Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. maí 1964 Milan Inter MIIjAN Intemazionale vann Evrópubikarinn í knattspymu i gær. Liðið vann Real Madrid í úrslitaleik með 3—1. ítalarnir voru ungir og sprækir og hinar öldnu stjörnur Real Madrid áttu aldrei sigurmöguleika. í hálf leik stóð 1—0 fyrir ítali. Leikvangurinn í Vín var þétt- skipaður fólki og tugir milljóna manna sátu við sjónvarpstæki sín um alla Evrópu og fylgdust með. Meðal 75 þúsund áhorf- enda í Vín voru 20 þús. ítalir og þeir ætluðu allt vitlaust að gera í gleðivímu sinni. Leikurinn var ekki verulega skemmtilegur og orsakaðist það fyrst og fremst af algerri varn- artaktik ítala í síðari hálfleik er þeir höfðu skorað 3 mörk, ★ 1000 lögreglumenn 1000 lögreglumenn voru til staðar á veliinum til að koma í veg fyrir óeirðir. Ástæðan er Rússnr unnn Svin 3:1 R Ú S S AR unnu Svía 3—1 í knattspyrnulandsleik í Moskvu í gær. Það var síðari leikur landanna í Evrópu- keppni landsliða. Sá fyrri endaði 1—1 í Svíþjóð. Rússar eru þar með komn- ir í undanúrslit keppnirmar og mæta Dönum og fer sá 1 leikur fram á Spáni. M0LAR BRUNDAGE form. alþjóða Olympíunefndarinnar er nú í Tokíó að kanna allan undir- húning fyrir leikana í haust. Hefur hann lýst ánægju sinni með gang mála og segir að þó hann sé ekki alveg' viss um að Japanir verði tilbúnir með allt í ágústlok, eins og þeir segja sjálfir, þá sé áreiðanlega engu að kvíða með að allt verði í 1. flokks ástandi þegar að leikunum kemur. Hann lýsti sérstakri ánægju með vistarverur og skilyrði blaða- manna, en gert er ráð fyrir 2000 blaðamönnum í Tokíó. fyrst og fremst atburðírhii áttu sér stað í Perú á sunnud Leikurinn í Vín var stöðvao. eftir 10 mín. léik og þá ví minnzt þeirra sem fórust í Lim Alger þögn ríkti á leikvanginun og stundin var hátíðleg. Inter byrjaði með gífurlegun hraða og sótti mjög. En smár sáman sýndu Real-menn hvað þeim bjó. 2 mín fyrir hlé skor- aði Mezzala innh. fyrir Inter. , ” ★ -rr’ I síðari hálfleik sótti Rea mjög en í allrj vörninni tóks Milan að skora 2—0. Um miðj hálfleik skoraði Felo innherji eina mark Real og nú sóttu Spán verjar mjög og reyndu að jafna, En þá þrutust ítalarnir ú,t úr vörninni og skoruðu 3. markic (Mazzola) sém notfærði sér vei mistök Santamaria miðvarðar.| Þessi urðu úrslit leiksins. Mótaskrá Frjálssþfótta- sambarsds íslands 7964 Á s.l. starfári FRjÍ var byrjað á þeirri nýbreyttni alS síemja mótaskrá fyrir keppnistímabil það sem framundan er hverju sinni. Hefur laiganefnd FRÍ séð um að útfæra þessa mótsikrá Jafnframt hefur laganefndin á tveim s. 1. ársþinigum beint þeirri ósk til sambandsaðila, að þeir ákvæðu mót sín tímanlega með hliðsjón til Meistaramót- anna, þannig að ekki rækist þar neitt á og jafnframt'að senda laganefnd FRÍ upplýsimgar um staðarval, dagsetningu og tíma- ákVörðun þeirra móta, sem kunna að fara fram á vegum viðkomandi sambandsaðila — | Stjórn FRÍ telur nauðsyn á að allir samfoandsaðilar, sem mót j halda, sendi laganefnd FRÍ þesaar upplýsingar tímanlega fyr | ir keppnistímabilið, þannig að Laganefnd FRÍ geti gert heildar- skrá og sent síðan öllum aðilum. Jafnframit mun laganefnd FRI birta skrá þessa á íþróttasíðum dagfolaðanna og í íþróttafolaðinu. — Með þessu má eflaust stuðla að betri upplýsingum fyrir sam- bandsaðila og jafnframt verða til aukinna heimsókma fþrótta- manna o.g kvenna á iþróttamót hina ýmsu sambandsaðilja og þar með væntanlega auka þátt- töku á íþróttamótum úti í lands byggðinni jafnt sem í höfuðstaðn um. Laganefnd FRÍ hefur gert eftirfarandi skrá yfir þau mót, sem vitað er um á árinu 1964. 23. maí. Vormót ÍR. 16.-18. júní 17. júní mótið 27.-28. júní Sveinameistaramót íslands (í. A. Akranesi). 4.-5. júlí Héraðsmót Skarphéð- ins. 7. -8. júlí Frjálsíþróttaimót K.R. 9. júlí. Í.R. mót (AJþjóðlegt mót). 11.-12. júlí Unglingameistara- mót íslands (Reykjavík) 14. júlí Í.R. mót (Alþjóðlegt mót). 21.-22. júlí Landskeppnin ís- land- V.Noreigu.r (Reykjavík). 24. júlí F. R. 1. mót (Alþjóð- legt mó t). 24. júlí Héraðsmót H. S. H. 25. -26. júlí Kvennameistara- mót íslands (HSK) 25.-26. júli Drengjameistara- mót íslands (Akureyri FRA). 