Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FimmtudagUT 19. ágúst 1965 ICELAND REVIEW kynnir Kjarval íslenzkt fréttayfírlit fylgir síðasta hefti ritsins NÝLEGA er komið út annað hefti þessa árgangs af tímaritinu ICELAND REVIEW. í ritstjóma rabbi segir, að með útkomu þessa heftis sé' ritið orðið tveggja ára, og þegar miðað sé við fyrsta heft ið, sem kom út haustið 1863, hafi blaðsíufjöldi aukizt um helming — og sömuleiðis hafi upplag rits ins tvöfaldazt. I>etta síðasta hefti er glæsilegt að vanda, bæði að efni og útliti, og á kápusíðu er blómamynd, teiknuð af Gísla B. Bjömssyni. Af nýjungum í þessu hefti ICELAND REVIEW má nefna fylgiblað með markverðum ís- landsfréttum — á ensku svo sem annað efni ritsins. Mun þessi þátt ur ritsins verða aukinn smám saman svo að lesendum þess er- lendis gefist kostur á að fylgjast með þróun mála og helztu við- burðum á íslandi, en hingað til hafa hvergi verið fáanlegar slik ar fréttir í samþjöppuðu formi á ensku. Af efni heftisins má nefna grein, sem Björn Th. Björnsson skrifar um listmálararann Jó- hannes Kjarval, og nefnist hún „When the Storms tear up the Ground“. Greininni fylgja lit- prentanir af nokkrum málverk- um listamannsins svo og penna- teikningar frá gamalli tíð. Er þar brugðið upp glöggri mynd af þessum fræga listamanni okk- ar, persónunni sjálfri og verkum Kjarvals. Annars er þetta hefti að tölu verðu leyti helgað 20 ára afmæli farþegaflugs Elugfélags íslands til Skotlands og Danmerkur — og 10 ára afmæli Luxemborgar- flugs Loftleiða. Hefst þess hluti á inngangsorðum Ingólfs Jóns- sonar, flugmálaráðherra, og í framhaldi af þeim eru mynd- skreyttar greinar um 20 ára starf semi Fiugfélagsins í Kaupmanna höfn og Glasgow svo og grein um hina margbrotnu starfsemi Loftleiða í Luxemborg. í því sambandi birtir ritið grein um ísland og Luxemborg eftir Pét- ur Thorsteinsson, sendiherra. Flugmálastjóri Luxemborgar, Pierre Hammer, sendir lesend- um ICELAND REVIEW einnig kveðju í þessu tilefni. Ritið birtir úrdrátt úr skýrslu Dr. Jóhannesar Nordal, seðla- bankastjóra, um efnahagsaf- komu landsins á síðasta ári og Björn Tryggvason skrifstofu- stjóri Seðlabankans, skrifar um bankamál á íslandi. Niels P. Sig urðsson, deildarstjóri í utanrík- isráðuneytinu, skrifar um þátt- töku íslands í alþjóðasamtökum, og Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri ritar fróðlega grein um fiskveiðar útlendinga við ísland AKRANESI 16. ágúst. — Skírn- ir er nú búinn að fiska 9800 tunnur og mál, sagði mér há- seti einn af bátnum, nýkominn að austan. Frétt hef ég, að yfir- völd fiskveiða séu þegar búin að framlengja humarveiðileyfin til 1. september n.k. Trillan Bensi fiskaði 1 gær 1000 kg. á línuna og Sæljónð 700 kg en tapaði tveim bjóðum. __ Oddur. [ fyrr og nú. Fylgir greininni töfl- ur, sem sýna glögglega hlutdeild hinna ýmsu þjóða í fiskafla við ísland allt frá 1932 til siðustu ára. Jóhannes Kjarval f ritinu er einnig sérstakur frétta-þáttur um sjávarafla og útvegsmál á íslandi, frystiiðnað inn og útflutningsmál. Þá eru myndir af Fokker Fri- endship Flugfélagsins ásamt grein um innanlandsflugið, sagt er frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, Osta- og smjörsölunni og hinu nýja Hótel Holti. Síðast en ekki sízt má geta þess, að í ritinu er brugðið upp nokkrum svipmyndum af hinum ýmsu verkefnum Þjóðleikhússins: Birt ar eru myndir úr „Gisl“, „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“ og „Járnhausnum". Þá skrifar Sigurður A. Magnússon um nýja útgáfu Heimskringlu á ensku. Þótt ICELAND REVIEW sé að eins tveggja ára, hefur það nú eignazt stóran lesendahóp, sem dreifður er um allar heimsálfur. Gegnir