Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 LEIÐTOGI fjölmennasta lýð- ræðisríkis í heimi, Jawaharlal Nehru, er fallinn frá, og þjóð hans stendur nú á alvarlegustu tímamótuim í 17 ára sögu sinni sem sjálfstæð þjóð. Nehru var ekki einungis leiðtogi þjóðar sinnar, heldur var hann í dýpsita skilningi ímynd hennar, eða eins ag hinn merkilegi læri- sveinn Gandhís. Vinóba Bhave, sagði eitt sinn: „Næst nafni Gandhís er nafn hans tákn Ind- lands — það er Indland“. Vald Nehrus átti fyrst og fremst ræt- ur að rekja til þess, að hann hafði verið kjörinn af meistar- anum til að leiða þjóð sína Ifyrstu skrefin. Eftir fráfall Gandhís varð hann í bókstafleg- um skilningi föðurímynd ind- versku þjóðarinnar, ag sú stað- reynd er miklum mun mikilvæg- ari en Vesturlandamenn gera sér yfirleitt grein fyrir. úa hafði áhrif á Múhameðstrúar menn og eingyðistrú Múham- eðstrúarmanna vakti áhuga margra Hindúa. Þannig má segja að Síkha-flokkurinn heimsfrægi, sem setur svo mjög svip sinn á Indland með vefjarhetti sínum og alskeggi, hafi orðið til fyrir áhrif frá Múhameðstrú, þó flokk urinn sé nú skæðasti andstæðing ur Múhameðstrúarmanna í Ind- landi. Hin pólitíska þróun í Indlandi verður að skoðast á bakgrunni þeirra staðreýnda sem hér hafa verið mjög stuttlega raktar. Bret ar sameinuðu landið í pólitíska heild, en þeir urðu líka til að kljúfa það á dýpri og örlaga- ríkari hátt en nokkru sinni hafði átt sér stað áður. Öldum sarnan höfðu Hindúar og Múhameðs- trúarmenn lifað saman í sátt og eindrægni, en þegar hilla tók undir sjáltstæði landsins á þess- Nehru naut sérstakra vinsælda meðal indverskra barna, og var afmælisdagur hans, 14. nóv- ember „Barnadagur Indlands“. Myndin er tekin á 74. afmælisdegi hans í fyrra og sýnir börn- in setja hina hefðbundnu blómsveiga um hálsinn á honum. Meðal ríkja Asíu og Afríku hefur Indland algera sérstöðu, e£ frá er talið ríki Gyðinga í ísrael sem er strangt tekið vest- rænt ríki. Indverjar hafa einir þjóða í Asíu varðveitt lýðræði í landi sínu óslitið í þau 17 ár sem þeir hafa búið við sjálf- stæði, og virðast enn um sinn xnunu halda í horfinu, þó nú hafi syrt í álinn. Þetta er þeim mun merkilegra sem Indland er klofnara innbyrðis, bæði að því er snertir trúflokka, þjóðflokka og tungumál, en nokkurt land annað sem ég veit um. Þar eru t. d. 14 sjálfstæð tungumól sem öll eru opinber, hvert í sínu fylki, og þau hafa hvei't fyrir sig sitt sérstaka letur. Þar við bæt- ast svo fleiri hundruð móllýak- ur sem margar hverjar eru sjálfstæð tunigumál. Það er sagt með nokkrum rétti að Indland nútímans sé af- kvæmi Breta, því fyrir komu þeirra hafi landið verið klofið í ótal smáríki. Indland laut aldrei í heild einni stjórn fyrir daga Breta, þó mikill hluti landsins væri á tilteknuim skeið um sögunnar undir sama kon- ungi. Það var innbyrðis sundr- ung Indverja sem auðveldaði Bretum töku Indlands, og er sú saga hin hryllilegasta. Fyrir daga Breta í Indlandi var fátækt lítt þekkt fyrirbæri þar og hungurs- neyðir svo til óþekktar. Senni- lega hefur engin þjóð verið jafn miskunnarlauist mergsogin af annarri einsog Indverjar af Bretum, enda er mála sannast að vegur brezka heimsveldisins grundvallaðist að verulegu leyti á þeim ævintýralega auði sem reyttur var aí Indverjum meðan þeir lifðu sjálfir á sultarbarmi og fórust öðru hverju milljónum •aman í hungursneyðum. Þó Indland væri margklofið áður en Bretar komu til sög- unnar, má segja að það hafi alla tíð verið menningarleg heild. Þetta á fyrst og fremst rætur í trúarbrögðunum, Hindúisman- um, sem átti sterk ítök uim ger- vallt landið. Heilagir staðir voru í öllum landshornum, og var það talin ein helgasta skylda trú- rækinna manna að heimsækja þá a. m. k. einu sinni á ævinni. Þannig var stöðugur straumur pilagríma frá einu landshorni til annars; oft fóru þeir fleiri þús- und kílómetra. Þetta