Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 13
Fimmtuðagttr 28. maí 1964 MORGUNBLAÐID 13 Múhameðstrúarmanna. Meðan Kehru vann að stjórnarmyndun, boðuðu Múhameðstrúarmenn ,,dag beinna aðgerða" til þess að íeggja áhrezlu á kröfur sínar. Óeirðirnar hófust í Kalkútta og á fimm dögum létu 6000 Múham- eðstrúarmenn og Hindúar lífið. DVfountba^n aðmírál'l, sem var KÍðasti VcSítkonungur Breta í Indlandi, ræddi við deiluaðila og tjáði Nehru og öðrum leiðtagum Þ.óðþingsflokksins, að Múham- eðstrúarmenn myndu heldur gera uppreisn en lúta „alind- vers'kri" stjórn. Leiðtogarnir ikváðust fremur vilja tvö ríki en upplausn og Indland og Pakist- an urðu óháð og sjálfstæð ríki 15. ágúst 1947. Klu'kkan 12 á miðnætti aðfara mótt hins 15. steig Nehru í ræðu- stólinn á fjöldafundi í Delhí og ávarpaði þjóð sina. „Fyrir mörg- um árum“, 'hóf hann ræðu sina, „mæltum vér oss mót við örlög- in og nú er upprunnin sú stund, (þeigar vonir vorar munu rætast, ekki tU fulls, en að drjúgum Ihiut.... Sú stund rennur upp, sem sjaldan ber vig í sögunni, þeigar vér stígum fram úr hinu gamla og göngum inn í hið nýja, (þegar öld lýkur, og þegar sál þjóðar, sem lengi hefur verið kúguð fær mál.“ Aðskilnaður Indlands og Pak- istan kom ekki í veg fyrir mann víg og ofbeldisverk Múhameðs- trúarmanna og Hindúa. Þegar Nehru ávarpaði þjóð sína ríkti ógnaröld í landinu og hann ákall- aði anda Gandhís og sagði: „Það var kappsmái mesta mikilmenn- is, sem .kynslóð vor hefur alið, aö þerra hvert tár, sem hann sá. Það kann að reynast oss ofvaxið en meðan til eru tár og þjáning- ©r, er starfi voru ekki lokið. Þetta er ekki stund til að ala með sér iiian vilja eða koma með ásakanir i garð annarra. Vor bíð- ur það verkefni að reisa hið veg lega hús, sem er frjálst Indland, þar sem öll börn þess fá hæli.‘‘ Mánuðina eftir að Indland og Pakistan fengu sjálfstæði varð lítið lát á mannvígum. Nehru ibrást við vandanum af festu og einurð og tókst m.a. að fá vara- forsætisráðhei-ra sinn, Vallabb- hai Patei til samstarfs, en Pat- hel hafði oft snúizt gegn skoð- unum og stefnumálum Nehrus meðan þeir voru báðir lærisvein- ar Gandhís. í janúar 1948 var Gahndi myrtur af ofstækisfullum Hindúa, er hann var á leið til bænasamkomu. Vakti morð hans megna andúð á ofstækismönnum meðal Indverja, hárra sem lágra. Smám saman tókst Nehru og 'V' Nehru og Gandhí skömmu áður en þcir voru handteknir 1942. stjórn hans að lægja öldur ófrið- arins og heimurinn várð 'vitni að því, er Indverjar gengu frið- samlega til mestu lýðræðislegu kosninga, sem um getur í sögu mannkynsins, og Nehru og f>jóð- þingsflokkurinn unnu glæsi- legan sigur. F.n hin sára reynsla af hryðjuverkunum, sem fram- in voru við vög^u hins nýja Indlands heíiir sett sitt mark á þjóðarforustu Nehrus. Hún varð þess valdanöi, að Nehru varð fremur sameiningartákn þjóðar sinnar en skapandi nýs þjóðfé- lags, og hóf hann upp yfir stjórn málaleg deilumál, sem hefðji getað orðið honum fótakefli. Aður en Nehru varð forsætis- ráðherra var hann talinn róttæk- ur bylingarmaður, en þegar hann tók við émbættinu urðu á vegi hans vandamái, sem hann hafði ekki gert ráð fyrir að mæta. Byltingarmaðurinn var 'kvaddur til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og heimurinn reyndi að dærpa athafnir hans í ljósi yfir lýstrar viðleitni hans og þeirra hugsjóna, sem liann hafði barizt fyrir áður. Hugsjóna umburðar- lyndls og veraldlegs lýðræðis. Hann stóð nú andspænis Hindúa sið, sem var bæði tillitslaus og herskár. Nehru fordæmdi trúar- flokkaríg, héraðaríg og stéttaríg, sem hann taidi alvarlegustu hættu, er ógnaði einingu lands- ins og reyndi eftir megni að hamla gegn henni! Til þess að hamla gegn trúarflokkaríg knúði Nehrú flokksbræður sína til að fallast á réttaröryggi til handa hinum 35,4 milljónum Múhameðs Nelrru á barusaldri með ioreldrum sínuin trúarmanna í landinu. Sem mót- vægi gegn héraðaríg sá hann um að stjórn lanósins fengi mikil völd og að enskan yrði um stund- arsakir jafnrétthá hindí í opin- beru lífi. Gegn stéttaskiptingunni réðst hann með því að banna með lögum, að mönnum væri skipað í hóp stéttleysingja eða hinna óhreinu. Vakti þetta mikla úlfúð meðal æðri stéttanna. 