Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 2
M0RGUNBLAÐ1Ð Flmmtudagiír .28. maf Í984 Heiídarútflutmngur SH jékst um 11,2 % á árinu '63 Frá aðalfundi Sölumiðsiöðvarinnar AÐALFUNDUR SölumiðíitöSvar hraðfrystihúsanna hófst í Keykja vík í gær. Fjöldi frystihúsaeig- enda hvaðanæva af iandinu voru mættir á fundinum. Fundarstjóri var kjörinn Jón Árnason, alþing- ismaður, frá Akranesi og vara- fundarstjóri Huxley Ólafsson frá Keflavík. í upphafi fundar minnt ist fundarstjóri Helga Pálssonar, tónskálds, elzta starfsmanns SH, sem er nýlátinn, og risu fundar- menn úr sætum til virðingar við hinn látna. Formaður SH, Elías Þorsteixísson, lagði fram skýrslu stjórnarinnar og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, bar upp og skýrði reikninga. • Aukin sala í skýrslu formanns kom það m.a. fram að heildarvelta SH árið 1963 var 928 millj. kr. heild- arframleiðsla á sjávarafurðum var á sl. ári 67.909 tonn, en hafði verið 62.345 árið 1962 og hefur þá aukizt um 5.504 tonn á árinu. Athygli vekur að framleiðsla freðsíldar hefur aukizt úr 3104 tonnum árið 1960 í 26.395 tonn árið 1963. Framleiðslan til 30. apríl í ár nam 31 þús. tonnum og var svipuð og á sama tíma í fyrra. Heildarútflutningur SH 1963 nam alls 72.337 tonnum, en var árið áður 64.086 tonn og hafði aukizt um 11,2%7 Stærstu við- skíptalöndin voru Bandaríkin er keyptu 16.839 tonn og Sovétríkin 24.174 tonn. Þess ber þó að getá að í útflutningsmagninu til Sov- étríkjanna voru 10.789 tonn fryst síld en hitt freðfiskur, en til Bandaríkjanna var meginútflútn- ingurinn fiskur í frystum blokk- um og neytendapakningum, þannig að þó útflutningurinn sé meiri að magni til Sovétríkjanna skilar útflutningurinn til Banda- ríkjanna meira verðmæti. Þá kom fram í skýrslunni að Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, fram kvæmdastjóri, skýrir reikninga SH og dótturfyrirtækja þess. Aðrir á myndinni eru Jón Árnason fundarstjóri, Elías Þorsteinsson, stjórnarformaður og Benedikt Guðmundsson, fundarritari. Áœtlun Eimskipafélagsskipanna: 3—4 ferðir í irsán. frá Bretlandi Á 10—11 daga fresti frá Rotterdam og Hamborg EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur sent frá sér áætlun um ferðir skipa félagsins frá maímánuði til des- ember 1964. Þar er m. a. gert ráð fyrir reglubundnum ferðum á 10—11 daga fresti frá Ham* borg og Rotterdam og frá Bret- landi eru 3—4 ferðir í mánuði, þ.e.a.s. hálfsmánaðarlega frá Leith og á 3ja vikna fresti frá Hull. Þá eru ferðir hálísmánað- mnitmiimmtitiMiimiiitmiiiiiiiiimiiitiiHMiimiimiii (Ræðismanns- | | skriístoíur | Moskvu, Washington, = 3 27. maí AP-NTB. FRÁ þvi-var skýrt sam- = Itímis í Washington og MoskvuH j§i dag, að stjórnir Bandaríkj-= lanna og Sovétríkjanna hefðu3 = komizt að samkomulagi um| Mað skiptast á ræðismönnum.= =Verður samkomulagið væntanM Mlega undirritað í Moskvu l.