Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 26
Þann 8. desember 2005 gekk í Hæstarétti dómur í málinu nr. 175/2005: Valgerður H. Bjarnadóttir gegn íslenska ríkinu. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að við starfslok Valgerðar sem fram- kvæmdastjóra Jafnréttis- stofu hefði félagsmála- ráðherra brotið gegn meginreglum stjórn- sýsluréttar um meðalhóf og banni við misbeitingu valds við val á leiðum til úrlausnar máls. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða Valgerði sex milljónir króna í bætur. LAGASTOFNUN Háskóla Íslands efndi til málþings um dóminn 3. febr- úar sl. undir yfirskriftinni „Dómur Hæstaréttar í máli fyrrverandi jafnrétt- isstýru: Fyrirsjáanlegur eða nýlunda í stjórnsýslu- og skaðabótarétti?“. Fram- sögumenn voru Róbert R. Spanó dós- ent, og Viðar Már Matthíasson próf- essor. Fundarstjóri var Dr. Páll Hreins- son prófessor og forseti lagadeildar. Var fundurinn afar vel sóttur. Í erindi sínu fór Róbert fyrst yfir atvik málsins og lagði áherslu á að um væri að ræða þá lýsingu á atvikum sem lögð væri til grundvallar í dómi Hæstarétt- ar. Því næst tók hann til skoðunar beitingu réttarins á meðalhófsreglu. Komst Róbert að þeirri niðurstöðu að skýrar vísbendingar hefðu legið fyrir um að sú ákvörðun ráðherra að velja ekki þann valkost, sem fólst í því að Valgerður viki tímabundið frá störf- um, yrði talin í andstöðu við meðal- hófsreglu. Því til stuðnings vísaði hann til lögfestingar 12. gr. stjórn- sýslulaga, dómaframkvæmdar Hæsta- réttar, álitsframkvæmdar umboðs- manns Alþingis og skrifa íslenskra og norrænna fræðimanna. Þannig hefðu forsendur Hæstaréttar um inntak og áhrif meðalhófsreglu verið fyrirsjáan- legar í ljósi þeirra atvika sem lögð voru til grundvallar í dóminum. Róbert vék þá að banni við misbeitingu valds við val á leiðum til úrlausnar máls. Benti hann á að tilvist reglunnar væri viðurkennd í íslenskum stjórnsýslu- rétti og að útlínur hennar væru nokk- uð afmarkaðar. Komst Róbert að þeirri niðurstöðu að úr íslenskri rétt- arframkvæmd hefðu verið nokkuð skýrar vísbendingar um að líkur væru á því að ákvörðun ráðherra um að ljúka málinu með þeim hætti sem gert var yrði metin ólögmæt. Loks fjallaði Róbert um það hvaða lær- dóm mætti draga af dóminum og velti því upp hvort útilokað væri að gera samkomulag við ríkisstarfsmann eða embættismann um starfslok þegar það væri ákjósanlegt vegna atvika sem vörðuðu hann persónulega þótt ekki væri fullnægt skilyrðum til fyrirvara- lausrar frávikningar. Í því sambandi 26 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Páll Hreinsson, Róbert R. Spanó og Viðar Már Matthíasson á fundi Lagastofnunar um dóminn. Málþing Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Hæstaréttar í máli fyrrverandi jafnréttisstýru

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.