Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagtfr 19. ágúst 1965 MOHGUNBLADIÐ 15 Sr. Jón Hnefill Aðalsteinsson skrifar AUSTURLANDSBRÉF Bskifirffi 11. ágúst. PAPEY er um margt ein- stök. Hún er eina byggða eyjan fyrir Austurlandi. Lík- ur eru til, að hún hafi verið byggð fyrr en landið sjálft. Þar hefur búsæld verið svo mikil fyrr á öldum, að ekki þótti einleikinn auður Pap- eyjarbænda. Sagði þjóðtrúin að þeir gengju í sérstökum töfrabuxum, Papeyjarbuxum, sem höfðu þá náttúru, að eig- endum þeirra varð ekki fjár vant. Loks hefur Papey far- ið í eyði í seinni tíð eins og aðrir afskekktir og einangr- aðir iandshlutar, en ólíkt þeirra örlögum öðru sinni komizt í byggð. Er nú búið þar myndarlega eins og ;afn- an fyrr, hversu lengi sem sú byggð mun nú vara. Papey er lág klettaey, nokk uð vogskorin. Tilsýhdar svip- ar til bennar eyjum af á- þekkri stærð, sem liggja nærri Hjaltlandi og Orkneyj- um. Er því ekki fjarn að álykta, að munkunium, sem þaðan lögðu upp á flótta und- an vík-ngum, hafði lundizt þeir eins og komnir heim þegar þeir höfðu stýrt keip- um súium inn í einhvern Papey i arvoginn. an klettahól eins og þeir koma fyrir frá náttúrunnar hendi. Vegna lögunarinnar hefur hann trúlega fengið á sig það orð, að þarna væri spákona grafin. Engar sagnir eru varðveitiar í Papey um þetta völuleiði aðrar en nafn ið. Ekki höfum við lengi geng- ið í þokunni þegar Gústaf stanzar, bendir fram fyrir sig og segir: „Hvað er þetta? Hvað heldur nú þjóðminja- vörður að hér hafi verið?“ Við horfum allir á móaþýfið, en sjáum lítið fyrst í stað. en þegar nánar er að gætt sést eins og móta fyrir garði, sem er nærri sokkinn í jörð, en þó má enn sjá hvar legiff hefur. Fylgdum við garðsrúst um þessum yfir þvera eyna frá Selvogi í Höfðavík, en víðast hvar sást hann mjög ógreinilega. Var okkur það nokkur ráðgáta í hvaða augnamiði garðurinn hefði verið gerður og komum.st við að engri niðurstöðu. Sölvaeiði heitir lítill kletts- hólmi á milli Höfðavíkur og Áttæringsvogar. Þar á klett- um mótar fyrir gömlu vegg- lagi, sem eftir útliti og legu gæti verið meira en þúsund ára gamalt. Þarna er hugs- Undir Helllsbjargl. Gústaf bóndi rekur í orffabelginn atvik aff því er trékrossarnir fundust. Þjóðminjavörður fylgist meff því að belgurinn taki rétt viff. í dag er rétt ár liðið frá því að við áttum leið til Pap eyjar nokkrir undir leiðsögn þjóðminjavarðar á vegum ráðuneytisstjóra mennta- málaráðuneytisins. Var ferð in gerð í því skyni að kanna hvað í fljótu bargði sæist af fornum minjum þar í eynni. Þegar við stigum á land lá þoka yfir, svo lágt, að hún sleikti grassvörðinn. En ein- 'hver í hópnum þekkti sjávar- götuna úr Áttæringsvoginum og áður en við vitum af erum við komin heim á hlað. Varð Gústaf bóndi allshugar feg- inn komu þjóðminjavarðar á staðinn og tók vel undir að leiðbeina um eyna, en þó ekki fyrr en gestir hefðu þeg- ið góðgerðir. Útbúnir reku, orðabelg og myndavélum leggur svo hóp- urinn af stað í könnunarferð- ina. Fyrst er staðnæmzt við svokallað völuleiði, sem er skamrht í útnoröur frá bæn- um. Gengum við umlhverfis það, potuðum í það með rek- unni, en grófum ekki. Virtist þarna um að ræða venjuleg- sem líklegt mátti telja að eithvað fyndist. Grófum við þarna holu 70 sentimetra á dýpt, en þá komum við niður á malarlag, án þess að nokk- Eystrahorni og allt norður um Skrúð. Gegnt okkur t vestri gnæfir Búlandstindur blár og tígulegur. Dvelst okk ur um stund við þessa fallegu mynd, en síðan liggur leiðin fram hjá Liljustöðum, fornu eyðibýli, og niður að írsku- hólum. Við írskuhóla hafa til skamms tíma verið forn- minjar, trúlega markverðar, sem nú eru horfnar í sjó fram. Var þar öskuihaugur, sem sjórinn braut smám sam- an, og hellur af sérstakri gerð Séff niður í einn Papeyjarvoginn. anlegt að sé ein af elztu minj- unum í Papey, en um það verður að sjálfsögðu ekki sagt með neinni vissu nema eftir nánari rannsókn. Skammt frá Sölvaeiði, ögn vestar, heita Krosshólar, en allar örnefnasagnir þarna í eyjunni eru mjög bliknaðar. ÍSTú byrjar að rofa til og brátt nær sólin sér fram úr skýjaþykkni og sviptir burt þokunni. Við sveigjum nú til austurs framhjá Eldriðavík- um og staðnæmumst ekki fyrr