Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 19
FimmtudagUT 19- Sgúst 1965 MOkCUNBLAÐIÐ 19 Jón Arngrímsson Minningarorð JÓN Amgrímsson er dáinn og horfinn úr hóp félaga sinna, en (þeir voru margir, því Nonni var vinsæll. Nonni eins og við köll- uðum hann var sonur hins ágæta manns, Arngríans Fr. Bjarnason- ar, ísafirði, og Guðríðar Jónsdótt ur fyrri konu hans. Móður sína jnissti Jón ungur og er mér nær að halda að hann hafi aldrei borið þess bætur alla æfina, því hann var mjög tilfinninganæm- ur maður og mátti aldrei aumt sja svo að hann vildi ekki úr bæta ef hann gat. Við sem áttum því láni að fagna að vinna með Nonna, setti hljóða þegar við lásum andlát hans á svo hörmulegan hátt. Jón byrjaði snemma að vinna eins og flestir þurftu að gera á þeim tíma og var orðinn þreyttur og slitinn maður þegar hann lézt, og ég held saddur lífdaga. Víst er það satt, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur; það finnum við gerzt nú hvað djúpstæð áhrif hann hafði á okk- ur, harðgerða sjómenn, sem van- ir eru þarðri lífsbaráttu við Ægi konung, því hann var hinn bezti drengur. Jón safnaði ei auði um æfina, enda maður greiðugur og grun hef ég um það að stundum hafi rúmið verið kalt og koldinn steinn, því Nonni átti aldrei fast an samastað í landi fyrr en nú síðustu árin. Hans bezta heimili var hjá Guðrúnu Guðmundsdótt- ur og syni hennar, Jóhannesi Hermimdarsyni og konu hans bú sett á Akureyri. En Guðrún var Nonna eins og önnur móðir. — Systur átti hann tvær og þótti mjög vænt um þær, Línu, bú- setta að Svarfhóli í Svínadal og Ingu, búsetta í Reykjavík. Eins minntist hann með hlýhug á bróður sinn, Hannes, búsettan í Hveragerði, en hann var einmitt staddur í sumarfríi þegar Nonni lézt. Já, það er margs að minnast á skilnaðarstund, eftir glaðan vinafund, Nonni minn. Ég minn- ist hversu glaður þú varst að aflokinni siglingu er þú gekkst um meðal Htlu barnanna og gladdir þau. í>au eru mörg leik- föngin hjá frænda og frænku víðsvegar um landið sem þau leika sér að eftir þinn dag og minnast þín, því þú varst fyrst og fremst vinur barnanna. Við minnumst hins glaðværa hlátur, sem þú áttir svo hægt með að koma af stað og koma öðrum í gott skap. Við munum ekki held ur lengur heyra þínar ljúfu og leikandi vísur, sem þú áttir svo gott með að kveða af munni fram, engum til skaða, en öllum til gamans og ánægju. Nonni minn. Það var ekki mein ingin að skrifa um þig langa minningargrein þótt þú sért horf- inn af sjónarsviði okkar eftirlif- andi félaga þinna. Það hefði ver, ið á móti þínum vilja. Aðeins minnast þín eins og þú varst og komst okkur félögum þínum fyr ir sjónir, prúður og góður maður. Nú líður að burtför okkar. Við göngum til skips og siglum til hafs á ný. En þú gengur á fund skapara þíns og þar muntu hitta móður þína. sem þú misstir svo ungur. Gamlir ktumingjar. Theodór $. Georgsson málflutningsskrifstofa Hverfisgötu 42, IU. hæð. Opið kl. 5—7 Simi 17270. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Simi 1-1875. GERIÐ SAMANBLRÐ Á VERÐI ! ! ! Framúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága verð tryggir hagstæðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliggjandi í eftir töldum stærðum: 520x13/4 Kr. 668,00 590x13/4 — 815,00 640x13/4 — 930,00 640x13/6 — 1.080,00 650x13/4 — 1.122,00 670x13/4 — 970,00 670x13/6 — 1.114,00 520x14/4 — 735,00 560x14/4 — 810,00 590x14/4 — 860,00 750x14/6 — 1.215,00 560x15/4 — 845,00 590x15/4 — 920,00 640x15/6 — 1.153,00 670x15/6 — 1.202,00 710x15/6 Kr. 1.295,00 760x15/6 — 1.579,00 820x16/6 — 1.787,00 425x16/4 — 591,00 500/525x16/4 — 815,00 550x16/4 — 960.00 600x16/6 — 1.201,00 650x16/6 — 1.285,00 700x16/6 — 1.731,00 900x16/8 — 3.881.00 650x20/8 — 2.158,00 750x20/10 — 3.769,00 825x20/12 — 4.400.00 1100x20/14 — 8.437,00 900x20/14 — 5.591,00 HR.KRI5TJANSS0N H.F. U M B 0 0 M) SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Stúdentaráðstefna NATO-ríkja hefst hér á laugardag 50 þátttakendur DAGANA 21. til 31. ágúst fer fram í Reykjavík 7. stúdenta- ráðstefna Atlantshafsbandalags- ríkjanna. Þátttakendur í henni verða um 50 talsins frá