Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 41

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 41
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 41 aðkomandi aðilum, einkum frá Al- þingi, ráðuneytum eða nefndum, með beiðnum um umsagnir. Hins vegar frá stjórn Lögmannafélagsins, sem leitar eftir áliti eða umsögn laganefndar um tiltekið lögfræðilegt álitaefni er varðar lögmenn almennt. Á fundi laganefndar er mál rætt efnis- lega, afstaða tekin til lögfræðilegra álitaefna og umsögn nefndarinnar undirbúin. Einum nefndarmanna eða fleirum er að því búnu falið að rita skrifleg drög að umsögn, sem öðrum nefndarmönnum gefst síðar tækifæri til að gera athugasemdir við. Þegar all- ir nefndarmenn eru sáttir við fyrir- liggjandi drög liggur fyrir umsögn laganefndar og er hún send þeim aðila sem óskað hefur eftir henni. Þess er gjarnan óskað að fulltrúi laga- nefndar fylgi umsögn nefndarinnar úr hlaði á fundi, ekki hvað síst þegar í hlut á einhver þingnefnda Alþingis. Fulltrúi nefndarinnar mætir í því til- viki fyrir þann aðila sem í hlut á, fylg- ir umsögninni eftir og svarar þeim spurningum sem að honum er beint. Mörg dæmi eru um að tekið hafi ver- ið tillit til ábendinga laganefndar við meðferð mála. Stöndum saman að réttar- bótum Á aðalfundi Lögmannafélags Íslands verður lögð fram tillaga um fjölgun nefndarmanna í laganefnd úr fimm í sjö. Jafnframt er lagt til að laganefnd verði heimilað að leita út fyrir hóp nefndarmanna við samningu umsagn- ar um einstakt mál, t.a.m. til lög- manns með sérþekkingu á viðkom- andi réttarsviði. Þessum breytingum er ætlað að styrkja fræðilegan grunn laganefndarinnar, bæta störf hennar og gera nefndina betur í stakk búna til að sinna hlutverki sínu. Laganefnd hyggst einnig setja sér starfsreglur á næstunni. Áhugi er einnig fyrir því að efla frum- kvæði laganefndar með þeim hætti að nefndin taki sjálf upp mál til athugun- ar og umræðu án þess að erindi berist frá stjórnvöldum eða stjórn félagsins. Þannig má vekja athygli á áhugaverð- um lögfræðilegum álitaefnum eða at- riðum sem þykja gagnrýni verð. Lög- menn geta lagt nefndinni lið í þessu efni með ábendingum sínum og hug- myndum. Laganefnd getur á sama hátt verið farvegur fyrir lögmenn sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stjórnvöld. Eflum ráðgjafar- og eftirlits- hlutverk Lögmannafélags Ís- lands Ástæða er til að hvetja lögmenn til að fylgjast með störfum laganefndar og taka virkan þátt í umræðu um þau álitaefni sem nefndin hefur til skoð- unar hverju sinni. Lögmenn geta sem fyrr segir lagt nefndinni lið með því að vekja athygli nefndarmanna á því sem betur má fara í lögum, lagasetningu og lagaframkvæmd. Allar ábendingar og tillögur lögmanna eru vel þegnar af hálfu laganefndar enda eru þær til þess fallnar að efla störf nefndarinnar og styrkja Lögmannafélag Íslands sem raunverulegt þjóðfélagslegt afl sem máli skiptir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.