Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 18
stofnunarinnar eða til staðfestingar á að ESA hafi brotið gegn skyldu sinni til athafna. Dæmi um ógildingarmál er Íbúðarlánasjóðsmálið, þ.e. mál Sam- taka banka og veðbréfafyrirtækja gegn ESA. Auk þessara þriggja megin mála- flokka má svo nefna að dómstóllinn hefur lögsögu í málum sem varða lausn deilumála milli EFTA-ríkja um beitingu EES-samningsins og tengdra samninga. Á þann málaflokk hefur hins vegar aldrei reynt. Það reynir í auknum mæli á löggjöf sem leiðir af EES-samningnum við störf lög- manna. Getur þú gert nánari grein fyr- ir því hvernig koma má ágreiningi sem einstaklingar eða lögaðilar eiga aðild að fyrir EFTA-dómstólinn? Einstaklingar og lögaðilar geti átt þátt í að koma réttarágreiningi fyrir dóm- stólinn með bæði beinum og óbein- um hætti. Einstaklingar og lögpersónur geta eins og áður segir átt aðild að ógildingar- 18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Aðalatriðið að dómstóllinn sé til staðar Hvers konar mál eru það sem falla undir lögsögu EFTA-dómstólsins? Í aðalatriðum má segja að um þrenns konar tegundir mála sé að ræða sem rekin eru fyrir EFTA-dómstólnum. Í fyrsta lagi ráðgefandi álit. Þá eru það dómstólar EFTA-ríkjanna þriggja sem leita eftir ráðgefandi áliti hjá EFTA- dómstólnum um túlkun á lagareglum sem er að finna í EES-samningnum. Mál Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur er gott dæmi um mál af þessu tagi. Í öðru lagi eru það svonefnd samnings- brotamál sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) höfðar gegn EFTA-ríki telji stofnunin að ríkið hafi brotið gegn samningsskyldum sínum samkvæmt EES-samningnum eða samningnum um stofnun eftirlitsstofnunar og dóm- stóls, og er íslenska flugvallarskatts- málið dæmi um slíkt mál. Í þriðja lagi eru það svo ógildingar- og aðgerðar- leysismál. Slík mál geta EFTA-ríkin og einstaklingar eða lögpersónur að vissum skilyrðum uppfylltum höfðað gegn ESA til ógildingar á ákvörðun Viðtal við Þorgeir Örlygsson, dómara við EFTA-dómstólinn.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.