Morgunblaðið - 27.02.1969, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.02.1969, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 Ungir skíðamenn sendir á tvö alþióðleg skíðamót S.K.I. vill leggja mikla áherzlu á að efla unglingastarfið STJÓRN Skíðasambandsins hef- ur ákveðið að senda unga ísl. skíðamenn til keppni á tveimur alþjóðlegum mótum unglinga nú á næstunni. Er það Evrópumót unglinga í norrænum skíðagrein um og keppa þar 2 ungir ís- lenzkir skíðagöngumenn, og í annan stað munu verða sendir 4 keppendur á Norðurlandamót unglinga í alpagreinum, en það er í fyrsta sinn sem það mót er haldið. Stefán Kristj'ánsson, form. SKÍ, hafði orð fyrir stjórn samibandsins er það tilkynnti fréttamönnum þessa ákvörðun. Sagði Stefán að í Ijós hefði kom- ið, að í röðum yngri skíðamanna á íslandi væri að finna pilta sem fyllilega stæðu jafnöldruim sín- um erlendis á sporði og Skíða- sambandið vildi því ailt sem það gæti í sölurnar lagt til að gefa WEST HAM SLEGIÐ ÚT í>AU óvnætu úrslit urðu í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi að 3. deildarliðið Mansfield Town sigraði West Ham — liðið með alla snillingana og „heimsmeist- arana“ — með 3—0. Var þetta marg„frestaður“ leikur og eng- inn bjóst við þeiisum úrslitum. þessum piltum tækifæri til að öðlast reynslu í keppni erlendis og að nema þar á mótum ómet- anlega fræðslu. ★ EVRÓPUMÓT Evrópumeistaramót unglinga í norrænum skíðagreinum verður í Boinás í Svíþjóð og er þetta 2. slíkt mót sem háð er. Verður það um næstu helgi, 26. febrúar til 3. marz. Á þessu móti taka þeir Hall- dór Matthíasson frá Akureyri og Sigurður Gunnarsson frá ísa- firði þátt í H0 km göngu. Þessir piltar stóðu sdg bezt allra í göngukeppni 17—1*9 ára á lands- mótinu í fyrra. >eir dvelja nú í Ed'sbyen í Svíþjóð við æfingar í boði sænska skíðasambandsins og hefur Halldór verið þar í mán uð en Sigurður síðan 15. febr. Fararstjóri er Oddur Sigurðsson, nám: maður í Uppsölum. Stefán sagði, að það væri von SKÍ að þessi þátttaka yrði til lyiftingar gönguíþróttinni hér- lendis. ★ NORÐURLANDAMÓT >á er ákveðið að senda 4 ung- linga á Norðurlandamót í Sunn- möre í Noregi 29. og 30. marz. Sagði Stefán að einmitt í þessum aidunsflokki væri geta íslend- inga sambærilegust við erlendar þjóðir og það væri takmark og ósk SKÍ að fá sem fyrst tæki- færi til að standa fyrir slí'ku Norðurlandamóti hér á landi. Til udirbúnings vali á kepp- endum, hefst á sunudaginn viku námskeið í alpagreinum fyrir 15 og 16 ára unglinga. Kennari verður ívar Sigmundisson og nemendur 12, eða hámarksfjöldi fyrir einn kennara. Námukeiðið sem verður í Hlíðarfjalli við Akureyri, er fuilskipað. Að þessu námskeiði loknu eða 8.—13. marz verður námskeið fyrir karla á sama stað og kenn- ari sá sami. Það er og fullskip- að. í lok þess námskeiðs verður haldið hið svonefnda Hermanns- mót sem er „punktamót" Norð- lendinga. SKÍ hafði einnig auglýst nám- skeið í alpagreinum fyrir kon- ur og í norrænum gre’num karla, en óráðið er enn um þau. Guðmundur Harðarson og Guðmundur Gislason hafa lengi sett svip á sundmótin. Atlaga að metunum í kvöld Sundmót ÍR kl. 8.30 og lýkur með keppni r sundknattleik t KVÖLD kl. 8.30 efnir ÍR til sundmóts i Sundhöllinni. Ovcnju Skíðomönnum boóið tU Grænlnnds GRÆNLENDINGAR hafa sent Skíðasambandinu boðs- bréf um að senda 4 keppend- ur héðan á meistaramót Grænlands í skíðaiþróttum sem fram fer um páskana í Godthaab. Þeir bjóða þó að- eins ókeypis uppihald, en yið I könnun kom í ljós, að far- gjöld fyrir hvern keppanda kosta 26 þús. kr. svo það ásamt því, að íslandsmótið fer fram á sama tíma, mun I koma í veg fyrir íslenzka þátt töku þar. En SKÍ hefur áliuga á sambandi við Grænlend- inga ef hægt er að finna fjár- hagslegan grundvöll fyrir I slíku samstarfL lega mikil þátttaka er í móti þessu og meðal keppenda allt bezta sundfólk landsins, frá Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi, Keflavík og