Morgunblaðið - 27.02.1969, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.02.1969, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1»69 tJltglefiamdi H.f. Ánvalmr, Reykjaivlk. Fxamkvíem.dastj óri Haraldur Sveinsaon. ŒUtstjórai' Sigurður Bjarniason frá VigW. Matthías Jdhanness'en. Eyjólf ur Konráð Jónsaon. RitstjómarfuIItrúi Þorbjörn Guðimundsson. Fréttaigtjóri Bjiöirn Jólhannsison!. Auglýsinga'stjórj Árni Garðar Krisitin'sson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-103. Auiglýsingaa? Aðalstræti Ö. Síml 22-4-SO. Ájskriftargj'ald kr. 100.03 á m’ánuði innanilainids. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS ¥ Tmræður þær, sem urðu um ^ utanríkismál á Alþingi sl. mánudag leiddu glögglega í ljós, að grundvöllur hinnar íslenzku utanríkisstefnu, sem lagður var á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari, er ~jafn traustur nú sem fyrr og að sú stefna í utanríkismál- um, sem þá var mörkuð er í sínu fulla gildi enn þann dag í dag. Er það sérstakt fagnaðarefni okkur íslend- ingum hversu farsæl utan- ríkisstefna okkar hefur reynzt og að framkoma okk- ar á alþjóðavettvangi hefur verið með þeim hætti, að þjóðin hefur áunnið sér ótví- rætt traust annarra og stærri þjóða. Utanríkisstefna íslands byggir á fjórum meginstoð- um. í fyrsta lagi náinni sam- vinnu við hin Norðurlöndin. I öðru lagi þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna. í þriðja lagi aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Og í fjórða lagi ‘höfum við tryggt öryggi okk ar með varnarsamningi við Bandaríkin. Oft er spurt, hvort eitt- hvert gagn sé í norrænni samvinnu og tvímælalaust hefur á stundum skort á nægi legan skilning í þeim efnum. En staðreyndin er sú, að ná- in samvinna við hin Norð- urlöndin hefur orðið okkur til ómetanlegs gagns á al- þjóðaveftvangi. Meira tillit er tekið til íslands en ella, vegna þess að það er talið eitt af Norðurlöndunum, en vegur þeirra hvers um sig og sem heildar er mikill á alþjóðavettvangi. Um þessar mundir standa yfir viðræð- ur við Fríverzlunarbandalag Evrópu og er ljóst að stuðn- ingur Norðurlandanna verð- ur okkur ómetanlegur í þeim viðræðum. Þess vegna er rík ástæða til að leggja áherzlu á eflingu norrænnar sam- vinnu og þátttöku íslands í henni. Síðustu mánuði hefur veru leg athygli beinzt að starfi okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, vegna þess að tvær tillögur, sem ísland flutti á Allsherjarþinginu í haust, náðu samþykki og urðu til að áuka mjög veg íslands í þessum samtökum. Enginn þarf að fara í grafgötur um, að mikil vinna liggur að baki þessum árangri og hefur sendinefnd íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum og starfs- menn utanríkisráðuneytisins hér heima unnið mikið afrek með því að leggja þessar tvær tillögur fram og fá þær samþykktar. