H o ll a n d U n g v e rj a la n d T é k k la n d Ír la n d N o re g u r A u s tu rr ík i D a n m ö rk S v í jó S ló v a k ía F in la n d K p u r L it h á e n S ló v e n ía L e tt la n d L ú x e m b o rg Ís la n d M a lt a E y s tl a n d L ie c h te n s te in Myndin sýnir fjölda félagsmanna innan einstakra aðildarfélaga CCBE. félagsmanna einstakra aðildarríkja ekki höfuðmáli heldur sú staðreynd að félögin standa saman. Félagið hvetur félagsmenn til að kynna sér starfsemi CCBE á heima- síðu samtakanna á slóðinni www.ccbe.org

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.