Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 17
p yimmtudagur 28. mai 1564 MOKCUHBLADIÐ 17 Yfirlýsing frá Kristmanni Guðmundssyni Vaidís Böðvarsdóttir I>AR eð fregnir af mótmælum fáeinna skólastjóra í Reykja- vík við því að ég undirritaður kynnti bókmenntir í skólum þeirra hafa verið nokkuð um- ræddar að undanförnu, hef ég óskað þess að eftirfarandi vottorð og yfirlýsingar, sem lagðar hafa verið fram í rétt- inum og eru frá níu þekktum skólastjórum, verði birtar í Morgunblaðinu, þótt blaðið hafi ekki fylgzt með vitna- leiðslum í máli þessu, enda mun það ekki vera venja þess. Kristmann Guðmundsson. YFIRLÝSING Reykjavík, 15. maí 1964. Eftir beiðni vottast hér með, að hr. rithöfundur Kristmann Guð- xnundsson hefur komið hingað í skólann tvisvar á vegum Mennta- málaráðuneytisins í sambandi við Listkynningu í skólum og lesið upp fyrir nemendur. Leysti hann verkefni sitt af hendi með ágæt- um, og varð ég ekki annars var en framkoma hans öll væri óað- finnanleg. Kristinn Ármannsson (sign) . rektor. ' Það vottast hér með, að ég hefi aldrei beðizt undan því, að Krist- mann Guðmundsson, rithöfundur, kæmi í Mentaskólann á Akur- eyri til kynningar á íslenzkum bókmenntum. Síðan Kristmann hóf þessa kynningarstarfsemi, mun hann öll árin hafa komið í skólann nema síðastliðinn vetur. Hefir hann lesið upp ljóð eftir helztu skáld vor og jafnan flutt einhver inngangsorð. Hefir mér virzt, að.hann gætti hófs í máli sínu. Stundum hefir mér fundizt, að meiri vinna mætti liggja að baki máli hans, en stundum hefir mér þótt honum mælast vel, svo að ávinningur væri að hlýða á ræðu hans. Hins vegar veit ég, að upplestur hans hefir sætt gagn rýni sumra nemenda, og virðist slíkt varla dómstólamál, enda hverjum nemanda frjálst að hafa sína skoðun. Menntaskólanum á Akureyri, •0. maí 1964* ■ Þórarinn Björnsson (sign) Laugarvatni, 16. maí 1964 Að beiðni hr. rithöfundar Krist- manns Guðmundssonar vottast eftirfarandi: Síðan ég kom að Menntaskól- anum að Laugarvatni í janúar 1960, hefir Kristmann Guð- mundsson tvisvar heimsótt skól- ann til að lesa úr bókmenntum fyrir nemendur. Ég hefi ekki haft á móti þ&ss- um heimsóknum frekar en heim- sóknum annarra, sem hingað koma í embættiserindum á veg- um yfirstjórnar skólans. Jóhann S. Hannesson (sign) skólameistari. Laugarvatni, 12. maí 1964 Samkvæmt beiðni hr. Krist- mánns Guðmundssonar rithöfund ar leyfi ég mér að taka fram eft- irfarandi: Síðan ég tók við skólastjórn Héraðsskólans á Laugarvatni, hefur Kristmann Guðmundsson rith. tvívegis heimsótt skólann og lesið fyrir nemendur upp úr íslenzkum skáldverkum. Var þetta árin 1964 og 1960. — í hvor- ugt þessara skipta hefur komið til umtals að biðjast undan komu Kristmanns Guðmundssonar frek ar en annarra opinberra starfs- manna, sem hingað hafa komið á vegum hins háa menntamálaráðu neytis. Ég hef boðið Kristmann Guðmundsson velkominn eins og alla aðra góða gesti, sem sótt hafa skólann heim i skólastjórn- artíð minni. Benedikt Sigvaldason skólastjóri (sign) Reykholti, 11. apríl 1964 Herra rithöfundur Kristmann Guðmundsson hefur margsinnis komið í Reykholtsskóla undan- farin ár, til þess að kynna ís- lenzkar bókmenntir. Ég hef alltaf haft ánægju af komum hans hingað og aldrei haft út á fram- komu hans að setja í einu neinu. Ég hef aldrei orðið ai ars var en nemendur skólans væru