Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 16
MORCUN BLAÐIÐ Fimmtudagiír 19. ágúst 1965 \n Zylinder prentvél ítöisk. — Formslærð 40x57 cm, til sölu. Guðjón Ó. Haliveigarstíg 6A. Vuntor 45—50 þúsund króna lán í 3 ár. — Örugg trygging. — Þeir, sem vilja sinna þessu, vinsamlegast sendi afgr. Mbl. upplýsingar, merktar: „Trygging — 6981“ fyrir 21. þessa mánaðar. Stórkostleg Svo eitthvað sé nefnt: börn: nankingallabuxur verð 115 kr. Allar stærðir. smekkbuxur verð 115 kr. Stærð 1—6. drengj askyrtur verð 65 kr. dreng jasokkar verð 25 kr. drengjanáttföt verð 120 kr. unglingabuxi1 v verð 105 kr. ung lingablússur verð 140 kr. telpnakápur verð 140 kr. barnanáttföt verð 75 kr. telpnabuxur verð 25 kr. nælonskjört verð 85 kr. konur: peysur verð 45 kr. kvenblússur verð 60 kr. Margar tegundir. kvenbuxur verð 25 kr. sportbuxur verð 145 kr. Lítil númer. slæður verð 45 kr. anorakkar verð 450 kr. ullargarn 18 kr. 50 gr. karlmenn: karlm. skyrtur verð 100 kr. sportskyrtur verð 150 kr. skyrtupeysur verð 160 kr. karlm. rykfrakkar verð 650 kr. Stærsfta úftsalan er ávallft hjá okkur, allft selft fyrir ótrúlega lágt verð Austurstræti 9. Þórður Þórðarson trésmíða- meistari — Minning „Mínir vinir fara fjöld, feigöin þeirra heimtar köld. Ég kem eftir kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld. Brynju síitna sundrað sverð, og synda-gjöld.“ Þeim fækkar nú smámsaman gömlu leikbræðrunum, en Þórð- ur var einn af þeim. Þórður var fæddur, að Neðra-Hálsi í Kjós, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum fram yfir fermingar- aldur. Hann var fæddur 23. okt. 1884, Og því rúmlega 80 ára er hann lézt, þann 12. þ.m. Foreldrar hans voru þau mætu hjón Guðrún Guðmundsdóttir, og Þórður Guðmundsson hrepp- stjóri. Og gegndi hann því starfi í full 50 ár, auk þess oddviti jafn lengi. Guðrún og Þórður áttu 7 börn, og var Þórður þeirra yngstur. En þau voru þessi, tal- in eftir aldri, og eru þau nú öll látin: Kristín, Guðmundur, útgerðarmaður í Garði, Þorbjörn héraðslæknir, Þorgeir skipstjóri og búsettur í Noregi, Hjörleifur trésmíðameistari, Pétur sem dó á unga aldri. Og svo Þórður þeirra yngstur, sem hér getur. Hann iærði trésmíði og stundaði þá iðngrein á meðan heilsan leyfði, og þótti hans rúm þar vel skip- að, sem og við önnur störf er hann lagði hendi á. En hin síð- ari árin var heilsan á völtum fæti, svo, að hann var dæmdur úr leik til venjulegra starfa. Þórður var prýðilega greindur, eins og hann átti kyn til. Hann las mikið, einkum eftir að heils- an fór að bila. Hann hafði gott minni og var fróður vel. Hann var einn hinna kunnu og merku Háls systkina. Hann var traustur og góður sjálfstæðismaður og bar hag hans mjög fyrir brjósti og starfaði þar fyrr á árum á meðan heilsan leyfði. í minu ungdæmi, var það gert hér á Valdastöðum og Hálsi, að geyma stóðhrossin í rétt, að næt- urlagi, til þess að varna þeim engjarnar. Þá var allmikið stóð á Neðra-Hálsi, því Þórður bjó stóru búi á þeirrar tíðar mæli- kvarða ,en lönd þessara jarða bggja saman. Sjást enniþá tóft- arbrotin, þó að tímans tönn hafi nú á þeim unnið. Þennan starfa höfðum við unglingarnir til skiptis. Oft hefur verið á þetta minnst, þegar fundum hefur borið sam- an. Og ekki var alltaf komið snemma heim, að kveldi, og þótti gott ef að ekki þurfti að hefja leit. Frá þessum tímum á ég hugstæðar endurminningar, um Þórð og bræður hans, sem allir reyndust mér, sem sannir vinir. En nú eru