Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 27
benti Róbert á að forsendur í dómi Hæstaréttar gerðu beinlínis ráð fyrir því að slíkt væri ekki útilokað. Ákveð- in skilyrði yrðu þó að vera uppfyllt og taldi Róbert þau vera hugsanlega þessi: 1. Frumkvæðið þurfi að vera í hönd- um starfsmannsins og skýr viljaaf- staða hans um að láta að störfum þurfi að liggja fyrir. 2. Stjórnvaldið þurfi að fullnægja leiðbeiningarskyldu sinni um rétt- arstöðu starfsmannsins, einkum um þær réttaröryggisreglur sem tryggja eiga hagsmuni starfs- mannsins. 3. Starfsmaðurinn þurfi að fá svig- rúm til að leita sér ráðgjafar. 4. Stjórnvaldið þurfi að tryggja að öll atvik séu skjalfest. Í erindi sínu rakti Viðar Már þróun skaðabótaábyrgðar hins opinbera og benti á að verulegar breytingar hefðu orðið á síðustu tíu til fimmtán árum, bæði í skaðabótarétti og stjórnsýslu- rétti. Dómar um skaðabótaábyrgð hins opinbera væru reistir á sakarregl- unni. Henni væri þó oft beitt með þeim sérstaka hætti að láta nægja að staðreyna að tjóni væri valdið með ólögmætum hætti, svonefnt reglufest saknæmi. Viðar Már benti á að Hæsti- réttur hefði komist að þeirri niður- stöðu að ráðherra hefði brotið gegn tveimur meginreglum stjórnsýslurétt- ar. Miðað við dómaframkvæmd síð- ustu ára hefðu slík réttarbrot leitt til skaðabótaábyrgðar að því gefnu að fjártjóni og miska hefði verið valdið. Því næst tók Viðar Már til skoðunar niðurstöðu Hæstaréttar um miskabæt- ur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga. Rakti hann nokkra fyrri dóma réttar- ins og dró þá ályktun af þeim að ef ekki væri farið að lögum, og gætt eðlilegrar tillitssemi við ráðningarferli eða ráðn- ingarslit, gæti falist í því ólögmæt meingerð við starfsmann sem öðlaðist þar með rétt til miskabóta. Heildarnið- urstaða Viðars Más var því sú að mið- að við dómaframkvæmd síðustu ára yrði ekki sagt að niðurstaða Hæstarétt- ar í málinu hafi verið óvænt heldur væri hún í samræmi við réttarþróun síðustu ára. Hann taldi á hinn bóginn afar ólíklegt að niðurstaðan, og rök- stuðningurinn fyrir henni, hefði orðið sú sama fyrir tuttugu árum síðan eða fyrr. Tómas Eiríksson LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 27 Það var fullt út úr dyrum á fundi Lagastofnunar um Valgerðardóminn, svokallaða.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.