Morgunblaðið - 27.02.1969, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.02.1969, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 * — A Eldvatnsbökkum Framhald af bls. 20 án fasteignir: Ytri-Dalbæ og seldi hann þær ábúendunum á síðari búskaparárum sínum. Festi kaup á Hnausum nokkrum árum áður en hann hætti búskap. Búfénaður hans gekk mjög til þurrðar síðari búskaparárin, einkum hin síðustu. Einn fjöl- skyldunnar bjó hann frá alda- mótum og nú var hann kominn að áttræðu og rúmlega áttræð- urer hann fór. — Talið var að þeir Jón hefðu að miklu leyti notið Hnausaeignanna, enda að- stoðuðu þeir lengst móður sína við búið. Þau Helga og þessir tveir syn ir hennar virtust frekar forn í skapi, kannske nokkuð sérvitur að sumra dómi, áttu til að vera þurr eða jafnvel snúðug — dá- lítið mishitt, — enda oft orðið fyrir því að reynt væri á greið vikni þeirra og getu, en trygg- lynd þeim er þau treystu og reyndust oft betur en leit út í fljótu bragði. En líklega hefur verið betra að gera þeim ekki á móti í neinu. Hjúum munu þau hafa verið góð. — Um breyt- ingu var þeim lítið gefið. Þótti t.d. lítið til bankaseðlanna koma er þeir komu í umferð, fannst þeir hismi í samanburði við gull- ið áður. Heimilisstörfin gengu eftir föst um venjum. Karlmennirnir unnu á vetrarkvöldunum að tóvinnu með kvenfólkinu, þegar hross- hársvinnan var búin. Fatagerð var mikil og fólkið óvenju- lega vel fatað. Gestkvæmt mun hafa verið á heimilinu og sýslufundir voru þar stundum haldnir, í tíð Sig- urðar Ólafssonar og ef til vill fleiri sýslumanna. Bærinn á Hnausum mun hafa verið í stærra lagi, allur mel- og torfþakinn. Munu sjö burstir hafa snúið fram (suður) á hlað ið. Vesast smiðja, svo fjós með með lofti, svefnhús, karlmenn sváfu á lofti, konur niðri, síð- an bæjardyr, þá „austurstofa“ (gestastofa), bar næst búr og austast geymsluhús (skemma). Sunnan við hlaðið, austast var hlóðaeldhús (sneri austur og vest ur). Að húsabaki var hlaða, sem sneri þvert við húsarönd og var innangengt í hana norður úr bæjardyrum, kölluð „baðstofu- hlaða“. Hér var áður baðstofa sr. Jóns, en búrið var stofa hans, tvö hús eru enn í Hnausa bæjarrönd, sem að formi til eru eins og þau voru í tíð hans og á sama stað og enn með torf- þaki: Stofan hans og fjósið. Er Þjóðminjasafnið nú farið að gefa þeim auga. Veggir voru á milli allra húsa í bsejarröndinni nema milli bæjardyra og austurstofu. Voru þau hús smíðuð 1864 af Sig. Sigurðssyni snikkara, þá á Breiðabólsstað, lögð niður 1929. Útihús voru hér og þar á túni og í högum, t.d. eitt á túni fyrir gömul naut, er stundum voru til“ ★ Eins og sjá má af þessari gagnorðu frásögn, er það bæði fróður maður >,g vel ritfær, sem hér heldur á penna. Eyjólfur hefur traust minni og ekki vill ORÐSENDING til bœnda og annarra eigenda og notenda vinnuvéla , Vér undirritaðir innf’.ytjendur búvéla og vinnuvéla sjáum oss til þess knúna að vekja athygli viðskiptamanna vorra á því, að fyrirsjáanleg er veruleg skerðing varahlutaþjónustu og annarrar verzlunarþjónustu. Þessu valda eftirgreindar meginástæður: 1. Leyfð verzlunarálagning miðað við innkaupsverð, er nú sem næst % af því, sexn viðurkennt var og leyft í verðlagi árið 1967. Á sama tíma hefur orðið mjög veruleg hækkun reksturskostnaðar, og er hún bein afleiðing af gengisfell- ingunum ,sem m.a. hafa tvöfaldað verð allra innfluttra rekstrarvara. 2. Ekki eru horfur á, að vélainnflytjendur geti bætt sér tekjumissi vegna skerð- ingar álagningar með aukinni sölu í krónum. Af gengisfellingu ársins 1967 leiddi stórfeldan samdrátt í innflutningi og sölu véla á árinu 1968. Þegar er sýnt, að sagan muni endurtaka sig á árinu 1969 í þeim mun ríkara mæli, sem hin seinni gengisfelling var stórfeldari þeirri fyrri. 