ritið nú þegar mjög mikil vægu hlutverki á sviði landkynn- ingar: Stefnir að því að kynna ísland erlendum ferðamönnum, styrkja viðskiptasambönd ís- lands og annarra landa, útbreiða þekkingu á íslandi og því, sem það hefur að bjóða umheimin- um. Ritstjórar ICELAND REVIEW eru Haraldur J. Hamar og Heim ir Hannesson. Gisli B. Björnsson annast uppsetningu og útlit rits ins, en það er prentað í Setbergi. Hér kemur önnur skákin í ein- vígi þeirra LARSENS og TALS. Hvítt: M. TAL. Svart: B. LABSEN. SPÁNSKI LEIKURINN (Steinitz) 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6 3. Bb5, Rf6 LARSEN velur gamalt af- brigði, sem löngum hefur þótt eitt traustasta vörnin gegn Spánska biskupnum. 4. 0—0, d6 LARSEN velur Steinitz vörnina í stað Berlínar varnarinnar 4. — Rxe4. 5. d4, Bd7 6. Rc3, exd4 7. Rxdl, Be7 8. b3, RxRd4(!) Það er nauðsynlegt fyrir svart að létta sér vörn- ina með því að skipta upp nokkru liði. Þessi manna- kaup eru fyrst og fremst vegna þess að hvítur hef- ur meira reitaval. 9. DxRd4, BxBb5 10. RxBb5, Rd7 (!) 11. Ba3 (!) Eftir 11. De4, c6. 12. Rd4, 0—0. 13. Rf5, Bf6. 14. Hbl, ★ Plága í dag ætla ég að ráðast á bréfabunkann á borðinu hjá mér og birta glefsur úr bréf- um frá lesendum: Maður utan af landi skrifar: „Ein af þekn plágum, sem ganga nú yfir landsbyggðina, er hljómsveitin Hljómar. Von- andi halda þeir sem fyrst til síns heima. — Áheyrandi“ ★ Guðrækni Hér kemur bréf úr Reykja- vík: „Ég hef lesið frásagnir af þvi, að meðal erlendra sjó- manna sé ekki óalgengt að hafa sérstakar guðræknisstund ir, þegar skip eru á siglingu. Hafa þær orðið mörgum til góðs. Kæru íslenzku sjómenn! Viljið þið ekki taka þennan fagra sið upp hjá ykkur. Marg- ir ykkar eiga Nýjatestamentið og það má ekki liggja ónotað. — Venjulega eru guðræknis- stundir á skipsfjöl þannig, að sunginn er sálmur, síðan farið með bæn, þá lesið úr Nýja- testamentnu — og að lokum biðja allir „faðir vor“. sameig- inlega — upphátt. Hver vill nú reyna að koma á svona samverustundum á sinu skipi, e.t.v. einhver, sem Guð hefur- bjargað úr lífsbáska, eða ein- hver, sem Guð hefur gefið mik ið mikinn afla. Guð blessi ykkur og styrki I öliu góðu verki. — Rúna Mari- nósdóttir". Úr því mætti bæta Og annað bréf úr Reykjavik: „Hvers vegna er ekki sett plata með nafni Jóns Sigurðs- sonar á stallinn undir stytt- imni á Austurvelli? Ég hef margsinnis rekizt á útlendinga sem ganga einn hringinn eft- ir annan umlhverfis styttuna til þess að leita að nafni manns ins sem sýndur hefur verið þessi heiður. En það er ekki aðeins vegna útlendinga, sem nafnið ætti að sjást enhvers staðar. Líka vegna ungling- anna, sem ganga þarna um. Þótt böm hafi lært að lesa er ekki þar með sagt að þau viti hver Jón Sigurðsson var. Vit- neskjan um hann kemur oft síðar. En að sjá nafnið þama gæti vakið hjá þeim forvitni, spurningar — og áhuga á per- sónunni fyrr en ella. — Hús- móðir“. Ég get sagt sömu sögu og húsmóðirin. Ég hef séð útlend- inga velta þessu fyrir sér og oftar en einu sinni leyst úr spurningum þeirra. — Ég hef líka hugleitt það, hvort ekki mætti fægja styttuna öðru hvoru. jkr Verk þarf að vinna Vegfarandi skrifar: „Þeir, sem eiga leið um Hamrahlíð veita athygli fall- egu húsi með breiðum svölum mót suðri. A góðviðrisdögum situr þarna margt fólk við vinnu sína. Þetta er Blindra- heimilið. Fallegur túnblettur er sunnan við húsið og vinnu- flokkar frá bænum hafa gróð- ursett tré meðfram götunni — og snyrt blettinn. Eitt er það, sem vekur athygli vegfarenda: Stór gryfja framan við tröpp- urnar, sem liggja frá svölun um út á túnið. Stundum sér maður blinda fólkið reyna að klöngrast yfir gryfjuna til þess að komast út á grasið þar