1950, þegar Patel lézt, hvarf síðasti keppmautur Nehrús um forystu Þjóðþingsflokksins af sjónarsviðinu Þegar forsætisráð- herrann ferðaðist um landið flykktist mannfjöldinn að hon- um til þess að hlýða á hann og hylla hann. Þegar Nehru talaði við bændur notaði hann ekki hinn fágaða ræðustíl, sem ein- | kenndi þingræður hans, en talaði blaðalaust og óundirbúið og ræddi ólíkustu málefni. Þetta samband við alþýðu landsins, sem einkum var tilfinningalegs eðlis, kalla Indverjar „darsjan“ (heilagt samneyti). Mannfjöldinn öðlaðist á einhvern hátt fullvissu, ekki fyrst og fremst af orðum Nehrus heldur af návist hans. Hann talaði oft við fólkið eins og óþæg börn, ávítaði það fyrir að halda fast við kúadýrkun og fvrir að trúa á stjörr.uspekina og mann fjöldinn tók undir fagnaðar- lætin. Fyrsta fimm ára áætlun Ind- lands kom tii framkvæmdá 1951. Var hún vart annéyð en fallega orðuð áætlun um framkvæmdir ríkisins og varfærnisleg tilraun til þess að hefja áætlunarbúskap. Árið 1954, þegar allir töluðu um áætlanir og íramfarir £ Kína, kom Nehru úr heimsókn til Pek- ing, sannfærður um að Indverjar yrðu að herða róðurinn. f næstu fimm ára áæliun átti að tvöfalda fjárfestingu ríkisins og miða að því að auka þjóðartekjurnar um 25%. Fimm ára áætlanir hafa verið gerðar i Jndlandi til þessa, og sagði Nehru að með þeim væri hann smám saman að leiða landið inn á braut sósíalismans. Nehru gegndi auk forsætisráð- herraembættisins mörgum öðr- urn embættum innan stjórnarinn- ar. T.d. hefur hann verið utan'- ríkisráðherra, varnarmálaráð- herra, og fjármálaráðherra. Hann tók við embættunum þegar hon- um fannst sviðin, sem þau spanna þarfnast sérstakrar athygli. Bæði í utan- og innanríkismálum hef- ur hann farið bil beggja og þetta hefur breitt manninum, sem eitt sinn var fremstur byltingar- manna innan brezka 'samveldisins í þjóðarleiðtoga. í þessu nýja hlutverki varð Nehru að hægja ferðina, slá ýms- um m.álum á frest og leggja á hilluna þau, sem líklegust voru til þess að valda miklum deilum. Völdin rændu Nehru stillingu, en gæddu hann þó um leið þolin- mæði. Hann varð fúsari til þess að semja, re;ðubúinn að atyrða fjöldann, en snerist aldrei af i alvöru gegn hinum fornu siðvenj um, svo sem kúadýrkun. Þótt hann þrumaði yfir löndum sín- urn og ávítaði þá fyrir dugleysi, seinlæti og áhyggjulaust aga- ieysi unni hann þeim af sama íalsleysi og þeir honum og í því var styrkur hans einmitt fólg- inn. , Árið 1948, gerði Nehru þegar grein fyrir stefnu Indverja í utanríkismálum, hlutleysisstefn- unni, og sagði: „Vér munum gæta þess að styðja ekki einn hóp öðrum fremur » . . en vera hlutlausir í þeim (málum), sem ekki snerta' oss beinlinis . . . Augljóst er að Indland getur hvorugri ríkjablökkinni samein- azt.“ Nehru sagði, að hlutverk Indlands væri fremur, að efla skilning og koma á sáttum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Á vettvangi heimsmálanna var það markmið Nehrus og stjórnar hans að reyna að koma í veg fyrir að til vopnaviðskipta kæmi milli hinna stríðandi meginafla. Til þess að reyna að fá þjóðir til að falla frá valdbeitingu, samdi Nehru ,.pansjíl“ eða stefnu skráratriðin fimm, sem eru: „gagnkvæm viourkenning ríkja á yfirráðum yfir eigin landi, af- neitun ofbeldis, afskiptaleysi um innahríkismái hvers annars, jafn rétti, friðsamleg samibúð.