Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Fimmtu'dagiír 19. ágúst 1965 Syndafallið á fjölunum eftir 3 vikur Þorsteinn Ö. leikur i Endasprettinum NÆSTKOMANDI mánudag tek-| * ur Þjóðleikhúsið til starfa eftir sumarleyfið. Mbl. spurðist fyrir um það hjá Þjóðleikhússtjóra, hver yrðu fyrstu verkefni leik- hússins. Fyrsta leikritið í haust verður Syndafallið eftir Arthur Miller og verða teknar upp æf- ingar á því aftur á mánudag. f aðalhlutverkum eru Herdís Þorvaldsdóttir og Rúrik Haralds son. Leiritið var fullæft án leik- tjalda fyrir sumarleyfin, en leík tjöld hafa nú verið unnin og hægt að byrja æfingar með þeim. Væntanlega verður frum- sýning 10. september. Þann fyrsta september hefj- ast æfingar á Afturgöngunum eftir Ibsen, en norski leikstjór- inn Gerda Ring kemur og setur það á svið. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi þýddi leikritið í vor og sumar. Aðalhlutverkin leika Gunnar Eyjólfsson og Guðbjörg Þorbj arnardóttir. Einnig verður nú tekið til æf- inga leikrit eftir Peter Ustinoff, sem líklega hlýtur nafnið Enda- spretturinn, en það heitir á frum málinu Photofinish. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur aðalhlutverk- ið, en hann hefur ekki leikið hjá Þjóðleikhúsinu síðan í ís- landsklukkunni er hún var sýnd í tilefni af Nobelsverðlaunum Halldórs Kiljans Laxness 1956. Þetta eru þau leikrit sem nú í haust verða tekin til æfinga og byrjað verður að sýna fyrri hluta vetrar. Jane Fonda ogRoger Vadim ganga í hjónaband Las Vegas, 16. ágúsrt (AP) Á LAUGARDAGINN gengu í hjónaband í Las Vegas banda rísika leikikonan, Jane Fonda, og franski leiks'tjórinn >g kvikmyndaframleiðandinn, Etoger Vadim. Jane er dóttir leikarans fræga, Henry Fonda, en hann gat ekiki verið viðstaddur brúðkaupið vegna 'anna I New York. Þetta er fyrsta hjónaband Jane, en hún ar þriðja kona Vadims. Fyrsta kona hans var Brigitte Bardot, ;n önnur dansika kvikmynda- leikkonan, Anette Ströyberg. Um miðja vik>una hailda brúðhjónin til Parísa-r. Þar aetlar Vadim að hefja gerð nýrrar kvifcmyndar og leikur kona hans aðalhlutverkið. Haflinger í reynsluakstri í Skerjafirði. Haflinger — ný landbúnaðar- Margir þekktu Jeppa úti á landi Sýndur 43 sinnum á 43 dögum bifreið JEPPAFLOKKURINN svnefndi, þ.e. leikflokkurinn sem fór með leikritið „Jeppa á Fjalli“ í leik- för um landið, er kominn heim. Jeppaflokkurinn hafði 43 sýning ar á 43 dögum á 40 stöðum á Norður- Vestur- og Austurlandi við mjög góðar undirteknir. — Jeppi á marga gamla vini, sögðu þeir Karl Guðmundsson og Jón Kjartansson, er þeir litu inn á Mbl. í gær. Fólk þekkir hann ákaflega víða. Við hittum t.d. 3 fyrrverandi Jeppa, einn í Bolungarvík, annan á Sauðár- króki og þann þriðja í Vopna- firði. Sá síðastnefndi er Nikulás Albertsson, sem í 40 ár hefur verið viðriðinn leiklistarstarf- semi á Vopnafirði og árið 1918 Myndorleg gjöf tíl Sólvangs Hinn 9. ágúst ’65 barst Sólvangi svohljóðandi bréf frá herra Páli Guðmundssyni Höfða v/Hvamms tanga: Hér með sendi ég Sól- vangi, Hafnarfirði kr. 20.000,00 — tuttugu þúsund krónur 00/100, til minningar um móður mína, Guðrúnu Daníelsdóttur og syst- ur mína, Jónu Helgadóttur. minn ugur þess, að móðir mín naut skjóls og aðhlynningar á ævi- kvöldi sínu á Elliheimili Hafnar- fjarðar. Fjárhæðinni má ráðstafa eftir ákvörðun forstjóra Sólvangs og Bæjarráðs, þó legg ég til að fénu þýddi hann Jeppa á Fjalli, stjórn aði leiksýningunni, lék Jeppa og samdi lokasöng, sem hann leyfði okkur að heyra. Ferðin gekk vel, að sögn þeirra félaga. Að vísu með