Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 4
Aukin alþjóðavæðing hefur óhjákvæmilega áhrif á störf lög- manna. Evrópurétturinn er orðinn hluti íslensks lagaum- hverfis. Lögum sem byggja á tilskipunum eða reglugerðum Evrópusambandsins, og hafa gildi á Evrópska efnahagssvæð- inu (EES), fjölgar ár frá ári. Ágreiningi um túlkun þessara EES reglna má skjóta til EFTA-dómstólsins. Íslenskir lög- menn standa frammi fyrir því að geta þurft að fylgja málum sínum eftir fyrir EFTA-dómstólnum án mikils fyrirvara. Vægi dóma Mannréttindadómstóls Evrópu hefur einnig aukist með löggildingu Mannréttindasáttmála Evrópu og í framhaldi af stjórnarskrárbreytingunni 1995. Þá þarfnast ís- lensk fyrirtæki í auknum mæli þjónustu lögmanna við yfir- tökuverkefni og fjármögnun erlendis og til að koma á og að- stoða við samskipti við erlendar lögmannsstofur. Fyrsta úti- bú íslenskrar lögmannsstofu erlendis hefur verið opnað í London. Lögmannafélag Íslands er fullgildur aðili að CCBE, samtökum lögmannafélaga í Evrópu. Efni þessa blaðs endurspeglar þennan veruleika. Fjallað er um EFTA-dómstólinn, svo sem hvaða mál falla undir lög- sögu hans og hvernig ágreiningi verði komið fyrir dómstól- inn. Þorgeir Örlygsson, sem er íslenski dómarinn við EFTA- dómstólinn, hefur verið svo vinsamlegur að svara nokkrum spurningum Lögmannablaðsins um starfsemi hans. Lög- menn sem flutt hafa mál fyrir EFTA-dómstólnum skýra frá þeirri reynslu sinni og hvað þar kom mest á óvart. Lesendur blaðsins fá einnig að vita hvað réði því að leitað var til er- lendrar lögmannsstofu um flutning máls Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja gegn Eftirlitsstofnun EFTA nú í janúar. Erlendir lögmenn komu reyndar einnig fram fyrir hönd Íbúðalánasjóðs í málinu. Efnt var til hópferðar á vegum Lög- mannafélagsins til að fylgjast með málflutningnum og er þeirri ferð gerð skil í máli og myndum. Spurt er hvort forgangsréttarákvæði íslenskra kjarasamninga brjóti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu í um- fjöllun um fund Vinnuréttarfélags Íslands um nýjan dóm Mannréttindadómstólsins sem kveðinn var upp 11. janúar 2006. Þá er talað við forsvarsmenn útibús LOGOS í Lond- on auk annars efnis svo sem dómaumfjöllunar. Mörður lög- maður og fréttir frá félagsdeild eru að sjálfsögðu á sínum stað. Þær nýjungar hafa verið teknar upp að gerð er grein fyrir störfum laganefndar og úrskurðarnefndar. Er fyrirhugað að sú umfjöllun verði fastur liður, en ítarlegri upplýsingar verði á heimsíðu Lögmannafélagsins. Þá er tekið upp það nýmæli að vera með bókaþátt þar sem verði að finna upplýsingar um erlendar bækur sem þykja áhugaverðar. Þetta tölublað Lögmannablaðsins er það fyrsta á forræði nýrrar ritnefndar. Markmiðið er að Lögmannablaðið sé áhugavert og praktískt fyrir lögmenn, jafnvel forvitnilegt. Innra starf Lögmannafélagsins verði sýnilegra en verið hefur til að auka skilning á starfi og viðfangsefnum félagsins. Tengslin milli Lögmannablaðsins og heimasíðu Lögmanna- félagsins verði jafnframt efld þar sem ítarlegri upplýsingar verður að finna þar. Blaðið var stækkað í tíð fyrri ritstjórnar í A-4 brot sem gerir alla framsetningu mun auðveldari. Það er lesenda að dæma hvernig tekist hefur að uppfylla þau markmið að þessu sinni. Það sýndi sig við vinnslu blaðsins að af nægu var að taka hvað varðar þema blaðsins – áhrif alþjóðavæðingarinnar á störf lögmanna. Því verður varla á móti mælt að störf lögmanna hafa að því leyti orðið flóknari og kröfur um sérhæfingu auk- ist þótt fallast megi á að grunneðli lögmannsstarfsins sé áfram það sama. Nú er á hinn bóginn vegið að grundvallar- skilyrðum þess, trúnaðarsambandinu milli lögmanns og skjólstæðings, eins og nánar er rakið í pistli formanns Lög- mannafélagsins hér í blaðinu. Tekið skal undir þau orð for- mannsins að í þessu sambandi eru erlend samskipti Lög- mannafélagsins afar mikilvæg. Með þátttöku í starfi CCBE og samvinnu við lögmannafélögin á Norðurlöndum getum við fylgst með þróun þessara mála í öðrum löndum og búið okkur undir það sem koma skal hér á landi. Eins og fram kemur í hringborðsumræðum með lögmönnum hér í blað- inu, þetta er sjaldnast svart eða hvítt – klippt eða skorið. 4 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Frá ritstjórn Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.