en við Papatættur svo- nefndar. Þarna kom Daniel Bruun á sínum tíma og gróf tvær gryfjur, sem enn sést móta fyrir. En hann var tíma naumur og gat því ekki gefið sig að þessum rannsóknum að neinu gagni. Áður en hann fór bannaði hann að snerta við gryfjunum eða öðru þarna. Daniel Bruun auðn- aðist ekki að gera frekari rannsóknir í Papatættum. Hann dó skömmu eftir þetta. Við tókum nu fram r^jtuna og byrjuðum að grafa í Papa- tættur. Völctum við stáð þar urs staðar hefði örlað á mann vistarlagi í greftinum. Sást hvorki votta fynr gólfskán né neitt annað, gæfi til kynna að þarna væru fornir manna- bústaðir. Syelítið vonsviknir hættum við þarna og völdum annan stað fyrir prófgryfju, og grófum þar niður í möl. En það fór á sömu leið. Mann vistarlag var þarna ékki. Tuttugu og þrjá sentimetra frá yfirborði var hvítt ösku- lag, sem við höldum að geti verið frá 1362. Þegar við höfum gefið upp alla von um að finna nokkr- ar fornminjar í Papatættum verður okkur aftur litið út á bakkana hjá Eldriðavíkum. Þar markar fyrir tóftum, sem vel gætu verið leifar manna- bústaða, og eru öllu líklegri til þess, en þær Papatættur, sem nú eru kallaðar svo. En dagurinn leið og við höfðum ekki tíma til að gera rann- sóknir eða prófgryfjur víða, því að enn var eftir að líta á nokkra merkilega staði. Hrafnabjörg heita syðst á austurbrún eyjarinnar. Rís þar upp klettahryggur í all- mikla hæð og er af honum útsýni gott. Nú hefur einnig birt inn til landsins svo að við sjáum ströndina frá komu þar fram úr rofabörð- unum, er sjórinn braut þau niður. Hellur þessum líkar eru ekki til nema í Rauðu- skriðum milli Hamars og Háls í Hamarsfirði. Virðast hellurnar hafa verið fluttar þaðan til að nota þær á þak, því að þær eru ólíkar öllu grjóti í Papey. Langt mun síðan hellur þessar hafa verið fluttar og þeir sem það gerðu munu ekki hafa átt margra kosta völ um árefti. Gústaf segir okkur, að engum mundi koma til hugar að flytja þak- hellur þessa vegalengd nú. Nú virðum við fyrir akk>ur sjávarbakkann. Öskulagið, sem við álítum að sé frá 1362, er þarna greinilegt, en það er eina öskulag, sem sést vel í eynni. Nokkru neðar en öskulagið má merkja mann- vistarskán og í henni finnum við m.a. beinaösku. Öskulagið er slitið á nærri átta metra svæði og á því svæði er einn- ig mannvistarlag í svipaðri hæð og hitt. Um það bil þrjá- tíu og sjö sentimetra jarð- veggþykkt er yfir mannvist- arlaginu, sem nær um tíu metra leið eftir sjávarbakkan um. Árið 1927 var lögð vatns- leiðsla í Papeyjarbæ. Það er Kirkjan í Papey. út af fyrir sig ekki í frásögur færandi, en var þó myndar- legt framtak á sínum tíma, því að vatnsleiðslan er 400 metra löng. Hitt þótti meiri tíðindum sæta, að þegar graf- ið var fyrir vatnsleiðslunni fundust tíu litlir trékrossar undir Hellisbjargi, skammt frá vatnsupptökunum. Kross- ar þessir, sem eru trénegld- ir, eru nú geymdir á Þjóð- minjasafni. Síðasti viðkomustaður okk- ar í eynni er undir Hellis- bjargi þar sem trékrossarnir fundust. Gústaf bendir okk- ur á staðinn. Hann var sjálf- ur við vatnsleiðslugröftinn og man enn þegar krossarnir komu í ljós í moldinni. Þarna er tóft, sex sinnum fimm metra að stærð og þar rétt fyrir utan segir Gústaf að krossarnir hafi verið, undir mólaginu. Við gerum tvær prófgryfjur þarna, en ekkert markvert kemur í ljós. Ösku- lagið frá 1362 er á sínum stað en að öðru leyti verður fyr- ir okkur móblandinn jarð- vegur svo langt niður sem við gröfum. Vestur á eynni fréttum við um örnefni, sem ekki vinnst tóm til að hyggja að. Þar heita Goðatættur. Þar er sagt að haugaeldum hafi sézt bregða fyrir. Eitt sinn sáu sex menn eld þar í einu, héldu að Papeyjarbær væri að brenna og fóru til eyjarinnar á bát. Kvöldsett er þegar bátur- inn skriður út Áttæringsvog- inn á leið frá Papey. Gústaf, systir hans, dóttir og dóttur- dóttir, allt heimilisfólkið, hef ur fylgt okkur til sjávar, stendur í fjörunni og horfir á eftir bátnum. Kvöldið er einkar kyrrt og milt, sjórinn sléttur og friður og ró yfir vörinni. Á slíkum stundum gæti maður hugsað sér, að munkar hefðu eitt sinn kom- ið saman til bænahalds þar í eynni. J. H. A. A hlaffimi i Papey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.