tilheyrandi bilunum á farartækjum, en aldrei þurfti að fella niður sýn- ingu af þeim sökum. Jepparnir björguðu því, enda tókst alltaf að fá jeppa til að bjarða málinu og flytja leikara og útbúnað á sýningarstað. Nú eru leikararnir aðeins að kasta mæðinni, en síðan er ætlun in að sýna á Suðvesturlandi, fara á Suðurnes, á Akranes og í Borg arnes og til Vestmannaeyja og byrja væntanlega um næstu helgi. verði varið til kaupa á einhverj- um hlut, sem megi verða til ánægju vistfólki á dvalarheimili því, sem í undirbúningi er að byggja á Sólvangi". Sólvangur þakkar innilega þessa höfðinglegu gjöf og þá vin semd, sem gefandinn með henni sýnir stofnuninni. Hafnarfirði, 16. ágúst 1965. F.h. Sólvangs: Jóh. Þorsteinsson. Vatnslitamyndír í IViokkakaffi EGGERT Laxdal sýnir um þessar mundir um 30 vatnslita- myndir i Mokkakaffi við Skóla- vörðustíg. Vinabæjofundur í Kópavogi í SAMBANDI við XIX. norræna skólamótið bauð Norrænafélagið í Kópavogi þátttakendum þess, sem komu frá vinabæjum Kópa- vogs til kaffidrykkju og kynnis- ferðar um Kópavog og nágrenni að kvöldi laugardagsins 23. júlí s.l. Um 20 manns þekktust boðið, flestir frá Þrándheimi í Noregi, ennfremur frá Odense í Dan- mörku og Norrköping í Svíþjóð. Því miður gat enginn komið frá Tampere í Finnlandi, en allir Færeyingarnir á skólamótinu, fjórir talsins, voru meðal gest- anna. Formaður félagsins, Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, bauð hóp- inn velkominn, bauð honum á skriístofu sína og rakti þar sögu byggðarinnar í stuttu máli. Því næst var ekið um bæinn og komið við í skólunum, þar sem skólastjórarnir sýndu gest- unum húsakynni. Þá var sezt að kaffiborði í Félagsheknilinu, þar tóku til máls fulltrúar vinabæj- anna. Axel Benediktsson og Hjálmar Ólafsson þökkuðu kenn urunum komuna. Síðan var ekið um Álftanes og Hafnarfjörð und ir leiðsögn formanns félagsins. Veðurblíða átti sinn þátt í að auka á ánægju þessarar kvöld- stundar. Meint ölvun við akstur Akranesi, 17. ágúst. — ÞAÐ er sjaldigæft að varnarliðs- menn sjáist hér í bænum. Þó bar út af þessu í fyrradag. Lögregl- únni var til'kynnt að Ghervolet- bíM með 3 varnarliðsmönnum seki ógætilega og fremur glæfra- lega í nágrenni bæjarins. Lög- regilan fór á stúfana og fann mennina, nýkamna inn á hótelið. Hún fór með einn manninn, sena kvaðst hafa ekið bifreiðinni á sjúkralhúsið tiil blóðrannsóknar. Lögreglan ætlaði niður á hóteiið aftur, en mætti þá hiinum 2 á götunni og höfðu þeir teikið bíll- inn, og var sá ökumaðurinn einnig tekinn til blóðrannsóknar. Þá um kvöldið flutti lögreglu- maðurinn á Miðsandi, Finnur Eyjólfsson mennina inn í her- mannabústaði í Hvalfirði. Dag- inn eftir sótti Finnur bíl þeirra. Mun þetta meint ölvun við akst- ur. Eru mennirnir af Keflavikur- vellli. — Oddiur. BLAÐAMÖNNUM var nýlega boðið að sikoða jeppabifreið að gerðinni Haflinger, en innflutn- ingur er nýlega hafinn á þeirri ger'ð bifreiða. Haflinger er fram leiddur í verksmiðjum Steyr- Daimler-Pueh samsteypumnar í Austurríki, en þær verksmiðjur framleiða flestar gerðir farar- tækja. Hlutafélagið Skorri hefur tekið að sér innflutning þessara bifreiða til lamdsims, en fram- kvæmdastjóri félagsins er Har- aldur Vilhelmsson. Lýsti hann tæknilegum atriðum bifreiðar- imnar fyrir blaðamönnum. Haflinger jeppabifreiðin er fá- anleg í mörgum gerðum. Sam- eiginlegt méð öllum gerðurn er eftirfarandi: Loftkæld, tveggja strokka fjórgengisvél, 24 hestafla (DIN), fjögurra gíra kassi með öilum gírum samstilltum, más- munadrifstæsingar að framan og lltsvör í Stykkishölmi