Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 27
T.fc’nmtudagur 28. maf T984 MORGU N BLAÐIÐ 27 Bílaferja sett á Tungnaá hjá Haidi Engin önnur á farartálmi um Sprengisand til Akureyrar f DAG fara brúarsmiðir inn að Xungnaá, þar sem þeir munu •etja svifferju fyrir bíla á ána rétt ofan við Hald. Opnast við það Sprengisandsleið litlum ferðabilum, því engin óbrúuð á cr á leiðinni þaðan og norður á Akureyri. Ef farið er yfir Köldukvísl á brúnni sem flutt var þangað í fyrra, opnast einn- is svæðið við Þórisvatn og Veiði Vötn. Svifferja þessi er allmikið mannvirki og fyrsta ferjan af þessari gerð sem komið er upp á íslandi. Snæþjörn Jónsson, verkfræðingur á Vegamálaskrif- stofunni sagði blaðinu að svif- ferjan ætti að taka alla minni ferðabíla, upp að 3 tonnum að stærð; en þyngri bílar gætu ekið yfir á vaðinu á ánni. Á vagninum verður handspil, þannig að menn geta dregið bíla sína yfir sjáifir, en þar sem ferjan fer er 80 m. haf. Svifferja þessi er af annarri gerð en gömlu ferjurnar voru. f*ær runnu á virum, en þessi vagn á járnbitum, sem hanga í virum. Ætlunin er að svifferjan verði komin í notkun í júli. En auk þess sem hún opnar ferðamönn- um nýtt svæði á öræfum milli Bofsjökuls og Vatnajökuls,' þá kemur- ferjan að gagni bændum austan Þjórsár, sem eiga upp- rekstrarland þarna og geta bá flutt fé yfir á ferjunni. Ráðstefna um endurskoðun landafræðibóka í FRÉTT blaðsins £ gær misrit- aðist í yfirliti um ráðstefnur hér £ sumar. Var þar tvískýrt frá ráðstefnu um endurskoðun á kennslubókum í landafræði. Ráð stefna þessi verður haldin 2.—13. júli i Háskólanum og sér mennta málaráðuneytið um undirbúning hennar. 'Ráðstefnan er haldin á vegum Evrópuráðsins og er sú 4. í röðinni um endurskoðun á kennsluibókum í landafræði og fjailar þessi ráðstefna sérstaklega um Norður-Evrópu. Ráðstefnuna sækja 40—50 fuil trúar frá 15 Evrópuiöndum. IBOOBIHAPPDRŒTTI OOE-l ■ . y-m ■c RÍSS HEIIVIDELLIIMGAR Hafið samband við skrifstofuna. Gerið skil. Sínii 17104. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. * VARÐARFELAGAR Hafið samband við skrifstofuna. Gerið skil. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. |iB Dregið 10. fúní -Æ | SJALFSTCEÐISFLOKKSINS 2 — Nehrus minnzt Framhald af bls. 1 • 1 Portugal liefur Nehrus ver- iff lítt getiff, affeíns sagt stuttlega frá láti hans — enda var heldur kalt þar í milli vegna árásar Ind- verja á Góa og tvær affrar ný- lendur Portugals á Indlandsskaga áriff 1961. Hins vegar fékk fregn- in mjög á menn í Pakistan. Er fráfall hans harmað þar, og talið aff Pakistanar geri sér nú enn minni vonir en áður um, að Kash mírdeilan leysist. Ayub Khan forseti lét svo um mælt, aff hið ótímabæra fráfall Nehrus væri mikill skaffi fyrir indversku þjóff- ina. Hann hefði ekki affeins not- iö virðingar liennar heldur mik- illar hylli og veriff ástsæll leiff- togi. Sendi forsetinn rikisstjórn- inni og aðstandendum Nehrus samúðarkveðjur. Elizabeth Englandsdrottning sendi samúðarkveðju til forseta Indlands, þar sem sagði, að hún tæki þátt í sorg allra samveldis- ríkjanna og allra friðelskandi þjóða í heiminum vegna fráfalls Nehrus. Ennfremur sendi hún Indiru, dóttur haps og frú Pandit systur hans samúðarkveðjur. í samúðarkveðju Sir Alec Douglas Home, forsætisráðherra Bretlands, til indversku stjórnar- innar sagði, að Bretar væru harmi lostnir vegna fráfalls Nehr us, hins vitra og framsýna leið- toga „arkitekts“ Indlands, eins og hann komst að orði. Harold Macmillan lét svo um mælt, að Indverjar og brezku samveldis- löndin hefðu orðið fyrir óbætan- legu tjóni. Attlee, lávarður, sem var fcwsætisráðherra Bretlands, þegar Indland fékk sjálfstæði ár- ið 1947 lét svo ummælt, að vand- fyllt verði það skarð, er mynd- azt hefur við fráfall Nehrus. — Hann benti á, að þótt Bretar hefðu árum saman haldið Nehru í fangelsi hefði það ekki virzt skilja eftir beiskju í huga hans — hann hefði gert allt, er hann mátti til að efla vináttu índverja og Breta. • Enn samcinumst við í sorg — í samúðarskeyti Johnsons for seta sagði meðal annars: „Enn sameinumst við í sorg vegna frá- falLs mikils og ástsæls manns — í þetta sinn ykkar eigin leiðtoga, Nehrus forsætisráðherra ..... Því verður ekki með orðum lýst, hvert tjón við sjáum i fráfalli hans. Við höfum svo lengi trúað á áhrif hans til góðs að okkur reynist erfitt að trúa því nú, að hann sé horfinn . . . Þó mun andi hans lifa meí okkur, hinn ríkulegi arfur er hann lét okkur eftir, trú hans á mannkynið . . .