þeir allir Játn- ir og var Þórður sá síðasti, sem ég kveð með söknuði og einlægri þökk fynr gömlu og góðu árin, allt til hins síðasta. Og við fráfall Þórðar rifjast upp ótal minn- ingar frá æskuárunum. Eftirlif- andi kona Þórðar, er Gíslanna Gísladóttir frá Brekku f Garði. Þau eignuðust 4 börn og eru 3 þeirra á Jlfi, Jóna heima hjá foreldrum sínum (stundar sauma), Þórður múrarameisfari og Gísli, loftskeytamaður. Öll bera þau foreldrum sínum fag- urt vitni um myndarbrag. Það var ánægjulegt að koma til þess ara hjóna og dótturinnar, sem með þeim bjó. Samfundir urðu heldur færri eftir að þau skiptu um bústað, nú um það bil fyr- ir 2 árum. Þá eignuðust þau vistlegra heimili og rýmra um- hverfi og gátu notið sólarinnar, þegar hennar naut við. En nú hefir skuggi færst yfir þeirra friðsama heimili. En svona er lífið, að allir dagar eiga kvöld. Eiginkonu og börnum þeirra, svo og öðrum nákomnum ætt- ingjum sendi ég einlægar sam- úðarkveðjur, og bið þeim bless- unar guðs. Steini Guðmundsson Preben Sigurðsson IVIinning ,,Er þegar öflgir ungir falla sem sigi í ægi sól á dagmálum." (Bjarni Thorarensen) Preben Sigurðsson var fæddur á Isafirði, 4. júlí árið 1920, sonur hjónanma Ólafs Sigurðssonar og Petrínar Sigurðsson, Ungur að érum fluttist hann til Danmerk- ur með foreldrum sínum og eldri bróður og dvaldi þar til 12 ára aidurs, er þau sneru aftur til ís- lands og settust að í Reykjavík. A unglingsáruinum stundaði hann nám í Flensborg og síðar nam hann mjólkurfræði í Mjólk- urstöðinni í Reykjaví'k og í Mjólfcurbúi Flóamanna, en þar starfaði hann síðan næstum óslitið til hinzta dags. Kvæntur var Preben Karenu Vilbergsdótt- ur og lifir hún mann sinn ásamt þrem somum þeirra, Pétri, Vil- bergi og Ólafi, en dóttur sína misstu þau átita ára gamla árið 1953. Sár er harmur þeirra ■ er ef tir lifa, og ég bið guð að styrkja þau í raunum og sorg. Preben var traustur vinur og kom hvarvetna fram af prúð- mennsku og iháttvísi. Hamn hafði mikinn hug á félagsmálum og lagði þar gjörva hönd að, þó starf hans gæfi honum eikki nema tak- markaðan tíma til slíks, sökum þess hve bindandi það var. Hann sóttist ekki eftir frama eða veg- tyllum, en rækti öll sín störf að aiúð. Preben var sanngjarn og góð- samur, lipurmenni hið mesta, og gat þó verið fastur fyrir, ef því var að skipta. Hann lagði mikla rækt við heimili sitt og fjöl- skyldu og var sonum sínum góð- ur félagi. Slikxa manna er gott að minn- ast. Góði vinur. Þessi fáu orð megna á engan hátt að draga þó mynd, sem ég hefði viljað. Nú þegar þú hverfur okkur, vil ég þakka þér allar þær stundir sem við höfum saman átt. Guð blessi þig. Vinur. Hafnarfjörður 3ja herb. íbúð við Arnarhraun er til leigu frá 1. < október nk. — íilboð, merkt: „2596“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. Herbergi — Fæði Menntaskólanemi óskar eftir herbergi frá 1. okt. nk. — Helzt fæði á sama stað. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m., merkt: „Reglusamur — 6982“. Afgreiðslustarf Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax f eina kjötverzlun okkar. :— Nánari upplýsingar í skrif- stofunni, Skúlagötu 20. Sláfturfélag Suðurlands Litli ferðaklúbburinn efnir til hópferðar á Æskulýðsmót Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu helgina 21.—22. ágúst. — Margt verður til skemmtunar. Larmiðasala að Fríkirkjuvegi 11, daglega. — Simi 15-9-37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.