Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagvfr 28. maí 1964 f JOSEPHINE EDgÁrT FIA 13 Eg varS skelfd og sagði: — Þú mátt ekki fara, Brendan. Hann brosti og ég fann, hvað ég hafði verið mikill kjáni. Ætti hann kannski að fara að vera kyrr mín vegna? — Jæja, þú lofar mér að fara ekki án þess a$ láta mig vita af því? Brosið á honum varð vingjarn legt. — Já, því get ég að minnsta kosti lofað þér, Rósa. Eg skal ekki læðast burt, án þess að láta þig vita. Hann rétti ú,t höndina til þess að reisa mig upp. — Komdu nú. Við skulum fara í hesthúsin og ég skal sýna þér hestana. Eg sagði frú Vestry, að ég kæmi með þig í te. Við fórum aftur til hesthús- anna á hörðu brokki, og höfðum vindinn beint framan í okkur, og þegar þangað kom, var ég feg in að stíga af baki. Eg var aum bæði í höndum og bakhluta og þegar Brendan tók mig af baki, hló hann að þvi, hve stirð ég var. Við fórum inn í húsið og ég var kynr.t hr. Dick. Vestry og konu hans. Dick var lágvaxinn og vaxtarlagið eins og á hesta- manni, andlitið sólbrennt. Frú Vestry var stór kona, rjóðleit og gild. Þegar við heilsuðumst, sagði hún: — Og þér eruð systir kon- unnar hans hr. Dan. Það hefði mér aldrei dottið í hug. — Við erum annars taldar vera mjög líkar, sagði ég. — En segið mér.hafið þér séð systur mína nýlega? Hún hefur ekki komið neitt til mín í þessu fríi. — O, hún hefur víst í nægi- lega mörgu að snúast. Frú, Vestry leit eins og efablandin á kari- mennina, og enn fannst mér eitt hvert leyndarmál liggja í loft- inu. — En hún kemur talsvert oft hingað. — Til að sjá hestana hans Dan? — Ojá, hans hesta og hina . . . Vig fengum íburðarmikið te og á eftir fór Brendan með mig um öll hesthúsin. Klukkan var orðin yfir fimm og piltarnir voru á ferðinni með glamrandi fötur, reiðubúnir til að kemba hestun um. — Þetta er alveg eins og í skól anum, sagði ég. — Nú skil ég, hvers vegna hest langar til að- strjúka. Eg sneri mér að honum. — Þakka þér fyrir þennan in- dæla dag, Brendan. Mér hefur þótt svo voða gaman. Viltu fara oftar með mig út að ríða? Eg vafði hann örmum. Eg hafði tekið af mér harða hattinn, og óhræsis hárið á mér hafði fall ið niður um allar axlir. Hann leit niður á mig og sagði: — Auðvit að. Meðan þú ert hérna, skal það vera mér ánægja, Títa mín. Eg varð eitthvað svo glöð og örugg að heyra gamla gælunafn ið. Eij þá heyrðist kliður af mannamáli að baki okkar og Brendan leit snökkt upp og ég sá, að svipurinn á honum breyttist. Eg sneri mér við og sá þá, að Soffía stóð hinumegin í húsa- garðinum, ásamt hr. Vestry og velbúnum, miðaldra manni. Hann hafði siðmenningarlegan en nautnalegan andlitssvip og hæru skotið hár. Með honum var pilt- ur, um það bil jafngamall mér. Þeir nálguðust nú brosandi. Að minnsta kosti brostu karlmenn irnir en Fía horfði gegn um and litsblæjuna á okkur Brendan, hvasst, eins og hún vaf vön, og mér fannst eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Hún var vel- búin í einhver ljósgrá föt og ljós grá loðskinn. — Jæja þá, Brady, sagði eldri maðurinn og ég sá, að augu Brendans leiftruðu, þegar svona var vikið að honum, eins og hann væri einhver skjólstæðing ur hins. — J®ja, þarna komst upp um þig. Hver er þessi fai- lega lagskona þín? Áður en Brendan gæfist tóm til að svara, var Fía búin að því: — Þetta er hún Rósa, systir mín, Woody. Hvað í ósköpunum ertu hér að gera, Rósa? — Brendan sótti mig, sagði ég. — Hann hefur 'verið að kenna mér. Eg hef ekki komið á hest- bak í fjögur ár. Eg skil ekki, hversvegna ég hef ekki haft tækifæri til þeSs daglega, hérna í sveitinni. Hvernig lízt þér á fötin mín? Eg keypti