sem það getur lagzt út af eða geng ið um. En þetta er hrein lífs- hætta fyrir blessað fólkið. Hol an hefur verið þama framan við húsið síðan það var byggt, en engum virðist hafa dottið í hug að fylla hana. Hér er vissulega verkefni fyrir góð- gerðarfélag úr því að aðrir virðast ekki telja sér skylt að koma þessu í lag. — Vegfar- andi“. Bréf frá apotekaranum Steingrímur Kristjánsson, apótekari á Siglufirði, seindir okkur eftirfarandi: „í pistli þínum á sunnudag- inn var bréf frá „Jóa“ þar sem hann sagðist hafa keypt Mack- intosh konfekt í apótekinu á Siglufirði. Ég vil vinsamlega biðja „Jóa“ um að leiðrétta ummæl sín, því ég hef hvorki haft Mackintosh né annað kon fekt til sölu.“ „Jói“ hafði skrifað nafn sitt og símanúmer svo að ég hringdi í hann og las fyrir hann bréf apótekarans. Sagð- ist „Jói“ sjálfur hafa keypt konfektpokann, sem hann minntist á í bréfinu, en ekki farið í apótekið til þess að kaupa Mackintosh á þrjár krón ur (í bréfinu sagðist hann held ur ekki hafa keypt það sjálf- ur), heldur hefði húsmóðir á staðnum sagt sér frá þessari vörutegund og verði á henni í apótekinu, þegar hann færði það í tal, að hann hefði keypt Mackintosh-pokann í matsöl- unni. telur Keres stöðuna jafna, en þó virðist mér sem svartur eigi eftir að losa sig við veikleikan á d6. 11. — a6(!) Eftir 11. _ ,Bf6, 12. Dc4 og svartur á við erfiðleika að etja. 12. Rc3, Bf6 13. Dd2, 0—0 14. Hadl, He8 Fram að þessu hefur skák in teflst eins og skák þeirra dr. Em. Laskers og J. R. Capablanca í New York 1924. CAPA lék I 14. — Bxc3! og skákin tefldist þannig: 15. Dxc3, He8. 16. Hfel, Hc8. 17, Dh3, Re5. 18. Bb2, Dg5. 19. Dg3, Dxg3. 20. hxg3, f6. 21. f3, Kf7. 22. g4, h6. 23. He2, Rc6. 24. Kf2, He7. 25. Bc3, a5. 26. Hd5, b6. 27. a4, He6. 28. Hdl, Hce8 29. Hed2, Ke7. 30. Ke3, Kd7. Jafntefli. 15. Hfel, Rb6 16. Bb2, Dd7 17. a4!, Dc6 E.t.v. átti LARSEN að reyna 17. — aö 18. a5, Rd7 19. Ba.1, He6 Eftir 19. — Bxc3. 20. Dx c3, Dxc3. 21. Bxc3, Rc5. 22. f3, hefur hvítur betri möguleika í endataflinu vegna þess að hann hefur Framhald á bls. 27 Sagði ég „Jóa“ að næst yrði hann að ganga úr skugga um slíkt sjálfur áður en hann sendi blöðunum línu um málið. En Siglfirðingar ættu þá að vita hvar þeir fá Mackintosh —. og hvar ekki, því vonandi hef- ur „Jóa“ ekki skjátlazt varð- andi vöruna, se>m hann keypti sjálfur. ★ Hryggur ferðamaður Kona nokkur, ferðamaður, snéri sér til blaðsins elcki alls fyrir löngu og var hún döpur í bragði. Hún hafði setið á Hressingarskálanum og notið veitinga. Brá hún sér inn í snyrtklefann og gleymdi veski sínu þar. Gekk síðan út, en áttaði sig fljótlega á því að hún var veskislaus, fór aftur inn á Hressingarskála og hugðist ná í veskið, en það var þá horfið þaðan sem hún hafði lagt það frá sér. Þjónustustúlkurnar höfðu ekki orðið neins varar. Konan hafði meitt sig á hendi í ferðinni og orðið að taka af sér hring, er hún bar — og var sá í töskunni. Henni var sárast um þennan grip, en í töskunni voru ýmsir aðrir persónulegir munir, peningar litlir. Konan var að fara af landi brott, þegar þetta gerð- ist, en hún biður þann, sem kann að hafa tekið töskuna, að senda sér þó ekki væri nema hringinn — og hér er nafn ásamt heimilisfangi: Sesselja T. Custer 1220 East 88 St. NO Kansas City 55 U.SS.A. Það er óskemmtilegt, þegar ferðafólk verður fyrir slíkri reynslu Auðvitað á fólk að gæta muna sinna. En fátt er lágkúrulegra en að stela — og þjófi þeim gefst nú tækifæri til þess að bæta ögn fyxir brot sift og senda veskið til kon- unnar. AEG NÝJUNG TVEGGJA HRAÐA HÖGG- OG SNÚNINGSBORVÉLAR Bræðurnir ORMSSON hf. Vesturgötu 3. — Sími 36820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.