ánægðir með komur hans. Þórir Steinþórsson skólastjóri ^ (sign) Kristmann Guðmundsson rit- höfundur kom um árabil í heim- sókn einu sinni á vetri í héraðs- skólann að Skógum undir Eyja- fjöllum og kynnti íslenzkar bók- menntir. Við þessi tækifæri flutti hann fróðleg erirtdi um skáldskap á ákveðnum tímabilum, rakti ævi- atriði og listaferil höfunda og las upp ljóð og laust mál. Komú Kristmanns var alltaf beðið hér með eftirvæntingu og voru er- indi hans gagnmerk og flutning- ur skörulegur. Ég get fullyrt, að nemendur nutu vel þess fróð- leiks, sem Kristmann færði þeim, og vissulega var mikill ávinningur að bókmenntakynn- ingum hans. Væri æskilegt að hann fengi tækifæri til að halda þeim áfram. Um framkomu Kristmanns vil ég taka fram, að hún var í senn ljúfmannleg og virðuleg og ekk- ert út á hana að setja á nokkurn hátt. Skógum 7. maí 1964 Jón R. Hjálmarsson (sign) skólastjóri. Símskeyti dagsett 10. maí 1964. „Kristmann Guðmundsson rithöfundur, Pósthólf 615, Reykjavík. Kristmann Guðmundsson rit- höfundur hefur komið í Eiða- skóla og kynnt ísl. skáldskap mönnum til mikillar ánægju. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri.“ Reykjavík, 9/5 1964 Að gefnu tiiefni skal það tek- ið fram, að listkynningar hr. Kristmanns Guðmundssonar rit- höfundar í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar hafa jafnan farið fram í góðri samvinnu við mig, þegar þær hafa boðizt, eins og aðrar listkynningar á vegum yfirstjórn- ar fræðslumáia. Efni til flutnings hefur rithöf- undurinn sjálfur valið og hefur það alltaf verið á sviði íslenzkra bókmennta, eins og til mun hafa verið ætlazt. Nemendur hafa tekið Krist- manni vel eins og öðrum list- kynnendum, sem heimsótt hafa skólann, enda hefur Kristmann Guðmundsson að mínum dómi jafnan flutt mál sitt áheyrilega og af smekkvísi. Virðingarfyllst, Sveinbj. Sigurjónsson skólastjóri. Akranesi 8. maí 1964 Það vottast hér með, að Krist- mann Guðmundsson rithöfundur hefir á undanförnum árum kom- ið nokkrum sinnum í skóla þá, er ég hefi stýrt, í Stykkishólmi og á Akranesi. Hefir hann lesið upp fyrir nem- éndur úr verkum íslenzkra skálda og farizt það prýðilega að mínum dómi. Ég hefi að sjálfsögðu aldrei amazt við komum hans, en aft- ur á móti þótt fengur að þeim. Ólafur Haukur Árnason skólastjóri (sign) ATHS.: Kristmann Guðmundsson hef- ur óskað eftir að framangreind yfirlýsing væri birt og telur blaðið það rétt, enda þótt það reki ekki vitnaleiðslur í máli þessu. Ritstj. IViÍEining VALDÍS Böðvarsdóttiir er horfin úr samfélagi okkar. Húri lézt Sjúkrahúsi Akraness 21. þ. m. á 78. aldursári. Valdís var fædd 27. sept 1887 r á Akranesi, í svokölluðu ívarshúsi. Þar bjuggu. for- eidrar hennar, frú Helga Guð- brandsdóttir og Böðvar Þorvalds- son, sem um áratugi rak hér verzlun og útgerð, eða allt frá 1880. Fyrir eldri Akurnesinga þarf ekki að kynna þau hjón. Þau voru, að sögn þeirra, sem til þek'ktu mikil sæmdarhjón og sterk uppistaða þessa bylggðar- lags. Heimili þeirra var alþekkt fyrir mikinn myndarskap og bar Valdís glöggt einkenni þess. Hún ólst upp í stórum systkinahópi Þau voru 10 alls. Af þeim dóu 4 kornung og einn bróðir 'hennar, Björn, dó rúmlega tvítugur. Tæpri viku fýrir andlát Valdísar lézt svo bróðir hennar, * Leifur, og eru þá eftir á lífi, systkinin 3, Haraldur, útgerðarmaður á Akra