Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID Fimmtuclagirr 19. águst 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN — Síminn er að hringja, Jóna! Hver getur verið að hringja til okkar um miðja nótt? — Ég er hræddur um, að hún hafi ekki gætt hússins sérlega vel sagði Charlbury, og tók upp stækkunarglerið sitt til þess að skoða landslagsmynd í þung- lamalegri, gylltri umgerð. — Nei, það er ég líka hrædd Uim. En það getur nú verið sama. Sir Horace kemur þvi öllu í lag. En nú á hún Matilda að laga til í morgunverðarstofunni, og svo getum við setið þar og látið fara vel um okkur. Hún hleypti snögglega brúnum. — Það eina, sem ég hef áhyggjur af, er kvöld verðurinn, játaði hún. — Mér virðist helzt, að Matilda hafi ekki nokkra hugmynd eða kunn áttu í matartilbúningi, og ég skal játa, að það hef ég heldur ekki sjálf. Þú kannt nú að segja að það sé heldur ómerkilegt atr- iði, en ..... — Nei, svaraði lávarðurinn, einbeittlega. — Það tek ég alls ekki undir. Eigum við að borða héma? Þurfum við þess? — Já, ég er hér um bil viss um, að við verðum að gera það, sagði hún. — Ég er nú ekki viss um, hvenær við getum búizt við, henni Ceciliu, en ég trú varla, að hún komi fyrir klukkan sjö, því að hún var farin til Rich- mond með henni mömmu sinni, skilurðu, og auðvitað verða þær þar allan seinnipartinn. Hefurðu gaman af myndum? Á ég að fara með þér og sýna þér mynd- irnar í Langa Salnum? Ég held, að beztu myndirnar hangi þar. — Þakka þér fyrir, þær vildi ég gjarna sjá. En býztu við, að Rivenhall komi með systur sinni? — Ja, ég gæti trúað, að hann gerði það. Hún fer, hvort sem er, varla ein, og hann er auð- vitað sá, sem hún mundi helzt snúa sér til í slíkum vanda. Ég get auðvitað ekki fullyrt það, en þú getur reitt þig á, að ef Oharles kemur ekki með Cecy, þá kemur hann fljótlega á eftir henni. Við skulum koma og líta á málverkin meðan við bíðum eftir teinu. Hún gekk á undan honum að stiganum, en stanzaði við einn stól til að taka þar upp ferða- töskuna sína. Langi Salurinn var langur gangur, norðan til í húsinu, og niðadimmur þar eð þykk tjöld höfðu verið dregin þar fyrir alla glugga. Soffía tók að draga þau frá og sagði: — Hér eru tvær eftir Vandyke og ein, sem er sögð vera eftir Hol- bein, þó að Sir Horace efist nú um það. Og þarna er myndin af mömmu, eftir Hoppner. Ég man ekki eftir henni sjálf, en Sir Horace segist aldrei vera hrifinn af þessari mynd, af því að hún sé með einhvem rellu- svip, sem mamma var aldrei með. 55 — Þú ert ekki sérlega lík henni, sagði hann og leit á mynd ina. — Nei, alls ekki. Hún var tal- in mjög falleg, sagði Soffía. Hann brosti en sagði ekkert. Þau héldu áfram-að næstu mynd og síðan eftir ganginum endi- löngum, en þá bjóst Soffía við, að Matilda væri tilbúin með teið handa þeim. Henni fannst þurfa að draga fyrir gluggana aftur, svo að Charlbury tók að fram- kvæma það verk fyrir hana. Haim hafði dregið fyrir tvo þeirra og hafði seilzt eftir þeim þriðja, þegar Soffía kallaði allt í einu til hans: — Stattu kyrr eins og þú ert núna! Geturðu séð sumarhúsið þaðan, sem þú ert núna? Hann stóð og hélt handleggn- um kyrrum, og var rétt farinn að segja: — Ég sé eitthvað gegh um trén, sem gæti verið .... þegar hár hvellur heyrðist og hann stökk til hliðar, og greip um framhandlegginn, því að það var eins og glóheitur vir hefði stungizt í hann. Sem snöggvast var hann algerlega ringlaður af þessu, en svo sá hann, að ermin hans var sviðin og blóð kom upp milli fingra hans, og um leið sá hann, að Soffía var að leggja frá sér litla en snotra skammbyssu. — Ertu orðin vitlaus, Soffía? sagði hann ofsareiður. — Fyrirgefðu! Þetta var skammarlegt af mér, en ég hélt bara, að það yrði miklu verra, ef ég færi að vara þig við. — Hvern sjálfan skrattan meinarðu með þessu? spurði hann, og tók að vöðla vasaklút um handlegginn. — Komdu inn í eitthvert svefn herbergið og láftu mig binda um þetta! Ég hef allt tilbúið. Ég var hrædd um, að þú yrðir dálítið vondur, því að ég er viss um, að þetta hefur verið fjandans sárt. Ég þurfti líka að herða talsvert upp hugann til að gera það, sagði hún og ýtti honum mjúklega áleiðis til dyr- anna. — En til hvers? í guðs bæn- um, hvað hef ég gert, svo að þú þurfir að fara að skjóta á mig? — Alls ekki neitt. Þessar dyr hérna, og farðu svo úr frakkan- um. Ég var hræddust um, að ég kynni að skjóta skakkt og hand- Ieggsbrjóta þig, en það hef ég víst ekki gert, eða hvað? —• Nei, vitanlega