“. Síðar sagði Johnson, að á spjöld- um sögunnar mundi geymast frá- sögnin af starfi Nehrus £ þágu þjóðar hans og mannkynsins. — V „Friður var markmið og hugsjón Nehrus eins og Gandhis — og ekkert minnismerki verður reist honum veglegra né verðskuld- aðra en að halda friði á jörðu.“ I öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna var fundarefni dagsins, kæra Kambodíu, tekið af dag- skrá og Nehru, fprsætisráðherra, minnzt. Tóku allir fulltrúar til máls og minntust hans og friðar- starfs hans. Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, kvað mannkynið allt mundu harma fráfall Nehrus, föðurmissi indversku þjóðarinn- ar. „í hinum smávaxna og veik- byggða likama Nehrus brunnu eldar frelsis, réttlætis og vonar. Á erfiðleikastundu höfum við misst vitran þjóðarleiðtoga, sem mjög var þörf,“ Fulltrúi Sovétríkjanna, Fedo- renko, lagði áherziu á mikilvægi baráttu Nehrus fyrir skilningi og vináttu þjóða í milli og forseti ráðsins, Frakkinn Seydoux, bað fulltrúa að minnast Nehrus með einnar mínútu þögn. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, sendi samúðarkveðju til ind- versku þjóðarinnar og lagði þar áherzlu á þátt Nehrus í eflingu friðar og baráttu hans fyrir því að koma í framkvæmd hugsjón- um og markmiðum SÞ. í Moskvu gekk Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra, þegar á fund indverska sendiherrans, T. N. Kaul og tjáði honum samúð sína, Sovétstjórnarinnar og sovézku þjóðarinnar. Kvaðst hann djúpt snortinn vegna fráfalls Nehrus og vonsvikinn yfir því að fá ekki tækifæri til að hitta hann aftur, eins og hann hefði vænzt. Jafn- framt sendi Krúsjeff samúðar- kveðjur til stjornarinnaf ind- versku og aðstandenda Nfehrus. Meðal annarra ríkisstjórna er samúðarkveðjufe sendu og lýst hafa hryggð sinni vegna fráfalls Nehrus má nefna stjórnir Norð- urlanda, Frakklands, Þýzka- lands, Júgóslavíu, Kanada, Ítalíu, Grikklands, írans, Jórdaníu, Egyptalands, Alsír, Kína, Japans og Filippseyja. f Júgóslavíu var lýst yfir tveggja daga þjóðar- sorg vegna láts Nehrus. — Brœbiköst ' Framhald af bls. 1 v friðar og skynsemi og for- dæmanda valdbeitingar". Grover segir, að fréttamönn- um ha£i verið mikill fengur í að hitta Nehru, þvi að hann hafi verið hafsjór af fróðleik um stjórnmál, sögu, hætti' og siði þjóðar hans og þá ekki siður heimspekileg málefni. | SFYRIR nokkru skaut upp j þeirri hugmynd aff láta breyta einkennislitum Loftleiða á flugvélum félagsins, og voru i þess vegna máluff tvö módel J af Rolls Roys 400. hinum nýju y flugvélum, sem félagiff er aff l fá með nýju gerðinni. En stð- I an var ákveffið aff vikja ekki J frá hinni gömlu og góðu gerð \ einkennislita, og sést hér nýja 4 flugvélin meS gömlu einkenn / islitum félagsins, eins og hún ; kemur til landsins fcstudags \ morguninn 29. maí, en ekki 4 28., eins og misprentaðist í l blaðinu í gær. Skóhmótið í Amsterdam 6. IIMFKRB. Smyslof Vz — Stein Vi Pachman 0 — Tal 1 Fogelman 0 — Bronstein 1 Porath Yz — Darga Vz Benkö % — Larsen Vt Berger 1 — Rosetto 0 Bilek 0 —- Ivkov 1 Aðrar skákir fóru í bið. Eftil 6 umferðir eru þessir efstir: Bent Larsen 5 vinn Gligoric og Ivkov 4Vi — Smyslov 4 — Bronstein 4 — — Mirming Framh. af bls. 21 heimili til ársins 1954. Þá fluttu þau aftur til Keflavíkur og bjuggu þar til 1961, en þá fluttu þau til Reykjavíkur og áttu heim ili að Goðheimum 6 seinustu ácin. Þeim, sem kynntust Angantý, fannst gott með honum að vera, hann var léttur í lund, hló oft við, er hann ræddi við menn, svo að þeir komust ósjálfrátt í gott skap Þrekið og harðfylgið var svo mik ið, að þeim sem með honum störf- uðu. hvort heldur til sjós -eða lands, óx ásmegin, þegar því >var að skipta, og þekkja allir, ihve gott er að starfa með slíkumofur- hugum og hve mikla kosti slík skapgerð hefur, þegar ná skal góðum árangri. I samskiptum sínum við menn var Angantýr mjög sanngjarn og var allt sam- starf við hann . mjög auðvelt, Hann var góður drengur í þess orðs beztu merkingu, vinfastur, þar sem hann tók því, hélt tryggð við sína fyrri félaga þótt vegir skildu. Þetta var gagnkvæmt eins og oft vill verða; þeim, sem kynntust Angantý, var því hlýtt til hans og vildu veg hans sem mestan. Það eru því margir sern sakna hans, er hann hverfur'þeim svo skyndilega. Sérstaklega eiga ástvinir hans um sárt að .binda, að sjá á bak slík”m heimilisföður. Einar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.