Morgunblaðið - 27.02.1969, Síða 1

Morgunblaðið - 27.02.1969, Síða 1
28 síður 48. tbl. 56. árg. FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Blöð í Prag fáorð um- sjálfsmorð Zajics NAFN HANS EKKI NEFNT - AÐEINS UPPHAFSSTAFIRNIR , ÞAÐ er handagangur í öskj- j unni þegar menn standa í að- 1 gerð. Þessa mynd tók Ólafur' K. Magnússon á Grandanum| | í Reykjavík og eru menn i I óða önn að gera að þorskin-. um. Þeir skipta með sér verk- um eins og vera ber, hausa,' rista og skilja að hrogn og | lifur frá slóginu. Rolvaog leyst- ur iró embætii Washington, 26. febr. (AP) I TILKYNNT var í Hvíta hús- inu í Washington í dag, að ] fallizt hafi verið á lausnar- belðnir ali margTa sendi- herra, sem skipaðir voru í ( I embætti í stjórnartíð John- sons forseta. Höfðu sendiherr \ ar þessir lagt fram lausnar-1 beiðnir sínar í janúar þegar j Nixon tók við forsetaem-, I bætH. Meðal þeirra sendiherra, \ sem veitt hefur verið lausn | 1 frá embætti, er Karl F. Rol- I vaag sendiherra á íslandi. ' i Ekki hefur verið tilkynnt' hver taki við af Rolvaag { 1 sendiherra. PRAG 26. febrúar, NTB. -— Blöðin í Prag skýrðu í dag að- eins stuttlega frá sjálfsmorði stúdentsins Jan Zajics, sena hann framdi í gær með því að bera eld að sjálfum sér. Létu blöðin sér nægja að endursegja frétt í 9 linum, sem CTK fréttastofa Tékkóslóvakíu lét frá sér fara. Aðeins tvö af blöðunum skýrðu frá þessari frétt á forsíðu. I fréttinni var ekki gkýrt frá nafni piltsins ,heldur aðeins nefndir upphafsstafir hans. l>á var ekki heldur minnzt á það, að hann hefði látið eftir sig orðsendingu, þar sem sagði, að hann hefði tekið ákvörðun um að fremja sjálfsmorð. 7 daga þjóðarsorg í Israel vegna láts Eshkols forsœtisráðherra Fullyrðingar Araba um að eiga sök á dauða ráðherrans bornar til baka t Jerúsalem Sjá einnig grein á bls. 3 Jerúsalem og Beirut, 26. febr. (AP-NTB) 0 LEVI Eshkol, forsætis- ráðherra ísraels, andaðist að heimili sínu í Jerúsalem í morgun 73 ára að aldri. í tilkynningu ísraelsku stjórn arinnar segir að ráðherrann hafi nokkrum sinnum á und- anförnum mánuðum þjáðst af lungnabólgu, en hjarta- slag hafi leitt hann til bana. Fékk hann slag fyrst 3. þ. m. eftir harðar deilur innan rík- isstjórnarinnar vegna um- mæla forsætisráðherrans í viðtali við bandaríska viku- ritið Newsweek. 0 Talsmaður A1 Fatah — skæruliðasamtaka Araba — lýsti því yfir í Damaskus í dag að hjartaveila hafi ekki orðið Eshkol að bana, heldur eldflaugasprengjur skæruliða sveita samtakanna. Segir talsmaðurinn að skæruliðar hafi gert sprengjuárás á sum arhús ráðherrans á mánudag og hafi Eshkol hlotið banvæn sár í árásinni. Talsmaður ísraelsstjórnar ber þessa full yrðingu til baka og segir hana hlægilega og barnalega. 