hefurðu það ekki. Þetta er ekki nema skeina, en til hvers varstu að því? Hún hjálpaði honum úr frakk anum og bretti upp erminni. — Nei, þetta er bara skinnspretta, ó hvað ég er fegin! — Það er ég líka, svaraði hann kuldalega. Og ég má víst þakka fyrir að vera ekki stein- dauður! Hún hló. — Hvaða vitleysa! Á þessu færi? En líklega hefði Sir Horace orðið hrifinn af mér, því að ég skalf ekki fremur en ef ég hefði verið að skjóta á skífu, og það hefði ekki verið gott ef ég hefði fengið handa- skjálfta. Settu þig nú niður og lofðu mér að þvo það. Hann hlýddi og hélt handleggn um yfir vatnsskál, sem hún hafði verið svo forsjál að útvega. En hann var farinn að hafa gam an af þessu og nú, er hann hafði jafnað sig, gat hann ekki ahnað en brosað. — Já, hætt er við. Það er svo sem hægt að bugsa sér föðurstoltið yfir svona af- reki. Rósemi er víst lítið orð yfir það. Ætlarðu ekki einu- sinni að falla í yfirlið, ef þú sérð blóð? Hún leit upp frá verki sínu og á hann. — Nei, guð minn góð ur, þú heldur þó vonandi ekki, að óg sé nein penpía? Þá gat hann ekki annað en farið að skellihlæja. — Nei, það ertu þó sannarlega ekki, sagÍ5i hann, þegar hann náði andanum aftur. — Þú ert Soffía hin mikla! — Ég vildi, að þú vildir þegja, sagði hún og strauk handlegg- inn með mjúkum klút. Sjáðu til, það blæðir varla neitt lengur. Nú ætla ég að binda um það og þá finnurðu alls ekki til þess. — Þú heldur það ekki? Alveg er ég viss um, að ég verð kom— inn með bullandi hita innan skamms. Til hvers varstu að þessu, Soffía? — Jú, það skal ég segja þér, svaraði hún alvarlega. — Hr. Wychbold sagði, að Charles mundi annaðhvort skora þig á hólm fyrir þetta tiltæki, að fara með mér hingað, eða þá slá þig niður, og ég vil ekki, að þú verðir fyrir neinu slíku. Honum var ekki lengur skemmt. Hann greip um únlið hennar með heilu hendinni og sagði: Er þetta satt? Mest lang- ar mig til að gefa þér almenni- lega utan undir! Dettur þér í hug; að ég sé hræddur við hann C'harles Rivenhall? — Nei, það ertu sjálfsagt efcki, en hugsaðu þér, hvernig mér mundi líða ef hann Charles gengi af þér dauðum og það væri mér að kenna. — Vitleysa! sagði hann ösku- vondur. — Og ef annarhvor okk ar væri svo vitlaus að láta þetta ganga svo langt, sem ég full- vissa þig um, að aldrei yrði .... — Nei, það er víst rétt hjá þér, en ég held, að það sé líka rétt hjá honum hr. Wychbold, að Charles mundi .... hvað kallaði hann það nú .... gefa þér einn á smettið. — Það er trúlegt, en jafnvel þótt ég stæði ekki mikið í hr. Rivemhall, gæti ég samt etthvað látið til mín taka. Hún tók að vefja umbúðum um handlegginn á honum. — Það mundi ekki borga sig, sagði hún. — Ef þú legðir Charles að velli, þá yrði Cecilia ekki sér- lega hrifin af því, og ef þú held- ur, Charlbury sæll, að blóðnas- ir eða glóðarauga séu nokkur meðmæli hjá henni, þá ertu meiriháttar bjáni. — Ég hélt, sagði hann háðs- lega, að þú ætlaðir að fá hana til að vorkenna mér. — Einmitt! Og það var einm- itt það, sem kom mér til að fara að skjóta þig, sagði Soffía sigri- hrósandi. Hann gat ekki stillt sig um að fara að hlæja aftur. En á næsta augnabliki var hann að kvarta yfir því, að hún hefði haft umbúðimar alltof þykkar, svo að hann kæmist alls ekki í ermina. — Nú, ermin er ónýt hvort sem er, svo að þetta gerir ekk- ert tU, sagði Soffía. — Þú get- ur hneppt frakkanum að þér og svo skal ég búa til fatla á hand- legginn. Að vísu er þetta bara smáskeina, en það getur farið að blæða úr henni aftur, ef þú heldur ekki handleggnum upp. Nú skulum við koma niður og vita, hvort Matilda er komin með þetta te handa okkur. Reykjavlk, Kópavogur, Hafnarfjörður Okkur vantar 3, 4, 5 herb. íbúð eða einbýlishús til leigu, helzt fyrir 1. sept. Góðri vun- gengni og mánaðarlegum greiðslum heitið. Tilboð send- ist Mbl. fyrir 25. ágúst, merkt: „Sem fyrst — 2059“. Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Miðbær - Flókagata -neðri hluti Meðalholt - Bárugata - Bræðraborgarstígui Skeiðarvogur - Laugarásvegux Barðavogur Sími 22-4-80 GARÐAR GÍSLASON H F. 11500 BYGGINGAVÖRUR IVIótavír — Bindivír — HVERFISGATA 4-6 Jörð til sölu Jörðin Auðnir í Ólafsfirði ásamt öllum hús um og veiðiréttindum er til sölu. Kaup- tilboð sendist til Steins Ásgrímssonar, Auðnum, fyrir 15. september nk. LONDON DOMUDEILD Austurstræti 14. Sími 14260. HILAN CA <iðbuxur HEUICA skíðabuxur í ú r v a 1 i . — PÓSTSENDUM — LOIMDON, dömudeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.