Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID nmmtudagu'r 19. ágúst 1965 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Rítstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22460. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FRAMLEIÐSLA FISKRÉTTA Forsetinn og skáldiö Þegar Johnson for skáldavillt og vitnaði í Arnold í stað koivels SKÁLD eitt í Bandaríkjun- um, Robert Lowell, hefur jafn an verið á öndverðum meiði við forseta sinn í Vietnam-mál inu og ekki farið dult með. Honum var boðið til júní- veizlunnar miklu, sem John- son hélt bandarískum rithöf- undum, skáldum og fjölda annarra listamanna í Hvíta húsinu, en lýsti því yfir opin berlega, að sannfæring sín meinaði sér að sitja þetta boð og fór hvergi. Johnson vildi fara að skáld inu hóglega og ákvað að vitna í eitt ljóða hans í einhverri ræðu sinni og vita, hvort ekki breyttist til bóta um viðhorf Robert Lowell Lowells. En þá tókst svo ó- hönduglega til, að þessi við leitni forsetan „kollsigldi sig á „Doverströndu“ eins og dagblaðið „Washington Star“ komst að orði. Johnson forseti í blaðinu sagði svo frá at- viki þessu, að ræðuritarar for setans hefðu setið að samn- ingu ræð’u, sem hann átti að flytja æskufólki, er starfaði á vegum ríkisstjórnarinnar í sumarleyfi sínu og ákveðið að beita þar fyrir sig tilvitn- un í eitthvert Ijóða Lowells, því hann væri svo vinsæll af æskufólki. Kom þá aðvífandi einn heimildakönnuða Hvíta húss- ins með ágæta tilvitnun, sem fundinn var staður í fyrr- greindri ræðu. í henni segir forsetinn m.a.: „Skáldið Ro- bert Lowell er ekki yfirmáta hrifinn af öllu því, sem gert er hér í Hvíta húsinu. En sjálfur hef ég mestu mætur á einu ljóða hans, þar sem hann segir: „For the world which seems to lie out before us like a land of dreams". Það eru orð að sönnu nú á þessum Matthew Arnold stórkostlegu tímum — því við lifum sannarlega á stórkostleg um tímum — og við getum tekið undir með skáldinu og sagt, að víst standi heimurinn okkur opinn eins og Drauma- landið“. Aðdáendur Lowells í hópi áheyrenda að ræðu forsetans undruðust tilvitnunina og rak ekki minni til að þessi ljóð- lina fyrirfyndist í verkum skáldsins. Er betur var að gáð kom í ljós að Lowell hafði þar hvergi komið við sögu, heldur var það brezka 19. aldar skáld ið Matthew Arnold, sem í frægu Ijóð sínu um „Dover- ströndu“ lýst óhug þeim og ótta, er ágengni nútíma menn ingar vakti honum. Ljóð þetta sem oft er í vitnað, hljóðar svo: Ah, love, let us be true To one another for the world which seems To lie before us like a land of dreams So various, so beautiful, so new, Framh. á bls.' 23 (^jvo sem kunnugt er, hefur framleiðsla hálflagaðra fiskrétta aukizt mikið erlend- ís á seinustu árum. Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna og Samband íslenzkra samvinnu félaga reka tvær verksmiðj- ur í Bandaríkjunum, sem framleiða hálflagaða fiskrétti, svokallaða fiskstauta og hafa þessar tvær verksmiðjur náð nokkuð öruggri fótfestu á Bandaríkjamarkaði. Tilraun- ir til þess að setja upp slíka verksmiðju í Bretlandi tókust hins vegar ekki sem skyldi, enda eru þar stórir og sterk- ir fisksöluhringar, sem ráða yfir megninu af markaðnum. En greinilegt er, að þróun- in í allri matvælaframleiðslu er sú, að framleiðendur leit- ast við að framleiða hálflag- aða matarrétti, sem auðvelt er og fljótlegt að fullbúa. — Margs konar slíka rétti má sjá í verzlunum hér nú, eftir að liðkað hefur verið til um inn- flutning á ýmiskonar matvæl um. Þessi þróun í matvæla- framleiðslu er mjög athyglis- verð og íhugunarverð fyrir okkur, sem framleiðum mik- ið af þeim. Ef við viljum auka verðmæti þeirra fisk- afurða, sem við nú flytjum úr landi er ein leiðin til þess sú, að hefja framleiðslu á fjölbreytilegum hálflöguðum fsikréttum, sem fljótlegt er að fullbúa. Þetta mál hefur að vísu margar hliðar, og við ýmis vandamál er að fást, eins og til dæmis það, að í sumum löndum eru slíkir fisk réttir í hærri tolli en minna unnar fiskafurðir. En fyllsta ástæða er til, að fram fari ýtarleg rannsókn á þeim möguleikum, sem felast í framleiðslu hálflagaðra fisk rétta og ætti slík rannsókn að beinast bæði að markaðskönn un og einnig að því að finna upp nýja fiskrétti, sem mark- aðshæfir væru. Við íslendingar erum svo stórir framleiðendur á fiski og fiskafurðum, að við hljót- um að fylgjast mjög nákvæm- lega með þeirri þróun, sem verður í fisksölumálum á mörkuðum okkar erlendis. — Greinilegt er, að sú þróun stefnir nú í þá átt, að fram- leiða nú í miklu ríkara mæli hálflagaða