Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 21
FimmtudagUT 28. maí 1964 MORGUNBLADID 21 Angantýr Guðmundsson, skipstj F. 1. júli 1916. — D. 21. maí 1964. HANN var fæddur milli fjalls og fjöru, í þröngum firði, á Suður- eyri í Súgandafirði. Hann hóf snemma leik sinn í flæðarmálinu og útsýnið heillaði hann snemma. Aðeins 11 ára var hann tekinn með í sína fyrstu sjóferð og eftir það var hann bundinn það sterk- um böndum við hið víðfeðma haf og önnur störf stundaði hann ekki. í þá daga voru uppeldisað- ferðir fábreyttar en auðskildar, ef illa var unnið fékk viðvaning- urinn að jcenna á sjóvetlingnum og bezta meðalið við sjóveiki var að drekka góðan sopa af sjó. Þá dugðu engin önnur próf en að standast þá reynslu er á var lögð hverju sinni, og hann stóðst öll sín próf með láði, hvort sem hann var háseti, formaður, skipstjóri, útgerðarmaður, bassi eða heim- ilisfaðir. Hann sýndi sjálfum sér umfram allt það mikla hörku og sjálfsaga, að sumum hefur ugg- laust þótt nóg um kapp hans og hörku á yngri árum, en væri maður ekki albúinn að verja sig í þá daga með hnúum og hnefum, rétt sinn og heiður, gátu brotsjó- ar lífsins gert mikinn usla. Angantýr Guðmundsson tók skipstjórapróf á ísafirði, þá að- eins 21 árs, og hefur jafnan siðan verið skipstjóri á sínum eigin skipum og fengið stærra og glæsi legra skip. Alltaf hefur hana verið í meðallagi og á stundum á toppnum og aflakóngur, en um- fram allt stóð alltaf fast í báðar fætur með samtíð sinni. Hann tileinkaði sér fljótt gjörbyltingu þá, sem átt hefur sér stað nú síð- ustu árin hjá islenzkum fiskveiði- skipum og hina margvíslegu tækni og framþróun, skildi og unni þeim vísindamönnum, sem lögðu þar hönd að verki. Ég veit ekki hvort nokkur getur gert sér grein fyrir því stökki sem felst í að stunda sjó á opnum árabátum til hins fullkomna tækniútbúnað- ar í dag. f>að er og verður hrein goðsögn fyrir nútíð, því að á 30 árum höfum við tekið það heljar- stökk fram á við, sem aðrar þjóð ir hafa þurft þúsund ár að öðl- ast. Því er okkur skilt að hug- leiða að slíkir menn skila ekki svo smáum aflahlut til þjóðar sinnar, lífsstarf þeirra, glima þeirra við gjöfulan Ægi er undir- staða gæða vorra. í slíkum átök- um verða menn oftast fyrir það miklum ákverkum að árin segja til sín um aldur fram. Angantýr Guðmundsson var giftur Árnínu íbsensdóttur og börn þeirra á lífi eru: Ibsen skip- stjóri, Bára skipsþerna, Auður hjúkrunarnemi, Haukur, Ólafur og Guðrún, og þrátt fyrir þennan fjölda er rúm fyrir eitt fóstur- barn, Jónu bróðurdóttur Angan- týs. Já, á þessu heimili, frá því ég kynntist því, hefur alltaf verið nóg rúm fyrir vini. Kona hans virtist alltaf hafa stundir aflögu fyrir eiginmann, börn og vini, og er hann hvíldist milli vor- og haustvertíðar, var það hans mesta ánægja að skoða náttúru íslands með fjölskyldu sinni, og nú fór í hönd sá tími er við vinir hans hlökkuðum mest til. Hann var aðeins búinn að koma í smá heimsókn, fara í smá ökuferð með yngstu dóttur sinni og ung- um frændum, sem vildu ekki trúa að hann og skipið væri farið að eldast. Við vinir hans minnumst hinna akemmtilegu stunda á heimili hans, þó að það væri stórt, var oft hvert herbergi fullsetið og þó var þar aldrei þröngt. Ég minn- Ist þeirra stunda þegar tími vannst til að skiptast