Morgunblaðið - 27.02.1969, Page 10

Morgunblaðið - 27.02.1969, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 ERLENT YFIRLIT Nixon hvetur til einingnr V-Evrdpu - it Frnkknr og Bretnr komnir í hár samnn •fe Viðræðum Bandaríkjanna og Kína allýst Nixon, kona hans og dóttir við brottförina frá Banadaríkjunum. Vill ekki ein- angra Frakka RICHARD NIXON forseti hefur einkum lagt áherzlu á tvö mik- ilvæg atriði í Evrópuheimsókn sinni. í fyrsta lagi að það sé ásetningur bandarísku stjórnar- innar að stuðla að varðveizlu Efnahagsbandalagsins og það sé sannfæring hennar að þróunin í átt til aukinnar sameiningar haldi áfram þrátt fyrir þá erf- iðleika sem blasa við. f öðru ilagi að það sé ásetningur banda- irísku stjórnarinnar að stuðla að auknu jafnvægi í heiminum •og komast að samkomulagi við .Sovétríkin í þessu skyni. Að sögn fréttaritara AP- •fréttastofunnar segja reynd- ir diplómatar að boðskapur Nix- ions til þjóða Evrópu sé á þá lund, að þær geti valið um hvort þær vilji heldur samein- •ast og hafa áhrif á framtíðar- þróunina í samvinnu við Banda- iríkin eða fylgja þröngri þjóð- ernisstefnu, sem leiði til sund- urþykkju og geti ógnað þróun- •inni í átt til sameiningar. Að því er góðar heimildir herma er forsetinn mótfallinn hvers konar tilraunum til að ein angra Frakka frá öðrum Vestur- Evrópuþjóðum. Þótt Nixon hafi vanþóknun á stefnu de Gaulles er sagt að forsetinn sé staðráð- inn í að leiða síðustu deilur Breta og Frakka hjá sér og reyna að sannfæra þá um að þeir geti unnið saman án þess að stofna framtíð Efnahagsbanda lagsins í hættu. HEFUR ÁHRIF Heimsóknin virðist hafa haft talsverð áhrif, þótt það eigi eft- ir að koma betur í ljós síðar. í viðræðum sínum við leiðtoga þeirra fimm landa, sem Nixon heimsækir, gerir hann grein fyr- ir því hvernig hann telur að vandamál Vestur-Evrópu snerti hagsmuni Bandaríkjanna. Hann telur það hagsmuni Bandaríkj- anna að Vestur-Evrópa samein- ist og fylgi raunhæfri stefnu gagnvart Sovétríkjunum. Þess vegna heimsótti hann fyrst Briiss , el, sem er miðstöð Atlantshafs- bandalagsins og Efnahagsbanda lagsins. í viðræðum sínum við ev- rópska léiðtoga hefur Nixon skýrt frá því að bandaríska stjórnin hyggist reyna að ná samkomulagi við Rússa í mikil- vægum málum eins fljótt og unnt er og með fundi æðstu manna ef nauðsynlegt reynist. Rússar virðast einnig hafa áhuga á sam- komulagi við Bandaríkjamenn, og á það er bent að þeir virðist hafa reynt að halda aftur af Austur-Þjóðverjum til þess að koma í veg fyrir stórveldadeil- ur um Berlí.n Diplómatar telja, að Nixon virðist bjóða þjóðum Vestur-Evrópu að taka þátt í tilraunum sínum til að komast að samkomulagi við Rússa, en leggur á það áherzlu að þær geti því aðeins tekið þátt í þess- ari viðleitni að þær standi sam- einaðar. Þetta þýðir að ef þró- unin til einingar Evrópu haldi ekki áfram geti komið að því, að risaveldin tvö neyðist til að semja sín í milli um öll helztu vandamál án þess að ráðfærast við ríkisstjórnir Vestur-Evrópu. De Caulle vill nýja Evrópu SOAMES-MÁLIð svokallaða og fjaðrafokið, sem það hefur vald- ið, hefur mjög svo spillt sambúð Frakka og Breta, að þótt hún hafi jafnan verið slæm síðan de Gaulle kom til valda, hefur hún aldrei verið eins stirð og nú. Af- leiðingarnar, sem leynitillögur þær er de Gaulle forseti lagði fyrir Christopher Soames, sendi herra Breta í París, um nýskip- an Evrópu eru ófyrirsjáanlegar. Áhrifin, sem allt þetta mál get- ur haft, kunna að verða til þess, að vonir þær, sem Nixon Banda- ríkjaforseti hefur gert sér um að bæta sambúðina við Evrópu, fyrst og fremst Frakkland, í Ev- rópuferð sinni, verði að engu. Fyrst í stað hafa deilur Breta og Frakka ekki fyrst og fremst snúizt um