8. -9. ágúst Landskeppnin ís- land-Noregur-Svíþjóð Tugþraut (Rvík). 15.-18. ágúst Meistaramót ís- lands (Reykjavík). Þróttur Valur 4:2 ÞRÓTTUR vann Val í 1. deildar- keppninni í gærkvöldi með. 4 gegn 2. Með þessu lyfti Þróttur sér af botni deildarinnar en Valur situr þar með tvö töp. Leikurinn var heldur daufur og bauð ekki upp á góða knatt- spyrnu. í hálfleik stóð 2—1 fyrir Val og hafði Hermann Gunnars- son skorað bæði mörk Vals. í síð. hálfleik náði Þróttur sér þeim mun betur á strik en Valsmenn dofnuðu og tryggðu öruggan sigur. Næsti leikur er í kvpld í Laugardal, Akranes og Fram keppa. Á fjórða hundrað manns voru troðnir í hel á knattspyrnu- vellinum í Lima, höfuðborg Perú s.I. sunnudag, eins og komið hefur fram í fréttum. Mynd þessi er tekin við knatt spyrnuvöllinn eftir óeirðirnar, og sýnir föður bera lík sonar I síns á brott. 29.-30. ágúst Unglingakeppni F. R. í. (Reykjavík). 6. september Drengjamót H. S. H. 12.-13. sept. M. í. Tugþraut, 10 km. hlaup, 4x800 m. boðhl. Því miður vantar á skrá þessa flast Héraðsmót og önnur mót sem haldin eru úti á landi í sumar. Laganefnd FRÍ sk>rar því á sambandsaðila að senda sltrá yfir mót sem haldin verða sem fyrst og í síðasta lagi fyrir 10. júní. fyiir sundfélk ANNAÐ úrtökumót Sundsam- bands íslands vegna Unglinga- meistaramóts Norðurlanda verð- ur háð í Sundhöll Reykjavíkur sunnudaginn 31. maí kl. 3. Keppt verður í 200 m. bringusundi karla og kvenna og 100 m. baksundi kvenna. Ddmarinn í Lima fer huldu höfði NORSKA stúlkan Berit Töiems setti nýtt norrænt met I langstökki kvenna á fyrsta frjálsíþróttamótinu í Osló 20. maí. Hún stökk 6,32 m. Árang urinn er svo góður að líklegt má telja að hún hafi mögu- leika á að skipa eitt af 6 fyrstu sætunum í Tokíó. FLOYD Patterson fyrrum heimsmeistari í þungavigt er kominn til Stokkhólms til undirbúnings kappleiks við Eddie Machen, sem fram fer í Stokkhólmi 5. júní. Við hrott för frá New York sagði hann að ef hann tapaði illiiega, myndi harvn hæfta hnefaleika- keppni. MAÐURINN sem dæmdi hinn sögulega leik Argentínu og Perú í Lima, þar sem 350 manns létu lífið er til óeirða kom á vellin- um, hefur sagt að stundarfjórð- ungi áður en leikur var stöðvað ur vegna óeirðanna hafi hann séð öll hlið vallarins standa opin. En, hélt dómarinn Angel Edu- ardo Pazos dómari áfram, — hlið unum hafði verið iokað þegar ó- eirðimar urðu og það kostaöi hundruð manns lífið. Fólkið tróðst undir þega,r 45 þús. áhorf endur þyrptust að lokuðum hlið- unum í flótta undan táragasi lög reglunnar. Pazos segist ekki geta skiiið af hverju hliðin stóðu opin en var lokað rétt áður en óeirðirnar brutust út í lok leiksins. Starfs- menn vallarins segja að hliðun- um hafi verið lokað er fólk reyndí að troðast inn. Pazos sem er járniðnaðarmað- ur, faðir tveggja dætra, fór huldu höfði fram á sunnudagskvöld. Hann hefur verið 2. flokks milli ríkjadómari og á litla reynslu að baki sem dómari í leik hinna beztu. Sum blöð í Lima töldu hann valdan að dauða þeirra er fórust. Hann viðurkenndi ekki mark er Perú skoraði og jafnaði 1—0 for- skot er Argentínumenn höfðu. Taldi hann markið vera skorað úr rangstöðu. Þá upphófust lætin. Viss um ákvörðun sina. — Ég er viss um að það var rangstöðumark, sagði Pazos. — Þarna voru engin mistök, aðeins farið að réttum reglum. — Tár fylltu augu hans er hann talaði við blaðamenn um leikinn. „Hví líkt siðleysi — þetta er ótrúleg- ur atburður þó sannur sé. Eg ætla að dveljast heima með fjöl- skyldu minni í viku, en síðan vil ég hitta prest. Blöð í Montevideo, heimaborg Pazos haifa stutt málstað hans og segja hann ágætlega hæfan dóm- ara og sérlega heiðarlegan og réttsýnan mann. Óeirðirnar á vellinum hófust er markið var ekki viðurkennt. Áhorfandi þusti inn á völlinn með brotna ölflösku í hendi. Lög reglan sló hann niður. Fleiri ætl- uðu inn á völlinn, vatnsslöngur lögreglunnar virkuðu ekki og gripið var til táragass. Liðin og dómarinn voru umkringd lög- reglumönnum og komið undan. Dvöldust liðsmenn í búningsklef um vallarins í 2—3 táma áður en þeim var leyft útganga undir lög regluvernd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.