Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 21
Hvert á efni beiðni um ráðgefandi álits að vera? Það er dómarinn í málinu sem ber ábyrgð á að orða álitsbeiðni. Það má þó ætla að það sé að jafnaði gert í ein- hveri samvinnu við aðila málsins. Það er a.m.k. skylda dómara samkvæmt lögum nr. 21/1994 að gefa aðilum máls tækifæri til að tjá sig áður en hann kveður upp úrskurð sinn. Um efni álitsbeiðni er rétt að hafa í huga að dómstóllinn veitir eingöngu álit á túlkun EES-reglu og ekki á landsrétti og að dómstóllinn fjallar ekki um at- vik viðkomandi máls. Þó svo að EFTA-dómstóllinn fjalli ekki um at- vik máls skiptir það talsverðu máli að upplýsa hann um bæði málsatvik og helstu málsástæður, þannig að EFTA- dómstóllinn átti sig á því hvers vegna álitið er nauðsynlegt og geti þannig gefið svar sem gagnast landsdómstóln- um sem best í því samhengi. Það gilda engar reglur um á hvaða stigi málsins álitið á að koma fram. Engu að síður er æskilegt að atvik máls hafi verið sem best upplýst áður en álitsbeiðni er send. Nú getur það skipt máli að mál gangi sem hraðast fyrir sig, telur þú að lög- menn og dómarar setji það fyrir sig að vísa álitsbeiðni til EFTA-dómstólsins þar sem það geti tafið málið? Það er ekki útilokað, sérstaklega í mál- um þar sem hagsmunirnir eru þess eðlis að skjótrar úrlausnar er þörf. Rétt er þó að taka fram að EFTA- dómstóllinn hefur að undanförnu gef- ið álit sitt innan 6 mánaða frá því að málið er skráð hjá dómstólnum. Er sá frestur í samræmi við starfsreglu sem dómstóllinn hefur nýlega sett sér. Veistu dæmi þess að ráðgefandi álit hafi haft úrslitaáhrif um niðurstöðu máls hér á landi? Íslenskir og norskir dómstólar hafa án undantekninga fylgt því áliti sem EFTA-dómstóllinn hefur gefið. Ég veit ekki betur en að sama megi segja um dómstóla í Liechtenstein. Hæsti- réttur Íslands hefur orðað það svo í dómum sínum að íslenskum dómstól- um beri að fylgja álitum EFTA-dóm- stólsins nema eitthvað komi fram í málinu sem leitt geti til þess að víkja eigi frá því sbr. dómur Hæstaréttar í Fagtúnsmálinu. Hæstiréttur Noregs beitti svipaðri röksemdafærslu í Fin- angermálinu. Því má halda fram að Fagtúnsmálið sé skýrasta dæmi þess að álit EFTA- dómstólsins hafi haft áhrif á niður- stöðu máls fyrir íslenskum dómstól- um. Héraðsdómur leitaði ekki ráðgef- andi álits EFTA-dómstólsins og komst að þeirri niðurstöðu að þær reglur sem á reyndi í málinu væru ekki andstæðar EES-samningnum. Hæsti- réttur, sem leitaði álits EFTA-dóm- stólsins, komst hins vegar að gagn- stæðri niðurstöðu og studdist í niður- stöðu sinni við álit EFTA-dómstóls- ins. Telur þú að málum fyrir EFTA-dóm- stólnum eigi eftir að fjölga í framtíð- inni? Það er ekki gott að segja. Í því sam- bandi verður að hafa í huga að aðild- arríki EES-samningsins eru aðeins þrjú, öll eru þau fámenn, ekki í hópi mestu viðskiptaríkja Evrópu, og dóm- stólum aðildarríkjanna er aldrei skylt að leita álits. Það er því ekki við því að búast að til EFTA-dómstólsins berist í framtíðinni mikið fleiri mál en reynd- in er í dag, þ.e. um það bil 8-10 á ári. Ég held þó að almennari þekking á EES-samningnum meðal dómara og lögmanna geti leitt til þess að málum fjölgi þó það verði aldrei umtalsvert. Þetta er þó ekki aðalatriðið heldur hitt að dómstóllinn er til staðar og veitir liðsinni við úrlausn mála þegar þess er óskað. LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 21

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.