Akranesi. Keppenda fjöldi var í sumum greinum milli 20 og 30 og fóru undan- rásir fram í mörgum greinanna i gærkvöldi. Auk 12 sundgneina verður keppt í sundknattleik í lokin og eigast þar við yngri sundknatt- leiksmenn og hinir eldri — og verður það án efa skemmtileg og hörð keppni milli gamalkunnra garpa sem öll brögð kunna og hinna sem við eru að taka og eru í betri sundlþjálfun, en hafa minni reynslu í sundknattleik. Keppnisgreinar á mótinu aru 290 m fjórsund kvenna, 100 m skriðsund karla, 100 m baksund stúlkna f. 1953 og síðar, 50 m bringusund sveina 112 ára og yngri, 200 m bringusund karla, 160 m flugsund karla, 200 m bringusund kvenna, 100 m skrið- sund kvenna, 100 m bringusund sveina og drengja, 4x100 m fjór- ;und kvenna og sama grein fyr- ir karla. Meðal keppenda má nefna aila Olympíufarana, þau Guðmund Gíslason, Hrafnhildi Guðmunds- dóttur, Ellen Ingvadóttur og Leikni Jónsson, en eins og fyrr segir er allt bezta sundfólkið með í mótinu. A 3. þúsund manns við skúla KR ú sunnudag Jón Karlsson skorar eitt af mörkum Vals gegn MK 31. MJÖG mikil aðsókn hefur ver- Atta landsliðsmenn FH mœta Dönum í kvöld í K V Ö L D kl. 20.30 leikur danska handknattleiksliðið MK 31 sinn þriðja leik hérlendis. Hafa Danimir nú leikið 2 leiki í heimsókn sinni. Töpuðu þeir fyrsta leik sínum með 17:25 fyr- ir úrvalsliði völdu af íþrótta- fréttariturum, en annan leikinn unnu þeir gegn gestgjöfum sín- um Val með 20:19. Sýndu þeir í þeim leik mun betri tilþrif en í fyrsta leiknum. Eins og áður segir leika Dan- irnir 3. leik sinn í kvöld kl. 20.30 í Laugardalshöllinni. JVIæta þeir þá liði FH, sem eru ítelandsmeist arar utanhúss 1968 og eru festir í 1. deildarkeppninni í ár, hafa ekki einu sinni tapað stigi. Eru allar horfur á, að þeir verði ís- landsmeistarar í ár, en það yrði í 8. skiptið sem þeir hrepptu þann titil frá því þeir urðu fyrst meistarar árið 1066. íslandsmeist aratitlinum utanhúss hafa F'H- íngar haldið óslitið í 13 ár í röð og eru þess fá dæmi í íslenzkum íþróttum uin svo langa og óslitna sigurgöngu. Lið FH gegn MK 3)1 verður þannig skipað (í svigum fjöldi landisleikja): Hjalti Einarsson (31) Kristófer Magnússon (6) Framhald á bls. 12 ið að skíðaskála KR að undan- förnu og er talið að hátt á 3. þúsund manns hafi verið þar sl. sunnudag. Nægur snjór er í Skálafelli og færi gott, þótt slíku isé ekki að fagna við aðra skíöaskála. Eftirleiðis verður seld helgar- gi'sting í sklála KR í félagsheim- ili KR við Kaplaskjólsveg á fö-tudögum kl. 18—20. Á sama stað og tíma fer fram innritun nýrra félaga í skíðadeildina. Gisting verður þó ekki seld um þessa helgi vegna eigin nota félagsinS af skálanum, en greiða sala er ópin og lyfta í gangi á laugardag og sunnudag. — Ferð ir verða frá Umferðarmiðstöð- inni á laugardag kl. 2 upp eftir og í bæinn kl. 6 og farið upp eftir kl. 10 á sunnudag. ÞRÍR ungir skíðamenn frá' Akureyri hafa að undan-1 förnu dvalizt við æfingar í{ Svíþjóð og tóku þeir þátt í, 1 miklu móti unglinga í Sví- þjóð fyrir skömmu. Voru^ i keppendur þar um 100 tais-1 ins og flestir þeir beztu sem | Svíar eiga í alpagreinum í, dag. Guðmundur Frímannsson | varð 7. í röðinni í svigi. Þor- | steinn Baldvinsson varð í 10.] sæti og Þorsteinn Vilhelms- son í 22. sæti. Þeir áttu að keppa á öðru ( móti um sl. helgi, en fréttir, höfðu ekki borizt af árangri þeirra, en þeir voru væntan-' legir heim í gær. Þetta sýnir að ungu skíða-1 mennirnir eru fyllilega sam- , keppnisfærir við þá beztu' í okkar nágrannalöndum. Mcnch Utd vonn 3-0 í GÆRKVÖLDI fór fram fyrri leikur Mandheiter United og Rapid Vínarborg í keppninni um Evrópubi'karinn. Manch. Utd vann 3—0. Öll sæti og stæði — 63 þús tal'sins — voiu uppseM og aðgangseyrir nam um 4.5 millj. kr. Er þetta í annað sinn sem uppselt er á völl Manch. Utd á vikutíma og einnig er uppselt á bikarleik þeirra nk. laugardag. Peningarnir velta í kas a þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.