3. Gengisfellingamar báðar leiddu til þess, að hinar naumu birgðir varahluta voru seldar á verði, sem var langt undir endurkaupsverðmæti. Þannig lætur nú nærri, að innkaupsverð varahluta sé tvisvar sinnum hærra en það var á ár- inu 1967. Ljóst er, að ekki verður um að ræða fjármagnsmyndun í fyrirtækjunum sjálfum að óbreyttum aðstæðum og sem kunnugt er hefur innflutningsverzlunin ekki í nein þau hús að venda, er séð gætu henni fyrir auknu lánsfé til verzlunarrekstrarins, meðan núverandi erfiðleikatímabil gengur yfir. Af framanskráðu má ráða, að varahlutabirgðir vorar muni á næstunni verða um helmingur þess, sem þær vom fram eftir árinu 1967. Af þessu tilefni viljum vér benda vélaeigendum á nauðsyn þess, að reynt sé eftir aðstæðum að haga starf- rækslu véla og eftirliti með þeim á þann veg, að tjón af töf verði sem minnst, meðan útvegun varahluta fer fram. Sérstaklega viljum vér vekja athygli á eftirfarandi: I. Nú er ekki lengur unnt að panta fyrirfram veru egar varahlutasendingar á lager til að mæta áætlaðri væntanlegri þörf. Varahlutapantanir verða því á næstunni að miklu leyti að takmarkast við sérpantanir fyrir einstaka véla- eigendur. II. Það hefur tíðkazt, að afgreiðsliur á vörum á skipa- og flugafgreiðslum færu fram hvern virkan dag og jafnvel oft á dag. Vegna mikillar fækkunar starfs- fólks má nú gera ráð fyrir, að afgreiðslum þessum verði fækkað að mun og þær t. d. bundnar við einn eða tvo d aga í viku. III. Bændum sérstaklega viljum vér benda á, að gera nú þegar könnun á vara- hlutaþörf fyrir sumarið og panta nú strax þá hluti, sem annað tveggja vantar þegar eða líklegt er, að þurfi endurnýjunar við á þessu ári. IV. Eigendur stórra vinnuvéla viljum vér sérstaklega biðja um að herða allf eftir- lit með vélunum, þannig að sem oftast skapist frestur til útvegunar varahluta, áður en bi'iun á sér stað. DRÁTTARVÉLAR h.f. GLÓBUS h.f. HAMAR h.f. HEKLA h.f. VÉLADEILD S.Í.S. ÞÓR h.f. hann láta hafa annað eftir sér en það sem, hann kann góð skil á eða hefur óruggar heimildir fyrir. Eins og eðlilegt er með slík an hæfileikamann, hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína og sýslu. Hefur það, eins og fyrr getur, verið áður raKið og skal ekki endurtekið hér. Þeir, sem notið hafa starfs hans, kunna honum ríkulegar þakkir og allir þeir, sem átt hafa hann að félaga og samstarfsmann á lífsleiðinni senda honum hugheila þökk og góðar óskir á þessum tímamót- um er hann nú fyllir áttunda áratuginn. G.Br. Eyjólfur er nú staddur hér í bænum. í dag kl. 5-7 mun hann taka á móti gestum í skrifstofu Ormsbræðra í Lágmúla 9. Upphoð Áður auglýst opinbert uppboð að Ármúla 26 laugar- daginn 1. marz n.k. hefst kl. 13.30 e.h . Borgarfógetaembættið í Reykjavík. AIJGLÝSING FRÁ PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRN Tilkynning vegna skyldusparnaðar Framvegis ber öllum eigendum sparimerkjabóka að framvísa nafnskírteini þá er þeir afhenda sparimerkja- blöð til áframsendingar eða endurgreiðslu. Gildir þetta einnig, þegar nýjar bækur eru afhentar. Reykjavík, 25. febrúar 1969. 1,5 miljón Radionette-útvarps og sjónvarpstæki eru seld í Noregi — og tugir þúsunda hér á landi. Radionette-tækin eru seld í yfir 60 löndum. Þetta eru hin beztu meðmæli með gæðum þeirra. BETRI HLJÓMUR - TÆRARI MYNDIR Radionette-sjónvarpstækin eru í vönduðum trékössum — með stórum hátölurum — sterku-m mögnurum fyrir hljóð og sérstaklega gerð fyrir hin erfiðu sjónvarps- skilyrði í Noregi. Öll Radionette-sjónvarpstækin eru með öryggisrofa til varnar því að börn geti kveikt á þeim. ÁRS ÁBYRGÐ — AFBORGUNARKJÖR. Það margborgar sig að kaupa vandað tæki strax, sem þér verðið ánægð með um mörg ókomin ár. Traustar verzlanir um land allt se'ja Radionette-tækin. í Reykjavík: Radionette-verzlunin Aðalstræti 17, sími 16995, Baldur Jónsson s.f. Hverfisgötu 37, sími 19894, Ratsjá h.f., Laugavegi 47, sími 11575 og Sauðárkróki. GÆÐI OG FEGURÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.