Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 19
eða aðgerðarleysismálum fyrir EFTA- dómstólnum. Aðild þeirra er viður- kennd ef ákvörðun ESA sem á reynir hefur beinst gegn þeim eða ESA hefur látið hjá líða að beina ákvörðun til þeirra. Aðild annarra einstaklinga eða lögpersóna er aðeins viðurkennd ef þeir hafa einstaklegra og beinna hags- muna að gæta. Það hefur reynt nokkrum sinnum á þessi aðildarskilyrði fyrir EFTA-dóm- stólnum og þar á meðal í fyrsta mál- inu sem ég kom að sem dómari við EFTA-dómstólinn, hinu svonefnda Bellona máli. Stefnendur málsins voru umhverfisverndarsamtök sem kröfð- ust þess að ákvörðun ESA þess efnis að tiltekinn ríkisstyrkur samræmdist EES-samningnum yrði ógilt. Var mál- inu vísað frá þar sem stefnendur máls- ins töldust ekki eiga beinna hagsmuna að gæta. Sambærilegar reglur gilda um aðild einstaklinga og lögpersóna fyrir dómstól Evrópubandalaganna. Þar hafa í gegnum tíðina gengið margir dómar þar sem reynt hefur á aðildar- hæfi og þá einkum það skilyrði að málsaðilar eigi einstaklegra hagsmuna að gæta. Undirrétturinn hefur viljað túlka þetta skilyrði víðara en dómstóll Evrópubandalaganna, m.a. á grund- velli sjónarmiða um réttarvernd. Dómstóll Evrópubandalaganna hefur hins vegar í nýlegum dómum snúið dómum undirréttarins við, m.a. með þeim rökum að aðildarhæfið verði ekki rýmkað að óbreyttum lagatexta. Hingað til hefur EFTA-dómstóllinn túlkað málsmeðferðarreglur sem eru sambærilegar málsmeðferðarreglum dómstóls Evrópubandalaganna með líkum hætti og dómstóll Evrópu- bandalaganna. Einstaklingar og lögpersónur geta hins vegar einnig átt óbeinan þátt í því að mál beri fyrir dómstólinn. Með kvörtun til ESA geta þeir vakið athygli ESA á samningsbroti EFTA-ríkis og þannig haft áhrif á að ESA rannsaki samningsbrot og ef til vill höfðað mál gegn viðkomandi ríki. Þá geta ein- staklingar og lögpersónur sem reka mál fyrir landsdómstól reynt að hafa áhrif á að viðkomandi dómari leiti eft- ir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Það er þó dómari málsins sem hefur það endanlega á valdi sínu hvort slíks álits er leitað. Í þessu sambandi má nefna að það er ekki útilokað að sama ágreiningsefnið komi samtímis fyrir dómstólinn eftir tveimur leiðum. Ágreiningur fyrir landsdómstól kann að snerta hugsan- legt samningsbrot ríkis sem ESA hef- ur einnig til skoðunar. Landsdóm- stóllinn kann að leita eftir ráðgefandi áliti á sama tíma og ESA ákveður á fara með málið fyrir EFTA-dómstól- inn. Sem dæmi um þetta má nefna að ESA hefur um nokkurt skeið haft til skoðunar lagareglur í Noregi um einkarétt til happdrættisreksturs þar í landi og hefur ákveðið að stefna Nor- egi fyrir EFTA-dómstólnum vegna þeirra. Á þessar sömu reglur reynir nú einnig fyrir norskum dómstólum í máli sem þar er rekið. Hæstiréttur Noregs hefur nýlega ákveðið að fresta LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 19 Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn. Ljósm.: Pierre Levy

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.