Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagu'r 19. ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 G eir f uglinn {ona með eitt barn óskar eftir 1—2ja herb. íbúð sem fyrst. — Sími 60118. Til sölu Tilboð ósfeast í 3ja herb. íbúð við Hátún 4. Tilboð sendist Mbl. fyrir nk. þriðjudag, merkt: „Tilboð 2016“. I)r ríkí náttúrunnar Ég get ekki gefið mig í Geirfuglasker, eggið brýtur báran, því brimið er. Þannig hljéðar kvæða-stef séra Hailikels á Hvalsnesi, sem var prestur þar frá áriniu 1655, og þjónaði hann þvi prestaikalili til dauðadags 1696. Geirfuglasker var áður á öJd- um kirknaeign, fjérðunig sikers ins átti Hvalsmesikirkja. — Sker þetta liggur undan fremsta tanga Reykjaness, í fult 6 vikur sjávar (ca. 24 sjémílur) ag sézt enn þá brjóta á því um fjöru. Geir- fuglasiker var einn gróinn klettur, sem var atf jarðeldi brendur, í líkingu við heliu- hraun. Það var þverihnípt bjarg allt um kring, nema að austanverðu, þar var það lægst. Á skeri þessu var „Geir fuglinn", sem sker þetta er kemnt við. Geirfuglinn var stór fugl, hann var á stærð við Gæs, að undantekmuim væmgjumum, Hann var svart- bálsinum. Hann hafði breitt nef, og hálsinum og að atftanverðu, og um höifuðið, en hvítur ailt að néðan, og undir hálsinum; hann hafði breitt nef, og svartar fætur, lítil svört augu, sem stóðu í því svarta höfði, i einum glansandi hvítum ’aletti. Vængir hans voru svo litlir, að hann gat ekiki hafið sig til flugs með þeim, því náttúran synjaði honum þess, sem hún hefur aðra fugla með prýtt, sem eru vængirn- ir, þó flaug hann með sín- um litlu vængjum um sjóinn, sem aðrir fuglar loftið. En vegna þess að hann gat ekki hatfi'ð sig til flugs, mun það sennilega hafa flýtt fyrir út- rýmingu hans, af veiði-bráð- um mönnum, því kjöt hans smakkaðist mjög vel. — Fið- ur hans var ónýtt, nema það sem var á hálsinum. Egg hans voru á stærð við Altftaegg, og mjöig lit-fögur, frá nátt- úrunnar hendi. Geirfuglinn var miikið veiddur, sérstaklega á Eyrar- bakka árið 1818, en síðasti . Geirfugl sem sögur fara atf var drepinn hér á ísila.ndi ár- ið 1844. Eg vil enda þessar línur m.eð hinum sniildarlegu vís- um skiáldkonunnar Óiínu Andrésdóttir. Nú eru þau sokkin í sæ, þessi sker, enginn Geirfugl heldur til í heiminum er. Þjóðin geymir söguna öld eftir öld, minning hennar lýsir, sem kyndill um kvöld. Ingibjörg Guðjónsdóttir. VISIJKGRN RICHARD BECK í útvarpssal. Gleður fróði gesturiran geymist bróðurstreragur, Þökk fyrir ljóðalesturiran listagóði drengur. Kjartan Ólafsson. Akranesf erðir: Sérleyf isblf reiðir 1>.Þ.Þ. Frá Reykjavík: alla daga kl. 8:30 frá BSÍ og kl. 6:30 frá BSR, nema laugardagá kl. 2 frá BSR. •unnudaga kl. 9 e.h. frá BSR og 11:30 £rá BSÍ. Frá Akranesi: kl. 8 og 12 alla daga nema laugardaga kl. 8 og eunnudaga kl. 3 og 6 Eimsikipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er í Archangelsk. Askja er í Reykja'vík. H.f. Jöklar: Draingjökull er í Char- leston. Hiofsjökull er i London. Lang- jökuJ'l f6r 16. þm. frá Rvík til Gloucester. Vatnajökull er í Rvík. Hafskip h.f.: Langá er í Rvík. Laxá Hór frá Gdansk lö. þm. til Rvíkur. Ka ngá fór frá Hamborg í gær til Hull og Rvíkur. Selá fór frá Breiödalsvík i morgun til Antwerpen. Skipaútgerð Ríkisins: Hekla kom til Kaupmainnahafnar kl. 7:00 í morg- im. Esja er á Norðurlandshöfnum á vesturleið. Herjölfur fór frá Vest- mannaeyjum i morgun áleiðis til Hornaifjarðar. Skjaldbreið er í Rvík. Herðubreið fer frá Rvíik kl. 18:00 í dag vestur um land í hringferð. skipadeild S.