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því að Atlants- hafsbandalagið var stofnað. Á sínum tíma urðu mjög hörð átök um það, hvort ísland ætti að gerast aðili að þessu bandalagi. Það er til marks um framsýni þeirra manna, sem að þeirri ákvörðun stóðu, að nú hafa margir áhrifamenn, sem þá voru andvígir aðild að Atlants- hafsbandalaginu lýst yfir því að þeir hafi skipt um skoð- un og styðji nú þátttöku okkar í Atlantshafsbandalag- inu. Á síðari árum hafa heyrzt þær raddir, að svo mikil breyting hefði orðið á ástandi mála í Evrópu, að ekki væri lengur þörf á slíku varnarbandalagi. Þær raddir þögnuðu gersamlega eftir innrás Sovétríkjanna í Tékkó slóvakíu og blandast nú eng- um hugur um, að Atlantshafs bandalagið verður að starfa áfram og að við eigum að halda áfram þátttöku í því. Sá ótti, sem margir báru í brjósti við gerð varnarsamn- jngsins við Bandaríkin, hefur einnig reynzt ástæðulaus. Landsmenn verða fyrir litl- um sem engum óþægindum af dvöl varnarliðsins, en hins vegar er miklum meiri hluta íslendinga ljóst, að hernaðar- þýðing landsins er slík, að ekki kemur til mála að hafa það óvarið, eins og málum er nú háttað í heiminum. Varnarsamningurinn við Bandaríkin hefur reynzt far- sæl lausn á öryggismálum þjóðarinnar á viðsjálum tím um, en auðvitað bera allir þá von í brjósti, að friðvæn- legar horfi á alþjóðavett- vangi, þannig að við getum tekið öryggismál okkar til endurskoðunar. í heild sinni verður ekki annað sagt en að utanríkis- stefna hins unga íslenzka lýðveldis hafi reynzt óvenju farsæl. Lýðræðisöflin í land- inu hafa yfirleitt borið gæfu til að standa saman um þessa stefnu, a.m.k. alltaf, þegar á hefur reynt og vonandi verð ur svo einnig í framtíðinni. EYSTEINN OG HELGI ÁBYRGIR lllalgagn Framsóknarflokks- ins hefur lýst því yfir, að það telji miður, að Vinnu- rjr UTAN ÚR HEIMI Apollo 9. á loft á morgun Tunglferjan þá reynd í fyrsta sinn EF ALLT gengur að óskum verður bandaríska geimfarinu ApolLo 9. skotið á loft frá Kennedyhöfða klukkan fjögur að íslenzkum tíma á morgun (föstudag). Hlutverk þess er að reyna enn frekar tæki Apollo farsins og prófa í fyrsta skipti tunglferjuna, sem í júní eða júlí á þessu ári flyt- ur fyrstu tvo mennina niður á yfirborð tunglsins. Áhöfnina skipa: James A. McDivitt, flugstjóri, David R. Scott, stjórnfarsflugmaður og Russell L. Schweickart, tungl- ferjumaður. Skömmu eftir að Apollo 9 er komið á braut umhverfis jörðu verður ferj- an tengd við framhluta stjórn- farsins og stjórnendur henn- ar skríða í sæti sínu gegnum litla lúgu. Ferðin á að taka alls tíu daga, en það verður ekki fyrr en á fimmta degi sem þeir losa ferjuna frá s’tjórnfarin.u og reyna hæfni hennar. Þá verða þeir búnir að reyna vélarnar og allan tækjabúnað rækilega. — Skommu eftir að þeir losa ferjuna frá, munu þeir lækka flugið og byrja svo að fljúga henni fram og aftur til að kanna hvernig hún lætur að stjórn. Ef allt gengur að ósk- um munu þeir svo tengja hana aftur við stjórnfarið og skríða inn til Scotts. Geimganga er einnig fyrir- huguð. Á fjórða degi skríða þeir McDivitf og Schweickart gegnum lúguna, inn í tungl- ferjuna, en í það skiptið fer McDivitt „ytri leiðina" til baka. Hann opnar útgöngudyr ferj.unnar og handlangar sig yfir að stjórnfarinu, þar sem hann s'kríður um aðra lúgu. Geimgangan á að taka tvær klukkustundif og á meðan tekur hann Ijósmyndir og kvikmyndir o. s. fnv. Einn liður í þessari tilraun er að reyna geimbúninginn í lofttómi, en McDivitt verður klæddur sams konar búningi og tunglfararnir nota þegar Schweickart, Scott og McDivitt, fyrir framan tunglferjuna. þar að kemur. Mest