Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 3
FimmtudagUT 19- ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 n AIX.TAF hvílir einhver leynd ardómsfullur blær yfir rós- inni. Rómverjar hinir íornu ræddu trúnaðarmál sín undir rós og var þá til þess ætlazt, að sagan færi ekki lengra. Svo hefur rósin þjónað mikilvægu hlutverki í' samskiptum kynj- anna, því að rauð rós hefur komið í stað ástarjátninga eða að minnsta kosti verið til staðfestingar á sérstakri vin- áttu og virðingu. Menn skyldu ætla, að á tækniöld væri rósa- rómantík úr sögunni, en við Ámi sýnir okkur rós, sem var útsprungin um of, svo að ekki var hægt að senda hana á markað. (Ljósm.: Gísli Gestsson). Rúsir í Hverageröi höfum heyrt, að þess séu mörg dæmi. að piltar leggi leið sína í blómabúðir annað slagið til kaupa á rauðri rós handa sinni kærustu — og í sumum tilvikum eru hinar kærustu svo margar að við- komandi er í föstum reikn- ingi hjá blómasalanum. hetta er allt óskaplega skemmti- legt og ungmeyjar tárfella, þegar þeim berst skráþurr rós í sendibréfi til útlanda. Og rósin vöknar og frá henni legg ur ástarilman. • Svo voru líka og hvítu rós- irnar í Bretlandi á miðöldun- um. En það er fjarri lagi að setja þær í nokkurt samband við kærleikann. hannig skipt ir rósin um hlutverk. Við ók- um í Hveragerði um daginn til að kynna okkur rósarækt og við hugsuðum um öll þessi fim af rósum — líka Ólaf liljurós og Rósinkr&nz. Við fórum upp í gróðurhús- in við Fagrahvamm og ætluð- um að hitta eigenda þeirra, Ingimar Sigurðsson, en hann var þá í Reykjavik. A hlaðinu hittum við rösklegan strák, Árna Jón Eyþórsson, sem er 11 ára, fæddur og uppalinn í Hveragerði. Hann sagði okkur þessar fréttir af Ingimar, og lét þess jafnframt getið, að okkur væri velkomið að líta inn í húsin undir sinni leið- sögn, þó að hann væri kannski hálfgerður fúskari í faginu enn þá! — >að er nú ekki mikið að sjá um þessar mundir, sagði Þannig líta menn út með grímuna, þegar þeir úða skordýraeitri. Árni, — þvi að við höfum klippt af flestar útsprungnu rósirnar. Það er alltaf gert jafnóðum. Þær eru svo lagað- ar til og þvi hent sem illa er farið og ^elzt ekki. — Þið þurfið líka að gróður setja nýjar plöntur? — Já, já. Við skerum af afleggjara og setjum þá í vik- ur. Áður en þetta er gert, stingum við endanum í svona Floraminpúður í dollu, en það gerir það að verkum, að ræt- ur myndazt. — Þið þurfið lík að vökva gróðurinn? — Já, við úðum blómin með vatnsdreifara í loftinu í hús- unum og svo vökvum við ræki lega einu sinni í viku. Þegar Arni er búinn að sýna okkur hvernig afleggjurum er stungið í púðrið fer hann að leita blóma í húsinu, en þau eru flest annað hvort of lítið útsprungin eða of mikið, til þess að hægt sé að senda þau á markað. Allt, sem söluhæft var, hafði verið tekið skömmu áður. Þegar við höfðum gengið um rósahúsið spurði Árni, hvort við vildum ekki koma yfir í tómatahúsið. Við þökk- úðum boðið, en spurðum, hvort piltarnir í Hveragerði kæmu í húsin til að fá rósir handa kærustunni. — Nei, ekki gera þeir það nú. Þeir kaupa bara rósir hjá Palla Nikk og setja Þær í hnappagatið, við hátíðleg tækifæri. Við litum svo inn í tómat- húsið, en þar voru bara græn- ir og óþroskaðir ávextir. En þarna voru falleg vínber, sem eiga kannski eftir að birtast á mynd og laða hingað er- lenda ferðamenn. Það var 24 stiga hiti í tómatahúsinu og við höfðum þar skamma viðdvöl. Árni vildi samt halda áfram að sýna okkur húsakynni Fagra- hvamms og fer með okkur inn í herbergi þar sem gengið er frá uppskerunni áður en hún fer í búðirnar í Reykjavík. Þarna var líka gríma, sem not uð er, þegar skordýraeitri er sprautað á plönturnar og unga manninum fannst sjálfsagt að leiða okkur í alla sannleika um hvernig menn litu út með hana fyrir andlitinu. — Ja, ég veit nú ekki, hvað ég get sagt ykkur meira, sagði Árni. — Það er búið að reisa hér nýtt steinhús við sund- lauigna og þeir eru alltaf að bora hérna fyrir hitu vatni. Þið vitið þetta sennilega allt. En þið vitið áreiðanlega ekki, að hún systir mín tíndi 4 lítra af berjum í gær hérna í ná- grenninu og það er bara nokk uð gott. II JM Úr ökuferðinni. Á efri myndi nni sést vistfólkið ásamt nokkr um bifreiðastjórunum en á þeirri