fiskrétti og þess vegna verðum við auðvitað að béina kröftum okkar og kunnáttu að þeirri hlið þess- arra mála. Við verðum alltaf að gæta þess, að staðna ekki um of í þeirri fram- leiðslu eða á því stigi, sem ef til vill var það, sem gilti fyrir fimm til tíu árum. Við verðum a.m.k. að fylgjast með þróuninni og að mörgu leyti væri eðlilegt, að við hefðum nokkra forustu í þessum málum og beittum okkur fyrir margvíslegum nýjungum í framleiðslu fisk- afurða og fiskrétta. Fiskfram- leiðendur og sölusamtök þeirra þurfa að athuga þetta mál rækilega. HÖRMULEGAR FRÉTTIR A tburðirnir í Los Angeles að undanförnu, þar sem kom ið hefur til harðra átaka við mikinn hóp blökkumanna, hafa skiljanlega vakið nokk- urn óhug með mönnum. Kynþáttavandamálin í Banda ríkjunum, hafa í vaxandi mæli krafizt aðgerða stjórn- arvalda þar í landi og í for- setatíð núverandi Bandaríkja forseta og fyrirrennara hans hafa blökkumenn fengið mik- ilsverðar réttarbætur. Þrátt fyrir það gerast þó atburðir, eins og þeir, sem athygli manna hefur beinzt að á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna undanfarna daga. Það er mikill misskilning- ur, að þau vandamál, sem Bandaríkjamenn eiga við að etja, í samskiptum hvítra manna og svartra þar í landi, séu auðleysanleg og það er lítill greiði við blökkumenn að skrifa um þau mál, eins og gert er í Þjóðviljanum í gær, þar sem atburðunum í Los Angeles er líkt við styrj- öldina í Vietnam, og hvort tveggja kallað „barátta hinna snauðu og örv.æntingar- fullu gegn kúgurum sín- um.“ Erfið sambúð manna af ólíkum litarhætti er ekkert nýtt fyrirbrigði og alls ekk- ert sérstakt fyrir Bandarík- in. Það er til dæmis athyglis- vert að vaxandi innflutning- ur fólks frá ýmsum samveld- islöndum Breta er farinn að valda miklum erfiðleikum í Bretlandi og skapa þar marg- vísleg vandamál og þó eru ekki nema nokkur ár síðan Bretar voru fremstir í flokki þeirra, sem hneyksluðust á þeim vandamálum, sem Bandaríkjamenn eiga við að stríða í þessum efnum. Kynþáttavandamálin í Bandaríkjunum leysast ekki nema á löngum tíma fremur en annars staðar og vafalaust mun langur tími líða, þar til sambúð manna af ólíkum kyn þætti og ólíkum litarhætti verður á þann veg, að allir geti vel við unað. Það er ekki aðeins um að ræða sambúð hvítra manna og svartra, heldur hina ýmsu ólíku kyn- þátta, sem á þessum hnetti búa. En hvað sem um það er, er það samvizkumál og sæmd armál Bandaríkjamanna, að sjá til þess, að blökkumenn þar í landi búi ekki við verri hlut en hvítir menn á hvaða sviði sem er. Frumskilyrði þess er auðvitað að misréttið sé ekki verndað með lögum og jafnhliða því, sem unnið er að því að þurrka út lög- verndað misrétti hvítra manna og svartra, verður einnig að vinna að því, að fá fram þá hugarfarsbreytingu hjá bæði hvítum mönnum og svörtum, sem er grundvallar- skilyrði þolanlegrar sambúð- ar þessa fólks, sem á sér svo ólíkan uppruna. Valdamestu menn Banda- ríkjanna hafa nú gengið fram fyrir skjöldu og tekið forustu um baráttu gegn því misrétti, sem blökkumenn hafa búið við um langt skeið, og von- andi verður sú barátta til þess, að ekki þurfi oftar að berast svo hörmulegar fregn- ir frá Bandaríkjunum eins og þær, sem við höfum heyrt frá Los Angeles að undan- förnu. FRAMSÖKNAR- FORINGJAR Á FERÐALAGI ITtanferðir Eysteins og Þór- ^ arins Tímaritstjóra hafa að vonum vakið verðskuldaða athygli. Eysteinn Jónsson lagði af stað í gær til Búlg- aríu, þar sem hann mun bera saman bækur sínar um starfs aðferðir kommúnista við búlgarska „bændaflokkinn“, sem auðvitað er ekki nema nafnið eitt og löngu innlim- aður í kommúnistaflokk Búlgaríu. Þórarinn Þórarins- son fer innan skamms til A- Þýzkalands en þar er hann vel kunnugur frá fyrri ferð- um til harðstjórnarríkis Walt er Ulbrichts, sem hann virð- ist leggja sérstaka rækt við, Ekki er önnur skýring á þessum langferðum Fram- sóknarleiðtoganna en sú, að þeir hyggist nudda sér utan í kommúnista hér á landi enn betur en hingað til og koma sér í mjúkinn hjá hinum harð snúnu laumukommúnistum, sem hafa nú vaxandi áhrif á stefnu Framsóknarflokksins. Það má með sanni segja. að Framsóknarforingjarnir sýna mikla virðingu eða hitt þó heldur við málstað kúgaðs fólks, sem býr í þessum tveim ur auðsveipustu leppríkjum kommúnista. Kannski er inrl- anflokksástandið hjá Fram- sóknarmönnum orðið þannig, að þeir þurfa ekki síður en kommúnistar að leggja í lang- ferðir til kommúnistaríkj- anna í A-Evrópu til þess að flokksræksni þeirra lafi sam- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.