STYKKISHÓLMI. — Niðurjöfn- un útsvara í Stykkishólmi er ný- lega lokið. Var lagt á eftir hin- um lögbiðna skala en útsvör síð- an hækkað um 12%. Útsvör sem náðu kr. 1000,00 voru felld niður, almannatryggingar að undantekn um fjölskyldubótum voru undan- þegnar útsvari og eins hálfur sjómannafrádráttur. Alls voru út svör rúmar 4 millj. en aðstöðu- gjöld um 1 millj. Hæstu útsvör greiða Geir Jónsson sjúkrahús- læknir kr. 103.000,00. Guðmund- ur H. Þórðarson héraðslæknir kr. 75.800,00. Hæsta aðstöðugjald Kaupfélag Stykkishólms með 450 þúsnd. Niðurstöðutölur fjárhags- áætlunaf" eru kr. 7.300.00,00. Til menntamála er veitt kr. 1,2 millj. til verklegra framkvæmda rúm 1 milljón. Eignabreytingar 1,5 millj. og lýðtryggingar kr. 850 þús. krónur. IVfik.il! ferða- mannastraumur Stykkishólmi: —r VEÐURBLÍÐA hefir verið mikil við Breiðafjörð í júlí og ágúst enda ferðamannastraumurinn um Snæfellsnesið eftir því. Sumar- hótelið í Stykkishólmi hefir haft mikil viðskifti í sumar það sem af er og hefir veitt ákjósanlega þjónustu. Þangað sækja æ fleiri enda húsakynni með því bezta, sem þekkist svo og öll fyrir- greiðsla. Hótelstjórinn Lúðvík Halldórsson lét vel af aðsókn— inni í sumar er ég ræddi við hann um daginn. — Fréttaritari. aftan (ekki sjálfvirkar), sjálf- stæð fjöðrun á hverju hjóli (gormar og höggdeyfar) og „filjótandi“ öxlar. í einföldustu útgáfu á bifreið- in að kosta kr. 114 þús. Hægt er að fá með bifreiðinni sérstakt drif fyrir úðunartæki, slökkvi- tæki, loftpressu eða þ.h. Einnig , er hægt að fá bifreiðina útbúna sem sjúkrabifreið eða snjóplóg. Fyrir ófærur er hægt að fá mis- munandi gerðir af hjólbörðum fyrir sand eða snjó. Lengd bif- reiðarinnar milli öxla er 150 cm, en lengri gerð er fáanleg með 180 cm milli öxla. Eins og áður er sagt, er grunn- verð Haflinger 114 þús. krónur. Benzíneyðsla er talin 9 lítrar á hverjum 100 km. í innanbæjar- j akstri en 3—5 lítrar á klst. í I ófæru. Hæð undir lægsta hluta bifreiðarinnar eru 24cm. Með pólmonn í höndnnum Akranesi þriðjudag 17. ág. Kna ttspy rnuk a pple ik.u r fór fram í Miðgarði í Staðarsveit kil. 4 síðdegis, sunnudaginn 15. ágúst milli UMF Staðarsveitar o>g UMF Þrastar í Innri-Akraneshreppi. Veður var stillt. f hálfieik stóðu Staðarsveitarmenn með páknann í höndunum með 3 mönk gegn 1 marki. Sáu Innnesingar að við svo búið mátti ekiki sanda og hófu nú harða sókn, gerbreyttu sig- urhorfum andstæðinganna, svo leiknum lyktaði með sigri Þrasta •með 4 mörkum gegn 3. — Dóm- ari var Jóhann Ólafsson. Kennedybók ÍSLENZK-AMERÍSKA féiagið hefur fyrir nokkru gefið út minningarrit um John F. Kenne- dy, hinn myrta Bandaríkjafoir- seta. Málverk af Keninedy prýðir kápu bókarinnar, en í henni er að finna ýmislegt af því, sem um hinn látna forseta var ritað í ís- lenzik blöð. Forseti ísilands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ritar inn- gangsorð. Þá fara á eftir ummæli leiðtoga stjórnmálaflóklkánna um forsetann, og ræða herra Sigur- björns Einarssonar biskups við minningarathötfin í Dómkinkj- unni. Loks eru í bókinni þrjú ljóð um Kénnedy. —Ensk þýðimg fylgir bæði ljóðum og ábundmu máli, og loks er bókin prýdd myndum. Hún er tiil sölu í bóka- verzlun Sigfúsar Eyimiundssonar í Austuirstræti. Á sunnudag vallt bíll frá Sauðárkróki í brekkunni ofan við Víðimýri í Skagafirði. Þrjá stúlkur voru í bílnum, auk bílstjór- ans, en ekki er vitað til að neinn hafi meiðzt. Þessa mynd tók fréttaritari blaðsins, Sv. P., er leið átti fram hjá slysstaðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.