‘‘ Samn- inga, sem feia í sér þessi fimm atriði gerði Nehru við 16 Iönd. m.a. Kínverska Alþýðulýðveldið. En Kínverjar rufu þessa samn- inga, sem kunnugt er, tóku að sýna ásælni á landamærum Ind- lands og haustið 1962 urðu Ind- verjar að senda öflugan liðsstyrk til landamæranna til þess að stöðva framsókn Kínverja. Kald hæðni örlaganna hagaði því svo til, að maðurinn, sem hvað mest hafði talað um frið í heiminum og skorað á þjóðirnar að varð- veita hann, hvatti nú þjóð sína í vopnuðum á.tökum. í yfirlýs- ingu, sem Nehru gaf út, þegar indverski herinn hélt elfdur til landamæránna sagði hann m.a.: „Við höfum orðið fyrir alvar- legu áfalli. Vð lifðum í óraun- verulega andrúmslofti, sem við höfum sjálf skapað, en n höf- um við verjð hrist út úr þvi ÖU saman bæði ríkisstjórin og þjóðin.“ Nehru, forsætisráðherra og tekin fyrir nokkrum mánuð - L/ós/ð er slokknab Framhald af bls. 1. • 12 daga þjóðarsorg Þegar er fréttist í morgun, að Nehru væri aftur orðinn al- varlega veikur, tók mannfjöldi að safnazt saman umhverfis heimili hans og á strætum Nýju Dehli var heilsufar hans aðal umræðuefni manna. Indverska útvarpið aflýsti fljótlega fyrir- hugaðri dagskrá og útvarpaði þess í stað sígildri tónlist — og síðar eingöngu sorgartónlist eftir að fregnin um lát forsætisráð- herrans barst. Eftir það jókst mjög fólksstraumurinn að heim- ili hins látna og lá við umferðar- öngþveiti. Það var innanríkisráðherrann, Nanda, sep skýrði frá láti Nehr- us, með nærfellt sömu orðum og Nehru hafði sjálfur viðhafj: er Gandhi lézt. Sagði Nanda að- eins: „Ljósið hefur slokknað". Er mannfjöldanum barst fregnin, setti alla hljóða — og eftir það var grátið á götum Nýju Dehli. Fánar voru dregnir í hálfu stöng hvarvetna og ríkisstjórnin lýsti yfir 12 daga þjóðarsorg. Nokkrum klukkustundum síð- ar hafði líki Nehrus verið komið fyrir á börum á tröppum forsæt- isráðherrabústaðarins til þess að fólki gæfist . kostur á að kveðja leiðtoga sinn hinztu kveðju. Höfðu hundruð þúsunda mánna gengið þar íram hjá í kvöld. Á morgun fer fram bálför Nehrus, 'skammt þar frá er bál- för Gandhis var gerð fyrir 16 árum. Var fyrir nokkrum. árum lokið við að reisa Gandhi þar minnismerki. Fulltrúar fjölda Indira, dóttir hans. Myndin var um. l þ;óða eru þegar farnir af stað I til Nýju Delhi til að vera við út- förina. Sumir eiga um langan veg að fara og munu gerðar ráðstaf- anir til að fresta útförinni um nokkrar klukkustundir þeirra vegna, ef þess gerist þörf. Fulltrúar Bandaríkjanna við útförina verður Dean Rusk, ut- anríkisráðherra og lagði hann upp þegar í dag, ásamt Chavan, landvamaráðherra Indlands, sem var í heimsókn í Bandaríkjunum, en hélt þegar heimleiðis, \er hann heyrði hvað gerzt hafði. Fulltrúi brezku krúnunnar verður Sir Alec Douglas Home, forsætisráð- herra, en með honum fór einnig Mountbatten lávarður, sem var síðasti varakonungui; Breta í Indlandi áður en landið fékk sjálfstæði. Ennfremur verður viðstaddur George Brown, vara- formáður brezka verkamanna- flokksins. Fulltrúi Sovétstjórnar- innar verður Alexei Kosygin, vara-forsætisráðherra. • Nanda forsætisráðherra Aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að kunnugt varð um fráfall Nehrus, sór G. L. Nanda, innanríkisráðherra, eið að stjórnarskrá Indlands og tók við embætti forsætisráðherra. Mun hann gegna því þar til Congress- flokkurinn kýs eftirmann Nehr- us í forsæti flokksins. Elcki mun Nehru hafa valið eftirmann sinn, ert líklegast er talið, að Shiastri, sem verið hefur hans hægri hönd frá því hann yeiHtist í vetur, verði forsætisráðherra Indlands, — þótt aðrir komi einnig til greina. Allir samráðherrar Nehrus hafa heitið að starfa með Nunda fyrst um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.