= Mjúní nk., en siðan lagt fyrirM =öldungadeild BandarikjaþingsM = til endanlegrar staðfestingar.M MÞetta er fyrsti millirikjasamnl Hingurinn sem Bandarikin ogi SSovétríkin standa ein að. S iiiiiiimiimiimmMimMimmmmiiiiiiMiiimmmirfii arlega frá Kaupmannahöfn á þriggja vikna fresti frá Ant- werpen og New York. Þá munu skipin ferma einu sinni til tvisvar í mánuði i Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Rúss landi, Póllandi og fleiri löndurn, þó föst áætlun hafi ekki verið gerð um þær ferðir, en flutninga þörfin mun ráða nokkru um hve þær ferðir verða. Skip Eimskipafélagsins eru átta, þ. e. Brúarfoss, Dettifoss, Goðafoss, Gullfoss, Mánafoss, Reykjafoss, Selfoss og Trölla- foss og eru áætlunarstaðir þeirrá, sem nefndir eru, Antwerpen, Kaupmannahöfn, Hamborg, Hull, Leith, New York, Rott.er- dam og Reykjavík. Enn snmninga- fundur SÁTTAFUNDUR fulltrúa'verka- lýðsfél^ga á Norður- og Austur- landi, og vinnuveitenda, stóð fram til kl. 2,30 í fyrrinótt. í gærkvöldi boðaði sáttasemjari aftur fund kl. 8,30 og stóð sá fundur enn er blaðið fór í prentun. útflutningur sjávarafurða í heild á öllu landinu var árið 1963 97. 033 tonn, sem er langmesti út- flutningur til þessa og 15000 smá lestum meiri en 1962. Þessi aukni útflutningur átti svo til eingöngu rætur sínar að rekja til stórauk- ins útflutnings á freðsíld. Hlut- deild frystra sjávarafurða J heild arútflutningi var 22,2% hvað magn snertir, en 31,6% miðað við verðmæti. Þá voru bornar fram tvær til- lögur frá stjórninni, sem sagt er frá annars staðar. I dag mun fundi haldið áfram og flytja framkvæmdastjórar markaðsmála og sölustjórar skýrslur sínar. Gulzari Lal Nanda (til vinstri), fyrrum innanríksráð- herra Indlands, sver embættiseið sinn og tekur við starfi forsætisráðherra, þar til endanlega hefur verið ákveðið hver verður eftirmaður Nehrus. Lengst til hægri er Rada krisnan, forseti Indlands. Hver tekur viö af Nehru? RADHAKRISHNAN, forseti Indlands, hófst handa þegar eftir dauða Nehrus, og tveipn ur og hálfri klukkustundu síðar sór Gulzari Lal Nanda, innanríkisráðherra, trúnaðar- eið sem settur forsætisráð-. herra, þar til þingflokkur Þjóð þingsflokksins velur endan- lega í embættið. Þótt Nanda fylgdi svo fast í kjölfar ‘ Nehrus, er það alls engin vis bendíng um það, að ekki verjði hörð barátta um varanlega skipun eftirmanns hins frá- fallna leiðtoga. Nanda er að- eins einn af þremur, sem yfir leitt eru taldir líklegir í em- bættið. Hinir tveir eru T. K. Krishnamaohari, fiármálaráð- herra, og Lal Bahadur Shastri, ráðherra án ráðuneytis, sem í raun og veru hefur verið að- stoðarforsætisráðherra síðan Nehru veiktist i janúar s.l. Telja flestir Shastri sigur- stranglegastan. Nanda er fæddur árið 1898 og er einn af elztu ráðherrun um í ríkisstjórn Indlandis. Hann er þjóðhagfræðingur að menntun, og tók við starfi innanríkisráðherra í septem- ber síðastl. Hann hefur það orð á sér, að vera snarráður, ef á þarf að halda, og hefur mikil völd og ábyrgð, síðan hann varð innanríkisráðherra. Honum er þakkað, hve vel tókst að bæla niður trúar- bragðaóeirðir þær, sem geys- uðu í Austur-Indlandi í des- ember og janúar. Lal Bahadur er 59 ára gam all barnakennari frá Uttar Pradesh, sama fylki og Nehru. Hann hefur verið í fremstu röð leiðtoga jÞjóðþingflokksins síðan árið 1951, er hann Varð framkvæmdastjóri fiokksins. Var það emibætti mjög vanda mikið, þar sem hann bar á- byrgð á vali rúmlega 3000 frambj óðenda Þióðþingfl-okks- ins í fyrstu allsherjarkosning- um hins nýfrjálsa ríkis. Voru 'þetta jafnframt fjölmennustu lýðræðiskosningar mannkyns- sögunnar. Þótt hann þyrfti að vinza úr miklum fjölda um- sækjenda, ávann hann sér enga óvild, heldur gat sér