neðri bílalestin. Hreyfill býður vistfólki í Reykjulundi og Vífilsstöðum í ökuför LEIGrUBIFREIÐASTöÐIN Hreyf fyrst haldið til Hveragerðis og ill bauð í gær vistfólki á Reykja- ' Selfoss og numið staðar á báðum lundi og á Vífilsstöðum í ferðalag stöðunum. Síðan var ekið um úm nærsvetir Reykjavíkur. Var Hreppa, komið að Skálholti og farið í um 30 bifreiðum og var að Laugarvatni. Að lokum var ekið yfir Lyngdalsheiðina og staldrað við á Þingvöllum en síðan haldið heim á leið. Ýmis fyrirtæki hér í bæ, svo sem gos- drykkjaverksrhiðjur og sælgæt- isverksmiðjur gáfu nesti til far- arinnar. — Grikkland Framhald af bls. 1 a'ð víkja varnarmiálaráðlherran- um úr emibætti, oig neyddist Pap- amdreou þá til að segja af sér. Papandreou hefur siðan *þrá- sinnis reynt að komast í stól for- sætisráðherra á nýjan leik, og síðast í fyrri viku krafðist hann þess að verða gerður að for- sætisráðíherra aftur, ellleigar þá að efnt yrði tiil nýrra kosninga. Hafa stuðningsmenn Papandreou undirstrikað kröfur hans til em- bættis forsætisráðherra . með fj öildaifundum og mótmælaaðgerð um á götum úti. Aðstaða Papan- dreou hefur hinsvegar veikst veruiega við kilofninginn í flokki hans, Miðsambandinu, en í þeim floikki voru þeir Tsirimokos oig Stefancnpoulos einnig, svo og Novas, florsætisráðherra, sem mymdaði skammilífa stjórn fyrir nokkru. f kvöfld var þaö upplýst í Aþenu að Stefa nopou los myndi ekki taka þátt í hinni nýju stjórn Tsirimokos, en hún á að sverja emibættiseið sinn fyrir konungi þegar á mor.gun, fimmtudag, og kemur hún síðan fyrir þingið í næistu viku. smsniMR Lágkúruleg st j órnmálabarátta Stjórnmálabaráttan hér á fs- * landi hefur oft reynzt furðu lág- kúruleg og smá í sniðum. Um það er ekki sizt að kenna dag- blöðunum en mörg þeirra eru gefin út af stjórnmálaflokkun- um sjálfum, en það er fyrir- komulag, sem löngu er orðið úrelt í öðrum Iöndum, þar sem dagblöðin eru yfirleitt í eigu ein staklinga eða félaga. Þau styðja oft ákveðna stjórnmálaflokka eða stjórnmálastefnur í megin- dráttum, en eru ekki þrælat flokkanna á þann taátt, sem stundum vill bregða við hér á landi, að þau telji sér skylt að styðja flokkana í einu og öllu. • Vafalaust á það langt í land enn, að dagblöðin hér á landi verði að einhverju leyti óháð flokkun- um og marki sjálfstæða stefnu í málunum, en að því hlýtnr Þ® að koma. En á meðan núverandl fyrirkomulag er ríkjandi væri ekki úr vegi fyrir dagblöðin, og þá sem skrifa um stjórnmál I þau, að taka höndum saman um að hefja sjtórnmálabaráttuna upp á hærra svið en nú er, og leitast við að gera hana málefpa- legri en reyndin er nú. Leiðarar dagblaðanna vilja stundum verða innantómt stagl og rifr- iidi milli andstæðra blaða, rifrildi sem sjálfsagt er oft lesið af tiltölulega þröngum hóp, utan þeirra, sem hafa það að atvinnu sinni, að lesa þá og þykj ast þurfa að svara hverri hnútu, sem fram kemur í andstæðinga- blaði. Að bregðast skyldu sinni Með sliku háttalagi má segja, að dagblöðin í landinu bregðist skyldu sinni gagnvart lesendum. Þau eiga að vera þannig skrifuð, að almenningur í landinu geti myndaö sér málefnalega skoðun á málunum. Þau eiga að benda á þaö, sem betur mætti fara í þjóð lífinu, og ekki sízt eiga þau að vekja athygli á misferli og fé- lagslegu ranglæti, sem jafnan hlýtur að koma fram í ýmsum myndum. Því miður virðist svo sem stjórnmálaskrif blaðanna hér á landi séu í einhvers konar vítahring, sem ekkert þeirra þorir almennilega að brjóta sig út úr, af ótta við að hin dag- blöðin haldi áfram uppteknum hætti, og það verði stuðnings- flokki þess blaðs, sem slíka til- raun myndi gera til skaða. Ný viðhorf En vafalaust myndu blöðin komast að þeirri niðurstöðu, ef þau gerðu slíka tilraun, að slíkur ótti væri ástæðulaus. ís- lenzkir blaðalesendur eru svo þroskaðir og vel menntaðir, að þeir kunna að greina hismið frá kjarnanum. Stjórnmálabaráttan hér á landi, eins og hún hefur verið rekin allt of lengi, er úrelt og stjórnmálaflokkum, stjórn- málamönnum og dagblöðunum til litils sóma. Það þarf nýjan anda og ferskar hugmyndir í stjórnmálabaráttunni hér á landi og ef til vill er það hin unga og upprennandi kynslóð, sem mun sjá fyrir þvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.