á skoðun- um, sitja, þegja, hlusta og bara láta sér líða vel hjá ykkur hjón- unum, þá rann nóttin yfir í fagra dögun þar til annir hins komandi dags kölluðu á ný, ef til vill þökk um við of lítið hina liðnu og líð- andi stund í lífinu, en mænum á þann stóra punkt sem dauðinn setur. Angantýr Guðmundsson Minning átti ekki langa ævi, en þó var heilsa hans ekki góð síðustu árin og mun ekki hafa ætlað að halda út fleiri vertíðar á sjó, þó kom ándlát hans eins og reiðarslag á börn, konu og ástvini. Orð lýsa ekki þeirri samúð er við viljum auðsýna þeim og minningu hans, en spor hans meðal vina voru djúpstæð, einlæg og full af ham- ingju og vináttu. Vér þökkum samverustundirn- ar og kveðjum. Kjartan Ólafsson. ALDEEI erum vér mannanna börn minnt eins rækilega á fall- valtleik lífsins, eins og þegar góð- ur vinur eða kunningi hverfur skyndilega sjónum vorum að óvörum. Angantýr Guðmundsson, einn af kunnustu og aflasælustu skip- stjórum fiskiskipaflotans, varð bráðkvaddur sl. fimmtudag, hinn 21. maí á leið heim til sín hér í bænum frá borði á ms. Rifsnesi, sem hann var skipstjóri á og með eigandi að. Setti marga hljóða, þegar þeir heyrðu þessi tíðindi, því að Ang- antýr var í blóma lífsins, 47 ára að aldri, og í fullu starfi til hinztu stundar. Þótt líf Angantýs yrði ekki lengra en þetta, entist honum aldur til að vinna mikið og far- sælt starf af höndum, því að hann tók daginn snemma. Hann var sjómaður frá blautu barnsbeini. Hóf sjósókn ellefu ára að sumarlagi og frá fjórtán ára aldri sótti hann sjóinn árið í kring, að undanskildum einum vetri, er hann stundaði nám í Stýrimannaskólanum á ísafirði. Þaðan lauk hann fiskiskipstjóra- prófi vorið 1938. Skipstjóri á fiskiskipum var hann óslitið í rúman aldarfjórðung til dauða- dags og farnaðist ætíð vel. Aldrei varð slys hjá skipshöfn hans og sótti hann þó sjóinn af hinu mesta kappi. Hinsvegar átti hann því láni að fagna að bjarga fjórum mönnum frá drukknun og einum þeirra tvisvar sinnum. Angantýr var hagsýnn og verk laginn og með afbrigðum afla- sæll, hvort sem var á þorsk- eða síldveiðum. Fór hann oft sínar eigin leiðir og aflaði vel einskipa á fiskislóðum, þar sefn aðrir sigldu síðar í kjölfar hans. íslendingum er viðbrugðið fyr- ir að vera góðir sjómenn. Frá fornu fari eru Vestfirðingar þó taldir þeirra frestir í sjómennsku, enda sagt að þeir séu fæddir með árina i höndunum og þar sé val- inn maður í hverju rúmi. í þeim fríða flokki bar Angantýr víkings nafn sitt með sóma. Angantýr var maður karlmann legur ásýndum og prúður í fram- göngu. Vinsæll var hann af þeim mörgu mönnum á sjó og landi, sem höfðu eitthvað saman við hann að sælda og finnst þeim nú vera skarð fyrir skildi við frá- fall hans. Angantýr var fæddur hinn 1. júlí 1916 að Suðureyri við Súg- andafjörð og ólst þar upp. For- eldar hans voru Guðmundur Sturluson Ólafssonar frá Hólum í Bakkaþorpi við Tálknafjörð og Guðrún Oddsdóttir prests Hall- grímssonar í Gufudal. Voru þeir systkinasynir Sigurður heitinn Hallbjarnarson, skipstjóri og út- gerðarmaður á Akranesi, og Angantýr, því að þau Guðrún, móðir Angantýs, og Hallbjörn, faðir Sigurðar, voru systkin. Angantýr kvæntist Arínu Ib- sen frá Súgandafirði, hinn 5. des. 1941, glæsilegi konu, sem var manni sínum mjög samhent í því að gera