Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 43

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 43
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 43 Mál 5/2005: Seinagangur lög- manns í bótamáli Kvartað var yfir seinagangi lög- manns í bótamáli gegn íslenska rík- inu en kærendur töldu sig hafa orðið fyrir fjárhagstjóni vegna ólögmætrar synjunar á úthlutun krókaleyfa. Einnig er krafist endurgreiðslu inn- borgana kærenda til kærða á lög- mannskostnaði í málinu. Þar sem kærði hvorki svaraði erindum úr- skurðarnefndar né gerði henni grein fyrir málinu af sinni hálfu, var hann talinn hafa sýnt af sér hegðun sem telja yrði lögmannastéttinni ósam- boðin. Lögmanninum var af þessu tilefni veitt áminning. Enginn reikn- ingur lá fyrir nefndinni frá kærða um vinnu hans. Við þær aðstæður bar kærða að endurgreiða kærendum það fé sem hann varðveitti fyrir þeirra hönd á fjárvörslureikningi. Mál 30/2004: Vinnubrögð á lögmannsstofu og reiknings- gerð Kvartað var yfir vinnubrögðum á lögmannsstofu vegna starfa að um- gengnisréttarmáli og reikningi vegna þess. Úrskurðarnefnd fann að því að kæra til dómsmálaráðuneytisins barst eftir að lögboðinn kærufrestur á úr- skurði sýslumanns í umgengnisréttar- máli kæranda rann út. Nefndin féllst á tillögu kærða um þóknun, sem fól í sér nokkra lækkun miðað við tímaskýrslu fyrir verkið, og ákvarðaði kærða þóknun í samræmi við tillög- una. Mál 27/2004: Innheimtuað- ferðir lögmanns Kvartað var yfir aðferðum lög- manns við innheimtu skuldar hjá kæranda. Niðurstaða úrskurðarnefnd- ar var að lögmaður hefði í störfum sínum við innheimtu veðkröfu ekki gert á hlut kæranda með háttsemi sem stríddi gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Mál 6/2004: Brot á starfs- skyldum lögmanns Kvartað var yfir meintu broti lög- manns á starfsskyldum sínum við kæranda vegna innheimtu slysabóta. Kærandi kvartaði aðallega yfir seina- gangi í meðferð kærða á slysamálinu og yfir uppgjöri. Úrskurðarnefnd taldi að vanræksla lögmanns, að gera úr- skurðarnefnd lögmanna fullnægjandi grein fyrir störfum sínum vegna vinnu að innheimtu slysabóta fyrir kæranda, væri aðfinnsluverð. Einnig taldi nefndin að vanræksla kærða að senda kæranda uppgjör vegna innheimtu slysabóta væri aðfinnsluverð. Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar LMFÍ Dómarnir eru birtir í heild sinni á heimasíðu LMFÍ þvingun að um sé að ræða brot á hinu neikvæða félagafrelsi skv. 11. gr. sátt- málans, eins og það hafi nú verið af- markað af dómstólnum. Ekki verði á grundvelli þessarar niðurstöðu, fremur en öðrum úrlausnum dómstólsins, ályktað almennt um hvort forgangs- réttarákvæði standist eða standist ekki gagnvart 11. gr. sáttmálans. Dómstóll- inn hafi alltaf litið á atvik hvers máls fyrir sig en ekki hvaða nafni sú þving- un heitir sem kærandi hafi verið beitt- ur í hlutaðeigandi ríki. Það fari því eft- ir beitingu forgangsréttarákvæða kjara- samninga hér á landi hvort þau stand- ist gagnvart 11. gr. MSE. Þvingun til aðildar að stéttarfélagi á grundvelli slíkra ákvæða mundi því ekki standast, svo sem ef það að starfsmaður neitar að ganga í tiltekið stéttarfélag eða greiða gjöld til þess leiðir til þess að hann fær ekki tiltekna vinnu eða missir atvinnu sem hann þegar hefur. Björg Thorarensen í ræðustól.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.