Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 26
26 MOkCUNBLAÐIÐ FimmtudaguT 19. ágúst 1965 14 ára telpa bætti eigið heimsmet Ferensvaros írá Ungverjalandi. A myndinni eru frá vinstri, Matrai (67 landsleikir), Gezci (2 landsleikir), Fenyvesi, (71 iands- leikur), Galambos (kemur ekki) Hagelmann, Juhasc (Olympíumeistari) Orosz (Olympíumeistari) Rakosi (25 landsleikir) Nov- ak (Olympíumeistari). Eitt harðsnúnasta knattspyrnulið Evrópu kemur í næstu viku Leikur við Keflvlkinga í Evrópukeppni meist.liða Á FÖSTUDAG í næstu fiku kemur hingað ungverska knattspyrnu- liðið Ferencvaros og leikur fyrri leik sinn við Islandsmeistara Keflavíkur í 1. umferð bikarkeppni Evrópu milli meistaraliða. — Leikur liðanna verður kl. 5 annan sunnudag á Laugardalsvelli. Óhætt mun að fuUyrða að hér er um að ræða eitt sterkasta félags- lið í knattspyrnu, sem hingað hefur komið. I liðinu eru 7 menn sem Ieikið hafa í A-Iandsliði Ungverjalands, en óviða er standard jafn hár í knattspyrnu og þar í landi. Fjórir af leikmönnum liðsins hafa leikið í B-Iandsliði. Þrír af leikmönnum liðsins voru í Olympíuliði Ungverja er sigr- aði í knattspymukeppni Olympíuleikanna. Fjórir leikmanna liðsins voru í landsliði Ungverja í lokakeppni um heimsmeistaratitil í Chile 1962. Á sl. vetri vann liðið Evrópubikar í „borgakeppni Evrópu“ en til þess varð liðið að ,rslá út“ Bilbao á Spáni, Manchester United (ensku meistarana) og Juventus á Ítalíu. ÍBK hefur skipað sérstaka móttökunefnd til að annast mót- tökur Ungverjanna. í nefndinni eiga sæti: Albert Guðmundsson form., Atli Steinarsson, Baldur Þórðarson, Hafsteinn Guðmunds son og Steinþór Júlíusson. Á Florian Albert, miðherji — talinn betri en Puskas fundi með blaðamönnum í gær kom þetta m. a. fram. FERENCVAROS er elzta knattspyrnufélagð_ í Ungverja- landi, stofnað 1899. Lið þess hef- ur átt sæti í keppni beztu liða (1. deild) þar í landi óslitið síðan 1901, og á þessu tímabili hefur Ferencvaros 20 sinhum unnið meistaratitil Ungverjalands. Allir leikmenn liðsins hafa leikið í A og/eða B landsliði, Olympíuliði og/eða unglinga- landsliði. Ferencvaros vann ungverska meistaratitilinn á síðasta keppn- istímabili, og tekur liðið þvi þátt i Evrópukeppni meistaraliða í ár. Á s.l. vetri lék liðið í „Borga- keppni Evrópu“ (Cup of Fair Cities) í þeirri kepþni sigraði Ferencvaros m. a. Bilbao Spáni og síðar Manch. United, og lék til úrslita við Juventus og unnu Ungverjar 1—0. í þeim leikjum, sem eru þeir síðustu er liðið gekk til, áður en heldið var til Banda- ríkjanna, til þátttöku í keppni frægra Evrópuliða, sem fram fer árlega í New York, var lið Ferencvaros þannig skipað: Ceczi Novak Matrai Horvat Juhasz Orosz Varga Rakosi Karaba Albert Fenyvesi Þetta lið hefur á síðustu árum ekki einungis aukið frægð og j hróður Ferencvaros, sem elzta knattspyrnufélags Ungverja- lands, heldur hafa og allir leik- mennirnir átt sinn þátt í að skapa þann ljóma, sem aftur stafar af ungverskri knatt- spyrnu, eftir nokkurn öldudal, sem fylgdi í kjölfar þess, að hið fræga lið Ungverja, Honved, leystist upp og sundraðist. Allir minnast hinn frægu sigra Ung- verja yfir Englendingum 1953— 1954, er Ungverjar sigruðu með 6—0 og 7—1 í landsleikjum á Wembley og í Budapest. Það er ekki sízt fyrir snilli liðsmanna Ferencvaros, sem ungversk knattspyrna er aftur að rísa til þess veldis, sem hún stóð í á þeim tíma. Hvert lið í Evrópukeppninni verður að gefa upp nöfn 20 leik- manna er einir mega keppa í 1. umferð keppninnar. Meðal þeirra 20 sem Ferencvaros hefur