garðinn frægan. Þau bjuggu fyrst á ættarslóðunum á Suðureyri við Súgandafjörð, síð- an í Keflavík og á Flateyri við Önundarfjörð. Árið 1954 fluttu þau aftur til Keflavíkur og bjuggu þar til ársins 1961, að þau fluttu til Reykjavíkur, að Goð- heimum 6. Þeim hjónum varð 9 barna auðið og eru 6 þeirra á lífi ásamt einu fósturbarni, bróðurdóttur Angantýs. Öll eru börnin hin mannvænlegustu eins og þau eiga kyn til. Elzti sonurinn, Ibsen skipstjóri, 22 ára, tekur nú við skipstjórn á ms. Rifsnesi, að föð- ur sínum látnum. Bára, elzta dótt irin, er þerna á Gullfossi, 19 ára. Yngri börnin eru enn við nám. Vér vinir og kunningjar Ang- antýs vottum ástvinum hans inni- legustu samúð vora við hið svip- lega fráfall hans, minnugir þess, að „orðstír deyr aldregi hveim sér góðan of getr“ og „öll él birt- ir um síðir“. Angantýs mun ætíð verða minnst með þakklæti og söknuði af öllum, sem honum kynntust. Sveinn Benediktsson. í DAG verður til moldar borinn Angantýr Guðmundsson, skip- stjóri. Hann lézt 21. þ.m., mjög fljótlega, er hann var að vinna að skyldustörfum við útbúnað skips síns (Rifsnes) til síldveiða. Angantýr fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 1. júlí 1916 og var yngstur 10 systkina. Hann fór að stunda sjóróðra 11 ára gamall og að staðaldri frá 14 ára aldri til dauðadags. Á unglingsárum sínum var hann með Agnari bróður sínum, sem þá var orðinn skipstjóri, og taldi hann sig þar hafa fengið góðan lífsreynsluskóla, bæði hvað varðaði sjómennsku og skipsstjórn. Hann minntist oft orða bróður síns, er hann sagði eitt sinn við hann: „Drengur minn, lærðu að vera góður undir- maður, því án þess getúr þú ekki orðið góður yfirmaður". Þessi orð festu rætur hjá unglingnum, því að Angantýr hefur reynzt afburða hæfileikamaður sem skipstjóri. Hann var skipstjóri í 27 ár, sem er æðilangur tími af rúmum 47 æviárum. Aldrei missti hann mann og ekki henti hann nein alvarleg slys um borð í skipum sínum; hann skilaði ávallt skipi og áhöfn heilu í höfn, og sýnir það betur en um verður skrifað, hversu farsæll hann var sem skipstjóri, hér stýrði meira en meðalmaður. Angantýr var afarmikill þrek- maður og kappsfullur sjósóknari, enda aflasæll með afbrigðum, og skipaði hann sæti aflakóngsins um árabil hér suðvestan lands. Hann hafði hvorki veraldlegan auð né sérstaka framámenn þjóð- félagsins sér til stuðnings í byrj- un lífsbaráttu sinnar, en hann átti yfir miklu líkams- og and- legu þreki að ráða; hann varð að skapa sinn veg sjálfur með hörku og dugnaði, því á þeim árum, sem hann tók við skipsforráðum, var lítið um „nýsköpunarskipa- stól“ og oft reyndust skip, vélar og tæki af miklum vanbúnaði, sem varð að uppfylla með gát og snilli skipstjórans, sem ■ varð að gjörþekkja það, sem hann hand- lék, ásamt því að vera glögg- skyggn á veður og sjólag. Það var einkennandi fyrir Angantý, hversu veðurglöggur hann var. Það var eigi sjaldan, þegar veð- urspá var váleg, en veður óráðið, að hann tók sína ákvörðun sem virtist vera andstæð spánni, og brást það ekki, að hann hafði ályktað rétt. Þannig var áhuginn og eftirtektin að aldrei brást róður. Andlegt atgjörvi hans var í fyllsta samræmi við dugnað og hæfileika; og með sanni mátti segja, að í brjósti þessa harð- duglega sjósóknara slæi hið sak- lausa og næma