Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐID FimmtudagUT 28. maí 1964 Xómas Gudmundsson skáld afhendii' bókagjöfina. Ragnar Jónsson gefur A. S. i. 5000 eintaka upplag listsögu til byggingar listasafns f GÆR var afhent við hátíð- lega athöfn stórhöfðingleg gjöf Ragnars Jónssonar for- stjóra Helgafells til Alþýðu- sambands íslands, þar sem eru 5000 eintök af nýrri bók, ritverki um íslenzka mynd- list á 19. og 20. öld, sem Björn Th. Björnsson listfræðingur hefir samið. Skal andvirði bókarinnar varið til bygging- ar listasafns yfir listaverk þau, er Ragnar Jónsson gaf Alþýðusambandi íslands fyrir 3 árum. Hannibal Valdemarsson bauð gesti velkomna í sal miðstjórnar A.S.Í. og þá sérstaklega Tómas Guðmundsson, skáld, sem mætt- uir var fyrir hönd gefanda. Tók Tómas síðan til máls. Kvaðst hann hafa fyrir þremur árum haft þá ánægju að afhenda ASÍ hina rausnarlegu gjöf frá Ragn- ari Jónssyni. Og nú væri það sér ánæigja að afhenda þessa við- bótargjöf, sem verja skyldi til að koma upp húsakynnum fyrir listasafn A.S.Í. Hann gat þess að upphaflega hefði bók þessi átt að vera eitt bindi, en hefðu nú orðig tvö. Hefði Ragnar áður lát- ið þess getið og raunar gefið um það fyrirheit að stuðla að stofni fyrir byggingu yfir safnið. Hefði hann nú staðið stórmannlega við þetta heit sitt. Hann hefði að sjá'lfsagðu borið 'hita og þunga undirbúningsins að verki þessv, en fleiri hefðu þar komið til. Kvaðst hann hafa það fyrir satt, að meirihluti verksins væri unn inn í ólaunaðri eftirvinnu, bæði starf prentara og prentmynda- gerðar. Björn Th. Björnsson hefði annast um verkið og hefði íslenzkum bókmenntum þarna bætzt merkilegt rit. Tómas kvaðst að síðustu eiga þá ósk fram að bera að með lista safni A.S.Í. mætti gjöfin ná þeim tilgangb sínum ag list yrði eign almennings qg þá ekki síður að aimenningur gæti gert listina að lifandi staðreynd og aflvaka í lífi sínu. Siðan afhenti Tómas Guð- mundsson Hannibal Valdemars- syni eitt eintak hinnar nýju bók- ar, seni tákn þess að bókin væri reiðubúin til handa A.S.Í. til ráð stöfunar. Hannibal Valdemarsson þakk- aði gjöfina. Kvað hann hugmynd þessa einstæða, að láta bók reisa hús yfir listasafn. Nú væri það alþýða landsins og áhugi hennar sem taka ætti við. Hann taldi það skyldu alþýðunnar að innleysa þessa merku gjöf. Þá gat hann þess að stjórn listasafna A.S.I. myndi hefjast handa um bygg- ir.gu safnhúss. Hann óskaði Birni Th. til hamingju með þetta verk. Bað hann Tómas síðan færa Ragn ari Jónssyni hinar beztu þakkir sínar og stjórnar Alþýðusam- bandsins fyrir þessa glæsilegu gjöf. Björn Th. Björnsson lýst síð- ar, í fáum orðum verkinu. Þetta fyrra bindi hæfist á aðdraganda listascigu íslands og væri stýklað á stóru allt frá siðaskiptum fram til aldamóta 1800. Þá fjallaði bók in um þá listamenn, er fra-m hefðu komið síðan og allt til 1930. Síðara bindið skýrði svo frá listamönnum okkar eftir 1930, sem 'hefðu komið fram með nýj- an stíl og nýjar stefnur otg bind- inu lyki með yngstu listamönnum okkar, sem nú eru starfandi. Björn kvaðst vilja t^ka fram Frmh. á bls. 8 Um „Þjóðsöngva“ Eixðars M. Jónssonar ÞAÐ er einkennilegt, að varla er hægt að ræða svo nokkurt mál hér á