Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ l Fimmtudagur 28. maí 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. MERKUR STJÓRN- MÁLALEIÐTOGI HORFINN eð láti Nehrus, forsætis- ráðherra Indlands, er mikilhæfur og merkur stjórn- málamaður horfinn af sjónar- svíðinu. Á hann var litið sem arftaka Gandhis, hins mikla leiðtoga Indverja í frelsis- baráttu þeirra. Þrátt fyrir það þó stefna Nehrus væri mjög umdeild víða um heífn, verð- ur sú staðreynd þó ekki snið- gengin, að styrk og farsæl forysta hans í indverskum stjórnmálum skipar honum sess meðal stórmenna tuttug- ustu aldarinnar . Jawaharlal Nehru var glæsi menni í sjón, gáfaður maður og vel menntaður. Eins og fleiri leiðtogar Indlands og lærisveinar Gandhis varð hann löngum að sitja í brezk- um fangelsum fyrir undirróð- ur og áróður gegn hinni brezku nýlendustjórn. Sá reynslutími var góður undir- búningur undir það að taka við forystu hinnar miklu ind- versku þjóðar á morgni frels- is hennar. Enda þótt Nehru hefði setið í brezkum fang- elsum hátt á annan áratug fór því fjarri að hann væri fullur beiskju og haturs í garð Breta. Hann lýsti því þvert á móti margsinnis yfir að hann væri einlægur vinur þeirra og aðdáandi, og menntun sína sótti hann á sínum tíma til brezkra háskóla. Styrkleiki Gandhis og Nehrus sem þjóðarleiðtoga var ekki aðeins fólginn í per- sónuleika þeirra, forystuhæfi- leikum og gáfum. Indverjar líta ekki aðeins á stjórnmála- leiðtoga sína sem stjórnmála- menn. Forsætisráðherra lands ins er í hugskoti mikils meiri hluta Indverja nokkurs kon- ar faðir þjóðarinnac. Gagn- vart þessum föður ber ein- staklingunum að koma fram af ræktarsemi, tryggð og á- byrgðartilfinningu. Það er meðal annars þessi skilningur á stöðu forsætisráðherrans, þjóðarleiðtogans, sem gerir hann fastan í sessi með irtd- versku þjóðinni og aðstöðu hans sterka til þess að marka hiklausa stefnu. Nehru skilur eftir djúp spor á sviði indversks þjóð- lífs. Hann og saxnstarfsmenn hans beittu sér fyrir alhliða uppbyggingu í hinu frum- stæða landi, þar sem fátækt og skortur mótar líf alls al- mennings. En að einu leyti beið stefna Nehrus jnikið og örlagaríkt skipbrot. Hann var lengstum trúr og tryggur hinni svoköll- uðu hlutleysisstefnu í utanrík ismálum. Á grundvelli henn- ar hugðist hann tryggja frelsi og öryggi Indlands. En þessi trú hrundi til gruna haustið 1962 þegar Pek- ing-stjórnin réðist á Indland og Indverjar biðu hvern ósig- urinn á fætur öðrum. Þá átti Nehru ekki annars úrkosta en að biðja um aðstoð hinna vestrænu þjóða og þá fyrst og fremst Bretlands og Banda, ríkjanna. Hann lét Krishna Menon, landvarnaráðherra sinn, sem var einn ákafasti stuðningsmaður hlutleysis- stefnunnar, segja af sér. Síð- an má segja að Nehru hafi hneigzt meir og meir í áttina að vestrænni samvinnu og raunhæfra varna lands síns. í ræðu sem Nehru flutti á þingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1962 komst hann með- al annars þannig að orði, að hann undraðist hve vitrir menn höguðu sér oft heimsku lega. Þess vegna færi margt verr en skyldi í stjórn heims- ins. Enda þótt Nehru nyti trausts og virðingar