hinar svokölluðu leyni tillögur de Gaulles, kosti þeirra og galla, heldur um það, hvað forsetinn hafi raunverulega sagt Soames á fundi þeim, sem þeir áttu 4. febrúar. Klögumálin hafa gengið á víxl og eitrað sambúð Frakklands og Bretlands. Glöggt dæmi að dómi fréttarit- ara um það, hve sambúðin er slæm, er, að blaðamönnum skuli hafa verið skýrt frá efni orð- sendinga milli sendiherra og rík isstjórnar. Þetta er talið algert einsdæmi, þar sem farið er með slíkt sem strangt trúnaðarmál, og sýnir hve alvarlegum augum brezka ríkisstjórnin lítur málið. Hins vegar virðast Frakkar ekk ert hafa við Soames að sakazt í þessu máli, og ekki er talið lík- legt að málið leiði til þess að hann segi af sér, þótt hann sé í örðugri aðstöðu. STANGAST Á Bretum og Frökkum ber alls ekki saman um, hvað þeim de Gaulle og Soames fór á milli. Miohael Stewart, utanríkisráð- herra Breta, hefur sagt, að eina staðfesta frásögnin um viðræð- urnar sé skýrsla er Soames samdi og háttsettur embættismað ur frönsku stjórnarinnar hafi samþykkt. Þessu þverneita Frakkar og hafa birt eigin frá- sögn af viðræðunum. Þannig stendur staðhæfing gegn stað- hæfingu, en fréttaritarar benda á að ekkert í frásögn Soames þurfi að koma á óvart sé fer- ill de Gaulles hafður í huga. Að sögn Breta eru tillögur de Gaulles um „Nýja Evrópu“ í stuttu máli þessar: Hann hvet- ur til þess að bæði Atlantshafs þandalagið og Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) verði lögð niður. Þannig segir hann að Evrópa eigi að standa á eigin fótum og þurfi ekki að njóta stuðnings Bandaríkjamanna fyrir tilstilli Atlants'hafsbandalagsins. í stað NATO og EBE myndi Evrópu- ríkin með sér stærra bandalag, sem verði lausara í reipunum. Þetta bandalag skuli lúta póli- tískri forustu fjögurra voldug- ustu ríkja Vestur-Evrópu: Bretlands, Vestur-Þýzkalands, Frakklands og Ítalíu. Þessar tillögur de Gaulles geta fyllilega samrýmzt fyrri hug- myndum hans í Evrópumálum að dómi fréttaritara. Andstaðan gegn NATO hefur verið einn helzti stefnugrundvöllur gaull- ista. Þótt de Gaulle hafi að vísu oft komið fram . hlutverki stuðn ingsmanns Efnahagsbandalags- ins hefur einlægni hans verið dregin í efa, og afstaða hans hef ur fyrst og fremst mótazt af þeirri viðleitni að halda Bret- um og öðrum þjóðum utan við bandalagið. De Gaulle hefur allt af haldið því fram, að þátttaka í bandalögum verði að grund- vallazt á þjóðlegu fullveldi og alltaf vísað á bug öllum tillög- um er miðað hafa að pólitískri einingu Evrópu. Á fundinum með Soames lagði de Gaulle augsýnilega til, að Frakkar og Bretar tækju upp viðræður til þess að ganga úr skugga um hvort ekki mundi reynast kleift að jafna ágrein- ing þeirra. Bretar höfnuðu þessu tilboði, meðal annars á þeirri for semdu að það hefði borizt eftir krókaleiðum og að því hefði fylgt harðorð gagnrýni á meintri fylgispekt Breta og annarra þjóða við Bandaríkjamenn. Skoð unum de Gaulles var síðan vís- að á bug í orðsendingu til frönsku stjórnarinnar. Bretar héldu fast við það, að umsókn þeirra um aðild að Efnahags- bandalaginu stæði í fullu gildi og sögðu að þeir yrðu að skýra bandalagsþjóðum sínum í Ev- rópu frá tillögum Frakka áður en viðræður við de Gaulle kæmu til greina. VAXANDI MÓTSTAÐA Tillögur de Gaulles virðast til komnar vegna sívaxandi mót- stöðu sem stefna hans og and- staða hans gegn inngöngu Breta hafa mætt innan Efnahagsbanda lagsins. í ársskýrslu fram- kvæmdastjórnar Efnahagsbanda lagsins sem nýlega kom út seg- ir að afstaða Frakka hafi spillt andrúmsloftinu innan bandalags ins. Afleiðingin sé sú að ekk- ert hafi orðið úr viðræðum um aðild Grikklands og Spánar að bandalaginu og um tæknilegar framfarir í bandalagsríkjunum. Auk þess hafi afstaða