Morgunblaðið - 27.02.1969, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.02.1969, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 Bæjarstjóm Vestmannaeyja á hátíðarfundinum. Frá vinstri: Guðlaugur Gíslason, alþingismað- ur, Björn Guðmundsson, útvegsbóndi, Jón I. Sigurðsson, hafnsögumaður, Gísli Gíslason, stór- kaupmaður, Magnús Magnússon, hæjarstj., Magnús Jónasson, bæjarritari, Gunnar Sigurmunds son, prentari, Garðar Sigurðsson, kennari, Jóhann Kristjánsson, póstafgreiðslumaður, og lengst til hægri er Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í ræðustól. (Ljósm. Mbl. Sigaxrgeir) Frá hátíðarfundi bæjar- stjórnar Vestma nnaeyja Einar Guttormsson, sjúkrahúslæknir, var kjörinn heiðursborg- ari Vestmannaeyja á hátíðarfundinum. Á myndinni er Einar og kona hans, Margrét Pá'sdáttir. Einar Guttormsson, sjúkrahús læknir, var kjörinn heiðurs- borgari Vestmannaeyja á fund inum og ffleirj mál voru af- greidd. Á vori komanda, eða nán- ar tiltekið dagana K.—17. júní, verða almenn hátíðar- höld í Eyjum í tilefni 50 ára kaupstaðarafmælisins. Verður efnt til fjölþættrar dagskrár með sýningum ýmsum o.fl. urgeir Kristjánsson, setti fund inn með ávarpi. Samkór Vest- mannaeyja söng þjóðsöng Vestmannaeyja „Yndislega Eyjan mín“, lag Brynjúlfs Sig fússonar við ljóð Sigurbjörns Sveins'sonar. Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrverandi bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, flutti erindi uim þróun kaup- staðarins í 50 ár. Þá tók bæj- arstjórn til afgreiðslu þau mál, sem fyrir fundinum lágu. EINS og sagt 'hefur verið frá í Mbl., hélt bæjarstjórn Vest- mannaeyja almennan hátíðar- fund þann 14. febrúar sl. í ti1- efni þess, að 50 ár voru liðin frá fyrsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Fundurinn var haldinn í Samkomuíhúsi Vestmannaeyja og var hann fjölsóttur. Forseti bæjarstjórnar, Sig- Jóhann Gunnar Ólafsson flyt- ur erindi sitt um þróon kaup staðarins sl. 50 ár. Guðlaugur Gíslason, aiþingis maður, í ræðustól á hátíðar fundinum. Samkór Vestmannaeyja söng undir stjóm Martins Hunger. SÆLURÍKIÐ Eftir Guðmund Steinsson Leikstjóri: Kristbjörg Kjeld Tónlist: Magnús Blöndal Jóhannsson Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdóttir MENN í leit að sæluríki, eða sæluríki í leit að mönnum. Gam- alt minni vakið úpp í leikriti Guðmundar Steinssonar, en án sýnlegs árangurs. Hverjir hafa ekki hugleitt sæluríkið, hvaða rithöfundur hef ur látið spurningunni um það ósvarað? Kannski er aðeins eitt sæluríki til á ’örðunni: viðleitni mannsins til að stefna hærra. Guðmundur Steinsson virðist ekki komast að annarri niður- stöðu en þeirri, að ekkert sælu- riki fyrirfinnist, það sé í raun- inni blekking. Leitinni er samt haldið áfram í lokin, þrátt fyrir allt. Vissum manngerðum, réttara sagt táknum, er stefnt saman: lögfræðingi, biskupi, hermanni, kaupmanni, gömlum manni, pilti og stúlku. Gamli maðurinn gefst upp á miðri leið, en hin komast til lands sem að minnsta kosti í fá- um dráttum, minnir á okkar. Þar er borg, hamast við að byggja mikla kirkju, en verkamennirn- ir eru með formælingar á vör- um. í þessu „3æluríki“ staðnæm ist aðeins kaupmaðurinn, hin eru dæmd til að hafa sig á brott. Leikritið nær hámarki fyrir framan hlið sæluríkisins að morgni þegar dómararnir birt- ast, hlusta þögulir á varnar- ræður hvers og eins. Það er helst í þessum þætti leiksins, að leikritahöfundurinn Guðmundur Steinsson sýnir að honum er ekki alls varnað En undarlega dauft og máttvana er flest það, sem 'leikararnir eru látnir segja, þrátt fyrir góðan leik, ekki ó- skemmtilega leikmynd og bún- inga, og síðast en ekki síst kunnáttusamlega leikstjórn. Því miður er flest of útvatnað í leik- ritinu til þess að vekja athygli, forvitni. Sýningin er auðsýnilega vel æfð, og á Kristbjörg Kjeld leik- stjóri heiður skilinn fyrir þá um byggju, sem hún ber fyrir verk- inu. Hún bjargar því, sem bjarg að verður. Leikendurnir standa sig flest- ir með ágætum: Sigurður Karls- son í hlutverki lögfræðingsins, Leifur ívarsson í hlutverki bisk- upsins, Jón S. Gunnarsson í hlut- verki kaupmannsins, Erlendur Svavarsson í hlutverki her- mannsins, Jón Júlíusson í hlut- verki bóndans og Jón Hjartar- son í hlutverki gamla mannsins. Björg Davíðsdóttir kemur fram sem dálítið hikandi leik- kona, sem nær engu að síður að túlka stúlkuna samkvæmt ski'lningi höfundarins. Kjartan Ragnarsson er aftur á móti illa fallinn til að fara með hlutverk piltsins. Hann er sýnilega fædd ur gamanleikari eins og mörg dæmi sanna. Messíana Tómasdóttir má vel við una. Heniiar hlutur í sýn- ingunni er án efa ekki veiga- minnstur þótt skreytingar henn ar orkuðu ekki svo mjög á und irritaðan. Magnús Blöndal Jóhannsson er hvarvetna stoð og stytta, þar sem tónlist hans heyrist. Hann hefur valið þann kostinn að yf- irgnæfa ekki, héldur undirstrika og sjaldan heid ég að sá mátt- ur, sem nútímatónlistin býr yfir, sé hún samin af góðu tónskáldi, hafi komið betur fram en í Sælu ríki Guðmundar Steinssonar. Gríma er leikflokkur, sem ger ir virðingarverðar tilraunir til að kynna íslenska leiklist. Það er beinlínis skylda leikhúsgesta, að fýlgjast með störfum hennar, þótt eitthvað muni hún hafa lát- ið á sjá upp á síðkastið, svo ekki sé fastar kveðið að orði. Þess vegna er ástæða til þess að leiksýning eins og Sælurikið, þótt ekki sé fyrir annað en hug- kvæmni í uppsetningu, sé sótt, krufin til mergjar at hverjum á horfanda, spurt ef til vill: Er þetta heppilegt dæmi um hvar ís lensk leikritun er á vegi stödd? Jóhann Hjálmarsson. Sviðsmynd: T.v. Björg Davíðsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Jón S. Gunnarsson og Sigurður Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.