Í.S.: Amarfell fór frá Ábo í gær til Leningrad og Gdansk. Jökulfell er væntanlegt til Cambridge 21. frá Keflavíik. Dísarfell losar á Austfjörðum. Litlafeia kemur til Rvíkur á morgun frá Norðurlands- höfnum. Helgafell kemur til Amtwerp en á morgun frá Archangelsk. Hamra- fell er í Hamborg. Stapafell kemur til Rvíkur i dag frá Esbjerg. Mæli- fell losar á Austájörðum. I’lugfélag íslands h.f. Millilandaflug: GuIIfaxi fór til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:00 í morgun. Væmtanlegur aftur til Rvíkur kl. 22:40 í fcvöld. Skýfaxd er væntanlegur til Rvíkur kl. 14:50 í dag frá Kaupmanní hötf-n og Bergen. Gljáfaxi fer tid Fær- eyja og Glasgow kl. 14:00 í dag. Vænit amtegur aftur til Rvíkur kl. 16:30 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egils. staða (2 ferðir), Vestmannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar, Kópaskers, Þórs- hafnar, Húsavífcur og Sauðárkróks. Loftleiðir h.f.: Vidhjálmur Stefáns- son er væntanlegur frá NY kl. 09:00. Fer til Luxemborgar kl. 10:00. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 01:30. Heldur áfram tid NY ki: 02:30. Guðríður Þorbjarnardóttir er -væntanleg frá NY kl. 07:00. Fer til baka til NY kl. 02:30. Snorri Þor- finnsson fer til Gautaborgar og Kaup- mannahafnar kd. 08:30. Er væntan- legur til baka kl. 01:30. Snorri Sturlu- son fer til Oslóar kl. 08:00. Er vænt- anilegur til baka kl. 01:30. H.f. Eimskiþafélag íslands: Bakka- foss fer frá Norðfirði í kvöld 18. þm. til Lysekil og Kaupmannahafnar. Brú j arfoss fór frá NY 13. þm. til Rvíkur. Dettifoss fer frá Hamborg 20. þm. til Rvíkur. Fjallfoss fór frá Rvík 14. þm. til Hamborgar, Rotterdam og Hull. Goðafoss kom til Hamborgar 14. frá Grimsby. Gullfoss fór frá j Leith 16. þm. Væntanlegur á ytri ' höfnina í Reykjavík kl. 06:00 í fyrra- málið 19. þm. Skipið kemur að bryggju um kl. 08:00. Lagarfoss kom til Rvíkur 17. þm. frá Gautaborg. Mánafoss fór frá Gufunesi 13. þm. til j Antwerpen og London. Selfoss fór frá Keflavík 11. þm. til Gloucester, Cambridge og NY. Skógafoss fer frá Haflnarfirði kl. 19:00 1 kvöld 18. þm. tnl Akraness. Tungufoss kom til Rvík- : ur 17. þm. frá Hull. Mediterranean Spriimter fór frá Rvík 17. þm. til Hofsóss, Ólafsfjarðar og Húsavíkur. | Utan skrifstofutíma eru skipafrétt- ir lesnar í sjálfvirkum sámsvara 2-1466. Reykjavíkur. Við þökkuim upp- lýsingarnar. Málshættir Siigursæll er góður viilji. Sinn er við hverja heimisíkuna bundinn. Seiraika tekur séra Stebba. Sjaldan lætur sá betur, sem eftir hermir. Fimirtudagsskrítlan Læknir einn varð að svelta sig, söikum þess að fita ásótti hann, en hann var matmaður Eitt sinn sagði hann: „Það er ekki að tala um það, að allt, sem er skemmtilegt í lítf- inu, er annað hvort ósiðlegt eða fitandi.