Morgunblaðið - 27.02.1969, Page 3

Morgunblaðið - 27.02.1969, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 3 Samningamaður og mannasættir Levi Eskhol tókst að sameina ólík sjónarmið, en þótti litlaus samanborið við Ben-Gurion (AP—NTB) LEVI Eskhol, forsætisráð- herra, sem lézt í dag, var einn af stofnendum fsraelsrikis. Hann átti einnig mikinn þátt í þróun ísraels og var forsæt isráðherra iandsins um sex ára skeið. Frama sinn átti hann fyrst og fremst að þakka ágætum hæfileikum til að jafna ágreining og brúa ólík sjónarmið. Hans verður eink- um minnzt fyrir ágæta stjórn málakosti. Sagt var, að á stjórnarfund- um hefði Eskhol oft verið eini maðurinn, sem hefði get að samræmt þau mörgu ólíku sjónarmið, sem þar komu fram. Sumir sögðu, að mála- miðlunarhæfileikar hans bæru vott um veikleika, en aðrir sögðu að þeir sýndu frá bæra stjórnmálakænsku. Sú saga var sögð, að eitt sinn er Eskhol sat í veitingahúsi hefði þjónn spurt hann hvort hann vildi heldur te eða kaffi og Eskhol hefði svarað: „Jafnt af hvoru“. í augum ísraelsku þjóðarinn ar var Eskhol 'hinn dæmigerði Gyðingur. Ungu fólki, sem fætt og og uppalið í ísrael, fannst hann því nokkuð fram andi og kallaði hann stundum „ghettóleiðtogann“. Hetja unga fólksins er Moshe Dayan varnarmálaráðherra. „Dayan framkvæmir, Eskhol talar“, hefur stundum verið sagt. En öllum bar saman um, að engum væri eins vel lagið að leysa stjórnarkreppur og jafna þann ágreining, sem jafnan ríkir í samsteypustjórnum sem mörg og ólík flokksbrot standa að. Hann var orðlagð- ur fyrir kænsku og stundum líkt við Johnson fyrrum Bandaríkajforseta, sem hann virtist hafa náið samband við. FÆDDUR í ÚKRAÍNU Levi Eskhol fæddist í þorpi einu skammt frá Kiev í Úkra- ínu árið 1895. Faðir hans var auðugur iðnrekandi og kenni maður. Eskhol hlaut mennt- un sína í Vilna í Litháen, og þar gekk hann í hreyfingu zí- onista. Árið 1914 fluttist hann til Palestínu, sem þá laut tyrkneskum yfirráðum, og þeg ar fyrri heimsstyrjöldin hófst gekk hann í hina svokölluðu Gyðingahersveit, sem barðist með Bretum. Þegar Tyrkir höfðu verið hraktir frá Palestinu tók hann þátt í stofnun samyrkjubúsins Degnia Bet við Galelíuvatn og leit alltaf á það sem heimili sitt. Hann átti drjúgan þátt í landnámi norðurhluta fsraels og fékk áhuga á vatnsveitu- málum, sem hann vann mikið að. Á árunum milli heimsstyrj aldanna komst hann til á- hrifa í verkalýðshreyfingunni í Palestinu. Hann átti þátt í stofnun hennar og honum voru falin mikilvæg trúnaðar- störf í flokki hófsamra jafn- aðarmanna, Mapai, sem síðar hlaut meirihluta í ísraelska þinginu. í seinni heimsstyrjöldinni var Eskhol skipaður í stjórn „Jewish Agency“. Hann fékk sæti í æðstu stjórn Hagana, varnarliði Gyðinga, og sat í herforingjaráði þess þegar Ísraelsríki var stofnað. Árið 1951 fékk Levi Eskhol í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn og var skipaður landbúnaðarráðherra í stjórn Daviðs Ben-Gurions. Síðan var hann fjármálaráð- herra og vann brautryðjenda- starf í því embætti. Þannig kom hann til leiðar umfangs- miklum breytingum árið 1962 í efnahagsmálum og fjármál- um á grundvelli gengisfelling ar og efnahagslegrar viðreisn arstefnu. Þegar Ben-Gurion lét af embætti ofrsætisráðherra ár- ið 1963 valdi hann Levi Esk- hol eftirmann sinn. Mapai- flokkurinn útnefndi einnig Esk hol forsætisráðherraefni. Hon um tókst að mynda samsteypu stjórn þriggja jafnaðarmanna- flokka ísraels, og þessi flokka samsteypa vann talsvert mik- inn sigur í þingkosningum, sem fram fóru árið 1964,, enda þótt Ben-Gurion snerist gegn honum og stofnaði eigin stjórn Fyrir þremur árum heimsótti þáverandi forseti fslands, Ás- geir Ásgeirsson, Israel og gekk þá meða lannars á fund Levi EskhoL málaflokk til þess að berjast