Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 18
18 MORGUM*» ADID Frmmtiiðagwr 19. ágöst 1965 Maðurinn minn, HILMAK STEFÁNSSON íyrrverandi bankastjöri, andaðist að heimili sínu Túngötu 24, hinn 17. þ. m. Margrét Jónsdéttir. Maðurinn' minn, BOGI BRTNJÓLFSSON lyrrv. sýsÍBmaður, Ránargötu 1, andaðist á heimili sínu 18. þessa mánaðar. Sigurlaug Jéhannsdóttir. /Móðir okkar, KRISTÍN PÁLSDOTTIR t Fljótstungu, sem andaðist 15. ágúst, verður jarðsungin írá Gilsbakka- kirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 2 e.h. — Bilíerð verðux frá Nýju sendibílastöðinni kl. 9. — J>eim, sem viidu minnast Kristínar, er vinsamlegast bent á Krabbameins- félag íslands. Börnin. Utför eiginmanns míns GUBMUNDAR ÁSMUNDSSONAR hæstaréttariögmanns, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 21. ágúst kl. 10,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Hrefna Magnúsdóttir. ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Varmaiæk. Hveragerði, sem andaðist 13. þ. m. verður jarðsungin frá Kot- strandarkirkju laugardaginn 21. þ. m. kl. 2 e.h. — Bílferð verður frá B. S. í. kl. 12,30 f.h. Ingigerður Gottskálksdóttir. Útför, SVANHVÍTAR EINARSDÓTTUR frá Borgarnesi, fer fram frá Hallgrimskirkju föstudaginn 20. þ.m. kl. 1.30 e.h. Lára Vilhelmsdóttir. Friðrik Ingþórsson. Útför eiginmanns míns, NIKULÁSAR STEINGRÍMSSONAR fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. þ. m. kl. 10.30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Sigríður Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnahörn. Útför, SVEINS GUDMUNDSSONAR tollvarðar. Stórholti 33, sem andaðist 11. þ. m. í Borgarspítalanum, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 20. þ.m. kl. 1,30 e.h. Ingvar Kjartansson. Færum öllum hjartans þaktór er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför AGNARS GUÐMUNDSSONAR Bjamarstíg 12. Fyrir mfna hönd, barna, tengdabarna og barnabarna. Anna Þorkelsdóttir. Hjartans þakkir sendum við öllum. sem vottuðu okk ur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR húsasmiðs, Þjórsárgötu 1. Sérstakar þakkir færum við Helga Yngvarssyni, yfir- lækni og hjúkrunar- og starfsliði á Vífilsstöðum. María Sveinsdóttir, Steinunn 1. Guðmundsdóttir, Kristmundur Jónsson, börn og barnabörn. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför ÞÓRÓLFS GUÐJÓNSSONAR Innri-Fagradal. Elínbert Jónsdóttir, börn og tengdaböm. Þorvaldur Magnússon sjómaður - sjötugur SJÖTUGUR er í dag Þorvaldur Magnú&son, fyrrverandi bátsmað ur, nú til heimilis að Laugar- nesvegi 88 hér í Reykjavík. — Hann er Vestfirðingur í húð og hár; „frú Djúpi og Ströndum*‘. og mikil kempa sem sjómaður. Þorvaldur er einn al þekkt- ustu og reyndustu togarasjó- mönnum landsins, og á hann sér merka lífsbaráttusögu. Hann gekk til skips síns, Ingólfs Arn- arsonar, í fyrrakvöld, hraustur, glaður og reifur, manna fyrstur um borð sem venjulega, því aldrei hefir Þorvaldur kunnað því, að upp á sig stæði. Hann taldi ástæðulaust að láta sjötugs- afmælið hindra sig frá störfum; það væri víst ekki orðið svo gott að manna þessi skip! Ábyrgari og samvizkusamari mann getur ekki. Hann er einn þeirra manan, sem hiklaust og án þess að depla auga myndu ganga beint í dauð- ann heldur en sleppa hendi af því, sem þeim hefði verið trú- ’að fyrir. Fáir hafa sennilega fleiri brattari farið en Þorvaldur, hér 1 þessu landi sjómennskunnar, því hann hefir verið ötull og ó- deigur sjómaður, bæði undir- og yfirmaður, á svo að segja öllum tegundum skipa frá blautu barns beini, eða í um 60 ár, og lifað bæið súrt og sætt um áranna hring. Og fáir hafa líklega ver- ið sjaldnar heima á jólurn og öðrum stórhátíðum. Ég man hann ótalsinnum halda frá landi út í stórsjó, náttmyrkur, byl og sorta, þegar aðrir hnipruðu sig saman í notaleg hægindi sín og nutu værðarinnar. Slíkt er hið svala hlutskipti sjómannsins, sem allir una ekki, og sízt til lengd- ar. En mikið á þjóðfélagið að þakka svona stoðum, sem aldrei bregðast. Það var gott