gefið upp í leikjunum við Kefla- vík, (hér annan sunnudag og í Budapest 8. september) eru allir þeir 11 er frægasta sigra hafa unnið undir merki félagsins. Um þá liggja m. a. þessar upplýsing- ar fyrir: Istvan GECZI, markvörður, 22 ára gamall, fulfctrúi að starfi. Hann á 2 landsleiki að baki. Tal- inn „markvörður framtíðarinn- ar“ í Ungverjalandi. Dezsö NOVAK, h. bakv. er 26 ára gamall, skrifstofumaður að starfi. Hann hefur leikið 6 lands leiki og var m. a. fyrirliði Olym- píuliðs Ungverja í Tokíó. Sandor Matrai, v. bakv. er 32 ára gamall, innkaupastjóri að starf. Hefur leikið 67 landsleiki. Var í liði Ungverjal. í heims- meistarakeppninni í Chile. Laszló HORVATH, h. framv., 21árs gamall, kjötiðnaðarmaður að starfi. Hefur leikið í B-lands- liði Ungverjalands. Istvan JUHASZ, miðvörður, 20 ára gamall, iðnaðarmaður að starfi. Hann er í unglingalands- liði Ungverjalands og hefur vakið mikla athygli. Pal OROSZ, v. framv., 21 árs gamall, íþróttakennari að starfi. Hann var í Olympíuliði Ung- verja í Tokíó, og hefur verið í unglingalandsliði. Janos KARABA, h. úth., 23 ára gamall, skrifstofumaður að starfi. Hefur leikið í B-landsliði Ungverjalands. Zoltan VARGA h. innh., tví- tugur að aldri, en talinn einn mesti knattspyrnumaður Ung- verja og er líkt við Sandor Kocsis, hinn fræga leikmann frá „gullaldarárunum". Hann var í Olympíuliðinu í Tokíó og þar tal inn skara fram úr í ágætu lands liði Ungverja. Á 2 landsleiki. Florian ALBERT, miðherji, 24 ára, blaðamaður að starfi. Hann hefur leikið 48 landsleiki og þykir einn snjallasti miðherji heimsins. Hann var í liði Ung- verja í heimsmeistarakeppninni í Chile. Gyula RAKOSI, v. innh., er 26 ára gamall. Hann er vörubíl- stjóri að starfi. Hann hefur leikið 25 landsleiki og var m. a. í liði Ungverja í heimsmeistarakeppn inni í Chile. dr. Male Fenyvesi, v. útherji, FJÓRTÁN ára gömul bandarísk stúlika hefur sett þriðja heims- metið á bandaríska sundmótinu. Hún heitir Patti Garetto og er fró Kaliforníu. Hún bætti eigið Iheimsmet í 1500 m. sikriðsundi. Synti hún á 18:23.7, en gamia heimsmetið var 18:30.5. er næstelztur liðsmanna, 32 ára dýralæknir. Hann er reyndasti maður liðsins, á 71 landsleik að baki og var m. a. í liði Ungverja í Chile 1962. Hann þykir heldur tekinn að dala en var um tíma talinn einn bezti útherji Evrópu. Eins og sjá má af upptalningu leikmanna, eru hér frægir menn í sínu heimalandi — og víðar reyndar — á ferðinni. 7 í landsliðinu. í A landsliði Ungverja hafa eftirtaldir leikmenn liðsins leik- ið (landsleikjafjöldi í svigum): dr. Fenyvesi (71), Matrai v. bak vörður (67), Albert, miðherji (48), Rakosi, innh. (25), Novak, h. bakv. (6), Geszi, h. bakv. (2), Varga, innh. (2). í B-landsliði hafa leikið: Kara- ba, h. úth., Havasi, Orosz v. fram vörður og Peressi, framherji. í Olympíuliðinu í Tokíó léku: Novak, bakv. (fyrirliði), Varga, innh. og Orosz, framvörður. í heimsmeistarakeppninni í Chile 1962 léku: Matrai, bakv., Albert miðherji, Rakosi innh. og dr. Fenyvesi, v. úth. Betri en Puskas. 1 júníhefti hins kunna enska blaðs „World Soccer“ ræðir Eric Batty um ungverska landsliðið "Framh. á bls. 27. Valbjörn tekur við meistaratitlinum MBL. fékk þessa mynd símsenda frá Helsinki. Hún sýnir Valibjörn Þorláksso'n á verðlaunajjalliinum að unnum sigri í tugiþrautinni. Ti’l vinstri er Svíinn Tore Carbe sem varð annar og t.h, Finn- inn Stig Nymander sem varð þriðji. Á balk við má sjá loika- úrslitin á ljóstöflu Olympiu- leilkivangsinjs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.