nesi, Axel, bankamaður i)Reykja vík og frú Elínborg, ekkja Ein- ars E. Kvaran, einnig búsett í Reykjavík. Ung að árum lagði Valdís leið sína út fyrir landssteinana. Dvaldist fyrst eitt á r í Skotlandi, Edinborg, og nokkru síðar fór hún til Danmerkur og var þar um skeið. Siðar átti hún fleiri ferðir til annarra landa. Varð þetta henni góður skóli, enda var hún góðum gáfum og hæfi- leikum gædd og átti létt með að tileinska sér nám og holla menn- ingu þar sem hún dvaldist erlend is. Það var óvenjulegt á þessum árum, að ung stúlka fengi tæki- færi til slíkra ferða. Valdísi mátti tvímælalaust telja vel menntaða konu, þótt ek'ki hefði hún 'haft aðstöðu til langrar skólagöngu. Böðvar, faðir Valdísar, hafði starfrækt póstafgreiðslu sam- hliða verzlun sinni, eða allt frá 1906. Valdís byrjaði snemma að vinna við hana og tók síðan al- veg við henni. Árið 1934 var póst ur og sími sameinað á Akranesi og eftir það veitti hún hvoru- tveggja forstöðu til ársloka 1946, er hún lét af störfum, að eigin ósk. Ég, sem þá tók við starfi Val- dísar, kynntist vel samvizku- semi hennar og starfshæfni, enda vann hún hjá mér um skeið, eftir að hún lét af forstöðu þessara starfa. Störf Valdísar mótuðust af góðum hæfileikum, frábærri al- úð og vandvii'kni. Öll framkoma hennar bar með sér þjónustuvilja gagnvart 'þeim, sem starfsins nutu og trúmennSku við þá stofn un, er hún vann fyrir, enda naut hún virðingar og trausts beggja aðila. Við hjónin áttum því láni að fagna, að njóta elskulegrar móttöfcu Valdísar er við flutt- umst hingað og eignuðumst vin- áttu hennar, sem síðan hefir ver íð fjölskyldunni óbrigðul. Fröken Valdís var glæsileg kona í sjón og persónusterk. Hún vakti at- hygli hvar sem hún fór, enda bar hún með sér svipmót sannarar hefðarkonu. En hún var það ekki aðeins að ytra útliti, heldur og fyrst og fremst í beztu merkingu þess orðs, í hugsun oig at'höfnum Samskipti hennar við fólk og Xim tal um aðra, virtist aHt sprottið af þeirri hugsun, að láta gott af sér leiða. Það tókst henni líka vissulega með sinni ljúfu hóg- værð. Það fór ekki fram hjá þeim se'm til þefcktu, hversu börn löðuðust að Valdísi. Mátti segja að hún hefði oft mörg fósturbörn þótt ekki væri það í venjulegri merkingu. Slíkt lýsir fólki hvað bezt. Þvi er hennar saknað ekki aðeins af nánustu ástvinum, held ur og af fjölmennum vinahópL Ég kom í sjúkrahúsið til Valdís- ar tveim dögum fyrir andlát hennar .Þá var þrótturinn næst- um þrotinn. Hún sagði þá, — ég er svo þreytt í dag en á morgun verð ég betri .Það varð að vísu ekki næsta dag serrr batinn kom, heldur einum degi seinna. Nú hefir þú, 'kæra Valdís, flutzt á annað og æðra lífssvið. Þangað beinum við nú blessunaróskum okkar og minnumst þin sem góðr ar, þroskaðrar konu. Karl Helgason/ Stúlka óskast hálfan eða allan daginn. Þvottahúsið Bergstaðastræti 52. — Símar 14030 og 17140. HOFUM FENGIÐ HERRAHATTANA SEM ERU MEST SELDIR í AMERÍKU í DAG. Hush Fuppíes BREATHIN’ BRUSHED PIGSKIN®! B R A N D HATS EKTA SVIHASKINN 3 gerðir. — Margir litir. ■/vv\ Austurstræti 22 & Vesturveri. þtlN^FIÐURHREINSUNINl [VATNSSTlG 3 sTmI 18740 REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sœng- AÐEINS ÖRFA SKREF FRA* LAUGAVEGI urnar.eigum dún-og fidurheid ver. ELJUM ædardúns-og gæsadúnssæng- or og kodda af ýmsum stærdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.