Morgunblaðið - 27.02.1969, Side 20

Morgunblaðið - 27.02.1969, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 Á ELDVATNSBÖKKUM Eyjólfur hreppstjóri áttrœður Um síra Jón og Helgu dóttur hans Hnausaheimilið eftir Eyjólf Eyjólfsson Gísli sýslumaður Sveinsson komast eitt sinn svo að orði um Meðallandið, að ýmsir hefðu fram að þessu ekki talið það tilkomumestu sveitina í þessu annars tilkomumikla héraði: ,En þar er hátt til lofts og vítt til veggja og útsýni hið ágætasta til hærri staða“ En það er mála sannast, að fleira er það en landslagið sjálft og útsýnið sem setur svip á sveit. Það gerir líka fólkið, sem vex upp og unir þar sína ævi- daga á fullorðinsárum. í þess- ari grein skal minnst eins manns sem setur sinn svip á þessa, að sumra áliti, jviplitlu sveit. Það er hreppstjóri Leiðvatlarhrepps, Eyjólfur Eyjólfsson á Hnaus- um, sem er áttræður í dag. Áður mun Mjrgunblaðið hafa minnst hans á merkisdegi og getið helstu starfa hans og ævi- atriða, en hér á það við sem víðar að sjaldan er góð visa of oft kveðin. Það bæði göfgar mann og gleður að minnast góðra samferðarmanna, rifja upp holl kynni og gefa gaum að því, sem af þeim má læra. Einn slíkra rnanna er Eyjólf- ur á Hnausum. Fáir eru hans líkir að skemmtilegum og fræð- andi viðræðum. Er margra slíkra stunda að minnast frá samveru- árunum eystra. Eyjólfur Eyjólfsson hefur ver ið hreppstjóri i hálfa öld og litlu skemur hefur hann búið á eignarjörð s;nni — Hnausum. Bærinn stend ir á syðri bakka Eldvatnsins. Þar er sendið vall- lendi meðfram vatninu, sem á stundum hefur verið herjað af erkióvini MeðaJlandsins — sand inum — sand-áganginum. I Með- allandi var áður talað um sand- ár eins og hafísár, kalár eða annað illæri i öðrum héruðum. Margar jarðir i Meðallandi hef- ur sandurinn í eyði lagt. Hann ógnaði líka Hnausunum. Þá hófst Eyjólfur handa með aðstoð Sand græðslunnar að girða mikið land flæmi með þeim árangri að þar er nú gróið land og grasgefið, sem annars hefði verið auðn ein. ★ Hnausar hafa jafnan verið tald ir með beztu jörðum Meðallands ekki sízt vegna góðrar fjár- beitar. Á árunum 1804—22 var þar prestsetur. Þó hélt Meðal- landsþing sr. Jón Jónsson frá Mýrum í Álftaveri, bróðir Stein gríms biskups. Hann fluttist að Hnausum frá kirkjustaðnum Langholti vegna þess hve Hnaus ar voru mikiu betri undir bú. Samt telur sr. Jón sig vera þar (á Hnausum) „á fjárhús kominn, því þessir góðu Hnaus ar eru eigi ómagajörð, svo lítil fjörlegir sem þeir eru, þá liggja þeir fyrir ágangi og átroðningi manna og skepna sem útkrefur styrk og mamiafla og formegun til að veita móttöku", segir sr. Jón i bréfi til Steingríms bróð- ur síns. Sr. Jón á Hnausum varð ekki gamall maður. Hann dó hálf- sextugur haua*ið 1822 og hafði þá verið pres .ur í 24 ár. Frá láti hans skýrir prófasturinn, sr. Þórður Brynjólfsson á Felli, í bréfi til Geirs biskups Vída- líns dags. 30. október á þessa leið: „Sunnudaginn þann 13da okt- obr. næstl. fannst örendur á víðavangi presturinn til Lang- holtssóknar í Meðallandi innan Vestur-Skaftafellssýslu, síraJón Jónsson. Hafdi hann um nóttina þann llta næst á undan einsam- all í náttmyrkri og regni frá næsta bæ haldið til síns heim- ilis, reið hesti annarsstaðar frá, sem þessvegna hefur vikið út af veginum þangað sem Mýrar og Foröð voru fyrir. Sást nú þeg- ar presturinn sál. fannst i þess- um stað, að þetta ásamt nátt- myrkrinu hafi ^eidt hann tfl, lé- magna af Erfiði við Trjásögun á Fjörunni unlanfarna daga. að leggja sig til h'úldar og Svefns, sem varð hans sfðasti."