Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 28. maí 1964 j<iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<iiiiiiiiiif>iiMuiiuiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiitf>iiiiiiiiiiiiitiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimMiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiir([ii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiii Vandamálið mikla, sem Nehru tdkst ekki að leysa ÞEGAH Indland öðlaðist sjálf stjórn árið 1947 og seinna fullt sjálfstæði, voru mörg vandamál, sem blöstu við Jawaharlal Nehru, forsætis- ráðherra. Þetta mikla land- svæði hafði tilheyrt Bretum, og skipzt niður í hundruð furstadæma með ólíkum þjóð arbrotum og trúarbröðum. Voru það fyrstu verkefni nýju stjórnarinnar að reyna að sameina þessar ólíku þjóðir í heild. Sterkustu öflin voru Hindú ar og Múhammeðstrúarmenn, svarnir fjandmenn. Á fyrstu mánuðunum eftir sjálfstæðið féllu þúsundir manna í bar- dögum þessara trúarflokka. Nýlendum Breta var strax árið 1947 skipt í tvö ríki, annarsvegar Vestur og Aust- ur Pakistan og hinsvegar Ind land. Meirihluti íbúanna í Pakistan var Múhammeðstrú- ar, en Hindúar voru hinsveg- ar í meirihluta á Iandlandi. Auk þessara tveggja ríkja voru svo nokkur furstadæmi á Iandlandsskaganum, sem ekki var í fyrstu ákveðið hvort skyldu fylgja Indlandi eða Pakistan. Meðal fursta- dæmanna var Kashmir hér- aðið, nyrzti hluti Indlands. Þetta er 220 þúsund ferkíló- metra landsvæði, og liggur milli Vestur Pakistan og Kína. Nehru hóf þegar baráttu fyr ir afnámi trúarofsókna og hér aðsrígs, og háði þá baráttu til dauðadags. Erfiðasta vandamálið á því sviði reynd- ist vera staða Kashmir hér- aðsins. Þarna býr hálf fjórða milljón manna og eru 77% þeirra Múhammeðstrúar. Strax í upphafi hófust mikl- ar deilur milli Indlands og Pakistan um yfirráðin í Kash mír, og gengu klögumálin á víxl um undirróður og hern- aðarleg afskipti af innanríkis málum héraðsins. En furstinn í Kashmir tók af skarið í október 1947 þegar hann til- kynnti að héraðið yrði sam- einað Indlandi. Ekki var íbúum héraðsins gefinn kost- ur á að láta álit sitt í ljós um sameininguna. Þessi ákvörðun furstans í Kashmír varð síður en svo til þess að draga úr ágreiningn- um. Bæði Indverjar og Pakist anar sendu herlið til héraðs- ins, og hófst nú 14 mánaða styrjöld um yfirráðin. Eftir ítrekaðar tilraunir Samein- uðu þjóðanna tókst að koma á vopnahléi í Kashmir snemma á árinu 1949, og var þá þriðj- ungur landsins í höndum Pakistan-hersins, en % á valdi Indverja. Sendinefnd frá SÞ fór til Kashmir og átti hún að sjá um að skilyrðum vopnahléssamningsins væri fylgt. Samkvæmt þeim var Kashmir skipt í yfirráða- svæði Indlands og Pakistans, og ákveðið hve mikinn her hvort ríkið um sig mætti hafa í héraðinu. Viðurkennt var að meginhluti landsins væri hluti af Indlandi. En deilurnar héldu áfram. Ekki aðeins milli Iandlands og Pak istans, heidur einnig innbyrð is milli íbúanna, sem vildu endanlega lausn í stað vopna- hlés. Haldnar voru alþjóðaráð stefnur um Kashmir á vegum SÞ, og lagt til að þjóðarat- kvæðagreiðsla færi þar fram til að ákveða framtíð héraðs- ins. En sú þjóðaratkvæða- greiðsla hefur enn ekki farið fram. Kashmirbúar hafa haft eig in ríkisstjórn, sem fer með öll innanríkismál, og átti auk þess 4 fulltrúa í indverska þinginu. Fyrst framan af fór furstinn (sheikinn) Moham- með Abdullah með embætti forsætisráðherra í Kashmir. Hann var eindregið fylgjandi því að Kashmir yrði óháð ríki í nánu sambandi við Pakistan, og féllu þær kenn- ingar hans að sjálfsögðu ekki í góðan jarðveg á Indlandi. Fór svo að Abdullah var vik- ið úr embætti árið 1953 og settur í gæzluvarðhald. Hon- um var sleppt úr haldi í janú ar 1958, en haiidtekinn að nýju skömmu seinna og sak- aður um samsæri gegn stjórn inni. Var hann síðan í varð- haldi í Indlandi þar til fyrir skömmu, að Nehru fékk hann lausan til að auðvelda samn- inga um framtíð Kashmir. Vegna baráttu sinnar fékk Abdullah snemma viðurnexn- ið „Ljónið frá Kashmír". Frá fyrstu tíð hefur verið margreynt að finna endan- lega lausn á deilu Pakistan og Indlands um Kashmir með samningum á alþjóða vett- vangi. Sérstök alþjóðaráð- stefna hefur verið haldin í Genf um málið, og auk þess hefur Kashmirdeilan hvað eftir annað verið til umræðu hjá Sameinuðu þjóðunum og hjá Öryggisráði SÞ. Til þessa hafa allar tilraunir verið án árangurs. Enn er málið á dag skrá Öryggisráðsins um