um allan heim sem heiðarlegur og mik- ilhæfur stjórnmálamaður voru þeir menn til sem undr- uðust oftrú hans á hlutleysis- stefnuna. Það varð líka hlut- skipti hans eins og fyrr segir, að standa á rústum hennar og horfa á volduga en herskáa nágrannaþjóð hefja árásir á Indland, varnarlítið og óvið- búið. UPPBYCGING REYKHÓLA Tlyfeðal þingsályktunartil- lagna, sem síðasta Al- þingi samþykkti, var tillaga um ráðstafanir til eflingar byggðar á Reykhólum. Flutn- ingsmenn tillögu þessarar voru þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins úr Vestfjarðakjördæmi. í tillögu þessari var skor- að á ríkisstjórnina að láta fara fram nýjar athuganir á því, hvernig hagnýta megi hið forna höfuðból Reykhóla á Reykjanesi, þannig að byggð þar eflist og verði jafnframt nálægum sveitum til stuðn- ings. Skal í þessu sambandi sérstaklega athuga möguleika á auknum stuðningi við hag- 1 Rússar heita listamönn- 1 j um auknu frelsi | Skora á þá að snúast sem | einn maður gecjn stefnti | Kínverja FRÉTTARITARI bandaríska stórblaðsins „New York Tim- es“ í Moskvu segir fyrir skömmu, að kommúnista- flokkur Sovétrikjanna hafi lofað auknu frelsi á sviði lista gegn þvi að listamenn og menntamenn styddu hann í deilunni við Kínverja. Það var Leonid F. Ilyichev, tals- maður flokksins um hugtaka fræði, sem boðaði aukið frjáisræði lLstamanna, en um Ieið skoraði hann á þá að skipa sér í fylkingu gegn Kín- verjum. Ilyichev flutti aðalræðuna á fundi hugtakanefndar mið- stjórnar kommúnistaflokks- ins, sem haldinn var að ósk rithöfunda, málara og tón- skálda. Þessir listamenn þrá aukið tjáningafrelsi, en eins og kunnugt er, herti komm- únistaflokkurinn s.i. ár kröf- ur sínar um, að þeir héldu hefðbundinni stefnu. Ekkert hefur verið skýrt frá fundin- um í sovézkum blöðum til þessa. En þegar áður en hann var haldinn benti ýmislegt til þess að stjórnin hyggðist slaka á. Kvikmyndir, sem fordæmdar voru 1963, hafa nú verið sýndar og nokkrar meira að segja hlotið góða dóma í málgögnum hins opin- bera. Nýjar kvikmyndir, sem koma frá kvikmyndaverum í Sovétríkjunum eru margar lausar við áróður og yfir Leonid F. Ilychev. þeim ferskur blær, sem sting- ur skemmtilega í stúf við hið þunglamalega yfirbragð, sem einkennt hefur flestar þeirra til þessa. Rithöfundar, sem gagnrýnd ir voru harðlega í fyrra og bækur þeirra .teknar úr um- ferð, hafa haldið áfram að skrifa líkt og áður, og nú eru bækur þeirra gefnar út um- yrðalaust. Á sviði tónlistar hafa yfirvöldin einnig slakað á. Á það sérstaklega við um afstöðu þeirra til jazz og dans laga. Vestur-þýzk hljóm- sveit, sem er á ferðalagi um Sovétríkin, hefur ,twist-lög á dagskrá sinni, en það er fyrsta hljómsveitin frá Vest- s urlöndum, sem heimsækir = Sovétríkin frá því að Benny = Goodman ferðaðist um þau = með hljómsveit sína sumar- = ið 1962. 