Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 32

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 32
Jólafundur 32 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Hefur dómurinn áhrif á hvað íslenskir ostar mega heita? Hugmyndin að greinarstúf þessum kviknaði við hugleiðingar um hversu margvísleg fordæmisáhrif dómar Evr- ópudómstólsins geta haft hér á landi og var í upphafi þeirri spurningu hreyft hvort Evrópusambandið gæti virkilega skipt sér af því hvað íslensk- ir ostar heita. Svarið við því er raunar bæði já og nei. Reglugerð ESB nr. 2081/92 um verndun landfræðilegra merkinga og upprunatákna fyrir land- búnaðarafurðir og matvæli er ekki hluti EES samningsins og samsvar- andi löggjöf um vernd landfræðilegra tilvísana hefur ekki verið sett hér á landi. Það að Grikkjum hafi verið veitt skráning á orðinu feta sem land- fræðileg tilvísun á grundvelli framan- greindrar reglugerðar hefur því ekki bindandi áhrif hér á landi. Á hinn bóginn njóta landfræðilegar tilvísanir verndar skv. vörumerkjalögum nr. 45/1997, en skv. 2. tl. 1. mgr. 14. gr. laganna er m.a. óheimilt að skrá vöru- merki ef það er til þess fallið að villa fyrir um uppruna vöru.2 Ákvæðið kemur þannig í veg fyrir að skráð séu sem vörumerki heiti sem njóta vernd- ar sem landfræðilegar tilvísanir, nema þær komi sannanlega frá uppruna- landinu.3 Sú staðreynd að fetaostinum hefur nú verið veitt vernd sem landfræðileg til- vísun mun því leiða til þess að hafna beri skráningu á vörumerkinu feta fyrir ost, nema um vöru upprunna í Grikklandi sé að ræða. Þess verður því kannski ekki lengi að bíða að í salati Marðar verði magur Léttfeti í stað fetaosts löðrandi í olíu, sem er eflaust hið besta mál, enda löngu tímabært að hann fari að huga betur að matar- æði sínu. 2 Í ákvæði 3. mgr. 14. gr., er jafnframt að finna ákvæði sem varðar vernd landfræðilegra heita á vín- um og brenndum drykkjum sérstaklega. Ákvæðið var sett vegna skuldbindinga Íslands skv. TRIPS samningnum. 3 Sbr. t.d. ákvörðun Einkaleyfastofunnar frá 22. desember 1997, í andmælamáli nr. 20/1997, þar sem umsókn hollensks fyrirtækis um skráningu vörumerkisins CHAMPAGNE fyrir ilmvötn var hafnað á þeim grundvelli að það teldist villandi um uppruna vörunnar.  Gylfi Birgisson hdl., Sigríður Laufey Jónsdóttir hdl. og Jón Haukur Hauksson hdl. Heiðursgestur var Þór Vil- hjálmsson. Dís Sigurgeirsdóttir lögfræðingur, Jónas Jóhanns- son héraðsdómari og Björn Þorri Viktorsson hdl. Valborg Snævarr hrl., Magnús Guðlaugsson hrl. og Elvar Örn Unnsteinsson hrl. Hinn árlegi jólafundur Lögmannafélags Íslands, Dómarafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands var haldinn í Iðusalnum, Lækjargötu, fimmtudaginn 8. desember 2005. Þessi viðburður er ávallt vel sóttur af félagsmönnum og svo var einnig að þessu sinni. Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi prófessor, hæstaréttardómari og dómari við Mannrétt- indadómstól Evrópu var heiðursgestur fundarins.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.