þess- Mynd þessi var tekin 29. apríl s.l. af þeim Jawaharlal Nehru, forsætisráðherra, og Moliammed Abdullah, fursta, er þeir hófu viðræður í Nýju Delhi um framtíð Kashmir. Framtíö Kashmír enn óákveðin ar mundir, og eini árangurinn enn sem komið er, er að ráð- ið hefur 'skorað á Indverja og Pakistana að leysa málið með samningum sín á milli, og að forðast árekstra á með- an. Talið er að meiri líkur séu fyrir því að Indverjar og Pakistanir geti komizt að sam komulagi nú en nokkru sinni fyrr, og að í samningunum muni Abdullah fursti hafa mikil áhrif. Hann átti fyrir nokkru viðræður við Nehru, og var talið að þær viðræður hafi lofað góðu. Nehru vildi fyrir hvern mun leysa vand- ann, því hann óttaðist nýjar árásir og innrásir Kínverja á Indland. Taldi Nehru nauðsyn legt að leysa innanhéraðs- deildur, svo Indverjar gætu einbeitt sér að vörnum gegn Kínverjum. Að loknum viðræðum við Nehru fór Abdullah til við- ræðna við Ayub Khan, for- seta Pakistan, og fór einnig vel á með þeim. Ekki er vit- að nákvæmlega um hvað við- ræðurnar snerust, en talið að til greina hafi komið að Kash mír yrði sjálfstætt ríki og aðili að þriggja ríkja varnar- bandalagi með Indlandi og Pakistan. Önnur tillaga felur í sér að Kashmir verði vernd arríki beggja landanna, og að jafnframt verði gerður varn- armálasamningur milli Pak- istan og Indlands. Er þetta tillaga sem yfirmenn herja landanna hafa lengi veöð fylgjandi. í hvorugri hug- myndinni er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Kash mir. En þriðja hugmyndin er á þá leið að Kashinir verði verndarsvæði SÞ fvrst um sinn, og að seinna verði látin fara þar fram þjóðar- atkvæðagreiðsla. Hvað verður nú um samn- inga, þegar Nehru er látinn, veit enginn. En útvarpið í Pakistan skýrði frá því í gær að Abdullah hafi fellt tár er hann frétti um lát Nehvus. Jafnframt var sagt að Ayub Khan, forseti Pakistan, færi til Rawalpindi til fundar við Abdullah, og að báðir leið- togarnir héldu síðan til Nýju Delhi til að vera viðstaddir útför Nehrus í dag. Nehru féll frá áður en hann fengi leyst þetta mikla vanda mál, sem hann hefur átt við að glíma frá 1947. En örlítill vonarneisti hafði kveiknað. Nú verður það annarra að bíða og sjá hvað úr verður. llllillllllllllltlllllltllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltillllllllllltllllllillllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllliMllllllllllllllllllillllililillHIIUillllllllllllllllliHlllllltillliHlllilllllilllllllllllllllllllllllllllllllllililllllllllllllllliiiiillllillliillllllllllllllillltllllllliluj — Ragnar Jónsson Framhald af bls. 6. a8 þetta rit væri aðeins drög að sögulegu yfirliti um íslenzka my-ndlist. Sagði hann að hér væri stildað á stóru en kvaðst vona að verkið yrði til að bæta úr sár um skorti er hefði verið á slíku riti hér á landi. Þetta ritverk verður selt á 1500 krónur til ásikrifenda, sem látið hafa Skrá sig fyrir 1. nóvemiber — Um jbjóðsöngva Framhald af bls. 6. Nói hafi heyrzt í Miðbænum þetta kvöld. En vel má vera, að svo hafi verið, því að blöðin segja, að sungin hafi verið ýmis lög, sem þeim þykir ekki hlýða að tilgreina nánar. Ég held engum blöðum sé um að fletta, að á þessu kvöldi er Lofsöngur Matthíasar þjóðsöngur í vitund manna. Drýgindalegar fullyrðingar Ein ars M. Jónssonar eru þess eðlis. að ætla mætti hann myndi sjálf- ur eftir árinu 1918, en vissi lítið, hvað gerðist þar áður. Hann ætti að lesa sér til, áður en hann fer aí stað með fleiri leiðréttingar. Erlendur Jónsson. þessa árs, en bókhlöðuverð verð ur hærra. Þetta fyrra bindi er 260 bls. í stóru broti. Verðmæti þessa upplags er því ekki minna en sjö og hálf millj- ón króna pg ætti það að verða myndarleg undirstaða listasafns- byggingar. Vöruf jitningar með bílum VESTUR — NORÐUR — AUSTUR Vöruflutningabílar frá Vöruflutningamiðstöðinni ann- ast ódýrustu, skjótustu og beztu flutningana fyiir ykkur, hvort heldur um er að ræða heila farma eða einstakar sendingar, til fyrirtækja og einstaklinga. — Bílar okkar fara nær daglega til flest allra kaup- staða og kauptúna á Vesturlandi, Norðurlandi og á Aust fjörðum, allt austur til Hornafjarðar. Allar nánari upplýsingar í afgreiðslunni frá kl. 8—18 alla daga nema laugardaga til kl. 12 á hádegi. TRAUSTIR BfLAR — ÖRUGG ÞJÓNUSTA Borgartúni 21. — Símar 15113 — 12678. KVEIMSKÓR Svissneskir kvenskór nýkomnir Laugavegi 11. — Sími 2-16-75.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.