Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 16
Óttar: Ég var þarna síðast 2001 og þá spurðu dómarar mikið, óundirbúið, og stöðvuðu málflytjendur miskunn- arlaust í miðjum ræðum. Ég held að það sé að mörgu leyti gott að gera það og tel reyndar að íslenskir dómarar ættu að spyrja meira! Hvernig hefur gengið að forma spurn- ingarnar sem landsdómstóllinn leggur fyrir EFTA-dómstólinn? Stefán Geir: Áður en ákveðið er að fara með mál út, og komið að þessum munnlega málflutningi, hef ég alltaf verið tilbúinn með spurningar og það hefur ekki valdið vandræðum. Dóm- arar hafa stundum breytt þeim. Óttar: Það má ekki gleyma því að það er dómari sem óskar ráðgefandi álits. Það hefur hins vegar vakið athygli mína hvað menn eiga enn erfitt með að koma spurningum í hæfilegt horf. Það ber enn á því að í spurningum felist í raun ósk um að EFTA-dóm- stóllinn, eða EB-dómstóllinn eftir at- vikum, leysi úr réttarágreiningi sem rekinn er fyrir dómstólum aðildar- ríkis. Stefán Geir: Það er ekkert óeðlilegt þótt EFTA-dómstóllinn þurfi að um- orða spurningar og gerbreyta þeim því þetta er flókið réttarsvið, eitt af því flóknara sem við erum að fást við. Við erum ekkert verr stödd í þessu en mörg Evrópuríki og ég veit að Evr- ópudómstóllinn er að fá spurningar sem þarf að snúa á hvolf. Eru lögmönnum sett tímamörk? Óskar: Hámarkstími fyrir ræðu hvers lögmanns aðila er 30 mínútur. Ræður annarra eru styttri, 15 mínútur. Síðan gefst lögmönnunum kostur á and- svörum. Óttar: Það var hringt í mig og ég inntur eftir því hve langan tíma ég þyrfti í málflutninginn. Síðan var „samið“ um 30 mínútur ef ég man rétt. Þessi knappi tími sýnir væntan- lega eðli málflutningsins en þegar að honum kemur liggja gjarnan fyrir ít- arlegar skriflegar greinargerðir máls- aðila, stofnana EB og EFTA og ann- arra samningsaðila, og jafnframt sam- antekt dómstólsins á þeim (report for the hearing). Það er því eðlilegt að ekki sé ætlast til að málflytjendur end- urtaki sig í málflutningnum – margir þurfa að koma sínum sjónarmiðum að. Ég upplifði það þannig að ætlast væri til að menn vikju að kjarna máls- ins. Það er kannski hvergi skrifað en ég taldi svo vera enda ágæt regla. Stefán Geir: Það er rétt hjá Óttari að dómarar ætlast ekki til að málflutn- ingur fari um víðan völl. Hafa íslenskir dómarar haft frumkvæði að því að vísa málum til EFTA-dóm- stólsins? Stefán Geir: Já, það hefur gerst. Mér sýnist að íslenskir dómarar séu afskap- lega tregir til að hafa frumkvæði að því að afla álits fyrir EFTA-dómstóln- um og ég hef ekki skynjað frumkvæði af þeirra hálfu í neinum málum. Ef það er ekki farið yfir það sérstaklega í þinghaldi, þá er það gleymt og grafið. Hamlar kostnaðarþátturinn því að menn biðji um álit? Óskar: Já, ég get vel ímyndað mér það. Málsmeðferð styttri en áður Hvað tekur málsmeðferðin langan tíma? Óskar: Ég held að dómstóllinn stefni nú að því að kveða upp dóma innan sex mánaða frá því að mál koma á málaskrá hans, sem er að mínu mati eðlilegur tími. Óttar: Þetta er allnokkur breyting frá því sem var. Ef ég man rétt þá tók þetta lengri tíma. Þess má geta að það tekur mjög langan tíma að fara með mál fyrir Evrópudómstólinn. Hvað getið þið ráðlagt lögmönnum sem eru að fara með mál fyrir EFTA- dómstólinn? Óskar: Að setja sig mjög vel inn í við- fangsefnið í tengslum við Evrópurétt- inn. Stefán Geir: Það er gott að átta sig á því að kerfið þarna felur í sér að dóm- stólar eru að hjálpa íslenskum dóm- stólum við að komast að réttri niður- stöðu, að þessu leyti er EFTA-dóm- stóllinn í eðli sínu öðruvísi. Það eru fullt af málum með álitaefnum sem fara í gegnum dómskerfið og eru með stórum Evrópuréttarálitaefnum án þess að á þau reyni. Óttar: Menn þurfa að undirbúa sig gaumgæfilega. Þetta eru gjarnan vandmeðfarin mál þar sem reynir á flókin lögfræðileg álitaefni. Þetta er sjaldnast svart eða hvítt – klippt eða skorið. 16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.