Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Á dögunum kom upp mál sem var nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum. Málið varðaði rannsókn Fjármálaeftirlitsins á viðskiptum með stofnbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þetta mál snertir í raun alla lögmenn, þar sem Fjármálaeftirlitinu var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur heimilaður að- gangur að öllum bankareikningum ákveðinnar lögmanns- stofu, án þess að sú stofa eða eigendur hennar væru sérstak- lega til rannsóknar í málinu. Stjórn Lögmannafélags Ís- lands lítur mál þetta mjög alvarlegum augum og fjallaði sérstaklega um það á fundi sínum 11. janúar sl., þar sem m.a. var samþykkt eftirfarandi bókun: „Af gefnu tilefni vill stjórn Lögmannafélags Íslands ítreka skoðun félagsins á mikilvægi trúnaðarskyldu lögmanna við skjólstæðinga sína sem grundvallarreglu í réttarríki. Þetta grundvallaratriði endurspeglast m.a. í ákvæðum 22. gr. lög- mannalaga nr. 77/1998 og 17. gr. siðareglna lögmanna. Stjórn félagsins telur brýnt að fyrrgreind grundvallarregla sé í heiðri höfð af hálfu þeirra sem með opinbert vald fara og að viðkomandi lögmönnum sé ávallt gefinn kostur á að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, sem og sinna eigin við meðferð mála. Þá skal þess ávallt gætt að upplýsingaskylda lögmanna í tengslum við slík mál gangi aldrei lengra en nauðsynlegt er í þágu viðkomandi rannsóknar.” Þetta mál snertir í raun grundvallarskilyrði lögmannsstarfs- ins, þ.e. trúnaðarsambandið milli lögmanns og skjólstæð- ings. Skjólstæðingar lögmanna verða að geta treyst því að málefni þeirra séu þar til meðferðar í trúnaði. Þetta grund- vallaratriði endurspeglast m.a. í þeim ákvæðum lögmanna- laga og siðareglna lögmanna sem vísað er til í framan- greindri bókun. Auðvitað verður að ganga út frá því við meðferð mála hjá eftirlitsstofnunum og rannsóknaraðilum ríkisins að lögmannsstofur séu ekki notaðar sem skjól fyrir ólögmæta starfsemi. Lögmenn skilja auðvitað mikilvægi þess að rannsókn mála bæði hjá lögreglu og ýmsum eftir- litsstofnunum gangi fljótt og vel fyrir sig. Það verður hins vegar að gera skýran greinarmun á lögmanninum sjálfum og þeim sem til rannsóknar er hverju sinni. Það er gríðar- lega mikilvægt að trúnaðarsambandi lögmanns og skjól- stæðings sé ekki stefnt í voða sem sannalega er ástæða til að óttast ef opinberir aðilar geta opnað upp á gátt t.a.m. bankareikninga lögmannsstofa án þess að viðkomandi lög- maður fái rönd við reist og fái ekki vitneskju um það fyrr en löngu síðar, eins og reyndin var í því máli sem um ræð- ir. Með því að rýra trúnaðarsamband lögmanns og skjól- stæðings er grafið undan einum af hornsteinum lögmanns- starfsins. En víðar er sótt að lögmönnum. Nú stendur fyrir dyrum ný lagasetning um aðgerðir gegn peningaþvætti á grund- velli nýrrar tilskipunar frá Evrópusambandinu þar að lút- andi. Hlutverk lögmanna er að sjálfsögðu mikilvægt í bar- áttunni gegn sívaxandi peningaþvætti en lögmenn verða hins vegar, við þessa lagasetningu, að standa saman um að gæta þess að þær reglur sem settar verða gangi ekki of nærri trúnaðarsambandi lögmanns og skjólstæðings. Hæglega er hægt að hugsa sér regluverk í þessu sambandi sem er svo íþyngjandi fyrir lögmenn að það veki upp vantraust skjól- stæðinga á lögmönnum og fæli þá frá að leita sér lögmanns- aðstoðar. Með því væri unnið varanlegt tjón og nauðsyn- legu hlutverki lögmanna í réttarríkinu ógnað. Það er eitt af verkefnum Lögmannafélags Íslands að fylgj- ast með málum af því tagi sem rakin hafa verið hér að fram- an og vera sífellt á varðbergi. Í því sambandi eru erlend samskipti félagsins afar mikilvæg. Með þátttöku félagsins í starfi CCBE (Samtaka evrópskra lögmannafélaga) og með samvinnu við lögmannafélögin á Norðurlöndunum getum við fylgst með þróun þessara mála í öðrum löndum og búið okkur undir það sem koma skal hér á landi. Með því fáum við ómetanlegt forskot og því ber að hlúa að þessum mik- ilvægu samskiptum. Helgi Jóhannesson hrl. Pistill formanns Helgi Jóhannesson hrl. Vegið að hornsteinum

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.