hristi hina fjarlægu landshluta saman og gaf menningu landsins ákveð- inn heildarsvip. Tilkoma Múham eðstrúar hafði mjög óverulegar breytingar í för með sér að þessu leyti. Múihameðskir vald- hafar í Indlandi voru yfirleitt umburðarlyndir og leyfðu flestir þegnum sínum að stunda hinn hefðbundna átrúnað. Hins vegar er augijóst að Hindúisminn og Múhameðstrúin urðu fyrir marg víslegum áhrifum hvort frá öðru — umburðarlyndi Hind- ari öld, urðu nokkrir ofstopa- menn í flokki Múhameðstrúar manna til að sundra þjóðinai að frumkvæði Breta og heimta skiptingu landsins. Raunin varð líka sú, að landinu var skipt, og er það ein heimskulegasta og grimmilegasta ráðstöfun í póli- tískri sögu síðustu áratuga. Úr Indlandi voru teknar tvær sneið ar, önnur vestast í landinu, hin austast, og af þeim yar myndað ríki sem er hreint landfræðilegl viðundur. Allar forsendur þessa nýja ríkis voru rangar, enda hefur komið á daginn að nær ógerlegt er að halda því saman eða stjórna því án einræðis. í þessu sambandi er vert að hafa í huga, að 80 milljónir Múham- eðstrúarmanna kusu að vera um kyrrt í Indlandi, og njóta þeir að sjálfsögðu jafnréttis við Hind- úa, enda er Indland veraldlegt ríki og hel'ur enga opinbera trú, þar sem aiftur Pakistan er trú- arlegt ríki. Skýringin á hinni erfiðu sambúð Indlands og Pak- istans liggur m. a. í því, að hér er í rauninni um að ræða eina þjóð, sem hefur verið hlutuð sundur á hinn fáránlegasta hátt. Það er alkunna að borgara- styrjaldir eru grimmilegustu -styrjaldir sem til eru, hvernig sem á því stendiur, og blóðsút- hellingarnar sem áttu sér stað í sambandi við skiptingu Ind- lands voru einhyer hryllileg- asti ka.fli í sögu landsins. Þar við bætast svo langvinnar og óút- kljáðar deilur um landsvæði á mörkum ríkjanna. Indland er sambandslýðveldi og samanstendur af 14 ríkjum eða fylkjum, sem njóta mikils sjtálfstæðis, eru t. d. nær einráð um skólamál, fjármál og verk- legar framkvæmdir. Fyrirkomu- lagið er svipað og í Banda- ríkjunum. í flestum þessara ríkja hefur Þjóðþingsflokkurinn hreinan meirihluta, en þar sem hann hefur ekki meirihluta, eins og t. d. í Kerala, fer hann með stjórn í samvinnu við aðra flokka. Á þinginu í Nýju Delhi ræður Þjóðþingsflokkurinn lög- um og lofum, því hann á öruggt fylgi mikils meiriihluta þjóðar- innar. Þetta stafar að sjálfsögðu fyrst og fremst af því, að flokk- urinn átti stærstan þátt í því, að Indverjar heimtu sjálfstæði sitt, og hafði á að skipa öllum helztu stjórnmálamönnum þjóð arinnar. Afskipti Gandhís af stjórnmálum efldu mjög gengi flokksins, því hann var einskon- ar sameiningartákn Indverja. Gandihí útnefndi Nehru andleg- an erfingja sinn, og styrkti það mjög afstöðu hans í Indlandi, enda þótt hann væri orðinn leið- togi Þjóðþingsflok'ksins löngu áð ur en Gandhí féll frá. Það hef- ur verið Indlandi mikil blessun að Þjóðþingsflokkurinn var svo sterkur, og að hann átti annan eins leiðtoga og Nehru. Það hef ur gefið honum svigrúm til að framkvæma stefnu sína. En mik- il völd geta líka verið hættuleg, og á því hefur borið hin síðari ár, að þingmenn flokksins urðu værukærir og at/hafnalitlir, og víða hefur orðið vart spill- ingar meðal flokksmanna. Nehru hefur barizt gegn spillingunni og deyfðinni með oddi og egg, en hann hafði í mörgu að snúast og var orðinn gamall, svo sú barábta bar ekki tilætlaðan ár- angur. Þegar ég sagði að Indland hefði varðveitt lýðræðið frá upp hafi, var það rétt að því leyti að kosningar fara fram með eðli legum hætti og Þjóðþingsflokk- urinn hefur á bak við sig fylgi meirihluta þjóðarinnar, en í rauninni var það einn maður sem stjórnaði landinu og hafði örlög þess í hendi sér, og sá mað ur var Nehru. Þrátt fyrir háan aldur hafði hann allt fram í andiátið ótrúlegt starfsþrek og virtist hafa lag á að laða „massana" til sín, þegar hann kom fram. Ég sá hann einu sinni