Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADID Fimmtudagur 19. águst 1965 Skothríð viö mosku í Wattshverfi 25 svariir Múhameðstrúarmenn handteknir læs Angeles, 18. ágúst. NTB-AP ÁTTA negrar, allir meðlimir Bogi Brynjólfs son lótinn BOGI Brynjólfsson fyrrum sýslu maður lézt á heimili sínu í Reykjavík í gær, 82 ára að aldri. Hann var fæddur á Hofi í Álfta- firði 22. júlí 1883, sonur séra Brynjólfs Jónssonar og Ingunnar Eyjólfsdóttur. Bogi lauk stúd- entsprófi í Reykjavík 1903 og lagaprófi frá Hafnarháskóla 1909. Hann stundaði málflutnings störf í Reykjavík og Danmörku unz hann var settur sýslumaður Ásnessýslu 1917. Árið 1918 var Bogi Brynjólfsson skipaður sýslu maður í Húnavatnssýslu og gegndi hann því embætti til 1932. Síðan fluttist hann til Reykjavík ur ,þar sem hann stundaði lög- fræðistörf. Kona Boga Brynjólfssonar var Sigurlaug Jóhannsdóttur og lifir hún mann sinn. hinnar svörtu Múhameðstrúar- hreyfingar (Black Muslims) særð ust er til vopnaviðskitpa kom milli þeirra og lögreglunnar við mosku eina í miðju Watts- hverfi, sem óeirðimar miklu hafa geisað í að undanförnu. — Tilkynnti lögreglan að 25 með- limir Black Muslims hefðu verið handteknir í sambandi við þetta. Lögreglan umkringdi moskuna eftir að hringt hafði verið á lög- reglustöð eina og sagt að verið væri að bera vopn inn í mosk- una. Er lögreglumenn komu að moskunni var hafin á þá skot- hríð, sem þeir svöruðu. 25 negr- ar fundust innan dyra, en lítt vopna, utan „molotoffkokkteill", eða íkveikjusprengja, sem fannst á þaki hússins. Er lögrelgumenn leiddu hina handteknu negra út bíla fyrir utan, hóf leyniskytta í nærliggj- andi húsi skothríð á þá. Lögreglu menn svöruðu með ákafri skot- hríð á viðkomandi hús, og flúði þá leyniskyttan. Að þessum atburðum undan- skildum hefur allt verið með kyrrum kjörum í Watts, en 12 þúsund manna þjóðvörður er enn á verði í hverfinu. 34 manns hafa nú alls beðið bana í óeirð- unum í Watts. Líkan af Cemini geimfar- inu sýnt í Mbl. glugga í GÆR var tekið. úr umbúðum vestur við Hótel Sögu, eitt heljar stórt líikan af Gemini eldflaug ' þeirri, sem skotið verður á loft ;á næstunni. Líkanið barst Upp- ilýsingaþjónustu Bandaríikjanna í gær. Sjást hér, hvar tveir starfs- nrenn Upplýsinigaþjónustunnar eru að taka geimifarið úr kass- anum. Þetta líkan er Vi af stærð hins raunverulega geimfars, og er nákvæm líking þess, sjást m.a. geimfararnir tveir, og ölil tæki 'þess. Líkanið af geimfarirvu verður til sýnls í glugga Morgunblaðs- Leiðrétting í SÍÐARI forustugrein Mbl. 1 gær er meinleg línubrengl. Þar átti að standa: I>eir Bggert Gíslason og Har- aldur Ágústsson báðir lands- þekktir aflamenn, urðu til þess með þrautseigju, að við gátum fært okkur í nyt nýjustu tækni í fiskveiðum. Eggert innleiddi notkun asdiktækjanna og reyndi ágæti þeirra, og Haraldi Ágústs- syni tókst að sanna ágæti kraft- blakkarinnar, þegar flestir aðrir voru búnir að gefa upp alla von um, að hægt væri að nota hana á hagkvæman hátt. t>etta leiðréttist hér með. Utcmríkisráðherra- iundur hefst í Osló í dag Osló 13. ágúst — NTB. Á MORGUN, fimmtudag, hefst í Osló fundur utanríkisráðherra ' Norðurlanda. Þótt engin ákveðin dagskrá liggi fyrir fundi ráðherr anna fremur en endranær er bú- izt við því að málefni SÞ verði ofarlega á baugi, og búizt er við að utanríkisráðherramir muni ræða ýmis helztu vandamál heimsins í dag og afstöðu Norð- urlandi til þeirra. Blaðið Verdens Gang í Osló segir í dag að eitt af umræðu- efnunum á furudi utanríkisráð- Krabbamein í barm rakiö til foreldris Bar Harbor, Maine, í ágúst. TILKYNNT hefur verið hér að fundizt hafi í fyrsta sinn læknisfræðileg sönnun þess að krabbameinsvaldur hafi flutzt frá foreldri til barns. Krabba- meinsvaldurinn er álitinn hafa verið veira, sem talin er valda hvitblæði (Myelogenous Leuk emia), sem er blóðsjúkdómur, sem einkum leggst á eldra fólk. Samkvæmt upplýsingum dr. Kurt Hirsohhorn við læknis- fræðideild New York Uni- versity, hafa nú fundizt ein- kenni hvítblæðis á byrjunar- stigi í dóttur og tveimur barna börnum manns, sem lézt af sjúkdómnum. Auk þessa lézt einn bróðir mannsins og ein systir úr krabbameini, og læknar telja líkur á að krabba mein hafi einnig grandað föð- ur hans og einum