Frakka tafið matvælaaðstoð við þróun- arlöndin, ráðstafanir í tollamál- um og samvinnu í landbúnaðar- málum. Svo er komið, að margir telja að verði ekkert að gert til þess að binda enda á neikvæð áhrif Frakka muni bandalagið smám saman líða undir lok. Sterkar raddir eru uppi um það að hefja verði ötulli baráttu til þess að stuðla að þeirri pólitísku ein- ingu sem Efnahagsbandalaginu var ætlað að leiða til þegar það var stofnað. Bretar hafa ýtt undir þessa viðleitni, meðal ann ars með fundi þeim sem þeir áttu með fulltrúum allra aðild- arríkja Vestur-Evrópubandalags ins (WEU) nema Frakkalnds í London um ástandið í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs. Þess vegna hafa Frakkar hót- að að segja sig úr WEU, sem skipað er aðildarríkjum Efna- hagsbandalagsins og Bretlandi, og segja að Bretar noti banda- lagið til þess að reyna að laum- ast inn í Efnahagsbandalagið. Stefna brezka utanríkisráðherr- ans, Michael Stewarts er greini- lega sú að sýna fram á að ef Bretar fái ekki aðild að EBE geti þeir að minnsta kosti tek- ið þátt í tilraunum til þess að stuðla að auknu pólitísku sam- starfi. Heimsókn Harold Wilsons .orsætisráðherra til V-Þýzkalands á dögunum sýndi að þetta er stefna Breta. DE GAULLE ER ALVARA Þess vegna bendir allt til þess að de Gaulle sé alvara með til- lögum sínum um að Efnahags- bandalagið verði lagt niður. Fá- ir aðrir en Frakkar virðast taka mark á þeirri yfirlýsingu frönsku stjórnarinnar að á fund inum með Soames hafi de Gaulle ekki borið fram neinar nýjar tillögur. Þau ummæli franskra embættismanna að Bretar hafi gerzt sekir um að dreifa æsi- fregnum í því skyni að valda ugg og vonleysi í aðildarríkj- um Efnahagsbandalagsins sýna að Frakkar hafa miklar áhyggj- ur af áhrifunum sem Soames- málið mun hafa í aðildarlöndun um. Að sögn Breta sagði de Gaulle á fundinum með Soames, að hann hefði enga sérstaka trú á Efnahagsbandalaginu. í þess stað skýrði hann frá hugmynd- um sínum um stærra fríverzlun- arsvæði, og kemur þessi tillaga nokkuð á óvart þar sem hann vísaði eindregið á bug svipuð- um tillögum sem Bretar báru fram fyrir tíu ráum, en munur- inn er sá að Bretar lögðu að- eins til að tollar á iðnaðarvör- um yrðu lækkaðir en de Gaulle vill einnig lækka tolla á land- búnaðarafurðum. Með tillögum sínum virðist hann að dómi fréttaritara vilja ná fram nokkr um helztu markmiðum sínum: tryggja hag franskra bænda, binda enda á áhrif Bandaríkja- manna, draga úr áhrifum yfir- þjóðlegra stofnana og smáríkja eins og Hollands og Belgíu og auka áhrif Frakklands. Tilboð um samninga KÍNVERJAR hafa ákveðið að aflýsa fundi þeim, sem sendi- herrar Kína og Bandaríkjanna í Varsjá áttu að halda 20. þessa mánaðar, á þeirri forsendu að sú ákvörðun bandarísku stjórnar- innar að neita að skila kín- verska sendifulltrúanum Liao Ho shu, sem hefur beðizt hælis í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður, hafi skapað „and- kínverskt andrúmsloft" og sýni að stjórn Nixons sé fjandsam- leg kínversku þjóðinni. Bandaríski utanríkisráðherr- ann, William P. Rogers, hefur harmað ákvörðun kínversku stjórnarinnar, en segir að fund- inum hafi aðeins verið skotið á frest. Rogers notaði tækifærið til að skýra í fyrsta skipti í ein- stökum atriðum stefnu Nixon- stjórnarinnar gagnvart Peking- stjórninni og sagði að á fund- inum, sem nú hefur verið aflýst, hefði Bandaríkjastjórn ætlað að leggja fram nokkrar áþreifan- legar tillögur. Helztu tillögurn- ar eru þær, að gerður verði samningur um friðsamlega sam- Framhald á bls. 17 Wilson er hann heimsótti Bonn á dögunum. Til hægri er Frei- herr von und zu Guttenberg, samstarrfsmaður K.iesinger kanzlara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.