landi, að ekki séu sam- stundis komnir á vettvang ein- hverjir menn, sem allt þykjast vita, uppfullir með alls kyns „leiðréttingar“, sem enga stoð eiga í veruleikanum, en eru sett- ar fram af því meira sjálfstrausti sem þær eru fjarstæðari. Einar M. Jónsson hefur ekki getað við bundizt að fetta fingur út í það, sem ég sagði um þjóð- söng íslendinga. Hann bregður yfir sig grímu hins trausta leið- beinanda og hefur máls á þessum orðum: „Erlendur virðist halda tt En hváð heidur sjálfur Einar IVÍ. Jónsson? Halfti heldur, að dýrðarsöngur Bretakónga, God save our gracious king, sem menn rauluðu stundum með Eldgömlu Isafold og fleiri góðum vísum, hafi verið þjóðsöngur íslendinga í heila öld. Það vill til, að Bretar eru ekki að ragast í smámunum. Eða hvað skal segja um Hamlet Shakespeares, sem hér hefur ver- ið leikið mánuðum saman, er það ekki aldeilis orðið íslenzkt skáld- verk? Ég lét orð að því liggja, að þjóðin hefði gert Ó, guð vors lands að þjóðsöng á landshöfð- ingjatímabilinu. Einar M. Jóns- son „leiðréttir" þá athugasemd með þessum orðum: — „Sann- leikurinn er sá, að „Eldgamla ísa- fold“ var þjóðsöngur fslendinga í 100 ár eða fram til þess tíma, er þjóðin fékk fullveldi sitt 1918. Eldgamla ísafold og Gamli Nói munu, í flestum tilvikum hafa verið fyrstu ljóðin, sem hvert barn lærði á landi hér um síð- ustu aldamót og miklu lengur. En svo var eins og hendi væri veifað. Þjóðin hætti skyndiléga að syngja þetta gallaða æskuverk Bjarna Thorarensen“. Þannig hljóðar rökstuðningur Einars M. Jónssonar. Og sá rök- stuðningur er í senn óskýr og barnalegur. Einar M. Jónsson nefnir Gamla Npa á eftir Eld- gömlu ísafold og segir síðan: „sjálfsagt þótti að kyrja þann Sjöng“, eins og hann eigi við Gamla Nóa. En þá er hann raun- ar að tala um hið „gallaða æsku- verk Bjarna Thorarensen". Hann heldur auðsjáanlega, að það sé nóg að kyrja eitthvert lag nógu oft — þá sé það orðið þjóðsöng- ur. Hvað eigum við þá að segja um Lofsöng Matthíasar, sem við notum nú fyrir þjóðsöng, er hann sunginn „við öll hugsanleg tæki- færi“? Sú staðhæfing Einars M. Jóns- sonar, að dýrðarsöngur Breta- kónga hafi verið þjóðsöngur ís- lendinga, af því að hvert barn hafi lært hann, er vitanlega út i hött, enda var þá með sama rétti hægt að kalla Gamla Nóa þjóð- söng. Menn sungu og léku Lofsöng Matthíasar um síðustu aldamót — ekki „við öll hugsanleg tæki- færi“, eins og Einar M. Jónsson segir um dýrðarsöng Bretakónga, heldur við hátíðleg tækifæri eins og nú. Að vísu gerðust hátíðleg tækifæri sjaldnar þá, en nú. En þó skal hér minnt á eitt slíkt: Reykvikingar fögnuðu tuttug- ustu öldinni með mikilli viðhöfn eftir þeim mælikvarða, sem þá tíðkaðist. Hátíðin hófst með skrúðgöngu um helztu götur Mið- bæjarins, og var staðnæmzt á Austurvelli. Þar hófst samkoman hálfri stundu fyrir miðnætti, með því að lúðraflokkur lék — Ó, guð vors lands. Þá flutti Þórhall- / ur Bjarnason, síðar biskup, ræðu af svölum Alþingishússins, og var sú ræða sannarlega nógu hátíð- leg til að vera flutt á eftir þjóð- söng. v Söngpallur hafði verið reistur við styttu Thorvaldsens, sem stóð á miðjum Austurvelli, og þar var meðal annars sungið upphaf aldamótaljóða Einars