og mak- legt að velja mynd karimennis- ins Þorvaldar Magnússonar fram an á forsíðu „Sjómannasögunn- ar" islenzku. Hún sótnir sér vel sem tákn þeirrar manngerðar, sem veit ekki hvað það er að hopa af hóími á hverju sem gengur. Þorvaldur er seinni maður frú Halldóru Finnbjömsdóttur. sem áttræð varð 6. júní sl. og minnst var í Morgunblaðinu. Þeirra synir eru íþróttagarpurinn Finn- björn, skrifstofustjóri Loftleiða, I og Ásgeir málarameistari. Þau hjón eiga 45 ára hjúskaparaf- mæli á komandi hausti, og ná- lega jafnlangan tima hefir bann verið togarasjómaður. Fyrir nokkrum árum var Þor- valdur sæmdur heiðursmertó Sjómannadagsins. Það var verð- ug orðuveiting. Þegar hann varð fimmtugur, orti Guðmundur Geirdal kvæði það, sem fylgir þessum linum. Veit ég, að fé- lagar og vinir Þorvaldar hafa nú gaman af að lesa þessa raun- sönnu mann- og stéttarlýsingu skáldsins. Sjómaður, — hetja og vinur blárra vega! Vestfjarðamögur, tengdur Snæ- landsdölum! Kjörsonur Ægir karls, í sæld og trega, kætist er sérð hans dætur skauta földum. Veizt hvað þær geta vaggað notalega. Þorvaldur! — Kempa og sif ji sjófarenda, seiddi þig ungan hafsins bylgju- rómur. Sæþrá og trú á biámann lézt þér benda. Breiðablik Ægis varð þinn helgi- dómur. Enn höfðar sær til innstu hjart- ans kennda. Manstu, hve glatt þér hugur hló i barmi, hálfvöxnum snáða klæddum brók og staktó, þegar hún alda Iyfti Ijósum armi, löðrunga rétti knerri brims í svakki? Lokkandi ögrun brann á björt- um hvarmi Manstu, hve Rán þér kveikti eld í æðum, augu þin lýstu heit á vordags- kveldi? Vegmóðar bárur bláum undir slæðum blunduðu væran, skyggðar röðul- eldi. Yfir þeim vakti blær I himin- hæðum. Manstu, hve svall þér æskuþrek í armi? Ölvaðist geð, er Ieiztzu úr hafi risa ættjarðar f jöll með falinn eld 1 barmi, fortíðarblá í heklu jökulísa. Landmunir hlýir léku þér á hvarmi. Manstu, hve dátt þá lékst með þínum likum? Leiftruðu bros og hnyttiyrði á vörum. Úti til hafs og inni á lygnum víkum, ánægðir deilduð sömu farmanm kjörum, stritandi bræður, búnir vinnu- flíkum. Horfirðu um öxl, hve margs er þá að minnasi., myndir hins liðna svífa yfir tjaldið. Vinum, í hljóði, ástarþakkir innnast. Ægir og dauðinn heimta sama gjaldið. Fylkingar hafsins hetja í stríði þynnast. Brast þig ei kjark þótt úthafs- bárur yltu inn yfir söx í frosti og hriðar- myrkri. Þekktir það manna bezt — í brimsúg giltu bátverja samstillt verk í hendi styrkri. — Oft veldur fátið hinztu bræðrábyltu. Ao þegar kreppti og Helja hafs- ins ægði, hjarta þíns ástúð flaug til kona og barna. Karimennska og þrek í vörn sér hvergi vægði, vörninni sneri í sókn þín heilla- stjarna. Ógæfu í hálfa öld hún frá þér bægði. Lífsaldarhelft — hvað hafði ’húa þér að færa? Hróður þes manns, er gerði æ skyldu sína. Tuttugu ára togið humukæra, traust þinna vina, blysin, sem þér skína, sanna þér gleggst að „bik er bátsmanns æra“. Göfgi þitt líf hinn sanni sjó- mannsbragur. Sigidu til hinzta kvelds með þor í stafni. Vonfagur ijómi strengur hver og stagur. Stefndu til hafnar, Valdi — drottins nafni! Framtið þín verði’ einn sæblár sólskinsdagur. En ekki má ég gleyma ham- ingjuóskunum til afmælisbarns- ins og fjölskyldu hans! Vinur að vestan. . Af alhug þakka ég öllurri þeim, sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu, með blómum, skeytum, gjöfum eða á annan hátt. — Guð blessi ykkur öll. Gnðmundur Bjarnason, Hrafnistu. Hjartanlegar kveðjur og þaktór sendi ég öllum, skyldum og vandalausum, sem minntust mín með heim sóknum, gjöfum, blómum og skeytasendingum á sjötugs afmaeli minu hinn 9. þ. m. — Guð blessi ykkur öll. Guðrún Auðunsdóttir frá Prestsbakka. Greiðslu á afnotagjaldi frystihólfa verður veitt móttaka frá 1. september til 15. september 1965. Sænsk-íslenzka frystihúsið. ,t, Innilegar þakkir til aillia sem sýndu samúð og vinar- hug v.ð fráfall og jarðiaiför móður okkar, DÓMHILDAR ÁSTRÍÐAR GÍSLADÓTTUR María Ragnarsdóttir, Þór Símon Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.