Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 3
r FimmtudaguT 28. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 niiuiHiiiiHiiiiiiiimiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii H ALG-ENGT er, að börn í sveit- = um eigi eða eigni sér ýmis E húsdýr, ein'kum kindur. í>að S er hins vegar sjáldgæfara um S Reykjavíkurkrakka, nema þá S helzt, er þau taka að vaxa ij nokkuð úr grasi og hafa verið g mörg sumur á sama sveita- = bænum. Þó kom.umst við að e því, að fjögurra ára drengur, S Jón Guðmann Pétursson, er S rí'kur af fé. Hann átti fyrir g fáeinum dögum tvær kindur, E Golsu, .sem er fimm vetra ær, I— og dóttur hennar tvævetur. Hún er einnig igolsótt. Svo bar yngri Golsa fýrir nokkru. Hún E var einlemd. En eldri Golsa E var öllu frjósamari, því af p henni fæddust þrjú lömb fyrir — þremur dögum. Jón litli hefur g því þrefaldað fjáreign sína og 'g á nú sex kindur í stað tveggja H áður. E Afi Jóns litla, Jón * Guð- nfiannsson, yfirkennari Mið- Spjallað við ungan fjáreiganda sem þreíaldaði fjárstofn sinn á nokkrum dögum bæjarskólans, hefur um langt árabil haft fé toér í Reykja- vik. í vetur hafði hann 20 kindur í fjárhúsi sínu, en gaf dóttursyni sínum tvær hinar golsóttu. Við fórum með þeim Jónunum inn að Fjárborg við Blesugróf í gær að dytta að Golsu igömlu og lömtoum hennar þremur. Golsa var síðust til að bera, og hitt féð hefur allt verið flutt upp á heiði. — Fer nafni þinn oft með þér hingað? spurðum við Jón eldri, er við ókum að fjár- húsinu. — Já, hann fór með mér á toverjum degi í allan vetur. Jón Guðmann hefur mjög mikið yndi af skepnum. — Það er samt miklu meira gaman að toestum en kindum sagði þá Jón yngri. — Ég held að þag sé mjög veigamikið uppeldisatriði fyr- ir börn að kynnast dýrum í uppvextinum. Færri og færri borgartoörn eiga þess kost að diveljast í sveit á sumrin, svo . ..................................................................................................................................................................................................................................................... Hana nú, þarna slapp annað. Jón liUI heldur hreykinn á enu lamba sinna. að mér finnst afar misráðið af yfirvöldunum að amast við sauðfjárhaldi hér í Reykja- vík, þótt það þurfi vitaskuld að vera undir eftirliti og á vel girtum svæðum. Við sem erum alin upp í sveit, skilj- urn svo vel, hve göfgandi áhrif umgengni við dýr hefur é börnin. Þeir, sem hins vegar alast upp í bæjum, komast kannske aldrei að því, hvers þeir fara á mis. Golsa jarmaði hátt, er hún sá okkur opna hliðið á girð- ingunni utan við fjárhúsið. Síðan hljóp hún í áttina að Jóni litla, sem kallaði: „Gibba-gibba-gibb“. Lömbin skokkuðu á eftir móður sinnL Þegar Golsa var komin til eiiganda síns, dró hann kex upp úr vasa sinurn og gaf henni. Virtist -fara vel á með þeim. Að kexátinu loknu, gaf eldri Jón Golsu fóðurmjöl, Siðan yfirgáfum við hana og lömbin. — Hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðinn stór? spurðum við Jón á heimleið- inni. — Ég ætla að verða bóndi. — Hvenær verður þú fimm ára? — Næst, þegar ég á af- mælL Iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiniii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.uiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii77 STAkSTEINAR Sérfræðingur Framsóknar í húsnæðismálum Aðalsérfræðingur Framsóknar í húsnæðismálum, Hannes Páls- son frá Undirfelli, er nú tckinn að skrifa greinaflokk í blað flokks síns um þessi mál, og er það jið vonum, þar sem hann hef- ur um langt skeið verið fulltrúi Framsóknarflokksins í Húsnæðis- málastjórn og mestur áhrifamað- ur um mörkun stefnu flokksins í þessum málum. Hannes Pálsson varð allfrægur maður 1958, þeg- ar hann stóð að samningu „Gulu bókarinnar" svoncfndu, þar sem skýrð voru úrræði vinstri manna í húsbyggingamálum. Þau voru í stuttu máli á þá leið, að svipta einstaklinga yfirráðum yfir ibúð- arhúsnæði sínu og fá rikinu heild arstjórn húsnæðismála í hendur. £kyldi ríkið fyrst og fremst hyggja íbúðarhúsnæði, en ekki einstaklingarnir. Sem betur fór komst upp um þessar fyrirætlan- ir vinstri manna skömmu fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1958 og vöktu þær að vonum mikla athygli. Úrslit þeirra kosninga urðu sem kunnugt er þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn vann stór- sigur, en vinstri flokkarnir töp- uðu. Þar með voru lífdagar vinstri stjórnarinnar taldir, og því varð að stinga undir stól fyr- .irætlunum um að svipta menn yfirráðum yfir íbúðarhúsnæði sinu. Fer hægt af stað f greinarflokki þeim, sem Hannes Pálsson hefur nú byrjað, fer hann hægt af stað, enda sjálf- sagt minnugur þess, hverjar urðu undirtektir undir boðskap „Gulu bókarinnar" á sínum tima. Hann leggur þó áherzlu á að nauðsyn- legt sé, að „skipuleggja bygging- arstarfsemina betur en nú er gert“ og að nauðsynlegt sé „að nýta betur hvern fermetra gólf- flatar en nú er gert“. Síðar segir hann: „Það er hrein vitfirring hjá fjármagnslitilli þjóð eins og ís- lendingum að ætla sér að byggja stærra og iburðarmeira íbúðar- húsnæði en nokkurs staðar gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. — Meðaltalsíbúðir hjá okkur eru tugum fermetra stærri en hjá flestum öðrum Vestur-Evrópu- þjóðum“. Enn virðist Hannes Pálsson þannig vilja viðhafa einhvers konar húsnæðisskömmtun eins og var megininntak í fyrirætlunum vinstri manna 1958. Verður fróð- legt að sjá hvað hann segir í næstu greinum. Unglingavinnan Alþýðublaðið birti í gær rit- stjórnargrein um unglingavinn- una og segir þar réttilega eftir- farandi: „Það hefur jafnan þótt börnum og unglingum hollur og góður skóli að vinna að nauðsynjastörf- um á sumrin." Síðar segir: „Það eru ekki allir hrifnir af þeirri sjón, sem nú blasir við augum dag eftir dag niðri við höfniná, svo að einn vinnustaður sé nefndur.... Hér þarf því að ráða bót-á núverandi ástandi áð- ur en í óefni er komið“. Morgunblaðið efast um að nauðsynlegt sé „að ráða bót á núverandi ástandi". Sem betur fer þekkist ekki vinnuþrælkun á borð við það, sem var fyrr á ár- um, og því ekki miklar líkur til þess að unglingum sé misboðið, | en hinsvegar ljóst að þeir hafa gott af erfiðisvinnu, enda munu flestir foreldrar hafa meiri á- hyggjur af því að geta ekki út- vegað börnum sínum vinnu en af því að þau vinni of mikið. Það er einmitt ánægjuleg sjón að sjá dugandi unglinga vinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.