Benedikts- sonar. Ekki hef ég heyrt þess getið, að Eldgamla ísafold eða Gamli Framhald á bls. 8. • Mjaldur Kristján Hafliðason, spm var á æskuárum sínum í kring- um 1930 á Brjánslæk á Barða- strönd, kom að máli við einn blaðamanna Morgunblaðsins vegna fréttarinnar um sjókind- ina í Eyjafirði, sem virðist að öllum líkindum hafa ve.nð mjaldur. Sagðist hann muna eftir því, að á æskuárum sínum hefðí ^hvítleit hvalskepna, mjaldur, komið reglulega á hverju vori inn í Vatnsfjörð. Fór hann inn um alla Barða- strönd, sömu- leiðina á hverju vori, og var engu líkara en hann fylgdi sömu „áætlunar- leið“ ár eftir ár. Ekki vissi fólk- ið, hvort hér var ávallt um sama hvalinn að ræða, en taldi það hér um bil vist. „Þetta var hvít og falleg, stór skepna“, sagði Kristján. Oftast synti mjaldur- inn í 20—100 metra fjarlægð frá ströndinni, en kom stundum upp að fjöru. Hann elti'báta, en einvörðungu af forvitni, ekki af ilhnlja. • Axla byssurnar Annars sagði Kristján aðal- efni sitt vera það að vekja at- hygli á hinni undarlegu dráps- náttúru sumra manna. Ekki hefði þessi skepna — að öllum líkindum mjaldur, fyrr verið komin inn í Eyjafjörð, en menn hefðu ætlað að skjóta hana. Vestur á Barðaströnd hefði eng um dottið í hug að drepa þessa fallegu, skemmtilegu og sjald- séðu skepnu. Hún hefði komið sumar eftir sumar, án þess að verða fyrir nokkurri áreitni. Þó var þetta á árum, þegar sums ' staðar var þröngt í búi, en nú á velmegunardögum, þegar feitt kjöt sýður í hverjum potti, axla menn byssur sínar í drápshug. Blaðamann þann, er talaði við Barðstrendinginn, minnti, að hann hefði heyrt, að það væri ólánsvottur að drepa mjaldur. Annan blaðamann minnti og, að sá ætti að verða ólánsmaður, sem yrði mjaldri að bana. ‘Ékki fannst prentuð_ staðfesting á þessu hjá Jóni Árnasyni, Jónasi á Hrafnagili eða Ólafi Davíðs- syni við fljótlega leit. Væri gaman, ef einhverjir lesendur Morgunblaðsins, sem kynnu að hafa heyrt um þessa hjátrú, sendu Velvakanda línu. m „Mattak“ Orðið mjaldur er skylt orð- inu mjöll og merkir að sjálf- sögðu „hinn hvíti", eða „sá mjallahvíti“. Til gainans og fróðleiks má bæta því við, að a.m.k. tvö orð- tök eru til um mjaldurinn. „Sjaldan bregst mjaldur af miði“ er sagt um þann, sem er sjálfum sér líkur, eins og „sjald- an bregður mær vana sínum'* eða „hann er enn við sama hey- garðshornið". Þá er talað um, að einhver „geymi hugmóðinn sem mjaldurinn“, þ.e. sitji lengi á reiði sinni, en hefni sín um síðir. Mjaldur er einnig til sem nafn á gráum fressketti eða högna. Mjaldurinn er nprræn hval- tegund, sem lifir í höfunum allt í kringum norðurheimskaut. —• Venjulega fer mjaldurinn um í stórum flokkum, en einstaka dýr flakkar suður á bóginn. Éskimóar veiða mjaldurinn vegna kjötsins, spiksins, lýsis- ins og skinnsins. Hann er venju lega 4—5 metra langur, en get- ur orðið sex metra, og gefur af sér 3—8 tunnur af lýsi. Húðiri er notuð í svarðreipi, eins og af rostungum, en einkum nota Grænlendingar hana í mat. Er húðin þá vindþurrkuð með spikinu. Kallast sá réttur „Mat- tak“ á máli skrælingja og þykir herramannsmatur. B0SCH loftnetsstcngurnar fáanlegar aftur í miklu úrvali. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.