Morgunblaðið - 27.02.1969, Side 24

Morgunblaðið - 27.02.1969, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1969 Hún hallaði sér upp að saman fléttuðum laufgreinunum, strauk hárið frá augunum og leit á hann. Hann gnæfði þarna yfir hana og studdi olnbogann við eitthvað, sem var hærra uppi en höfuðið á henni. Nú var andlit- ið á honum ekki lengur harðn- eskjulegt og reiðiiegt. Hún skalf án þess að geta að því gert og leit niður á votan líkama sinn. Augu hans litu í sömu átt og hún fann til hlygðungar fyrir brjóstin á sér, sem stóðu út í votan sundbolinn. Einhversstað- ar milli hjartans og hryggjar- ins fann hún iil verkjar. Hann ætlaði að fara að segja eitthvað, en þá komu harðar var ir hans og mættu hennar vörum og meiddu þær og mörðu, svo að hún fann til sársauka um sig alla. Hún fann brjóst hans og læri þrýstast að sér og varð þess vör, að hún veitti ekki lengur neina mótstöðu. Hún lokaði augunum, lét það, sem hún hélt á, detta til jarðar, greip höndum um sterka háls- inn og lét kyssa sig, mótstöðu- laust. Þegar hann ’oksins sleppti taki af henni, sá hún, að sólin var aftur farin að skína og yfirborð- ið í lauginni slétt Hún laut nið- ur, greip handklæðið sitt og vafði því um hálsinn á sér, ofur- lítið skjálfandi, og án þess að þora að líta 4 hann. En þegar hún loks gerði það, var hann að laga á sér bindið og strjúka af sér varalit mað handarbakinu. Hann gekk burt með hönd á síðu, horfði á hana og hló. Tenn urnar í honum voru mjög hvítar og ein þeirra var skökk. — Og af hverju hefurðu nú áhyggjur? sagði hann og kveikti sér í vindlingi. — segðu mér það bara? Hún leit nú hiklaust á hann, horfði djúpt í gullslitu augun hans og sagði síðan, kæruleys- islega og eins og ekkert væri tannduftið sem gerir tóbaks- litaðar tennur HVÍTAR KniSTJAN JÓHANNESSON. heildvorzlun, Lokastfg 10. Sfmi 22719 ÍTALSKIR KVENSKÓR mjög fínir og vandaðir í ljósum og dökkum litum, háir og lágir hælar. Verð kr. 595,00 (Verð áður kr. 1195.00). Einstakt tækifæri að fá sér fína skó. Aðeins i þrjá daga t0KÖVEl&lVN 'S&naA. Laugavegi 17 og Laugavegi 96. um að vera: — Mér var að detta í hug, að þú ættir að láta klippa þig. Síðan greip hún handklæð ið og flýtti sér inn í búnings- klefann. 12. KAFLI Bara hún hefði eitthvert á-, kveðið verk að vinna í staðinn fyrir að sitja svona iðjuaus. Ef hún fengi bara að hjálpa til að stjana við farþíegana. Því að hún varð fyrir 'hvern mun að útrýma þessum manni úr huga sér. Hana hitaði í kinnarnar ef minnzt var á Singapore eða eitthvað sem minnti á þann stað. Hún reyndi eftir föngum að festa hugann við tímaritsgreinina, sem hún var að lesa, en kom fyrir ekki. Hún lét bókina falla í kjöltu sína. Joy steinsvaf með opinn munninn í sætinu til hliðar við hana. Þær vora á ferð sem auka- farþegar heim tú Englands. Þegar hún hafði komið aftur í herbergi sitt í Malaya, um morg- uninn, fann hún Joy í óvenju- legum æsingi. Skilaboð höfðu komið þess efnis, að flugfreyj- 42 urnar tvær ættu að fara yfir í aðra flugvél, -em var á heim- leið frá Tokyo. Þar voru tvö sæti laus. Þau áttu þær að nota og svo gefa sig fram á flug- stöðinni, jafnskjótt sem komið væri til London. Líka var fljótfærnislega krot- aður miði frá Peter, þar sem sagði, að honum hefði verið skip að til Kansas, á framhaldsnám- skeið, sem hann var lengi búinn að bíða eftir. Hann átti að fara beint frá Singapore með Panam flugvél. En hann skyldi skrifa betur, þegar hann var kominn á leiðarenda. Nú hafði það lent á Joy að taka saman föggur þeirra. Hún hafði þegar náð sambandi við flugstjórann og nú höfðu stúlk- urnar ekki nema stundarfjórð- ung til þess að komast á fiug- völlinn í Kalang. Lísa hafði kom ið sér í einkenningsbúninginn á met-tíma og strokið niður á sér hárið sem enn var deigt, brotið saman kjólinn sinn og stungið honum efst í ‘öskuna sína, eins og bezt gekk, meðan Joy beið hennar með leigubíl við dyrnar á gistihúsinu. Það var blessunarlegur léttir að þurfa ekki að hitta Blake Mc- Call. Bara áhöfnin vildi lofa henni að gera eitthvað á leið- inni! Hún hætti við allar tilraun ir til þess og settist í sætið og tók að glápa á snjóhvít skýin fyrir neðan og reyna að hugsa um eitthvað annað en þetta aðal- áhyggjuefni sict. Þessi sérkenni legi karlmannsþefur af fötum hans og hári, sterklegu fingurn ir með litlu hárunum við hnú- ana. Velhirtar vinnuhendur. Hún kreppti hr.efana og reyndi að pína sig til að hugsa um eitt hvað annað. Ef Joy vildi nú bara vakna og fara að skrafa við hana, en samverkakona hennar hafði ekki verið sérleg akrafhreyfin, síðan þær fóru frá Ástralíu. Hún eyddi öllum tímanum annað hvort í að sofa eða þá hún fyl'lti hverja dökkbláu paopírsörkina eftir aðra með krakkalegu skriftinni verður í kvöld fimmtud. 27. febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Góð kvöldverðlaun. — Kaffiveitingar. N E F N D I N . sinni. Hamingjan mátti vita til hvers, hugsaði Lísa, því að auð vitað mundi liún á næsta við- komustað hring.ia hann upp — og láta hann borga samtalið. — Við erum líkastar þessum einskisnýtu sýningarfigúrum í sjónvarpinu, sem gefa áhorfand anum aldrei í skyn, að þær geri nokkurntíma ærlegt handtak. Hún velti því fyrir sér, hvort nokkurt bréf jrá Peter mundi bíða hennar heima hjá henni. Hún vonaði það að finnsta kosti. Hún hafði ekki skrifað honum nema einu sinni, en hún skyldi nú fljótlega bæta úr því. En bara ekki alveg strax. Rétt í bili var hún ekki upplögð í neinar bréfaskriftir. Nú var te borið fram. Lísu datt í hug, hvort bún mætti ekki að minnsta kosti fara sjálf fram í eldhús og ná í bolla handa sér og Joy, en flugfreyjan varð fyrri til og kom með bakka þar sem á var te, samlokur og kökur. Joy vaknaði við glamrið í boll- unum og lifnaði öll við er hún sá matinn. Ástin hafði ekkert dregið úr matarlystinni hjá henni. Þegar hún hafði lokið við mat inn, fór hún aftur að sofa. Þeg- ar Lísa hafði drukkið tvo bolla, tók hún að skána í skapinu og fór að 'ljúka við krossgátu, sem hún hafði áð xr verið að stríða við. Þetta var lengsta flugferð, sem hún hafði nokkurntíma far- ið. Hún fór a5 hugsa um, hve sér myndi leiðast að fljúga mjög langar leiðir sem farþegi og minntist þess, sem Peter hafði sagt henni h\rað hans verk væri þreytandi. Hún hafði nú ekki hugsað mikið undanfarið, hvorki um hann né Símon og hvað Sí- mon snerti hafði hún dálítið sam vizkubit af því. Það væri ólík- legt, að hún gæti hitt hann áður en hún færi i næstu Ástralíu- ferðina. Allt var grátt og kuldalegt þegar þær lentu í Heathrow. Lendingin heima var óþægileg viðbrigði. Þegir þær hringdu í stöðina virtist enginn þar hafa neinn áhuga á þessar fljótu heimkonu þeirra. Þær þurftu því alls ekkert að vera að fara á stöðina, en gátu farið beint heim til sín og verið þar við, ef hringt yrði í þær með einhverjar fyrir- sikpanir. Þær fengu far með farþega- vagninum til Uiktoríustöðvarinn ar en skildu þar Lísa gekk eftir steinlagða ganginum, inn í hest- hús-íbúðina sína og minntist með nokkrum sárindum þess, sem gerðist í Sing ipore og sólskins- ins þar. En þá kom yfir hana einhver vanlíðan og henni fannst eins og einhver ógæfa væri yfir vofandi og þessi tilfinning var svo sterk, að pegar hún opnaði dyrnar hjá sér og sá símskeyti liggja á gólfinu, vissi hún óður en hún opnaði bað, að það mundi hafa slæmar fréttir að færa. Hún hélt nnn á skeytinu í hendinm. Fyr-st hafði hún kreist það saman, eftir að hafa lesið það, en nú sléttaði hún úr því að vinna aftur í þig við allt, sem 27 FEBRÚAR 1969 Iirúturinn 21 marz — 19 apírl Allt gengur vel og áreynslulaust Sýndu fjölskyldunni betrl hliðina á þér í kvöld. Nautið 20. apríl — 20. maí Dagurinn verður mjög flókinn, reyndu tímann og ( fara vel yfir öll skjöl Losaðu orðið er gagnslaust. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Segðu fátt. Allt gengur í haginn fyrir þér. Reyndu að fara sæmilega snemma heim. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Það má fara langt á stjórnkænskunni Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Reyndu að vinna að eiginhagsmunum, og spara. Meyjan 23 ágúst — 22. september Ef þú ferð að negu óðslega, kemstu alngt. Fólkið þitt verður leiðitamara. Vogin 23. september — 22 október Þér ætti að vera farið að ganga betur, vegna alls, sem þú hefur lagt á þig til úrbóta Sporðderkinn 23. október — 21. nóvember í dag er ágætt að leggja upp í ferðalag, eða byrja á ein- hverju nýju, sem nær yfir langt tímabil. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Losaðu þig við einhver leiðindi, sem að hafa steðjað að Steingeitin 22. desember — 19. janúar Kvöldin eru upplögð til skemmtana og er þá ekki úr vegi að líta á rómantíkina. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Einbeittu þér að því að ganga frá því, sem þú hafðir skipu- lagt Fiskarnir 29. febrúar — 20. marz Þér lánast að gera nærri því hvað sem vera skal í dag. Reyndu samt að gea skyldustörfin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.