þau í Ep- som í gær. Eg sneri mér svo í hring, til þess að sýna þau og sneri mér svo aftur iil að snúa upp síða, ljósa hárið á mér, og þá sá ég, að mennirnir litu mig augum, sem voru ekki eintóm aðdáun, svo að ég roðnaði. Soffía, sagði hálf-háðslega: — Eg held við höfum einhver ráð með að skinna þig upp betur en svona, er það ekki, Woody? Og svo hlógu þau öll í kór. Brentan ságði settlega. — Eg ætla að ná í kerruna, og skal koma þér heim. Woodbourne lávarður svaraði og dró seiminn: — Hugsaðu ekki um það, Brady. Þú hefur víst nóg að gera að hugsa um hross- in. Okkur skal vera ánægja að því að koma henni litlu ungfrú Eves heim. — Já, vissulega, ungfrú, greip ungi maðurinn fram í. — Georg frændi er með nýju hestana fyrir vagninum í dág . . . og þeir geta nú tekið til fótannna. Eg vissi ekki, hvernig ég ftti að snúast við þessu. Þó aldrei væri nema skrautvagmnn lávarð arins, þá bætti það hann ekki upp að þurfa að fara með þess- um dreng með mjólkursmettið í staðinn fyrir Brendan. Eg leit vesældarlega á Fíu, eftir hjálp, en hún var að horfa á Brendan, eins og hún vænti einhvers merk is frá honum. En andlitið á hon um var sviplaust er liann leit á hana. — Henni verður óhætt með henni stóru systur, Brendan minn, sagði hún. Hann leit á hana og svipur- inn var svo einkennilega grimmd arlegur, að það fór um mig, svo kinkaði hann ofurlítið kolli til mín og gekk burt. Um leið og hann fór fram hjá Fíu, rétti hún út höndina og greip í handlegg- inn á honum. Hann stanzaði og þau horfðu hvort á annað. Augna ráð hans var enn grimmdarlegt, með einhverjum eldi í, sem ég gat ekki skilið, en hennar með þessum girndarlega glettnisvip, sem hún beitti við alla karl- — Konan min flutti frá mér og segist ekki ætla að koma aftur fyrr en ég hef látið klippa mig. menn, og var hálfvegis ögrun og hálfvegis loforð. En hann kipr- aði munninn reiðilega, kippti að sér handleggnum og hélt áfram f áttina að húsinu. Rétt sern snöggv ast virtist Fía vera eitthvað von svikin, en svo var hún strax orð- in hlæjandi og töfrandi eins og hún átti að sér og hún lagði höndina með hvíta nanzkanum á arm lávarðsins og brosti tii hans um leið. Við reikuðum tjm húsagarðinn og skoðuðum veðhlaupahestana. Hr. Vestry hafði teymt þá út og stóð hjá unga manninum, sem virtist heita Hugh Travers og vera bróðursonur lávarðsins. Eg veit ekki, hvort hann var afar feiminn eða þá gat ekki fundið upp á neinu til að tala um, en að minnsta kosti þagði hann. Hann horfði bara á mig með þessum sviplausu, bláu augum, þangað til við lögðum af stað aft ur út úr húsagarðinum. En svo, þegar Fía og lávarðurinn og hr. Vestry voru komin utan heym armáls og niðursokkin í fræði- legar umræður um veðreiðar, fékk hann snögglega málið: — Svei mér þá, ungfrú Evers . . . ég held, að þér séuð falleg- asta stúlka, sem ég hef nokkurn tíma fyrir hitt. Eg glápti á hann, steinhissa. Eg gat. ekki að því gert. Mér fannst hann svo heimskur. Eg var svo lítið vön karlmönnum, að mér hafði aldrei dottið í hug, að ungur maður gæti verið eins og stelpubjáni að vitsmunum. Eg lyfti brúnum og svaraði: B Y LTIN G I N RUSSLANDI 1917 ALAN MOOBEHEAD Tsarskoe Selo að kvöldi 15. marz og birt í Izvestyia morguninn eftir. Hún var einskonar fyrir- boði skipulagsins, sem koma átti, og að öllu samanlögðu þýddi hún ekki annað en sundrun rússneska hersins og endalok þátttöku Rússa í ófriðnum. Vitanlega vissi enginn enn, að hve miklu leyti skipuninni yrði hlýtt á vígstöðv unum, en hér í Petrograd átti bráðabirgðastjórnin ekki armars úrkosta en sætta sig við hana sem orðinn hlut. Hún vonaði aðeins, að skipunin