Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 34
34 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 er verið að setja saman dagskrá þar sem blandað verður saman fróðleik og skemmtun. 90 sæti eru í boði í ferðina og fyrstir koma, fyrstir fá! Námskeið vorannar Í janúar hófst námskeiðavertíðin með skiptastjórn þrotabúa sem 20 lögmenn sóttu. Einnig hafa verið námskeið í lögum múslima með Magnúsi Þór Bernharðssyni og notkun excel töflureiknis við skipti þrotabúa en í þar fengum við Jón Hauk Jónsson lögmann til að kenna ásamt reyndum kenn- ara frá tölvuskólanum NTV. Við buðum einnig upp á nám- skeið í Power point sem þurfti því miður að fella niður. Námskeiðin eru auglýst með tölvupósti á félagsmenn. Heimasíða LMFÍ — 100.000 heimsóknir árið 2005 Árið 2005 fóru heimsóknir á heimasíðuna í fyrsta skipti yfir 100.000 en 33% aukning var á heimsóknum á milli ára. Þar sækir almenningur upplýsingar um alla starfandi lögmenn en einnig er hægt að fá upplýsingar um sérhæf- ingu lögmanna eftir málaflokkum. Á meðfylgjandi súluriti er fjöldi heimsókna á heimasíðuna síðustu ár. Á heimasíðu lögmannafélagsins er LÖGMANNALIST- INN en þar gefst almenningi kostur á að leita að lögmanni eftir málaflokkum. Eins og fyrr hefur komið fram er listinn nú á níu tungumálum og bæklingi hefur verið dreift víða sem kynnir þjónustuna á öllum þessum tungumálum, auk þess sem hann hefur fengið all nokkra kynningu í fjölmiðl- um. Lögmönnum sem vilja kynna sér hvernig listinn virk- ar er bent á að fara á heimasíðu félagsins. Lögmenn greiða aðeins kr. 1600,- fyrir hvern yfirflokk sem þeir eru skráðir fyrir svo kynningin á þjónustu þeirra er ekki kostnaðarsöm. Þetta er auglýsing sem borgar sig. 0 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 8000 9000 10000 m ar s se pt em be r de se m be r 2002 2003 2004 2005 Ja nú ar Fe br úa r M ar s Ap ríl M aÍ Jú ní Jú lí Ág ús t Se pt em be r Ok tó be r Nó ve m be r De se m be r Félagsdeild LMFÍ efnir til námsferðar til San Francisco 2. – 9. september 2006 Að þessu sinni verður San Francisco heimsótt með sínu ólgandi mannlífi og stór- kostlegu umhverfi. Farin verður dagsferð um borgina og hið alræmda Alcatraz fangelsi heimsótt. Dagsferð verður til vínrækarbænda í Napadalnum og síðasta kvöldið verður farið í hinn fræga Zinzanni klúbb. Nánari fræðidagskrá verður kynnt síðar en stefnt að því að kynnast réttarkerfi Kaliforníu, hitta kollega og fleira. Stgr.verð: m.v. 2 í herbergi m/morgunmat kr. 155.500 m.v. 1 í herbergi m/morgunmat kr. 195.500 Í verðinu er gert ráð fyrir flugi, flugvallarsköttum, ferðum til og frá flugvelli, gistingu með morgunverði, skoðunarferð um borgina, dagsferð til vínræktarhéraða Napadalsins (án inngangseyris) og „farwell dinner“ í Zinzanni klúbbnum. Einnig er gert ráð fyrir rútukostnaði vegna fræðaferða og umsýslukostnaði félagsins. Staðfestingargjald er kr. 30.000,- og greiðist fyrir 1. maí. Vinsamlegast sendið upplýsingar um nafn, heimili, kennitölu, síma og hverjir verða saman í herbergi til Eyrúnar Ingadóttur, eyrun@lmfi.is. Athugið að LMFÍ hefur takmarkaðan sætafjölda, svo fyrstir koma, fyrstir fá. Skráning stendur til 15. apríl. Félagsdeild LMFÍ

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.