----- Hefur sr. Jón sjálfsagt ætlað heim úr sögun.nni á laugardeg- inum til að messa daginn eftir. Þannig má með sanni segja, að Hnausaklerkurinn hafi unnið bú skapnum og prestsskapnum til hinstu stundar. Kona sr. Jóns var Dómhild- ur Jónsdóttir, Vigfússonar frá Fossi og Sigurlaugar Sigurðar- dóttur, prests í Holti. Meðal barna þeirra var Helga, sem giftist Hannesi Jónssyni frá Núpstað. Han.ies dó 1860, en Helga bjó á Hnausum til ævi- loka, 29. október 1893 og var þá komin undir nirætt — f. 3. ágúst 1806. Var hún blind mörg síðari ár ævi sinnar. Helga á Hnausum var lágvax- in kona en þrekin og að öllu vel á sig komm. Hún var ekki fljóttekin — heldur þurr á mann inn en reyndist vel þeim, sem á fund hennar leituðu, en það voru margir. öllum, sem að garði bar, var gefið að borða — kaffi þóttu of litlar góðgerðir. Til Helgu lögðu leið sína allir nauðþurfta- menn, t.d. til að fá mjöl í brauð í ferðanestið óður en farið var í kaupstaðarferðina út á Bakka — peninga i þinggjaldið o.s.frv. Flestir mun í hafa greitt þetta með lambsfóðrum eða öðrum fóðr um, sem kom sér vel fyrir Hnausaheimilið — þar var lítill heyskapur, en góður útigangur — oft, sem lítið eða ekkert þurfti að gefa fullorðnu fé. — Þess- vegna voru þar alltaf heyfyrn- ingar — hver.iig sem áraði, því að heyin voru spöruð til hins ítrasta. Sem dæmi um fyrningarnar á Hnausum má nefna, að í harð- indunum 1882 sóttu Síðumenn þangað hey í vandræðum sínum. Var það blaðka — melur — sem var í svo gömlum heyjum að torfið á þeim var allt grasi gróið. — Þótt beitin væri mikið notuð, voru til hús yfir allan fénað, að minnsta kosti á síð- ari árum. Mjög var Helga í Hnausum minnisstæð þeim, sem eitthvað kynntust henni. Vorið 1875 vígð- ist sr. Brynjólíur, síðar á ólafs- vö'llum, til Meðallandsþinga og var þar prestur í eitt ár. Mörg um áratugum síðar hitti hann sonardóttur hennar hér í Reykj vík. Vakti það þá athygli við- staddra hvílík lotning og aðdáun var í röddinni er sr. Brynjólf- ur nefndi nafn Helgu á Hnaus- um — þessarar miklu mann- kostakonu. Af bömum Helgu og Hann- esar komust átta til fullorðins- ára. Tveir synir þeirra, Jón og Stefán bjuggu á Hnausum. Þeir voru miklir búrnenn, og má telja þá ágæta fullt.-úa þess bezta um forsjá og fyrirhyggju samfara — sparnaði, heiðarleika, og þjóð legri menning’i. „Það er flest til á þeim bæ“ var haft eftir bónda einum í Meðallandi, og var það sannmæli M.a. áttu þeir Hnausabræður alltaf messu vín. Eitt sinn vantaði prestinn á Langholti messuvín og sendi vinnukonu, Sigríði Sveinsdóttur síðar á Fljótum, upp að Hnaus- um. Hún var þá ung og rösk og létt á sér, sem kom sér vel, því að eflaust hefur presti legið á víninu til að þjónasta einhvern langt leiddan. Þegar að Hnausum kom, bar Sigríður Jóni boðin frá presti, en hann tók þeim þunglega og virtist ekki ætla að verða við bóninni. Lét þá Stefán bróðir hans mál ið til sín taka með svofelldum orð um: „Gerðu það í þetta sinn, Jón bróðir, en taktu það fram, að það verði ekki gert oftar." Tók Jón þessari ráðleggingu og veitti einhverja úrlausn, svo að Sigríður fór ekki erindis- leysu. Annars er svo að sjá, að það hafi legið í landi í Meðallands- þingum, að þar hafi messuvín reynst ódrýgra en annarsstaðar í prófastsdæminu. Má i því sam- bandi nefna eftirfarandi úr vísi tazíu prófasts, sr Þórðar Bryn- jólfssonar, frá 11. júní 1806: „í sama sinn framfór umkvört un af nálæguro sóknarmönnum yfir messuvínsskorti við kirkj- una hvar fyrir nokkrir hafa ei orðið til comminionar meðtekn- ir. En þar práfasturinn varð ei annars var en að 16 pottar messu víns hefðu verið með fyrstu til- lagðir fyrir 180 communic., kunni hann því síður við þá umkvört- un að gjöra, eem honum sýnd- ist það tillagða messuvín, hefði það ekki ódrýgst, nægilegt. ★ Um þá Hnausabræður hefur Eyjólfur Eyjólfsson skrifað stúit an þátt, sem hér birtist. „Við kynni af Hnausafjölskyld unni mun fljótt hafa komið í ljós nokkuð sérstakir persónu- leikar, sem mótuðu svip