barnshjarta, því að ekkert mátti hann svo aumt sjá, að hann vildi ekki þar úr bætaj ef nokkur kostur var á, og enda þótt hann tæki á sig per- sónulega erfiðleika í sambandi við sína aðstoð. Sem dæmi um þetta^er, að á fyrri skipsstjórnar árum hans, um jólaleytið, var gamall og umkomulaus sjómað- ur, sem átti í miklum erfiðleikum af völdum „Bakkusar", þannig á vegi staddur, að fyrir honum lá ekki annað en að leita á náðir samfélagsins. Þennan mann tók hann til sín, þótt mannval væri nóg og hafði hann hjá sér, bæði á skipi og heimili, meðan hann rétti við; þarna var unnið mann- kærleiksverk og þrekvirki einnig. Ég kynntist Angantý mjög ná- ið, þegar hann var skipstjóri með skip mitt, „Pétur Sigurðsson“ og hafði ég mikið yndi af að ræða við hann um sjó og sjómennsku fyrr og síðar. Tryggð hans og ráðhollusta var slík, að ég fann að ég hafði öðlazt góðan vin, þar sem hann var. Árið 1941, þann 5. desember, kvæntist Angantýr Arínu Ibsen. Hjónaband þeirra var mjög ástúð legt og með afbrigðum farsælt. Eiginkonan var dóttir sjómanns og átti þvi auðvelt með að skilja starf manns síns, enda honum samhent í dugnaði og stjórnsemi; allt sem viðkom heimilishaldinu var til fyrirmyndar. Gestrisni og alúð þeirra hjóna var á þann veg að orð fór af. Þau hjónin eignuð- ust 9 börn og eru 6 þeirra á lífi, mannkostabörn, vel af guði gefin. Ennfremur hafa þau alið upp eina bróðurdóttur Angantýs. Með fráfalli Angantýs, er fall- inn í valinn einn af harðdugleg- ustu og aflasælustu skipstjórum fiskiflotans, og munu þau verð- mæti seint verða framtalin, sem hann hefur aflað þjóð sinni og fósturjörð, því að enn er það svo, að aflasælir skipstjórnarmenn eru meðal sterkustu máttarstólpa þjóðfélagsins. Hér var á ferðinni skipstjóri og sjómaður í orðsins fyllstu merkingu. Um leið og ég kveð þig, góði vinur og félagi, er þú siglir yfir landamærin miklu, þar sem við höfnum seinna öll, þakka ég þér fyrir samleiðina, er við áttum, og fyrir gagnkvæman trúnað og traust. — Ennfremur fylgir hér kveðja frá syni mínum, sem var skipverji þinn, og mat þig sem fyrirmynd skipstjóra. Eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum sendum við hjónin og börn okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Sigurður Pétursson. ÞEGAR vinir og kunningjar Ang- antýs fréttu lát hans, vildu þeir vart trúa sínum eigin eyrum. Að þessi þróttmikli maður, sem helzt ekkert virtist geta bugað nema þá kerling elli, þegar þar að kæmi, væri ekki lengur með í hópnum, var ótrúlegt. Tæplega fimmtugur, mitt í skyldustörfun- um, kom boð um að hætta að starfa. Það var þó ekki af því, að dagsverk hans væri ekki þeg- ar orðið á við hvert meðaldags- verk, og það þótt ævin hefði enzt engur. Því fáir munu hans jafnaldrar og starfsbræður, sem fært hafa jafnmikinn feng í þjóð- arbúið og hann við sömu skil- yrði, heldur hitt, að svo mikið virtist samt ógert. Hann var að koma upp stórum barnahóp með sinni góðu konu, mennta þau og búa á allan hátt sem bezt undir lífið. Aðeins þau elztu voru að verða fleyg og fær. Hann var ný- fluttur til Reykjavíkur, þar sem hann átti fallegt heimili og kunni vel við sig. Hann var fyrir til- tölulega skömmu búinn að eign- ast að hálfu stórt og gott fiski- skip og einmitt nýbúinn að búa þar allt vel í haginn fyrir sig. Allt