spennandi augnablik ferðarinnar verða án efa meðan ferjuflugmenn- irnir tveir leika listir sínar. Það er geysimikið nákvæmn isverk að fljúga tunglferjunni og tengingin við stjórnfarið getur verið erfið og hættuleg. Ef t. d. þeim tekst ekki að hafa nákvæma stjórn á snún- ingi faranna, eða ef annað hvort þeirra byrjar af ein- hverjum ástæðum að snúast um öxul sinn eins og Gemini farið gerði á sínum tíma, er voðinn vís. Þau geta þá skoll- ið harkalega saman og annað eða bæði eyðileggjast. Þess má geta að ekki er hægt að lenda ferjunni á móð'Ur jörð, vega þess hve aðdráttarafl hennar er mikið. Geimfararnir þrír eru þó mjög bjartsýnir eins og venja er í þeirri stétt og henda jafn vel gaman að hættunum. Sem dæmi má nefna að einn blaða- maður spurði McDivitt hvort David Scott gæti flogið stjórn farinu til jarðar einsamall, ef eitthvað kæmi fyrir ferjuna. „Já, það hugsa ég. Davy er minnst að kosti alltaf að æfa sig í að lenda einn, ég veit ekki hvers vegna í ósköpunum hann er að því.“ málasamband samvinnufélag anna hefur ákveðið að greiða ekki auknar verðlagsupp- bætur á laun hinn 1. marz n. k. og jafnframt vitnar blaðið í ummæli formanns Framsóknarflokksins þess efnis, að Framsóknarflokkur- inn telji það „óðs manns æði að fella nú niður verðlags- uppbætur á laun.“ Vegna þessara ummæla Framsóknarblaðsins er ástæða til að vekja athygli á, að ákvörðun um þetta efni hefur auðvitað ekki ver- ið tekin af starfsmönnum Vinnumálasambandsins held- ur væntanlega stjórn og fram kvæmdastjórn SÍS. í stjórn SÍS á sæti Eysteinn Jónsson, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, en hann er varaformaður stjórnar SÍS. Sem stjórnarmaður í SÍS ber hann auðvitað fulla ábyrgð á þessari ákvörðun Sam- bandsins. Einn af fram- kvæmdastjórum Sambands ísl. samvinnufélaga er Helgi Bergs, sem jafnframt er rit- ari Framsóknarflokksins og einn helzti áhrifamaður hans. Sem einn af framkvæmda- stjórum SÍS ber hann auð- vitað fulla ábyrgð á þeirri ákvörðun Sambandsins að greiða ekki auknar verðlags- uppbætur á laun hinn 1. marz n. k. Það er því alveg ljóst að tveir af mestu valdamönnum Framsóknarflokksins bera fulla ábyrgð á þessari um- ræddu ákvörðun Sambands- ins og er auðvitað heldur broslegt að sjá málgagn þess ara manna hafa uppi tilburði til þess að mótmæla þessari ákvörðun. Orð formanns Framsóknarflokksins skipta hér litlu. Verkin tala. Ekið á kyrr- stæðar bifreiðir EKIÐ var á tvær kyrrstæðar bif reiðar dagana 20. og 21. febrúar síðastliðinn og þær báðar skemmdar að einhverju leyti. Lögreglan biður sjónarvotta, ef einhverjir eru, að hafa tal af sér í síma 21108, en atvik eru þau, sem nú akal greina. Hinn 20. stóð hvít Opel-Kad- ett-bifreið, N-233, á gamla BSÍ- bifreiðastæðinu við Kalkofns- veg frá kl. 15 til kl. 18. Einhvern tímann á því tímabili, hefur ver- ið ekið á hægra afturhorn henn- ar og sennilegast hefur stór bif- reið verið að verki. Hinn 21. frá kl. 20 og þar til kl. 09 daginn eftir, stóð dökk- græn Moskvitch-bifreið, árgerð ’59, á bifreiðastæði fyrir framan fjölbýlishúsið nr. 54 til 58 við Álftamýri. Á þessu tímabili hefur verið ekið á vinstri framhurð bif reiðarinnar og hún stórskemmd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.