“ Athugasemd ÚT af myndinni, sem birtist í igær af brunanum 1915, hringdi Háikon Bjarnason skógræktar- stjóri til okkar, og sagðist telja hana tekna af Magnúsi sáiuga Ólatfssyni ljósmyndara, sem var óþreytandi við að taka myndir atf mertkum atburðum í sö©u GAMALT oi: con Séra Skúili Gíslason, prestur á BreiðabólstaÖ, var á yngri ár um hinn vaskasti til aLllra verka og röskur ferðamaður. Þagar hann var á Stóra-Núpi, var sauðfé í Árnes- og Ramgár- vallasýslu skorið niður veigna fjórkláða. Sr. Skúli fór þá ásamt fleiri Sunnlendingum norður í Þing- eyjarsýslu til fjárkaupa. Eitt sinn var Skúli staddur í réttum í Þingeyjarsýslu og var að kaupa fé. Hann bölvaði þá svo hressilega, að einum fróm- um bónda ofbauð og sagði: „Heyrðu! Ert þú ekki prest- ur?“ „Jú,“ svaraði Skúli, ,en ég skiildi prestinn eftir hekna.“ Spakmœli dagsins Örvæntingin er vor versta ytfirsjón. — Vayvenargues. Gardínubúðin Baðhengi — Pífur Baðmottusett Skópokar. Gardínubúðin Ingólfsstræti. N af nsskírteinismyndir passamyndir og aðrar al- mennar myndatökur. Nýja myndastofan Laugavégi 43 B. Sími 15-1-25. Klæðum húsgögn Klæðum og gerum upp bólstruð húsgögn. Sækjum og sendum yður að Kostnað arlausu. Valhúsgögn, Skóla vörðustíg 23. — Sími 23375. Kaupið 1. flokks húsgögn Sófasett, svefnsófar, svefn- bekkir, svefnstólar. 5 ára ábyrgð. Valhúsgögn, Skóla vörðustíg 23. — Sími 23375. Herbergi óskast fyrir reglusaman skólapilt, sem næst Verzl- unarskólanum. Æskilegt að fæði geti fylgt. Uppl. í síma 36790. Til sölu Grundig 'TK 19 Automatic segulbandstæki, sem nýtt. Einnig stór opinn geymslu- skápur og bókaskápur, — ódýrt. Uppl. í sima 22 7 22 Einstaklingsíbúð óskast fyrir einhleypan mann. — Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 12899. Keflavík - Suðumes Anker og stýrishjól í rauð- um, bláum og hvítum lit. Eitt mesta tízkufyrirbæri í fataskreytingum í ár. Verzl. Sigríðar Skúladóttur Sími 2061. Keflavík - Suðurnes Herrar sem dömur athugið, frá 19. til 23. ágúst verð ég með fóta- og andlitssnyrt- ingar að Hringbraut 50, uppi. Sími 2250. Hrefna ólafsdóttir. Keflavík - Njarðvík Barnlaus hjón óska eftir að taka á leigu tvö herb. og eldhús, sem fyrst. Uppl. í síma 1917. íbúð, 3—4 herbergja á 7. eða 8. hæð í háhýsi i Reykjavík óskast keypt. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Háhýsi — 2015“ fyrir 23. þ. m. Hjúkrunarkona óskar eftir barngóðri eldri konu til að gæta barns frá 15. sept. Upplýsingar í síma 31005 eftir kl. 7. Keflavík 2—3 herb. íbúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 2099. Tapað Sl. laugardag tapaðist í Mið bænum peningaveski. Skil- ist vinsamlegast í Lögreglu stöðina. Gangstéttir Steypum gangstéttir. Upplýsingar í síma 5-19-89. Hafnarfjörður 2ja—4ra herb. íbúð óskast í haust í nokkra mánuði. Upplýsingar í síma 51210. íbúð oskast Maður í vellaunaðri atvinnu óskar eftir 3ja herb. íbúð á leigu nú þegar í Kópavogi eða Reykjavík. Upplýsingar í síma 38999. Til sölu Eínbýlishús við Suðurgötu Steinhús á tveimur hæðum, kjallara og geymslu- risi. R 1. hæð eru 2 stofur, skáli og eldhús. Á 2. hæð 3—4 svefnherbergi og bað og í kjallara 2ja herb. íbúð. • Falleg eignarlóð. Húsið er í góðu standi og laust nú þegar. Eijiar Sigurfteson hdl. Ingólfsstræti 4 — Simi 16767. Kvöldsími kl. 7—8 35993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.