gegn Mapai-flokknum. ERFITT STARF Eskhol var mikill vandi á höndum þegar hann tók við af Ben-Gurion, hinum ást- sæla leiðtoga þjóðarinnar. Einu ári eftir að hann kom til valda átti sér stað mikill sam dráttur í atvinnulífi Israels og áttatíu þúsund verkamenn urðu atvinnulausir. Eskhol varð óvinsælasti stjórnmála- leiðtogi fsraels og þótti litlaus samanborið við Ben-Gurion og Moshe Dayan. Á stjórnar- árum hans kom einnig oft til átaka á landamærunum og leiddu þau að lokum til sex daga styrjaldarinnar í júní 1967. Þessir atburðir urðu til þess, að hann naut aukinna vinsælda á síðari árum, en þó var hann jafnan umdeildur. Eskhol þótti sýna nokkurt hik í ræðu er hann hélt rétt fyrir sex daga stríðið, og vakti það svo mikla reiði að hann var neyddur til að láta af starfi varnarmálaráðherra, sem hann hafði gegnt jafnhliða em bætti forsætisráðherra og skipa Dayan í þá stöðu. En ísraelsmenn virtu Esk'hol fyr- ir það að hann vék aldrei um hársbreidd frá þeirri grund- vallarstefnu að ekki komi til mála að hörfa frá herteknu svæðunum fyrr en Arabar féllust á beina samninga við fsraelsmenn. Allt frá lokum sex daga stríðsins reyndi Esk hol að koma því til leiðar að fsraelsmenn fengju tryggingu fyrir því að landamæri þeirra yrðu virt, og hann var fús til viðræðna við Araba þótt hann héldi því fram að ísraelsmenn mundu aldrei afsala sér yfir- ráðum yfir Jerúsalem og hin- um mikilvægu Golan-hæðum á landamærum SýrlancLs. Nýlega sagði Eskhol í við- tali við bandariska tímaritið Newsveek að komið gæti til mála að ísraelsmenn afsöluðu sér yfirráðum sínum yfir hin um ræktuðu svæðum á vest- urbakka árinnar Jórdan, en hins vegar sagði hann að áin sjálf yrði að vera öryggislanda mæri fsraels. Þessi ummæli hans vöktu miklar deilur í ísrael, og Eskhol neitaði því að orð hans hefðu verið rétt eftir höfð. í síðustu opinberu ræðu sinni sagði Eskhol: „Sovétrík- in hafa sagt heiminum að þau vilji ekki að ísrael verði eytt. Ég vil aðeins segja það, að ísrael vill ekki að Rússlandi verði eytt“. Nefnd endurskoöar starfshætti Alþingis f GÆR var tillaga til þings- álytunar um starfshætti Alþingis er flutt var af Eysteini Jóns- syni afgreidd til ríkisstjómar- innar sem ályktun Alþingis. Ályktunin er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela þingfor- setum ásamt einum fulltrúa frá Hofnnrfjörður SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Haínairifirði halda spilaöcvöld í kivö'ld, 27. febr. kil. 8.30 í Sjálf- stæðishúsinu. Framrejddar verða kaffiiveit- inigar og góð vierðlaiuin veiitt að loikiimni spi'liakepi>ni. Sjálifsitæðisfólfk er hvatt til að fjöimenna sturadvis'leiga. hverjum þingflokki að íhuga og endurskoða starfshætti Alþingis. Álit og tilliögiur um þetta slkal síðain leg'gja fyrir Allþinigi. Friðjón Þórðarsoin mælti fyr- ir áliti aills'herjarineifindar en sú nefnd hafði fjallað um tillöig- uraa. Riifjaði Friðjón það upp að nú að unidanförniu hefðu orðið á Allþimigi töluiverar uimræður um starfsihætti þiiragisins o. fl. Tillaga þessi væri á breiðum ginuinidvaUi og gætfi frjálsar herad uir við endurslkioðuniinia. — Hér væri vissulega um mifkilsivert mál að ræða siem alþingiamenn þyrJtu að gefa gaurn. Eysteiran Jónsson þakk-aði raefradinrai afgreiðslu heranar á til löguinrai oig saigðisit voraa að það sitarif yrði urainið á igruindveli heranair yrði tiil góðs. Sænskur Iæknir heldur fyrirlestur DR. med. Rolf Lundström yfir- læknir við Infektions Kliniken í Eskilstuna, Svíþjóð, kemur hér við þessa dagana á leið sinni frá Bandaríkjunum. Dr. Lundström mun halda fyr- irlestur á vegum Læknafélags Reykjavíkur næstkomandi föstu dag kl. 11 f.h. í kennslustofu NOKKRIR jakar á stangli hafa I rekið suður með Vestfjörðunum, I og í gær sáust stöku jakar út af