0 Yigal Allon aðstoðar- forsætisráðherra var í dag Framhald á bls. 27 Franska stjórnin ræöir deiluna við Breta Brezka stjórnin kveðst fús til viðrœðna við de Gaulle um framtíð Evrópu Levi Eshkol. Stúdentasamband landsins hef ur skýrt frá því, að það vilji ekki taka neina afstöðu til þessa síð- asta tilfellis á meðai pólitískra sjálfsmorða, fyrr en samband hefði verið haft við hjn ýmsu félög innan gambandsins. Zajic sendj afrit af orðsendingu sinni til stúdentasambandsins, for-^ eldra sinna og vina sinna í hópi námsmanna. 60 fórust í loftárás Genf, 26. febr. — (AP) FRÉTTASTOFA stjórnarinnar í Biafra, sem starfar í Genf, til- kynnti í dag að 60 manns hafi farizt og rúmlega 100 særzt í loftárás flugvélar úr flugher Nígeríu á markaðstorg í þorp- inu Uzu-Aban í dag. Loftárásin var gerð klukkan 11,15 í morgun, a'ð sögn frétta- stofunnar, tæpum 12 klukku- stundum eftir að stjórn Nígeríu hafði boðað tveggja dagá vopna hlé vegna hátíðahalda múha- meðstrúarmanna. Flugvélin, sem árásina gerði, var sovézk Ilyush- in-þota, en þorpið er um 40 km. fyrir norð-austan Umuahia, höfuðborg Biafra. í frásögn fréttastofunnar seg- ir: „Þotan flaug þrjá hringi yfir markaðstorgi þorpsins, lækkaði síðan flugið og varpaði fjórum sprengjum á torgið. Eldur kvikn a'ði á torginu, en kaþólsk kirkja og sjúkrahús eyðilögðust.“ Jarðskjólfti Jakarta, 26. febr. (AP) HARÐUR jarðskjálfti varð á Suður-Sulawesi-eyju (Suður- Celebes) á sunnudag að því er- segir í fregn frá Jakarta, höfuð- borg Indónesíu, í dag. Allmiklar skemmdir urðu í Madjene, höf- uðborg eyjunnar, og fórust að minnsta kosti 20 manns. Óstað- festar fregnir herma að mikið mannfall hafi orði'ð annars stað- ar á eyjunni. London, París 26. febrúar. NTB-AP. Michei Debré, utanríkisráðherra Frakklands, gerði stjórn sinni í dag grein fyrir einstökum atrið- um varðandi „kalda stríðið“ milli Frakklands og Bretlands, sem upp er komið vegna deil- unnar um það, hvað de Gaulle Frakklandsforseti á að hafa sagt o)g hvað hann á ekki að hafa sagt í viðræðum sínum vlð Christopher Soames sendiherra Breta í París 4. febrúar sl. Sagði talísmaður frönsku stjórnarinnar eftir fund hennar, að stjórnin hygðist ekki skýra frá neinu af því, sem þeim de Gaulle forseta og Soames sendiherra fór á milli. Þá myndi þetta mál ekki bera á góma í viðræðum de Gaulles við Nixon Bandarikjaforseta, sem kemur til Parísar á föstudaginn kemur. Brezka stjórnin er sögð hafa Framhald á bls. 2 Nixon i Bonn: NAT0 hefur tryggt frelsi a&ildarríkjanna i 20 ár Forsetinn heimsœkir V-Berlín í dag BONN 26. febrúar. (Lynn Heinzerling-AP-NTB). Richard M. Nixon Bandaríkja- forseti kom til Bonn í dag að lokinni heimsókn til London. Bylur var í Bonn þegar flugvél forsetans lenti skömmu fyrir klukkan níu í morgun, og því fámenni á áhorfendapöllum. — Meðal viðstaddra voru Kurt Georg Kiesinger kanzlari og Willy Brandt utanrikisráðherra. Við komuna til Bonn hét Nix- on því að styðja málstað Vestur- Þjóðverja að því er varðar V- Berlín, og kvaðst ekki hafa óvild eða ögranir í huga með fyrir- hugaðri ferð sinni til Vestur- Berlinar á morgun, heldur vilji hann á þennan hátt aðeins leggja Framhald á hls. 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.