1 Fregnir herma, að málarar, §§ myndhöggvarar og tónskáld 1§ telji sig afskipt og bendi á = þróunina í afstöðu stjórnar- §§ innar og flokksins til kvik- |j mynda og ritverka. Tónskáld = ið Dimitri Shostakovich styð- |j ur kröfur þeirra og talið er, = að hann hafi skorað á leið- j| toga flokksins, að hvetja tón- §| skáld til þess að semja létt §§ lög og hljómsveitir að leika =§ jazz, vegna þess að ungt fólk §| geti ekki dansað eftir sim- §j fóníum. Sagt er, að ungir málarar S hafi fengið loforð um, að j§ myndir þeirra verði sýndar, j| en margir þeirra hafa vikið s frá hinni opinberlega viður- || kenndu stefnu, sósíalrealism- = anum. Á áðurnefndum fundi er § Ilyichev sagður hafa skorað §| á listamenn og menntamenn, s að hætta deilum sín í milli. §j En í deilum þessum skiptast = þeir í tvo flokka, „frjáls- H lynda" og „íhaldssama". = „Frjálslyndir“ hafa fyikzt ^ um Alexander T. Tvardovsky, = ritstjóra bókmenntatímarits- = ins „Novy Mir“, en hinir §§ „íhaldssömu“ um Vsevolod A. M Kochetov, sem er ritstjóri M bókmenntatímaritsins „Okt- Ij yabr“. Sagt er að Ilyiehev M hafi hvatt báða flokkana til §§ þess að sníða öfgarnar af = stefnum sínum og mætast á = miðri leið. = imiiiiiiimiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiMiimtiiii iimmmiiimmiimmimmmmmmiiiiiimimmiiimiiiiiimmiiHiiiiimiiiimiiimiiI nýtingu jarðhita á staðnum til gróðurhúsaræktunar, upp- byggingu iðnaðar, t. d. mjólk- uriðnaðar og þangvinnslu, um bótum í skólamálum, t.d. með bættri aðstöðu til unglinga- fræðslu og stofnun héraðs- skóla, lendingarbótum á Stað á Reykjanesi eða á öðrum þeim stað, er hentugur yrði talinn. Gert er ráð fyrir því að rík- isstjórnin skipi nefnd manna til þess að gera tillögur um framkvæmdir að Reykhólum, og hvernig stuðla megi að aukinni byggð þar. Reykhólar á Reykjanesi eru fornt og merkilegt höfuðból. Þar eru landkostir miklir-og náttúrufegurð. Staðurinn ligg ur mitt í frjósamri og vel set- inni sveit. Þar er hiti mikill í jörðu og þar hefur um skeið verið rekin tilraunastöð á sviði jarðræktar. Óhætt er að fullyrða, að efling byggðar á Reykhólum myndi verða mikil lyftistöng fyrir sveitirnar í Austur- Barðastrandasýslu. Vaxahdi skilningur ríkir nú á nauð- syn þess að mynda byggða- kjarna í strjálbýlinu, sem skapi í senn möguleika auk- innar f jölbreytni í framleiðslu og bættrar aðstöðu á sviði fræðslu- og félagsmála fólks- ins. FLUGIÐ OG HRAÐINN 17'rá því hefur verið skýrt að * áætlun Bandaríkjamanna um að byggja stóra farþega- flugvél, sem fljúgi hraðar en hljóðið fer, hafi verið frestað um skeið. Gert hafði verið ráð fyrir að þessi flugvél færi með yfir 2000 mílna hraða á klukkustund. Þegar til átti að taka, var talið að erfitt myndl að láta rekstur slíkrar flug- vélar, sem myndi kosta geysi-. legt fjármagn að framleiða, bera sig með skaplegum hætti. Enda þótt hraði í samgöng. um, í lofti, á legi og á landt sé æskilegur að vissu marki, virðist nú svo komið að dýrk- un hraðans sé komin út í öfg- ar. Hverju máli skiptir það, hvort flugferðin yfir Atlants- haf tekur klukkustúnd lengri eða skemmri tíma, eftir að þotuhraða nútímans hefur verið náð? Sannleikurinn er sá, að fjöidi fólks er tekinn að þreyfc ast á hinu taumlausa hraða- kapphlaupi. Flugvélarnar eru töfrateppi nútímans. Þær hafa fært lönd og álfur sam- an. En hefur mannkynið þörf fyrir meiri hraða og fljótari ferðir en það á kost á í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.