Patreksfjarðarflóa. Þá virðist vera mökkur ís í vestamiverðum Húnaflóa, og hef- ur haran rekið inn í Reykja- fjörð. ís ex eiranig við Hornibjang, Landsspítalans. Nefnir hann er- indið: „Infektioner undir gravi- ditet með hánsyn til fostret". Dr. Lundstrom er þekktur fyr ir rannsóknir á áhrifum næmra sjúkdóma á fóstur á meðgöngu- tíma, einkum rauðra hunda, en um það efni skrifaði hann merka doktorsritgerð fyrir nokkrum ár um. Mun 'hann væntanlega fjalla um það efni í fyrirlestri sínum ásamt öðru. Dr. Lundström á marga kunn ingja meðal íslenzkra lækna, sem stundað hafa nám undir hand- leiðslu hans á síðustu árum. Er mikill fengur að komu hans til landsins. en siigiinlg þó fær fyrir Horn. Þaðan virðist siiglingarleið aliveig hrein fyrir Norðlu>rlandi og aust- ur fyrir. ísinn er etoki lanigt und an laindi, að sögn Veðiuirstoifúnn- ar, en undanifa'rið hefúr áttin verið suðlæg, og þ>ví von um að haran fjarlægist eitt'hvað. Nokkrir jakar á stangli suður með Vestfjörðum STAKSTEIMR Meinhornið í gær Þessi orð mátti lesa í meinhorni Austra í kommúnistablaðinu í gær: „Skolphreinsun og viðgerð- ir. Losum stíflur úr niðurföllum, vöskum og böðum með loft- og vatnsskotum ... Sótthreinsun að verki loknu með lyktarlausu hreinsunarefni“. Austri hafði tek ið sér frí, en gamansamur smekkmaður hefur sá verið, sem setti þennan auglýsingapistil í hornið hans. Niðurlagsorð mein- hornsins eru sérstaklega athyglis verð. Engum þykir af veita að rækileg sótthreinsun fari fram á pistlum Austra og því hugarfari, sem að þeim stendur. Hitt er ekki víst, að „lyktarlaus hreins- unarefni“ dugi: Oskadiaumur Þorvaldar í kommúnistablaðinu í gær mátti lesa eftirfarandi greinar- kom eftir Þorvald Þórarinsson: lögfræðing: „III var þín fyrsta ganga. Und ir þennan orðskvið munu marg- ir peta tekið í sambandi við fyrstu utanför Richards M. Nix- on, Bandaríkjaforseta. Auðvitað vissu allir, að það var mikil ógæfa fyrir Banda- ríki Norðurameríku að fámenn auðmannsklíka skyldi geta keypt þetta afturhaldshræ inn í Hvita húsið. Hitt skildu líka flestir, að þetta voru sjálfskaparvíti Lyndons B. Johnsons, fyrrver- andi forseta, og stjórnar hans. Samt munu fáir hafa búizt við því, að Nixon gerði Evrópu- ferð sína með þeim furðulega hætti sem nú kemur í ljós. Leiðin er þessi: Fyrst til Belgíu að tala við NATO, stríðsbandalag U.S.A. í Evrópu (sbr. hádegisfréttir í dag). Svo til London að gefa lepp- stjóm sinni í Bretlandi venju- legar fyrirskipanir. Því næst til Bonn að fá sér heilræði hjá fasistaforingjanum dr. Kiesinger. Næst liggur leiðin til Rómar að hljóta sérstaka blessun páf- ans í sambandi við Vietnam og fleira. Að öllu þessu loknu á svo að koma við í París L heimleið. Sé unnt að sýna nokkurri þjóð meiri fjandskap og óvirð- ingu en Nixon sýnir Frökkum með þessu, þá svari þeir sem geta. Að minnsta kosti heilsaði Nixon upp á Niels P. Sigurðs- son á undan Charles de Gaulle. Nixon hefur marga ráðunauta. Þeir hafa án efa undirbúið för hans af kostgæfni. En eitt gátu þeir sparað sér og honum. Þeir vissu, að hann þurfti ekki að eyða neinu púðri á þá vesalings aumingja sem toalla sig ríkisstjórn íslands. i Dr. Kiesinger getur líka svar- að fyrir þá, enda hlutu dr. Bjarai 'og dr. Gylfi uppeldi sitt hjá isama lærimeistara og hann.“ i Þorvaldur Þórarinsson á auð- vitað ekki aðra ósk heitari en *þá að Nixon hefði farið fyrst 'til Prag til þess að horfa þar á stúdentinn Jan Zajic brenna 'sig til bana — en slíkir at- flburðir eru nú að verða eins konar vörumerki þeirrar hugsjón ' ar, sem stjórnar pennaglöpum lögfræðingsins. Sem kunnugt er | má telja hann með helztu gáfu- mönnum kommúnismans hér á landi eins og grein þessi sýnir. j En hún er sko ekkert afstyrmi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.