Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 17
 Fimmtudagur 19. ágúst 1965 MOHGUNBLAÐID 17 Hatta- tízkan París haust Frá Gunnari Larsen, París. Húfa í svörtum, grænum og hvítum lit, teiknuð af Emanu- elle Kahn. Hattur úr brúnu filtefni frá Brosseau. Haustið hefur fyrir al- vöru hafið innreið sína í París, og 27. júlí byrjuðu tízkuhúsin með vetrar- tízkusýningarnar. Hattarnir sem mesta at- hygli hafa vakið eru Jean Charles Brosseau, Emanu- elle Kahn og Michele Rossier, en af þessum þrem ur hefur þó Jean Charles Brosseau átt mestum vin- sældum að fagna. Hann hefur með örfáum sýning- um sínum orðið einn al- vinsælasti hattarinn í tízku borginni París. Rúskinnshattur í brúnum lit, fóðraður með tweedefni frá Brosseau. Brúnn leðurhattur frá Brosseau. Veitt úr minning- arsjóði dr. Rögn- valds Péturssonar STJÓRN Minningarsjóðs dr. Rögnvalds Péturssonar til efling- ar íslenzkum fræðum hefir veitt styrk að fjárhæð þrjátíu og fimm þúsund krónur til Helga Guðmundssonar, sem lokið hefir B.A.-prófi í klassískum fræðum og cand. mag. prófi í íslenzku við Háskóla íslands. Kandídat- inn mun fást við rannsóknir á tvítölu í íslenzku, en um það efni fjallaði ritgerð hans til loka prófs i íslenzku. í stjórn Minningarsjóðs dr. Rögnvalds Péturssonar eiga sæti prófessorarnir dr. Halldór Hall- dórsson og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson og háskólarektor, prófessor Ármann Snævarr. Styrknum er úthlutað á 88. af- mælisdegi dr. Rögnvalds Péturs sonar, 14. ágúst, og er þetta önnur veiting úr sjóðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.