Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 28. maí 1964 Lærisveinn Gandhís „LJÓSIÐ hefur slokknað", sagði Gulzari Lal Nanda, þegar hann tilkynnti lát Jawaharlals Nerús, forsætis- ráðherra Indlands, sem verið hefur sameiningartákn þjóð- ar sinnar og leiðtogi frá því að hún fékk sjálfstæði fyrir 17 árum. Nehru var læri- sveinn Mahatma Gandhís og áhrifamestur liðsmanna hans í Þjóðþingsflokknum. Gandhí lert á þennan brezkmenntaða þjóðernissinna, sem son sinn í andanum og arftaka á stjórnmálasviðinu. Frá því að Indland varð frjálst hefur þjóðin samein- azt um Nehru, veitt honum stuðning sinn á þingi og hyllt hann ákaft hvenær sem tæki færi gast. Jafnvel áminning- um hans var stundum tekið með fögnuði. Skömmu eftir að Indverjar fengu sjálfstæði mótaði Nehrú utanríkisstefnu þeirrai, hlutleysisstefnuna. Margar þjóðir, sem síðar hafa fengið Lögrfræðingurinn Jawaharlal Nehru sjálfsstæði hafa fylgt for- dæmi Indverja og á alþjóða- vettvangi hafa Nehru og þjóð hans gegnt forystuhlut- verki meðal hlutlausra ríkja. (Heilmildir greinarinnar, sem hér fer á eftir um hinn látna forsætisráðherra eru: Svipmynd I Lesbók Mbl. 2. des. 1962, „Ind- Iand” í flokki Almenna bóka- félagsins um lönd og þjóðir, „Observer“ og NTB) JAWAHARLAL NEHRÚ var af einni tignustu ætt Kasmír. Hann fæddist 14. nóvember 1889 í Allahbad og var faðir hans, Motil al Nethru, einn af auðugustu og hæfileikamestu lögfræðingum Indlands, mikill aðdáandi Breta og brezkrar menningar ,en síðar barðist hann við hlið sonar síns fyrir sjálfstæði Indlands. Bernskuheimili Nehrus var mjög iglæsilegt og bar al'þjóðlegan svip. Fyrstu kennarar hans voru Bretar og til Bretlands hélt hann sem unglingur. Fyrst stundaði hann nám í Harrow, en hélt síð- an ti'l Cambridge til lögfræði- náms. Nehru var mjög vinsæll meðal skólafélaga sinna vegna hæversku sinnar, rólyndis og festu. í Cambridge umgekkst hann marga uniga indverska þjóð ernissinna og kynntist skoðun- um þeirra. Heim kom Nehru 1912. Hann sneri sér ekki að stjórn- málum þegar í stað, en hóf lög- fræðistörf í Allahbad. Skömmu síðar gekk hann í Þjóðþings- flokkinn og faðir hans hvatti hann til þess að taka virkan þátt í stjórnmálum. Nehru kvæntist 1916, 17 ára stúlku, sem hét Kamala. Það voru foreldrar þeirra, sém réðu ráðahagnum. Kamala var ó- menntuð, en hafði mjög líka skap gerð og eiginmaður hennar. Hús- ið, sem þau bjuiggu í var mjög giæsilegt, en það var nokkurs konar gullibúr fyrir Kamölu. Eig inmaður 'hennar var oft að heim- an og þegar hann var heima skipti hann sér litið af henni. Hún lézt 1936 og eftir dauða hennar skrifar Nehru: „Hún veitti mér styrk, en hún hlýtur að hafa þjáðst og fundizt hún vera vanrækt. Það hefði jafnvel 'hvörfum í sögu Indlands. Milli 10 og 20 þúsund Indverjar höfðu safnazt saman í garði f Amritsar, þrátt fyrir bann stjórnarinnar við opinberum fundum. Brezkur hershöfðingi, Reginald Dyer, kom með hersveit á vettvang og skipaði mönnum sínum að hefja skothríð á mannfjöldan í þeim tilgangi, eftir því sem hann sjálf ur sagði síðar, að framkalla „nægilega sterk siðferðileg áhrif“. Skothriðin stóð í 10 mín- útur, og að minnsta kosti 379 menn létu lífið og 1140 særðust. Atvik þetta vakti mikla reiði meða’l Indverja af öllum stéttum og sameinaði þá í andstöðunni gegn Bretum. Hjálparvana gegn svona grimmileigri valdbeitingu leituðu indverskir stjórnmálaleið togar á náðir Gandhís. Þeir sáu sína einu von í hinni róttæku andspyrnuhreyfingu hans. Meðal þessara manna var Nehru og með fordæmi sinu fékk hann ýmsa Indverja, sem hlotig höfðu vest- ræna menntun, til a ðláta af tor- tryggni gegn Hindúasið Gandhis. Eftir því sem árin liðu varð Nehru áhrifamestur' meðal liðs- manna Gand'hís í Þjóðþings- floikknum. 1929 bar hann, sem forseti flokksins, í fyrsta sinn fram ályktun um algert sjálf- stæði Ind'lands. Nehru studdi stefnu Gand-hís um aðgerðalausa andstöðu og leit á 'hana sem eina vopnið, er Indverjar gætu beitt gegn Bretum. Nehru sat oft í fangelsi Breta vegna baráttu sinnar fyrir sjálfstæði Indlands. í þessari baráttu sýndi Nehru óvenjulegt hugrekki, líkamlegt þolgæði og persónuleiki hans hreif með sér sljóa fólksmergðina og féfck hana til þess að samein- ast í baráttunni fyrir fullveldi sinu. Meðan Nehru sat í fangels- um Breta igafst 'honum tími til íhugunar og sjá'lfsskoðunar og Jawaharlal Nehru, forsætisráðherra Indlands. Sameiningartákn Indlands verið betra að sýna henni óvin- gjarnleika, en þessa hálf- gleymsku og tilviljanakenndu umgenigni.