öllum 15 aðildarríkjum bandalagsins. Á ráðstefnunni verða fluttir 10 fyrirlestrar auk þess sem þátt- takendur sjálfir munu taka til umræðu ýmis efni. Þá verða m. a. farnar kynnisferðir um höfuðborgina og nágrannasveit- ir. Stúdentaráðstefnur Atlantshafs bandalagsríkjanna eru haldnar til skiptist í ríkjunum og var sú síðasta haldin í Róm í fyrra. Það eru utanríkaráðuneyti landanna sem bjóða til ráðstefnanna, en framkvæmd þeirra er gjarnan falin samtökum áhugamanna. Mun VARÐBERG — félag ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu — annast framkvæmd ráð stefnunnar hér í samstarfi við ráðuneytið. Setningarfundur ráðstefnunn- ar verður haldinn í hátíðasal Há- skóla íslands árdegis næstkom- andi laugardag. Þar munu flytja ávörp þeir Hörður Einarsson, formaður VARÐBERGS og Yavuz Karaözbek, æskulýðs- og menntamálafulltrúi Atlantshafs- bandalagsins. Síðan flytur dr. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra fyrirlestur um efnið: „Lög og réttur í alþjóðlegum sam- skiptum". Síðar um daginn munu þátttakendur fara í kynnisför til Þingvalla þar sem sr. Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður mun frá 15 þjáðum segja frá sögu staðarins á Lög- bergi, en þaðan verður svo farið að Sogi og í Hveragerði. Fyrirlestrar á ráðstefnunni munu ýmist fjalla um stjórnmál, menningarmál, efnahagsmál og vísindamál, en fyrirlesarar eru bæði kunnir menn innlendir og þrír komnir erlendis frá. Eru hinir fyrirlestrarnir þessir: ,Stjónmálasamstarf Atlantshafs bandalagsríkjanna og framtíð bandalagsins“, fluttur af William Newton, deildarstjóra í stjórn- máladeild Atlantshafsbandalags- ins; „Norrænt samstarf; árang- ursríkt þrátt fyrir mismunandi utanríkisstefnur“, fluttur af Sig- urði Bjarnasyni forseta Norður- landaráðs og formanni utanríkis- málanefndar Alþingis; „Efna- hagssamstarf innan vébanda Atlantshafsbandalagsins og efna hagsþróunin í hinum ýmsu heimshlutum", fyrirlesari André Vincent forstöðumaður efna- hagsmáladeildar Atlantshafs- bandalagsins; Utanríkisviðskipti íslands og viðskiptavandamál", fluttur af Þórhalli Ásgeirssyni ráðuneytisstjóra; Menningar- tengsl íslendinga við aðrar þjóð- ir fyrr á öldum — og íslenzkur bókmenntaarfur" fyrirlesari dr. Helgi P. Briem sendiherra; „Al- þjóðlegt samstarf og vernd þjóð- legra verðmæta", sem dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra mun flytja; „Vísindasamstarf aðildarríkja Atlanthafsbandalags ins“, fluttur af dr. Hans J. Helms, deildarstjóra í vísindadeild At- lantshafsbandalagsins; „Vísinda- rannsóknir í þágu íslenzkra at- vinnuvega“, fluttur af Stein- grími Hermannssyni fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs Ríkisins; og loks „Utanríkis- stefna fsalnds", sem Agnar KL Jónsson ráðuneytisstjóri flytur. Eins og fyrirlestrarnir bera með sér, er tilgangur ráðstefnunnar tvíþættur, þ. e. að kynna bæði málefni er varða samstarf At- lantshafsríkjanna og íslenzk málefni sérstaklega. Auk fyrirlestranna verður verulegum hluta af tíma ráð- stefnunnar varið til umræðna þátttakenda sjálfra um ýmis atriði, sem á einn eða annan hátt snerta framangreind efni. Af umræðuefnunum má t. d. geta þessarar: „Hlutverk NATO í framtíðarsamstarfi Atlantshafs- ríkjanna", „Hvaða hættur steðja helzt að friðnum og hinum frjálsa heimi í dag?“, „Áhrif milliríkjaviðskipta í þróun al- þjóðastjórnmála“, „Hve víðtæk völd er eðlilegt að fela, fjölþjóð- legu stofnunum", „Hlutverk smá þjóðanna á sviði alþjóðamála", og „Áhrif hinna öru vísindalegu framkvæmda á líf einstaklings- ins“, o. S. frv. Meðan ráðstefnan stendur yfir mun þátttakendum gefast m. a. tækifæri til að heimsækja dag- blöð í Reyþjavík og atvinnufyrir tæki. Þeir munu fara skoðunar- ferð um Reykjavík og koma í aðsetur borgarstjórnar að Skúla- túni 2, heimsækja Þjóðminja- safnið og fleiri staði. í lok ráð- stefnunnar munu þátttakendur heimsækja Keflavíkurflugvöll og skoða viðbúnað þar. Tungumál ráðstefnunnar verða tvö, enska og franska, og verður þýtt jafnóðum á milli þeirra. Þátttakendur munu búa á Hótel Garði meðan ráðstefnan stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.