Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 37

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 37
Þau stórtíðindi hafa gerst að íslensk lögmannsstofa hefur í fyrsta skipti opnað erlendis. LOGOS opnaði úti- bú við New Broad Street í London í upphafi árs. Með aðstoð tækninnar tók Lögmannablaðið viðtal við þá Gunnar Sturluson, framkvæmda- stjóra LOGOS, og Guðmund J. Oddsson, forstöðumann LOGOS í London, sem ræddi við okkur frá breska pöbbnum King George þar sem hann var að gæða sér á fish and chips ásamt Heiðari Ásberg Atlasyni hdl. Hvað kom til að þið ákváðuð þessa út- rás? Gunnar: Fyrirtækið ákvað að opna starfsstöð í London til að mæta brýnni þörf viðskiptavina sinna og auka þjónustu við þá sem eru í London. Við náum líka samkeppnisforskoti með því að vera með mann á staðn- um, ef svo má segja. Var flókið að hefja starfsemi í London? Gunnar: Nei, starfsemin hófst í byrj- un janúar með því að Guðmundur flutti út og byrjaði að vinna. Hann er eini íslenski starfsmaðurinn en við deilum skrifstofu með skandínavísk- um lögmannsstofum sem hafa staðið saman að rekstri í nokkur ár. Á skrif- stofunni eru því 5-6 lögfræðingar og 3 starfsmenn. Þar er einnig aðstaða fyr- ir aðra starfsmenn sem fara út til að vinna tímabundið fyrir viðskiptavini okkar. Guðmundur: Við erum svo heppnir að ganga inn í tilbúinn ramma með kollegum okkar og þurfum því ekki að eyða tíma í uppsetningu skrifstof- unnar, ráðningu starfsfólks o.s.frv. heldur getum hellt okkur strax í verk- efnin. Hvað með lögmannsréttindi í London? Guðmundur: Ég starfa einfaldlega undir okkar íslenska starfstitli og er hér virðulegur héraðsdómslögmaður! Almennt starfa erlendir lögmenn undir sínum starfstitlum hér þó það þekkist að menn afli sér réttinda til að titla sig „solicitor“ eða jafnvel „barris- ter“. Við sjáum ekki hag í þeim rétt- indum sem stendur heldur munum halda okkur við okkar ágæta íslenska titil en jafnframt skrá okkur sem Registered European Lawyer (REL) eins og lög gera ráð fyrir. Við erum í samstarfi við The Law Society, sem er LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 37 LOGOS opnar útibú í London: Samkeppnisforskot að hafa mann á staðnum Gunnar Sturluson. Guðmundur J. Oddsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.