“ Jawaharlal og Kamala eignuð- ust eitt barn, Indiru, sem fædd- isf 1917 og 'hefur látið mikið á sér kveða í stjórnmálum Ind- lands .Indira var við banabeð föður síns. Það sem endanlega réði úrslit- um u-m, að Nehru hóf afskipti af frelsisbaráttu þjóðar sinnar, var atburður í Púnsjab 13. apríl 1919, en sá atburður olli straum- ritin, sem hann samdi í fangels- unum hafa kynnt mannkyninu hugarheim hans. Meðal þeirra eru „Sjálfsævisaga", sem ber hug sjónamanninum vitni, „Uppgötv un Indlands", sem hefur ein'kenni rómantísks og listræns skapferlis og „Leiftur úr mannkynssög- unni“, sem dregur upp mynd af íburðinum, glæsileikanum og ógæfunni í sögu mannanna og birtir lesandanum innsýn raun- vísindamannsins í samleik frum- afla mannkynssöguflnar. Þegar Nehru talaði við bændur átti hann það til að skamma þá eins og óþæg börn fyrir kúadýrkun o.fL Samband hans við alþýðuna var nefnt „darsjan“ heilagt samneyti). Hin yfirgripsmifclu rit Nehrus ættu að hafa opnað öllum mönn- um hugarheim hans, en á Vestur löndum er hann talinn bera vi'tni „óræðri hugsun Austurlanda" og hinir rétttrúuðu í Indlandi líta hann sem óvelkomið dæmi um „vestræna menningu". Nehru hef ur sjálfur sagt, að hann eigi sér rætur bæði í Austri og Vestri, stingi allsstaðar í stúf og eigi hvergi heima. Á árunum fyrir síðari heims- styrjöl'dina varð gagnger breyt- ing á stjórnmálum Indlands. Starfsemi Gandhís og umræður- í brez'ka þinginu um lögin frá 1935, sem veittu Indverjum tak- marikaða sjálfsstjórn, sýndu að brezka 'heimsveldið var ekki ó- hagganlegt. Indverjar tóku smám saman að hugsa um framtíðar- stjórn landsins eftir að Bretar væru farnir. Líkur bentu til þess að stund frelsisins væri ekki langt undan. Þá dró Gand'hí sig heldur í hlé í stjórnmá'labarátt- unni og helgaði krafta sína æ meir vandamálum alþýðunnar. Augljóst var, að Nehru yrði eftir maður Gandhís á stjórnmálasvið- inu, því að Gandhí leit á hann sem son sinn í andanum. Þótt Gandhí og Nehru væru sammála í baráttunni fyrir sjálfstæði Ind- lands, greindi þá á um framtíð þess .Gandhí, hinn heittrúaði Hindúi, hafði litla trú á tækni- legum framförum og vísindum og vildi, að Indverjar héldu sín- um fyrri búskaparháttum. Nehru lét sig minna varða hinn trúar- lega grundvöll siðgæðisins og hafði trú á framtíð Indlands sem iðnaðarlands, trúði á þjóðfélags- legar umbætur og mátt vísind- anna. Við upphaf heimstyrjaldarinn- ár síðari varð ljóst, að ekki myndi líða á löngu þar til Bret- ar afsöluðu sér yfirráðum yfir Indlandi. Þegar árið 1939 krafð- ist Þjóðþingsflofckurinn sjálfstæð is tafarlaust, en brezka stjórnin neitaði að verða við þeirri kröfu. Flofckurinn átti þá ráð!herra I 7 af hinum 11 fylkjum Indlands og skipaði hann þeim að segja af sér. Áformað hafði verið að Ind- verjar fengju í hendur ö1!! völd nema í hermálum, en það fór út um þúfur. Nehru var svarinn and. stæðingur nazista og fasista, og talið er að það hafi ráðið nokkru um, að Indverjar notuðu sér ekki 'hina erfiðu aðstöðu Breta á styrj- aldarárunum til þess að igera upp reisn gegn þeim. En Þjóðþings- flokkurinn endurnýjaði kröfu sína um sjálfstæði þegar 1942 og þá voru Gandhí, Nehru og fleiri þjóðernisleiðtogar fang- elsaðir. Þetta var í niunda og síðasta sinn, sem Nehru sat í fangelsi Breta. Sjálfstæði Indlands komst á dagskrá í Bretlandi á ný 1945, og Clement Attlee, forsætisráð- herra lýsti því yfir ag Bretar myndu yfirgefa Indland ekki sið ar en í júní 1948. Sem helzti stjórnmálaleiðtogi Þjóðþings- fiokksins þótti Nehru sjálfkjör- inn forsætisráðherra og 1946 hóf hann undirbúning að myndun bráðabirgðastjórnar alls landsins. Múhameðstrúarmenn undir for- ystu Múihcimeðs Alí Jinnah, kröfðust þess að Indlandi yrði skipt og stofnað sjálfstætt rifci

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.