heimilis ins. Var þar stjórnsemi, hirðu- semi, festa og lítil tilhneiging til umbreytinga — allt í sín- um gömlu föstu skorðum ár eftir ár og gamlir munir því þar lengur til en víða annarsstaðar (enda sama fjölskyldan þar um 120 ár samfleytt), til dæmis göm ul teppi, hornsekkir og skreyt- ingar á beizlum o.fl. Gamlar bækur og sumar merkar voru til í tíð hins síðasta í fjöl- skyldunni (Stefáns), svo sem Heimskringla, Arbækur Espólíns (e. t. v. ekki allar), Bæna- og sálmasafn eftir sr. Jón lærða Möðrufelli, Landnáma í gamalli útgáfu, JónsbÓK (lögbókin), auk annarra bóka, sem almennari voru, svo sem Alþýðulestrarbók Þórarins Böðvarssonar o.fl. — Stefán var minnugur í betra lagi og nokkuð fróður um ýmis- legt, t.d. um ættir. Þótti vænt um bækur sínar og léði þær einstöku mönnum. Veit ég til þess að einn bókmenntafræðing ur nútímans kynntist fyrst Heims kringlu sem fengin var að láni hjá Stefáni á Hnausum. Átti einnig bók (bænakver?) eftir einn Skarðsprestanna, sr. Jón Vigfússon, sem lézt í „Stóru- bólu“ 1707. — Ekki mun Jón bróðir hans og sambýlismaður hafa staðið honum að baki and- lega. Gripi áttu beir bræður bæði marga og fallega. Hnausahestam ir voru orðlagðir fyrir hvað stór ir og fallegir þeir væru, enda margir og því hægt að hafa til skiptanna og meðferðin með mik illi gætni. Heyrt hef ég að a. m.k. stundum hafi verið í sumar högum frá Hnausum um 30 hross og flest hafi verið borið á 13 í kaupstaðarferðinni út á Bakka og 4 karlmenn hafi verið með lestinni og hún vel útbúin. Auk þess hafi annar Slýjabænda, sem litla lest átti sjálfur, verið til aðstoðar og notið þess, enda haft eftir konu hans, að „ekki þyrfti að finna honum Sveini mat þegar hann væri nýkominn frá Hnausum". Mundu fleiri kon ur hafa getað goldið þessu já- kvæði. — Sauðfénaðurinn, ætt- aður frá Núpstað að einhverju leyti, af fé sem lifði Skaftár- elda, virtist með nokkuð fast- mótuðum svip. Ymsir, sem um búskap hugsuðu, munu hafa feng ið hrúta frá Hnausum, t.d. Helgi Þórarinsson í Þykkvabæ, og af Hnausakyni var að einhverju leyti, fé í kynbótabúi V.-Skaft- féllinga, er það var stofnað. Þótt meðferðin væri rómuð, var ám lítið gefið, þegar jörð var auð, en gefið vel ef þess var talin þörf. Fénaður var þá fár á nágrannabæjunum, nema á Feðgum hjá Páli Ingimundar- syni og síðar ekkju hans, Helgu Jónsdóttur og rengdasyni. Hefur því jörðin notið sin vel, þótt sandur syrfi einatt að. En eink- um taldi Stefán sauðlandið ofan Eldvatn3, „upplandið" sem var leifar Hólmaselslands, aðal- kost jarðarinnar. Þar hefur ver ið framleidd mest ullin, sem Hnausalestin 3tóra flutti til verzl unar. Þetta var mest melland, sem nú er blisið Þar var þá slegin „blaðka" síðari hluta slátt ar, sumpart handa sauðunum þar en þó mestmegnis flutt heim. Var heyskapur þar lengra fram eftir haustinu en á mýrarjörð- um. Þar og í Vötnunum gengu einatt naut að sumrinu frá HnauS um og nokkrum öðrum bæjum. Voru Hnausabolarnir oft með þeim fallegustu, einatt fallegast- ir. Auk búfénaðar o.fl. átti Stef- Framhald á bls. 13 HÆTTA A NÆSTA LEITI —+■— eftir John Saunders og Alden McWilliams AH-HAÍ fetch METHE PHONE BOOK/TRoy / I'l QOINS TO CALL A MAN , ABOLIT A MASTERPIECE! ir um meistaraverk. (1 úrklippunni er sagt frá því að Athos hafi borgað 250 þúsund dali fyrir örlitið málverk eftir Pierre Matin). Púff . . . fimm húslengdir á harða- blaupum. Iivað liggur á Danny? Ég ætla að líta yfir heimaverkefnin okkar. 2. mynd) Til að byrja með getur þú flett npp einhverju um lækningu við hjarta- slagi. Það var eitthvað í einni af úr- klippunum sem við fengum ... 3. mynd) . . . aha, réttu mér símaskrána, Troy, ég ætla að hringja í mann og spyrjast fyr- Eyjólfur Eyjólfsson, Hnausum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.