Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 18
1® MQRGUNBLAQIÐ Fímmtudagur 28. maí 1964 Innilega þakka ég fyrir blóm, skeyti og gjafir á 70 ára afmæli mínu, 17. inaí sl. — Guð blessi ykkur öll. Margrét Sigurbjörnsdóttir. Iljartanlega þökkum við hjónin börnum okkar, tengda börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, ásamt frændum og vinum, sem gjörðu okkur gullbrúðkaups- daginn, 24. þ. m. ógleymanlegan, með heimsóknum, viðtölum, skeytum og góðum gjöfum. — Guð blessi ykkur öll. Signður og Ólafur R. Hjartar, Þingeyri. Trésmiðír Til sölu er trésmíðaverkstæði í 100 ferm. plássi, vel búið vélum og í fullri starfrækslu. Verkstæðispláss seist ekki, en fæst leigt. — Tilboð, merkt: „Trésmíði — 2050“ sendist áfgr. Mbl. HjúkrunarskóEa íslands vantar hjúkrunarkennara og aðstoðarhjúkrunarkonu, sem fyrst. — Upplýsingar gefur skolastjóri. tJtgerðarmenn Til sölu er dragnótarveiðarfæri, nætur, tóg, spil með stoppmaskínu, síðurúllur og einnig vökvalínuvinda á- samt dæiu og leiðslum. Héðinsgerðin stærri. Upplýs- ingar gefnar í síma 474, ísafirði. ,t, Konan mín BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR frá ísafirði, andaðist þriðjudaginn 26. maí á Heilsuverndarstöðinni. Fyrir mína hönd/ og annarra vandamanna. Stígur Guðjónsson. Hjartkær eiginmaður minn og faðir SVEINN GUÐMUNDSSON Þúfukoti, Kiós, andaðist að heimili sínu 26. þ.m. Svala Guðmundsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir. Jarðarför GUÐRÍÐAR JÖNSDÓTTUR fer fram föstudaginn 29. mai og, hefst með húskveðju frá heimili hennar Kirkjubraut 23, Akranesi, kl. 2 e.h. Blóm afþökkuð. Ásthildur Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson. Jarðarför eiginmanns míns JÓNS EINARSSONAR Kálfstöðum, Vestmannaeyjum, sem andaðist 21. þ.m. fer fram laugardaginn 30. maí og hefst með bæn á heimili hans kl. 1 e.h. — Fyrir hönd vandamanna. Gróa Brynjólfsdóttir. Jarðarför rtióður okkar, MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR Blönduósi, fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 3U. mai kl. 2 e.h. Sigríður Þorsteinsdóttir, Auðunn Þorsteinsson, Kristján Þorsteinsson. Þakka innilega auðsýnda hiuttekningu við andlát og jarðarför móður minnar KRISTJÖNU J. GUÐJÓNSDÓTTUR Gestur Jónsson. ÁRLA hvítasunnudags, 17. maí. var útvarpað ágætri messu séra Jóns Thorarensen úr Neskirkju. Eftir hádegi flutti Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, lokaerindi sitt í erindaflokkn- um: „Danmörk og missir her- togadæmanna“. Þar ljóstraði hann upp stórpólitísku ieyndar- máli: í friðarsamn- ingunum við Prússa 1864 buðu Danir þeim fyrrnefndu „Fri Disposi- tion“ yfir ís- landi, ef þeir vildu í staðinn slaka á kröfúm sínum til Suður Slésvíkur. Sem sagt: Danir buðu ísland sem gjaldmiðil í milli- ríkja hrossakaupum. En þar lágu Danir í því. Þýzkum leizt nefni- lega ekki betur en svo á mynt- ina, að þeir höfnuðu boðinu. .... „nú vill enginn eiga þig ættarlandið góða“ kvað skáldið. Er þetta gott dæmi þess, hve smáþjóðirnar mega sin oft. lítlls í tafli hinna voldugri ríkja. Ekki er gott að segja, hverjar afleiðingar það hefði haft, ef Þjóðverjar hefðu þegið umráða- rétt yfir íslandi 1864. En, ef dæma skal eftir þeirri glögg- skyggni og manngæzku, sem þýzkir stjórnmálamenn hafa sýnt á 'fyrstu áratugum þe$sarar aldar, þá er ekki líklegt, að það hefði orðið okkur til mikiliar far sæidar. Um kvöldið töluðu þeir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Vilhjálmur Þ. Gíslason, út- varpsstjóri í tilefni af 150 ára I , . j _ afmæli Eiðs- ý j vallastjórnar- _ gskrárinnar norsku, en með " * - ngjjSgildistöku henn ' ý, wV ar var Noregur (viðurkenndur Hfsjálfstætt ríki, Isera kunnugt er. Þeir vörpuðu 1 ljósi á aðdrag- anda, inntak og afleiðingar stjórnarskrársamþykktarinnar. Forsæíisráðherra benti meðal annars á, hve Norðmenn teldu mikilvægt að draga réttar álykt- anir af dómi reynslunnar og taka fullt tillit til þeirra breytinga, sem venjurétturinn kann að helga í rás timanna. Útvarps- stjóri vék meir að hinni sögu- legu hlið málsins í sínu erindi. í heild var þetta ágæt dagskrá, enda ekki annað sæmandi en bjóða fram það bezta, er við minnumst frænda vorra Norð- manna á þjóðhátíðardegi þeirra. Á mánudagskvöld yfirgnæfði 75 ára afmælisrrihning Gunnars Gunnarssonar skálds aðra dag- skrárliði. Fyrst minntist Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra afmælis skáidsins nokkr- um orðum. Þá átti Stefán Jóns- son fréttamaður viðtal við skáld ið á heimili hans. Ég held ég hafi yfirleitt látið Stefán njóta fyllstu viðurkenningar í þessum Útvarpsþáttum. Og ekki er því að neita, að viðtal hans við skáldið var á margan.hátt gott og skemmtilegt, og átti skáldið þar að sjálfsögðu ekki síðri hlut. Hins vegar má Útvarpið gæta sín dálítið að ofhlaða ekki ein- staka starfsmenn sína, og ég fyrir mitt leyti hefði fremur kosið, að skáld eða bókmennta- fræðingur hefði rabbað við Gunnar Gunnarsson þetta kvöld. Ef útvarpið hefði fengið góðan mann úr þeim hópi til að ræða við Gunnar Gunnarsson, þá hefð um við kannske getað íengið enn betra samtal. Þar fyrir utan er Stefán Jónsson allt of góður ú.t- varpsmaður til þess að það sé verjandi að eyðileggja hann með ofnotkun. \ Síðar á dagskránni flutti Tóm- as Guðmundsson skáld erindi um Gunnar Gunnarsson. Þetta erindi þyrfti útvarpið að láta endurtaka. Og helzt að gefa það út sérprentað. Það er vonlaust, að hlustendur grípi sér að gagni jafn efnisþrungið' og meitlað er- indi, þótt það sé lesið einu sinni, fremur hratt. Auk þess getur orðið langt þar til meira ljóð- skáld minnist meira sagnaskálds á 75 ára afmæli þess í útvarp- inu, svo að sá viðburður út af fyrir sig er merkur. í heild gerði Ríkisútvarpið 75 ára afmæli hins mikla sagna- skálds ágæt skil. Þó hvergi meiri en ástæða var til. Gunnar Gunnarsson hef ur dregið fram skýrastar, lát- lausastar og ýkjuminnstar þjóðlífsmyndir allra íslenzkra rithöfunda. Svo lygn, tær og breið streymir sagan fram úr penna hans, að hann þarf naum- ast á „stílbrögðum“ að halda, þótt þau séu honum tiltæk, til að móta persónur hennar. Vitað er þó, að Gunnar Gunnarsson kastar ekki höndunum til verka sinna, heldur heflar þau og fág- ar í þaula. Það er með óiíkind- um, hvernig svo stórfenglegar sköpunarathafnir geta leynzt undir jafnsléttu yfirborðí. Á þriðjudagskvöld var haldið áfram „17 ára keppninni“. Stein- dór Hjörleifsson las frásögu- þátt eftir Guðmund J. Einars- son á Brjánslæk: „Ég hélt hik- laust á ijósið“. Greindi þar frá því, er höfundur var sendur til að sækja meðöl handa þjáðri konu yfir fjailveg. Ég hugsa, að margir 17 ára unglingar nú til dags hefðu gott af að kynna sér ýmsa þá „17 ára þætti“, sem útvarpið hefur flutt undanfarið. Þeir fengju þá yfirlit yfir mis- munandi kröfur tveggja tíma. Kvöldvakan á miðvikudags- kvöld var mjög fjölbreytt. Fyrst var fornritalestur og þá íslenzk tónlist. Síðan komu tveir fróð- legir frásöguþættir: Óskar Hall- dórsson cand.mag. flutti frá- sögu skráða af Stefaníu Sigurð- ardóttur á Brekku í Mjóafirði, sem hún nefndi: „f sjóvolki á peysufötym fyrir 60 árum“. Tryggvi Kristjánsson flutti frá- söguþátt: „í skammdegissorta á Skallagu'mi 1927“. Næsti liður kvöldvökunnar var heJgaður Stefáni skáldi frá Hvítadal. Skúii Guðjóns- son á Ljótunnar stöðum skýrði Páll Beigþórs- syni frá kynn- um sínum af Stefáni, einku a Lagsnn maður óskast í vélasal. — Talið við> verkstjórann Jón Júlíusson. ísafoldarprentsmiðja h.f. tilefni kvæðisins' „Fornar dyggð ir“, sem Páll las upp að loknu viðtalinu. Skúli taldi Stefán minnisstæðasta mann, sem hann hefði séð. Látbragð hans allt og rödd hefðu verið mjög sérkenni- leg og þá eigi síður malfar hans. Það var tært og hreint íslenzkt talmál, sprottið upp í áranna rás í hljómtaki heimaunninnar sveita menningar. Næst þessum þætti kom svo rúsínan í pylsuendanum. Anna Þórhallsdóttir talaði um þjóðar- hljóðfæri íslendinga, langspilið, lék síðan á það og söng. Anna er mjög fróð um þetta þjóðlega hljóðfæri, sem íslendingar hafa iátið ónotað að mestu alla 20. öldina. Sjálfsagt þykir það ekki nógu fint lengur, af því að það er íslenzkt. Hvernig væn ann- ars að gefa því erlent nafn, krækja sér í „negralag“ og sulla síðan afrakstrinum inn á út- varpsdagskrána á milli liða? Ef langspilinu yrði ekki bjargað með því móti, á það sér vænt- anlega ekki viðreisnar von. Þáttur Önnu Þórhallsdóttur var óvenjulega smekklegur kvöld vökuþáttur. Skemmtiþáttur með ungu fólki á fimmtudagskvöldið var fjölbreyttur og á margan hátt góður. Þó hafa þeir piltar enn ekki náð nógu góðum tökum á sámtalsforminu, enda kannske varla von, því að slíkt krefst vafalaust langrar þjálfunar. Eftir svo sem 5—10 ár eða jafn- vel fyrr geta þessir ungu menn verið orðnir listamenn i þessari grein. Á föstudagskvöld ræddi Tóm- as Helgason frá Hnífsdal um búfræðing okkar, Svein Sveins- son (1849—1892). Hann var aust firzkur að ætt, stundaði búfræði- nám í Noregi og Danmörku og varð mjög vel menntaður í sinni grein. Jón Sigurðsson forseti styrkti hann m. a. til náms. Tómas lýsti vel þeim erfið- leikum, sem hinn ungi mennta- maður átti í, er hann vildi miðla löndum sínum einhverju af því, sem hann hafði numið. Það varð aldeilis ekki gert með sitjandi sældinni. Mátti hann þakka fyrir, ef hann fékk frítt uþpihald og ferðir fyrir kennslu sína, og slapp hann raunar oft naumlega frá því að lenda í hálígildings betlara aðstöðu. Launakerfi opin berra starfsmanna var nefnilega. ekki farið að „fungera" jaín- liðugt í þann tíð og nú. Síðar um kvöldið ræddi Jakob Jónasson læknir um geðlækn- ingar. Benti hann meðal annars á hörmulegar afleiðingar þess, ef eiginmenn ná því ekki að verða húsbændur á sínu heimili. Lengi mun menn hafa grunað að slíkt væri ekki hollt fyrir karl- mannssálina, en gott að fá það nú staðfest af sérfræðingi. Var þetta sannarlega tímabær her- hvöt. Eftir hádegi á laugardag sá Kristín Anna Þórarinsdóttir um hinri vinsæla þátt: „Óskalög sjúklinga". Síðar kom þátturinn: „í vikulokin“, í umsjá Jónasar Jónassonar. Átti Jónas einkar fróðleg viðtöl við Þórólf Beck, knattspyrnukappa og Gunnar Eyjólfsson, leikara. Gaman var að heyra Gunnar lýsa því, hvernig Hamlet torveldaði hon- um í fyrstu að ná tökum á Galdra-Lofti. Það var ekki fyrr en sýningum á Hamlet var lokið, að honum tókst að ná verulega góðum tökum á Lofti. Um kvöldið var flutt leikritið „Máttarstólpar þjóðfélagsins** eftir Henrik Ibsen, stórbrotið verk og viðamikið. Niðurstaða: „Sannleikurinn og frelsið, það eru máttarstólpar þjóðfélagsins".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.