virtist leika í lyndi, en þá var lífsþráðurinn á enda brunn- inn. Angantýr fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Guðrún Oddsdóttir prests Hallgrímssonar í Gufudal og Guðmundur Sturlu- son skipstjóri, Ólafssonar skip- stjóra frá Hólum í Bakkaþorpi í Tálknafirði. Þau Guðrún og Guð- mundur eignuðust 10 börn, og var Angantýr þeirra yngstur. Föður sinn missti Angantýr 1931, en móður sína 1962. Með Angantý og móður hans var einkar kært, enda reyndist hann henni svo vel, að til fyrirmyndar var. Angantýr stundaði sjó allt frá barnæsku, var hvert sumar á sjó, frá því hann var 11 ára að aldri og óslitið, árið um kring, frá 14 ára aldri, að undanteknum þeim vetri 1937—1938, sem hann stund aði nám í stýrimannaskóla á Isa- firði. Frá því hann lauk stýrimanna- prófi, hefur hann ætíð haft skip- stjórn með höndum, ýmist á ann- arra fiskiskipum eða eigin útveg, að einu ári undanskyldu, en það ár var hann stýrimaður. Tuttugu og eins árs tók hann fyrst yið skipstjórn. Alls hafði hann verið skipstjóri í 27 ár. Skipstjórnarár Angantýs voru sérlega farsæl, bæði hvað snerti mannahald og aflabrögð, var oft aflahæstur í sinni verstöð, svanefndur afþi- kóngur. Hann var mikill þrek- maður og kappsfullur sjósóknari, en var þó gæddur ríkri ábyrgðar- tilfinningu og forsjálni. Hjá hon- um fór saman í senn góð verk- lagni og stjórnsemi. Hann var góður sjómaður í fyllstu merk- ingu þess orðs. Aldrei varð slys á mönnum undir hans forsjá. í fyrsta róðrinum, sem hann fór, missti hann mann útbyrðisj en tókst fyrir eigin snilli og ramm- leik að bjarga þeim manni frá drukknun. Fjórum mannslífum hefur hann bjargað úr greipum hafsins og þar af einu þeirra tvisvar. Hér skulu talin þau skip, sem Angantýr Guðmundsson var með, og er í því nokkur saga, sem kem ur víða við, bæði hvað sjó- og útgerðarmenn snertir, svo og ver- stöðvar: „Ranka“, „Sæborg", „Vestri", „Málmey" (línuveið- ari), „Hafþór“ GK, „Sturla Ólafs- son“, „Arthur“ (áður „Arthur & Fanney“), „Geir goði“, „Reykja- röst“, „Skálafell", „Egill Skalla- grímsson", „Bára“, „Askur“, „Pétur Sigurðsson“, „Sigurvon" AK, „Ásgeir", „Skagfirðingur“ og „Rifsnes". 5. desember 1941 stofnaði Ang- antýr til hjúskapar með Arinu Ibsen, dóttur Ibsens Guðmunds- sonar og Lovísu Kristjánsdóttur, Súgandafirði. Hjónaband þeirra var með afbrigðum farsælt. Eig- inkonan var sjómannsdóttir og átti því gott með að deila geði og kjörum við mann sinn. Angantýr var góður heimilisfaðir, og bæði voru þau hjónin samhent í hví- vetna. Allt, sem að heimilishald- inu laut, var til fyrirmyndar. Gestrisni þeirra var á þá lund, að viðbrugðið var. Uppeldi barnanna var til fyrir- myndar, en alls eignuðust hjónin 9 börn, og eru 6 þeirra á lífi. Auk þessa hafa þau alið upp eina fóst- urdóttur, bróðurdóttur Angan- týs. Börnin eru þessi: Ibsen, skip- stjóri, 22 ára; Bára, skipsþerna á Gullfossi, 19 ára; Auður, náms- mær, 18 ára; Haukur, nemandi, 15 ára; Ólafur 11 ára; Guðrún 7 ára og Soffía Jóna Jónsdóttir, uppeldisdóttir, 14 ára. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu hjónin á Suðureyri í Súganda- firði, en 1942 fluttu þau til Kefla- víkur og voru þar til ársins 1947, að þau fluttu til Flateyrar við Önundarfjörð, en þar áttu þau Framh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.