tala til 20.000 manna í „Bombay. Fóikið kom til að vera nálægt hinum mikla manni og sjá hann, en ég efast um að meir en þriðj- ungur mannfjöldans hafi fylgzt með því sem hann var að segja. Þetta er einkennandi fyrir Ind- verja, þeir hafa eins konar trú- arlega afsitöðu til leiðtoga sinna. Það er nóg að vera í návist þeirra, þá fær maður blessun og kraft frá þeim. Mér var sagt af sendiráðsmanni í Nýju Delhi, að þegar Nehru skryppi burt, annað hvort til næstu borgar eða útlanda, væri allt lamað í höfðuborginni, enginn gæti eöa þyrði að gera neitt að honum fjarstöddum. Þetta er ískyggi- legt þegar horft er fram á veg- inn. Nehru lét undir höfuð leggj- ast að útnefna eftirmann sinn eða þjálfa hætfa menn til að taka við völdum eftir sig. Ég verð að játa að mér virð- ast horfurnar ískyggilegar. Neh- ru lýsti því jafnan yfir, þegar hann var spurður um framtíð- ina, að hann hefði óbilandi trú á eðlisbornu lýðræði þjóðarinn- ar, en ég er hræddur um að það geti orðið nokkuð loftkennt og óraunhæft þegar til kastanna kemur. Horfurnar eru þeim mun óhugnanlegri sem þegar er farið að brydda á alvarlegri mis- klíð milli hinna einstöku fylkja, þrátt fyrir það að Þjóðþings- flokkurinn fer alls staðar með völd. Ein versta skyssan í sam- bandi við myndun fylkjanna var sú að láta tungumálin ráða tak- mörkum þeirra. Hefur þetta leitt til hrepparígs og þjóðernis- kenndar sem getur orðið hættu- leg ríkinu í heild. Málið var orð ið svo alvarlegt fyrir nokkrum árum að fram komu raddir á þjóðþinginu uim að skipta land- inu á ný í færri og stærri svæði, þar sem ekki yrði bekið tillit til I bungumála. Elf svo heldur áfram sem nú horfir, finnst mér ekki ósennilegt að Indland liðist í sundur eftir fráfa.11 Nehrus, nema herinn skerist í leikinn eins og í nágrannaríkjunum. Þjóðþingsflokkurinn er í orði kveðnu sósialistaflokkur. Hann hefur beitt sér fyrir ýmiss konar ríkis- og bæjarrekstri, almanna- trygginigum og félagslegum urn- bótuim, en í röðum hans eru líka hreinræktaðir kapítalistar. Neh- ru hefur ráðið mestu um stefnu flokksins í efnahags- og atvinnu- málum og reynt að koma á tak- mörkuðum áætlunarbúskap. Hafa þegar verið framkvæmdar tvær fimim ára áætlanir með all- góðuim árangri, en sú þriðja og langvíðtækasta er rnú á döif- inni. Er gert ráð fyrir að hún auki framleiðslu landsins um ea. 50%, sem er gífurleg aukning. En svo geigvænlegt er vandamál fólksfjölgunarinnar, að þessi framleiðsluaukning mun ekki bæta lífs'kjör almennings um meira en 5 til 10%. Fólksfjölg- unin er í rauninni langversta og aifdrifaríkasta vandamál Ind- verja. Þegar haift er í huga, að á síðustu 10 árum hefur fjölgun íbúanna numið yfir 80 milljón- unv verður ljóst hvílíka vá Ind- verjar eiga við að etja. Stjórnin gerir allt sem henni er unn,t til að koma á takmörkun bam- eigna, og verður talsvert ágengt meðal menntaðs fólks og þeirra sem eru í sæmilegum efnum, en meða.1 meirihluta þjóðarinnar verða gamilar ven.jur og hindur- vitni ofan á. Stjórnin í Nýju Delhi hefur forðazt eins og heitan eldinn að beita þvingunum í sambandi við þær umbætur sem hún vllil koma á. Hún virðast hafa ein- sebt sér að sanna það, að jafn- vel í Asíu geti vestrænt lýðræði þrifizt. Þannig hefur hún t. d. neitað að taka eignarnámi hinar miklu lendur rílcisbændanna til að skipta þeim milli fátækra leiguliða sem yrkja jörðina fyrir stórbændurna. En í Indlandi ger- ast atburðir sem ekki eiga hlið- stæður annars staðar. Fram kom maður eftir dauða Gandhís og ákvað að leysa vandamálið á indverskan hátt. Þessi maður er Vinóba Bhave og var nákom- inn Gandihí á sínum tíma. Á und anförnum 13 árum hofur hann farið fótgangandi um Indland þvert og endilangt og fengið ríkisbubba með forbölum einuim Franih. á bls. 16. Greinarhöfundur ræðir við Nehru í Nýju Delhi haustið' 1060.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.