kæmi aldrei U1 fram kvæmda. En um annað atriði var Milju- kov reiðubúinn að berast við Ex- Com þar til yfir lyki: ef Nikulás neyddist til að segja af sér, skyldi einveldið að minnsta kosti varð- veitt. Hann ritaði formlegt skjal þar sem það var ákveðið, að rík ið skyldi ganga til Alexis keisara sonar, sem þá var tólf ára að aldri, en bróðir Nikulásar, Mika el stórhertogi, skyldi gegna starfi ríkisstjórna. Það var ekki af neinni aðdáun á Romanov- fjölskyldunni, að Miljukov setti þetta á oddinn, því að einslega lýsti hann ríkisarfanum og rík isstjóranum, sem „heilsulausum krakka og nautheimskum manni“ heldur var það hitt, að hann hafði beinlínis enga trú á, að nein stjórn gæti orðið langlíf, auk heldur haft hemil á sovétt- inu og Ex-Com, nema hún hefði þetta gamalvirta einveldi að baki sér. Ekki sýndi hann þetta skjal, með þessum tillögum í, sovétfor- ingjunum hinumegin í Tauris- höllinni, en þess í stað trúði hann fyrir því bæði Guchkov, her málaráðherranum og Basil Shul gin, hægriþingmanni í Dúmunni, en skipaði þeim jafnframt að fara til Pskov og fá undirskrift Nikulásar undir það. Lagt var hald á járnbrautarlest og snemma dags, 15. marz, lögðu þessir tveir af stað. Þeir komu til Pskov klukkan tíu um kvöld ið. En þá þegar hafði Nikulás sætt sig að verða að fara frá. Þeir, sem með honum voru í að alstöðvunum, þessa daga, geta allir um hina yfirgengilegu ró hans og afskiptaleysi. Hann virt ist örþreyttur, en át samt og svaf eins og hann átti að sér, og jafn- vel þegar hershöfðingjar hans sögðu honum, hver eftir annan, að nú gætu þeir ekki lengur stutt hann, tók rósemi hans eng- um breytingum — hann var bæði hógvær í framkomu og virðuleg- ur. Þetta hrap úr einveldisað- stöðu niður í ekki neitt, gerðist á einu vetfangi, og að undan- teknu einu andvarpi í dagbók ina þetta kvöld: „Allt um krjg mig er ekkert nema svik, rag- mennska og brigðmælgi“ — lét hann ekkert ásökunarorð frá sér fara, engar ávítur, alls enga reiði eða undrun, aðeins rósemi ör- lagatrúarmannsins, sem tekur því, sem að höndum ber. Þetta var í hæsta máta áhrifamikið. Eina breytingartillögu hafði þó Nikulás að gera við tillögur Miijukovs. Jafnskjótt sem hann KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN Gleðilegt nýdr! gerði sér ljóst, að afsögn hans væri óumflýanleg, sendi hann til læknis síns og krafðist afdráttar lauss svars við þeirri spurningu, hvort sjúkdómur sonár síns væri . ólæknandi. Svarið var, að svo væri. Þá ákvað Nikulás, að drengurinn skyldi vera áfram hjá fjölskyldunni, en krúnan skyldi ganga beina leið til Mik- aels stórhertoga. Síðla kvölds 15. marz tók hann á móti Guohkov og Shulgin í setu stofu sinni í lestinni, og hlustaði með þolinmæði á útskýringar þeirra á ástandinu. Hann las skjalið, sem þeir höfðu haft með sér, og fékk fyrirhafnarlaust því framgengt, að Mikael stórher- togi, en ekki sonur hans, skyldi erfa ríkið. Hann fór inn í annan vagn og breytti sjálfur orðalagi skjalsins í þessa átt, og fyrir mið nætti hafði það verið undirritað. Það hófst á áskorun til hersins að halda áfram baráttunni gegn óvininum, og hélt svo áfram: — „Samkvæmt samkomulagi við hina keisaralegu Dújnu, hefur oss þóknast að afsala oss krúnu hins rússneska ríkis, og leggja niður æðstu völd. Þar eð vér ósk um ekkl að skilja vorn kæra son við oss, fáum vér ríkiserfgirnar í hendur bróður vorum, Mikael Tilboð AUGLÝSENDUR, sem tilboð eiga í afgreiðslu Morgun- blaðsins, eru beðnir að biðja um samband við númer 40 (innanhússsímans) ef þeir hringja og vilja spyrjast fyrir um tilboð sin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.