frænda. Dr. Hirschhorn skýrði frá niðurstöðum þessum, sem enn hafa ekki verið birtar opin- berlega, í námskeiði í erfða- fræði hér, sem John Hop- kins háskólinn í Baltimore og Jackson-rannsóknastofan standa fyrir. Dr. Hirschhorn ræddi m. a. um sérstakt frávik á króm- ósómum, sem sett höfðu verið í samband við hvítblæðLFólk sem þjáist af sjúkdómnum, sagði hann, vantar einnig helming af hinu langa 21. krómósómi, sem oftast er nefnd Philadelphia-krómósóm ið. Dr. Hirschhorn sagði að nær allar hvítu blóðfrumurnar í merg afans hefðu sýnt þetta frávik á Philadelphia-krómós- óminu, enda þótt þessa h ekki gætt í öðrum frumu líkamans. Dr. Hirschhorn túlka þetta á þann veg að þet væri sönnun þess að Phii. delphiakrómósómið sjálft er ist ekki frá foreldri til bari. en hinsvegar hafi .tilhneigin til þess að það þróaðist sv greinilega. erfst. Dr. Hirschhorn ræddi einn um hvernig á því stæði, í sjúkdómurinn hefði ekki þr azt í dóttur og barnabörnui mannsins tveimur, enda þó nokkur hundraðshluti hvíti blóðfruma bæri í sér hið bai. væna krómósóm. Taldi han að líklegast væri, að inn. gerð líkama þeirra gerði þa að verkum að hinar hættuleg frumur hafi ekki getað yfn bugað hinar heilbrigðu. I herranna ver'ði h vort ekki beri ' að felila niður vegabréfsáritanir ] (visa) að fuililu og ölilu í öllum Norðunlönd'unu’m, og þau yrðu þannig fyrsta svæðið í heimi, sem líikt gerir. Áður hafa Norð- • unlönd fellt niður vegabréfsiárit- unarsikyldu ýmissa þjóða, bæði gágnkvæmt ellegar einhliða. Af hálfu íslands sitja fund- inn Guömundur í. Guðmunds- I son, utanríkisráðherra, sendiherr arnir Hans G. Andersen og Hannes Kjartansson og Níels P. Sigurðsson, deildarstjóri. Sovétríkin fremri París 18. ágúst — NTB. ÞÝZK-bandairisiki eldflaugasér- fræðingurinn Wernher von Braun lýsti því yfir hér í dag að Sovétríikin væru Bandaríkj- unum fremri í því að skjóta eld flaugum út í himingeiminn. Von Braun bætti því við að sam- keppnin á þessu sviði væri marg- þætt, og gæti eitt land haft yfir- höndina á einu sviði, en verið stórlega á eftir öðrum. Barnaleikvöllur á Patreksfirði Patreksfirði, 17. ágúst. SÍÐASTLIÐINN laugardag var tekinn í notkun nýr barnaleik- völlur um 1000 ferm. að stærð. Er leikvöllurinn búinn hinum beztu tækjum. Um framkvæmd við byggingu vallarins sáu þeir bræður Páll og Guðjón Jóhannes synir. Lionsklúbbur Patreks- fjarðar átti frumkvæðið að máli þessu og lagði fram sjálfboða- störf í því sambandi. Ennfrem- ur kvenfélagið Sif, sem gaf bæði tæki og peninga til vallarins. Að öðru leyti sá Patrekshreppur um allan kostnað. Kostnaður við völl inn mun vera um kr. 400.000,00. — TraustL ins eftir helgi. Ljósm. MM. Sveinn Þormóðsson tóik mynd- ina. Fiskbúðir og Grænmelis- Iverzlunin seljo knrtöflur ENN hefur engin lausn feng- ) izt á deilu þeirri, sem risin er vegna þess, að matvöru- i kaupmenn í Reykjavík og ná- grenni telja sig ekkí fá nógu háa álagningu tii að það borgi dg fyrir þá að selja kartöflur. Eru nú kartöflubirgðir á þrotum í flestum verziunum. Blaðið átti í gær tal við Þorgils Steinþórsson söiu- mann hjá Grænmetisverzlun landbúnaðarins. Sagði hann, ið kaupmenn hefðu engar pantanir gert á kartöflum hjá verzluninni frá því um siðustu heigi. Hins vegar hefðu fisk- Iraupmenn gert meiri kartöflu kaup heldur en venjulega, en þeir hafa kartöflur á boð- ítólum, og svo hafi almenn- ingur einnig lagt leið sína í Grænmetisverzlunina og gert innkaup sín þar. Þrátt fyrir þetta kvað Þorgils söluna mun minni en venja er til, og taldi hann það stafa af þvi, að kaupmenn hefðu enn ekki allir lokið við að selja þær þirgðir, sem þeir áttu fyrir síðustu helgi. ' Það er sem kunnugt er hin ivokallaða Sexmannanefnd, æm ákveður verð á kartöflum iem og öðrum landbúnaðaraf- urðum, en í henni eiga sæti fulltrúar framleáðenda og ineytenda. Mercedes-Benz vonn FIRMAKEPPNI G.S. lauik 9.1. fösfcudag mieð úrslitaleik milli Mercedes-Benz og Volikswagen. Högni Gunnilaugsson, sem keppti fyrir M-B sigraði Eiríik Ólafeson (Volkswagen) og munu umboðs- menn Mercedes-Benz hér á landi hljóta vandaðan verðHaiunagrip í sigurlaun. Alils fcóku 57 fi.rmu þáitt í keppninni, 9em va.r hin ánægjuLegiasta og margir ieikir tvisýnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.