góð an orðstír fyrir góðar skipu- lagsgáfur og mikla hæfileika til málamiðlunar. Shastri er almennt talinn raunsæismaður sem fái málum sínum fram- gengt með eintómri ljúf- mennsku. Fyrr á árum sat hann þó oft í fangelsum Breta fyrir hlut- deild sina í sjálfstæðisbaráttu Indverja. Árið 1952 tók Shastri sæti í ríkisstjórn Indlands. Fór hann með stjórn járnbrauta- og flutningamála. Hann er talinn mjög grandvar og trúhneigð- ur, og þegar mikið járnbrautar slys varð, sem hann átti reynd ar enga sök á, ári eftir að hann settist í ráðherrastól, Enver Hoxha um Krúsjeff: Mesti svikari er komm- únismmn heiur kynnzt Vínarborg, 27. mai NTB. • ENVEK Hoxa, leiðtogi, ai- banskra kommúnista fór ný- Iega þeim orðum um Nikita Krú sjeff, forsætisráðherra Sovétrikj anna, að hann væri mesti og ómerkilegasti svikari,' seui heimshreyfing kommúnista heiði nokkru sinni staðið andspænis. Sagði hann tiiraunir Krúsjeffs til að ata minningu Stalins auri gersamlega misheppnaða — enda væri hann sem fluguskömm lior- inn saman við hinn mikilhæfa Jósef Stalín. Hoxha viðhafði þessi ummæli í ræðu er hann flutti sl. sunnu- dag og albanska fréttastofan birti í heild. Hann sagði þar meðal annars að Krúsjeff og fylgifiskar hans væru afbrota- baðst hann lausnar vegna þess. Shastri er sagður hafa gott lag á því, að fá menn á sitt band með því að láta líta svo út sem þeir leggi sjálfir fram tillögurnar, sem hann er að reyna að fá þá til að fallast á. Eftir að hann var orðinn inn anríkisráðherra 1962, að Pant látnum, kom hann gegnum þingið hinu mjög umdeilda frumvarpi um eitt opinbe.rt tungumál fyrir Indland. — Shastri er þekktur af ein- beitni og sagði oft meistara sínum, Nehru, hug sinn um- búðalaust. Talið er að það hafi verið óhagganleg afstaða Shastris, eftir för hans til Ass am skömmu eftir innrás Kín verja, sem fékk Nehru til að fallast á tillögu framkvæmda- nefndar þingflokksins, að Krishna Menon yrði látirun víkja úr ríkisstfjórninni. Meðal þeirra höfuðleiðtoga Þjóðþingflokksins, sem fóru úr ríkisstjórninni í júlí 1963 samkvæmt Kamaraj-áætlun- inni, er miðaði að því að fá eldri leiðtogana til beinna flokksstarfa, var Shastri eini maðurinn, sem endu’rkjörinn var í ríkisstjórnina án and- stöðu. Hann er „miðfylkingar- maður“ í flokknum og vinstri öflin samþykktu hann, vegna þess að hann hafði stutt stefnu skrá flokksins úm sósíalisma og lýðræði. Hægri öflin voru honum samþykk, vegna þess að hann hafði aldrei verið formlega bundinn neinum hópi sósialista. Síðan í janúar hefur Shastri í raun og veru gengt starfi aðstoðarforsætisráðherra, — enda var skipun hans til þess fallin að létta Nehru störf í veikindum hans. menn og einhverjir verst inn- rættu menn, er fyrirfyndust. Hefðu þeir meðal annars gerzt svo óskammfeilnir að láta að því liggja, að þeir hafðu haft uppi ráðabrugg um að myröa Stalín. Og Ijóst væri, að Krú- sjeff og ráðherrar hans væril staðráðnir í að reyna að gera lýðveldin í A-Evrópu að alger- um leppríkjum Sovétríkjannau Þá bætti Hoxha við: „Nú ríkir í Sovétríkjunum hrein ógnar- stjórn og gengur þar á með ntorð um, fangelsunum, þrælavinnu og nauðungaflutningum. Heldur Krúsjeff-klíkan uppi skipulegri herferð gegn marxistum, leninist- um og sovézkri alþýðu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.